Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 16
Þaðer bjart fram- undan HnGUR maður frá ísafirði, Lárus Þ. Guðmundsson, hefur nýlok- ið guðfræðiprófi frá Háskóla íslands og verður væntanlega fyrsti prestur- inn, sem fær vigslu í hinni nýju Skál- holtskirkju. Hann verður settur prest- ur að Holti í Önundarfirði — þar, sem Brynjóifur biskup fæddist. Þegar ungir piltar í Menntaskólanum á Ak- ureyri ræddu framtíðaráformin í heimavistinni fyrir einum tíu árum, datt víst engum í hug — og sízt Lár- usi, að hann yrði á endanum prestur. Hann var um skeið formaður mál- fundafélags nemenda, stóð oft í ræðu- stóli og reifst um stjórnmál, eins og allir, sem í ræðustólinn þorðu á ann- að borð að stíga. Enda sagði Lárus, þegar við hittum hann á dögunum: „Já, það er alveg rétt. Ég ætlaði mér að betrumbæta heiminn eftir öðrum leiðum“. Svo brosti hann og bætti við: „En ég komst að því, þegar ég fór að starfa af kappi í pólitík — að ræturn- ar liggja miklu dýpra. Það eru marg- ir, sem taka að sér að vísa veginn. En hvaða vegur liggur lengst? Hvaða vegur leiðir næst takmarkinu í kristnu þjóðfélagi? Um þetta hugsaði ég mikið. Ég skil það í rauninni ekki enn í dag vegna hvers ég innritaðist í guðfræðideild, því fyrstu misserin hafði ég ekki snefil af áhuga — og sló þar af leiðandi slöku við námið. En nú er ég mjög þakklátur“. — Er það ekki einkennileg tilfinn- ing, að eiga í vændum að verða allt í einu SÉRA Lárus? — Jú, víst er það. Ég veit varla út í hvað ég er að ganga, enda þótt ég telji mig gera mér óljósa grein fyrir því, sem í vændum er. Eitt er víst — og það er, að nú hefst skólinn fyrir alvöru. — Fáið þið nógu góðan undirbún- ing í skóla? — Auðvitað er enginn fullkomlega undirbúinn undir neitt. Menn geta ailtaf bætt sig. En í guðfræðideildinni fáum við ekki þjálfun, sem hliðstæð er námi og þjálfun í ýmsum öðrum deildum Háskólans. Til dæmis lækn- arnir. Þeir eru búnir að vinna lengi í sjúkrahúsum áður en þeim er sleppt einum út í starfið. Að sama skapi væri sjálfsagt gagnlegt fyrir þá, sem útskrifast úr guðfræðideild að verða aðstoðarprestar um árs skeið eða því sem næst. Prestar fara annars beint Rætt v/ð Lárus Þ. Gubmundsson verðandi prest vestur á Fjörðum frá prófborðinu til starfa í sínum söfnuði þar sem þeir verða að glíma við ýmis flókin mannleg vandamál, segir Lárus. — En þú kvíðir ekki fyrir, er það? — Nei, alls ekki. Ég hlakka til, enda þótt ég finni mig vanmáttugan. Ég þarf mikið að sækja til safnaðar- ins, ég er fullur af samstarfsvilja. En það eina, sem við getum treyst á, er náð Guðs — að hún geti snúið ófull- komnun okkar til góðs. f þessu sambandi og um samstarf prests og safnaðar detta mér í hug orð Páls postula í I Kor. 3:6; „Ég gróðursetti, Appollós vökvaði, en Guð gaf vöxtinn. Þannig er þá hvorki sá neitt, er gróðursetur, né sá er vökvar, heldur Guð, sem vöxtinn gef- ur“. Þetta er hárrétt, því við megn- um ekkert af eigin mætti einum saman. Þess vegna eigum við að biðja og starfa, sérhver eftir sinni getu. Guðfræðingum eins og öðrum mönnum ber að tala og fræða um Guð. Það er skylda sérhvers mann og þá skyldu ber okkur að horfast í augu við og sömuleiðis vanmátt okkar og einmitt á þann hátt gefa Guði heiðurinn. — Já, þetta er þroskandi starf. — Það getur vafalaust verið það. Það getur vafalaust hjálpað manni til að rækta með sér kærleika til náung- ans. í samstarfi við söfnuðinn getur það vafalaust opnað manni nýjan heim og stóran. Kirkjan er svo dýrleg stofnun. Hún hefur staðizt allt, hún á svo mikil ítök í sálum manna — jafnvel þeirra, sem ekki segjast vera kristnir. Þeir vilja ekki viðurkenna það af annarlegum ástæðum. Samt eru þeir yfirleitt meira og minna mót- aðir af siðferðiskenningum kirkjunn- ar. — En finnst þér samt ekki deyfð yfir kirkjulífinu nú á dögum? Ertu ekki kvíðinn þess vegna? — Jú, á yfirborðinu er víða mikil deyfð. Samt á kirkjan svo mikil ítök í almenningi, að það er leitun að fólki, sem er beinlínis ófúst til sam- starfs. Það er mikill lífskraftur í kristinni trú — og það er bjart fram- undan. Þrátt fyrir alla mannlega veikleika hefur kirkjan ratað rétta leið. Kristnir menn eru að tengjast sterkari böndum en áður, guðfræðin er komin í meiri tengsl við kirkjuna sjálfa. Nú eru miklar breytingar að verða á kirkjunni og ég veit, að í framtíðinni mun hún ná betur "til nú- tímamannsins. Þetta er mjög jákvæð þróun og það er tilhlökkunarefni að verða þátttakandi, verða þjónn kirkj- unnar. — Og hverju vildir þú, verðandi prestur, helzt koma til leiðar hvað snertir samband prests við sóknar- börnin? — Ég held að það sé of snemmt fyrir mig að svara. Ég á eftir að reyna margt áður. En hins vegar er það mín persónulega skoðun að það sé fólginn aukinn styrkur í aukinni ábyrgð-— bg ég vona| að kirkjan 'eigi eftir að taka forystu í fleiri málum — æ fleiri mál- um. Og söfnuðirnir yrðu eitt virkasta aflið í þjóðlífinu. Það geta þeir orðið. Ég er sannfærður um það. Forysta kirkjunnar okkar er í mjög góðum höndum. Og í hjarta sínu stendur þjóðin vörð um sina kirkju, enda þótt kirkjusókn sé víða dræm. Og það er vor í nánd, vertu viss. En þetta eru mínar persónulegu skoðanir. Ég er ekki orðinn prestur — og tala þar af leiðandi sem slíkur. Hins vegar munu skoðanir mínar ekki breytast á þess- um málum — ég held sömu afstöðu. Ég er ekki hræddur við að taka af- stoðu. — Er það eitthvað í umhverfinu eða samtíðinni, sem veldur því, að stjórnmálaáhuginn þróaðist á þennan hátt — og að afstaða þín varð sú, að kirkjan ætti að verða virkasta aflið í þjóðlífinu? — Ég veit ekki hvað skal segja. Auðvitað hljóta þessir umbrotatímar að vekja alla til umhugsunar um hin raunverulegu gæði lífsins. Að hverju eru menn sífellt að keppa? Hver er tilgangurinn? En það er erfitt að leita sannleikans á þessari miklu áróðurs- öld. Eitt blekkir í dag — annað villir manni sjónir á morgun. — í foreldra- húsum vandist ég ekki meira kristni- haldi og guðsótta en almennt gengur og' gerist. Ég fór mjög sjaldan til kirkju. En persónuleg reynsla hefur kennt mér að leggja annað mat á lífið en ég gerði — það finnst mér, þó ég segi eRki þar með, að ég sé einhver erigill. Langt í frá. En með hand- leiðslu Guðs og góðra manna hjálp hefur mér tekizt að finna það, sem hugurinn leitar að. Nú á dögum leitar hugur margra að einhverju, sem ekki finnst. Og menn reyna að fá útrás á allan hugsanlegan hátt. En oftast vakna menn upp við það, að þeir eru ekkert nær markinu en áður, jafnvel fjær, þrátt fyrir allar tilraunir. Hve- nær menn eru á réttri leið og hvenær ekki? Hver einstaklingur verður auð- vitað að gera það upp við sig sjálfur, það er matsatriði. Hvar finnur sálin frið og gleði? Allt breytist stöðugt, hjólið snýst. Nýir menn, nýir siðir, ný viðhorf, nýr heimur — — nema kirkjan. Hún stendur öld eftir öld. Hún er byggð á því bjargi, sem ekki brotnar. Hún heldur áfram að úthella sínum krafti yfir kynslóð eftir kyn- slóð, hún huggar í sorg, styrkir í neyð og brosir við okkur á gleðinnar stundu. Kirkjan er byggð á því, sem ódauðlegt er, hún er hornsteinninn í tilveru okkar. Hver hrífst ekki af slíku? Hver lýtur ekki í auðmýkt, þegar hann finnur til smæðar sinnar gagnvart þessu afli hins góða? Þetta er ástæðan til þess að ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og gerast kirkjunnar þjónn. Þetta er sjálfsagt fátækleg skilgreining, en ef þú vilt, þá máttu hafa þetta eftir mér. — Og svo ferðu vestur í fámennið? — Ég veit, að þar er gott að vera. Þekki vel til fyrir vestan. Hins vegar er konan mín fædd og uppalin í Reykjavík, hefur aldrei verið annars staðar langdvölum. Það verða sjálf- sagt töluverð viðbrigði fyrir hana að fara úr Reykjavík, en hún er líka full af áhuga. Ég veit að okkur vegnar vel, því fólkið fyrir vestan er jafngott og annað fólk. Hinar björtu hliðar lífsins blasa alls staðar við manni, ef menn hafa vanizt því að nota réttu gleraugun. — HJH.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.