Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Page 1
A fram að til viðt>ótar við daglegan snún- ing sinn færi jörðin um geiminn árlega ferð kring um sólina. Sama gerðu hinar fimm þekktu plánetur, svo að sólin, en ekki jörðin, var miðja og möndull al- heimsins. Hið jarð-miðisega kerfi Aristótelesar og Ptólemeosar hafði orðið ofan á, en hið sól-miðlæga kerfi Pýþagóringa, sem keppti við það, gleymdist aldrei með öllu. Það varðveittist í ritum hinna lat- nesku höfunda; þvi skýtur óvænt upp í handritum frá miðöldum. Það var að loikum endursko'öað og útlistað í ein- stökum atriðum af Koppernigk kanúka, sem kallast Copernicus, fremur skrítn- um klerki í Varmda, afskekktu héraði við Eystrasalt. Arthur Koestler: Mesta hneyksli kristninnar Var Galilei siðferðileg hetja? Var hann píslarvottur í þágu vísindalegrar hugsunar? Voru páfar síðmiðalda ofsækjendur vísinda? Eða voru þeir vernd- arar þeirra — og var Galilei eitthvað allt annað en helgi- sögnin hermir? Að kveldi f jögra alda afmæl- isdags Galileis rekur Arthur Koestler sögurannsókn hinna vísindalegu uppgötvana, sem hann hóf nýlega í bók sinni, ,,Svefngöngumennirnir“, og leggur fram ýmis óvænt svör við þessum spurningum. ★ „Æ, vinur yðar og þjónn, Galilei, hefir síðastliðinn mánuð verið óiækn- andi blindur", ritaði hinn 73 ára giamli maður til aðdáanda'síns, Diodati, „svo að þessi himinn, þessi jörð og þessi al- heimur, sem ég hef með dásamlegum uppgötvunum og skýrum sönnunum stækkað hundraðþúsundfalt umfram það, sem vitrir menn á umliðnum öld- um trúðu, er héðan í frá skroppinn saman á svo iitlu sviði sem fyllt er af skynjunum míns eigin líkama ....“ Ailir megindrættirnir eru hér fyrir hendi: Tíguleikinn, sjólfshólið, sjálfs- meðaumkunin óg stilþrótturinn. Bréfið er dagsett í villu Galileis, II Giojelio, í Arcetri, þar sem hann átti heima síðustu ár ævi sinnar. Hún stend- ur á hæð innan um oliuviðarlundi og þaðan sér yfir borgina Flórens. En nafn hennar, „Gimsteinninn", lætur nú raunalega kaldhæðnislega í eyrum. — Garðurinn, þar sem hann tók á móti Milton og straumi af öðrum frægum mönnum, er illgiresi gróinn. Húsið, sem er frá sextándu öld, með fornum bjálk- um og hátt undir loft, hýsir nú leigjend- ur og geymir engar minjar hins liðna. Dtan á þykkum steinvegg, sem skilur garðinn frá þeirri einu götu, sem til er í þorpinu Arcetri, er eins konar af- kimi, með gömlu marmarasalerni, án hurðar eða hlífar. Rétt hjá því er móð minnitafla, með upphleyptri mynd af Galilei, horfandi fast á þá, sem þar gera þarfir sinar. Hvort þetta hafði þann tilgang að vera viljandi móðgun, eins konar Mciochemerle“ á öfugri leið, var ég ekki fær um að finna út, en vissulegja ber það vott um virðingarskort hjá þeim, sem völdin hafa, gagnvart þeim manni, sem með orðum fyrrverandi aðdáanda síns Urbans páfa áttunda, „hafði stofnað til hins mesta hneyksilis í kristninni“. — Skugginn af honum loðir enn við þetta einmanalega hús. Hneykslið er ein þeirra sögulegu orsaka, sem ollu því að Evrópa eftir- endurreisnartímanna varð trúnni og skynseminni sjálfu sér sundurþykkt hús. Helgisögnin hefir umbreytt Galilei í píslarvott hugsanafrelsis, Urbani í myrkvaðan kúgara og baráttunni í eins konar grískan harmleik, göfgaðan stimpli sögulegs óhjákvæmileiika. í veruleikanum var um að ræða áreKStur mannlegra skapgerða, framknúinn af drembilæti, efldan af óheppilegum sam- stæðum tilviljunum. Til skilnings á því, sem raunverulega gerðist, verður að segja lítið eitt frá baksviðinu, hinni stórfenglegu kerfafræði alheimsins, eins og samtíðarmenn Galileis litu á það mál. Arfurinn frá Aristótelesi. Siðustu tvö þúsund árin — samkvæmt hinni rétthugsandi kenningu — hafði verið litið á hina föstu jörð sem miðju veraldarinnar, en um hana snerust sól- in, pláneturnar og stjörnurnar á braut- um sínum. Kenningin var byggð á arf- leifð frá Aristótelesi, en hafði í smá- atriðum verið unnin af Ptólemeosi, stjörnufræðingi frá Alexandríu á ann- arri öld eftir Krists burð. Sem and- stæða við hana var til annað stórkost- legt kerfi, enn eldra að uppruna. Skóla- stefna Pýþagóringa, sem staðið hafði í blóma milli fimmtu og þriðju aldar fyrir Krist, hafði kennt mönnum að jörðin snerist um sinn eigin möndul. Og a. m. k. einn Pýþagóringanna. Arist- arkos frá Samos, hélt því þar að auki Arthur Koestler. Copernieus hafði dáið árið 1543, 21 ári áður en Galilei var fæddur. Fyrsta prentaða eintakið af bók hans, „Um snúninga hinna himnesku hvelfinga" (De revolutionibus orbium coelestium libri VI.) var fært honum á dánarbeði hans. í meira en hálfa öld vakti verkið mjög litla athygli. Eins og segir á tit- ilblaðinu, var það stílað „til stærðfræð- inga einna“. Það var þunglamalega ritað oig fullt af sjálfsmótsögnum. Við- brögð hins háskólamenntaða heims voru, með fáeinúm undantekningum, kæru- laus eða fjandsamieg, eins og Coper- njcus hafði óttazt. Það var þessi ótti við „að hlegið yrði að manni og maður yrði hrópaður út af sviðinu" (svo til- færg séu hans eigin orð), sem hafði haldið honum frá því að gefa út „Bók- ina um snúningana“ fram á síðasta ævi- ár hans, en hann dó sjötugur. En það sem kom honum til að sigr- ast á óttanum, voru staðfastar beiðnir yfirboðara hans í prestastéttinni, sem lesið höfðu handrit með meginlínum af kenningum hans. Clemens páfj sjöundi hafði hlýtt á fyrirlestur um hina coper- nikönsku tilgátu, og féll hún vel i geð. Fáeinum árum síðar skrifaði Schönberg kardínáli — en í tíð þriggja páfá var hann í sérstakri trúnaðarstöðu hjá þeim — til hins óbreytta kilerks í Varmía, að hann hefði frétt af Copernicusi með mikilli aðdáun, að hann hefði „skapað nýja tilgátu um alheiminn og samkvæmt henni snerist jörðin, og sólin hefði grundvallandi og miðlæga stöðu .... Þess vegna, lærði maður, þið ég yður, án þess að vilja sýna ágengni, mjög fastlega að kynna hinum menntaða heimi uppgötvun yðar . . .“ Copernicus prentaði bréfið sem for- mála fyrir bók sinni. sem hann tilemk- aði eftirmanni Clemensar, Páli þriðja. Gagnstætt helgisögninni snerist kirkjan þannig alls ek'ki gegn kenningunni um hreyfingu jarðar. Hið þveröfuga er sannleikurinn. Án uppörvunar klerka- stéttarinnar og verndar frá henni — allt frá biskupinum í Varmía til hópa manna nákomnum Vatikaninu — hefði bók Copernicusar kanúka aldrei séð dagsins Ijós. Og afstaða kirkjunnar breyttist ekki heldur næstu áttatíu árin. Galilei snerist til fylgis við kerfi Copernieusar á tvítugsaldri. En hann hélt sannfæringu sinni leyndri, unz hann var nálega fimmtugur, þótt hahn hefði ekki fremur ástæðu til að óttast trúarlega ofsókn en Copernicus hafði. CXll þessi ár kenndi hann í fyrirlestrum sínum hina gömlu stjörnufræði Ptóle- meosar, og hafnaði greinilega hreyf- ingu jarðar með hinum erfikenningar- legu rökum (s'kýin myndu dragast aftur úr o. s. frv.), sem hann vissi þó að voru röng. Fram hjá þessu' ganga ævisöguritarar Galileis þegjandi, þótt Það sé mikilvægt atriði til skiinings á skapgerð hans. (Cit I). Ástæðurnar fyrir því að hann duldi skoðanir sínar svo rækilega, voru hinar sömu og hjá Copérnicusi: Óttinn við aðhlátur af hálfu hinn'a þröngsýnu starfsbræðra hans, sem héldu kennara- stöðunum í stjörnufræði í Bologna, Písa, Padúa og víðar. í bréfi til hins þýzka stjarnfræðings, Jóhannesar Kepl- ers (hins fyrsta, sem opinberlega upp hóf raust sína til stuðnings Copernicusi, 15 árum á undan Galilei) játaði hann: „Ég hef ekki þorað að setja skoðanir mínar opinberlega fram í ljósið, hrædd- ur við örlög Copernicusar sjálfs kenn- ara vors — því þótt hann hlyti ódauð- lega frægð hjá sumum, var hann samt af óendanlegum fjölda annarra hafður að spotti og hrópaður út af sviðinu — því- líkur er flónanna fjöldi“. Hættan við dóm af kirkjunnar hálfu hvarflaði ekki að honum, því að fyrstu fimmtíu ár ævi hans hafði engin slík hætta verið til. Jafnvel síðasti verjandi hans, Gi- orgio de Santillana, viðurkennir: „Fyrir eigin reikning þekkti hann (Galilei) Jesúingana sem nýhyggjusinnaða húm- anista, vini visindá og uppgötvana. Þeir sem hann óttaðist, voru prófessorarnir“ (Cit. II). Og sá ótti var á rökum reistur, svo sem viðburðirnir leiddu í ljós. Framhald á bls. 12. Galileo Galilei. öíImu jjuli attundi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.