Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Side 12
Sigurvegarinn. Árið 1945, þegar kenningar Keynes höfðu verið almennt viður- kendar, og hann orðinn lávarður, heimsótti hann Washington, sem hagfræði- • ráðunautur brezka fjármálaráðuneytisins. Þarna situr hann (t.v.) við hlið Hali- fax lávarðar, þáverandi sendiherra Breta í Bandaríkjunum. | KENNINGAR ... | Framhald af bls. 8 (Skyldu Bandarikjamenn gera sér ljós- an mismuninn, sem sú staðreynd ger- ir í sambandi við atvinnuleysið?). Gömlu undirstöðugreinarnar í brezkum iðnaði, svo sem bómull og kol, sem áður voru höfuð máttarstoðir velgengni þjóðarinnar, voru á fallanda fæti og áttu ekki eftir að ná sínu forna mikil- vægi. Ófriðurinn hafði hoggið skarð í efnahagslegan valdamúr Bretlands. Undir 1930 var Keynes orðinn óþol- inmóður eftir einhverri hreint peninga- legri lausn á erfiðleikum Bretlands og kom þá auga á opinberar framkvæmd- ir, sem lausn á málinu. Þetta fram- kvæmdi hann á valdaárum Lloyd Georg- es, sem stefnumál fyrir frjálslynda flokkinn. „Hvernig snúast ber við at- vinnuleysinu“, „Við getum sigrazt á atvinnuleysinu" — þannig voru fyrir- sagnirnar að hvatningarorðunum til al- mennra átaka að aukningu akuryrkju, vegalagningu og brúarsmíði, húsagerð- ar, hafnarframkvæmdum og lagningar síma og rafmagns. Það er kaldhæðnis- legt að hugsa sér að ef þessi kenning um tilkostnað hins opinbera hefði þá orðið ofan á, hefði Lloyd George orð- ið kyrr við völd og það með miklum glæsibrag. En það átti að falla Hitler í skaut, og heimurinn í heild að greiða V'erðið fyrir aðferðir hans. egar svó Wall Street hrundi, síðla árs 1929, lá við að Keynes kast- aði hattinum sinum í ioft upp af gleði við tilhugsunina um ódýra peninga. Eft- ir því vorum við öll að bíða. Nú gat fjárfesting hafizt með lágum vöxtum. En Bretlandi til mikillar skelfingar, var kreppunni ekki lokið, heldur hófst einmitt hin raunverulega kreppa. Hing- að til hafði ein milljón atvinnulausra ekki verið hámarkstala í kreppunni heldur lágmarkstala, sem nú þaut upp í brjár milljónir. Brezka stjórnin beitti gamalþekktum ráðum. Tryggingarsjóð ur rikisins var félaus, ríkissjóðurinn átti það sama yfir höfði sér, og þá síð- ar meir þjóðin öll. Gjaldþol varð að tryggja og þjóðarskútunni varð að halda á floti. Aðferðin var sú að rifa öll segl og lolta lúgum. Fjárhagsáætlun- in var rétt við með hærri sköttum og hvatt til sparnaðar á öllum sviðum. Þjóðin brást vel við og þyrptist bein- línis að til að greiða skattana sína. Þetta var auðvitað ágætt, en það var ekki sama sem ófriður. Endurvopnun og síðan strið var nauðsynlegt til að bjarga málinu. En Keynes hafði jafnvel þá þegar komizt að þeirri niðurstöðu að eitthvað væri bogið við hefðbundnar hagfræði- kenningar. Árið 1930 gerði hann grein fyrir spurningum sínum í „Ritgerð um peningamál“, og árið 1936 kom hann með hið merka verk sitt: „Almenn regla um atvinnu, vexti og peninga" — sem á hans tíma var hin viðurkennda útgáfa hagfræðibiblíunnar. Það væri misskilningur að halda, að Keynes hafi verið algjörlega frumlegur og einstæður í þessu ritverki. Ef út í það er farið nær óánægja með erfiða tima og ráðin við þeim langt aftur í söguna. Menn hljóta oft að hafa hug- leitt ósamræmið með verðmætum og atvinnulausum mönnum, þar sem skorti á fullnægingu einföldustu þarfa. Það mundi ekki þurfa neinn sniiling til að láta sér detta í hug opinberar aðgerð- ir til að bæta úr ástandinu. Og heldur ekki eru efasemdir um hlutverk og hegðun peninganna nein nútíma uppgötvun. Feningarnir, þessi mikla uppfinning mannsins hefur ver- ið látlaus plága á höfundum sínum. Og það er ekki úr vegi að láta sér detta í hug, að óánægja með hegðun peninganna verði ævarandi. Hvenær sem eitthvað er fram- leitt, sem ekki gengur út, er skuld- inni skellt á peningana. Hvenær sem einhver vill fá lán og fær það ekki, er það sök fjármálakerfisins. Hver sem vaxtafóturinn er, verður hann óþol- andi hár fyrir suma. Hvenær sem ríki kemst í vandræði með greiðslujöfnuð, er um kennt fjárskorti og lánstrausts- leysi. Meirihluta íbúa heims mun alltaf finnast hann eiga að fá 10% meiri pen- inga en hann fær, og virðist alltaf halda sig mundu verða ánægða ef svo yrði. Til eru tvö umkvörtunarefni í sam- bandi við peninga. Annað er það, að ekki sé nóg til af þeim til þess að halda þjóðarhagnum í fullum gangi. Bandaríkin og brezka heimsveldið, þessi tvö riki, sem eru forrík á heimsmæli- kvarða, hafa nú um stundir áhyggjur af meintum skorti á greiðslugetu í heiminum, sem að líkindum er þeim fjötur um fót í viðskiptum þeirra. En sú hugmnd, að þau séu sjálf þessari greiðslugeíu fjötur um fót, virðist ekki hvarfla að þeim. Tillögur um að bæta úr peninga- leysinu með almennri gengislækkun, með almennri losun (þ.e. mikilli aukn- ingu) á útlánum, skjóta upp kollinum Spámaður „Nýju hagfræðinnar“ John Maynard Keynes, sem lézt árið 1946, fæddist í Cambridge í Englandi 1883 og ólst upp meðal háskólafólks. Hann hóf starfsferil sinn 1906 í Ind- landsráðuneytinu, og hagfræðigáfa hans kom fljótt í ljós í merkri ritgerð „Gjaldeyrir og fjármál Indlands", sem kom út 1913. Árið 1915 réðst hann til fjármála- ráðuneytisins og sú reynsla sem hann öðlaðist þar, kom honum fram á sjón- arsviðið, eftir að hann gaf út rit sitt „Hagfræðilegar afleiðingar friðar- ins“, árið 1919. Eftir að Kaynes var kominn fram á sjónarsviðið, hvarf hann ekki af því eftir það, og rit hans og kennsla náði hámarki í verkinu, „Almennar reglur um atvinnu, vexti og fé“, árið 1936. í síðari heimstyrjöldinni og tím anum þar næst á eftir voru áhrif hans á hagfræðisviðinu allsráðandi. Hann starfaði sem ráðsmaður í stú dentagarði sínum, var ritstjóri „Eco- nomic Journal“ og í nokkur ár stjórn arformaður í liftryggingarfélagi. Hann rak fjárfestingarfyrirtæki, kom á fót balletti, opnaði Listaleik- húsið í Cambridge og var stjórnarfor maður vikuritsins „The Nation“. Oneitanlega voru áhrif hans gífur- leg, og frægðarorð hans mun óbrot- gjarnt. Ef gætt hefur ofurlítillar óþol inmæði og fræðimannsgorgeirs í fari 'hans, þá fyrirgefst það, jafnvel með- al einstrengingslegra lærisveina hans Hann aðhylltist hina klassisku ensku hagfræði og hafði alls ekki í hyggju að kollvarpa meginreglum forvera sinna í þeim visindum, heldur aðeins að fullkomna þær. daglega. Því er haldið fram, að hlut- verk Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins sé ekki það eitt að vera allsherjar pen- ingamiðstöð, heldur og að hann eigi að búa til peninga sjálfur. Hversvegna var hann ekki fyrst og fremst kallað- ur banki, sem fengi það hlutverk að útvega þuríandi heimi yfirdrátt? Mikdll hluti heims mun vona, að Pierre-Paul Schweitzer, eftirmaður Per heitins Jacob sons, muni hafa frjálslyndari skoðanir á þessu sviði. Annað helzta umkvörtunarefnið í sambandi við peninga er það, að jafn- vel þótt nóg kunni að vera til af þeim, þá séu þeir ekki í hringrás. Þeir ættu að byrja við enda framleiðslunnar og síðan fara allan hringinn, þangað til varan er seld neytandanum við hinn endann. En því er haldið fram, að nokk- uð af þeim stöðvist á leiðinni eða týn- ist. Sumu af þeim er eytt, svo að fram- leiðslukostnaðurinn fæst aldrei uppi- borinn. Fjöldi yfirlitsmynda hefur ver- ið gerður til að sýna fram á þetta, og eilífum útreikningum beitt til að sanna það. En Keynes var þarna ekki rödd hrópandans í eyðimörkinni. Ég þarf ekki annað en minna á Douglas Social Credit stofnunina, sem enn er þekkt á sléttunum í Kanada. Og enn má minna á William Foster og Waddill Catchings, samhöfunda „Money“, Prof- its“, „Business Without a Buyer“, og „Road to Plenty“, en öll þessi verk komu út meðan Keynes var enn að leita leiða. Engu að síður hefur reglan ver- ið viðurkennd og reynd, fyrir tilverkn- að Keynes. Fjármála-, skatta- og félags- málastefna hefur öll beinzt að mikilli eftirspurn. „Full atvinna í frjálsu þjóð- félagi", eftir lávarð (þá Sir William) Beveridge var kennslubók í hinni nýju hagfræði, haglega tengd áætlun um vel- ferðarríkið, og hefur talizt hafa bjarg- að auðvaldsskipulaginu úr yfirvofandi hættu. Keynes-kenningin er nú orðin hluti af almennu hagfræðikerfi, og engin ný kennslubók í þeirri grein mundi koma út, án þess að til hennar væri vitnað, enda þótt verkið snerist ekki alfarið um hana. Hvað Bandaríkin snertir, þá virðist helzt svo sem móttökur hennar í hópi fræðimanna hafi borið vott um enn meiri hrifningu en nokkurntíma í föðurlandi hennar. Kenningin hefur nú sigrað svo ræki- lega, að engin ábyrg ríkisstjórn mun framar leggja í þá hættu að láta hag- kerfið fara í sömu óreiðu og gerðist á fjórða tug aldarinnar. Og því er meira að segja haldið fram, að alls ekki megi slaka á heldur skuli ýta undir stöðuga útþenslu. Þau verðmæti, sem liggja í vinukrafti, efni og áhöldum, skuli höfð í fullum gangi, og tæknilegir mögu- leikar til að auka framleiðsluna skuli hafa fullt svigrúm. Svo heppilega vill til, að sú stefna að halda uppi mikilli eftirspurn hefur fengið liðsauka, þar sem er velferðar- ríkið. Ríkið getur á löglegan hátt eytt peningum — og það nýsköpuðum pen- ingum — til að efla og auka ónógar og fallandi tekjur í þjóðfélaginu. Jafn- vel mikil fjáreyðsla til herbúnaðar — þótt hryggileg sé að öðru leyti — get- ur orðið að gagni í þessu sambandi. Það yrði erfitt að amast við kenn- ingu Keynes til að berjast við efna- hagshrun, eins og gerðist árið 1929. „Er nú náunginn aff koma af staff regni?“ Low lýsir viöbrögðum Brctlandsstjóra ar við hagfræði Keynes. 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.