Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Side 2
♦ Hí Park Aliðnu hausti kom formlega til valda í Suður-Kóreu 47 ára gamall hershöfðingi, sem var leiðtogi herforingja- kh'kunnar, er tók völdin í landinu 16. maí 1961. Hann hafði að sjálfsögðu verið hinn eiginlegi valdhafi í landinu síðan, en ekki gegnt embætti forseta formlega fyrr en hann var kosinn í það í fyrrahaust eftir að atkvæði höfðu verið tvítalin. Þessi maður er hinn dularfulli Chung Hí Park. Sigur hans var ekki sérlega glæsilegur. Hann hlaut 4.662.708 atkvæði, en höfuðkeppinautur hans, Posun Yun, fyrrverandi for- seti, fékk 4.501.882 atkvæði. Þar sem nokkrir fleiri frambjóðendur tóku þátt í forsetakosningunum, dreifðust atkvæðin víðar, þannig að Chung Hí Park hlaut aðeins 43% greiddra atkvæða. En forseti varð hann allt um það. Ráðamenn í Washington voru vongóðir um, að hann mundi ekki valda þeim sams konar erfiðleikum og höfuðverkjum og hin fræga „Drekafrú“ í Suður-Vietnam á sínum tíma — en þeir veltu því margir fyrir sér, hvort hann mundi endast út kjörtímabilið, sem er fjögur ár. Slíkar vangaveltur eru ofurskiljanlegar, þegar htið er yfir fortíð þessa sérkennilega manns. I einkalífinu er Chung Hí Park lágvaxinn, þögull maður, sem beðjureykir og felur glugga sálar sinnar bak við stór og mjög dökk gleraugu. Hann notar ekki þessi gleraugu vegna þess að sjónin sé biluð, segja þeir sem gerzt þekkja, heldur vegna þess að hann álítur að gleraugun skapi honum ákveðna virðingu og umvefji hann óskilgreindri dul. Hershöfðingi er hann að vísu — en svo virðist sem hann hafi aldrei borið þann virðulega titil á vígvellinum, enda er eitt af heitunum, sem gamansamir landar hans hafa hengt á hann, „skrif- borðshershöfðinginn". Chung Hí Park fæddist í héraðinu kringum Taegu í sunnan- verðri Kóreu, og var faðir hans efnaður bóndi. Þetta var á þeim tíma, sem Kórea laut ennþá valdi Japana. öndverðu var hann barnakenn- ari í Taegu, sem hann telur vera heima- borg sína, en snemma sagði hann skilið við kennarapúltið og hélt til Mansjúríu, þar sem hann lét skrá sig í herskóla Japana í Tsjangtsjún. í herskólanum stóð hann sig með miklum ágætum, og eftir að hann brautskráðist gekk hann í Chung SVIP- MVND japanska herinn og varð lautinant af laagstu gráðu. Hann tók þátt í styrjöld- inni með Japönum og var margsinnis haekkaður í tign, þannig að hann verð- ur trauðla settur á bekk með baráttu- mönnum þjóðlegs frelsis í Kóreu. Þegar Bandaríkjamenn sendu setulið sitt til Suður-Kóreu, sneri hann eigi að síður aftur heim til ættlandsins og sett- ist nú á skólabekk í herskólanum sem Bandaríkjamenn höfðu komið á fót — og þaðan brautskráðist hann síðan sem kafteinn í „löggtsezluliðinu", eins og Ameríkanar kölluðu hinn lítt skipu- lagða herstyrk Suður-Kóreu. Hann vakti á sér eftirtekt fyrir sér- vizkulega framgöngu. í snjáðum og þvældum herklæðnaði ók hann um í gömlum jeppa ásamt einum varðmanni, segir New York Times, og hann var svo þögull og svipharður, að honum var brátt giefið viðumefnið „Broshýri her- foringinn“. Hann virtisit ekki eiga marga félaga, er. það fóru að ganga sögusagnir um, að hann stæði í nánu sambandi við kommúnista. Hann kvað hafa verið við- riðinn misheppnaða kommúnistaupp- reisn í hernum árið 1948. Af því leiddi að hann var dreginn fyrir herrétt og sóttur til saka — með þeim afleiðing- um að hann var dæmdur til dauða. Þrátt fyrir það hve lítið samneyti hann hafði við félaga sína í hernum, komu þeir til liðs við hann á þessum alvarlegu tímamótum. Þeir héldu því fram, að daður hans við kommúnism- ann væri ekki annað en duttlungar, og bak við það væri engin alvara. Þannig hljóta flestir landar hans að líta á þetta núna. Svo mikið er vist, að dómur herréttarins var mildaður, og honum var einungis vikið úr hernum. egar Kóereu-stríðið brauzt út, var hann aftur kallaður í herþjónustu og gerður majór. Til vígstöðvanna var hann aldrei sendur, en hann 'hlýtur að hafa sýnt af sér mikla hæfileika í skipu- lagsmálum og „skrifborðsherstjórn“, — því hann hækkaði ört í tign, þar til hann var loks útnefndur hershöfðingi. Hann var jáfnvel sendur til Banda- ríkjanna til frekara náms og þjálfunar. Þegar hann kom aftur heim til Kóreu eftir fimm mánaða útivist, var það sem hann byrjaði baktjaldamakkið gegn ríkisstjórn landsins. Yfir allri þróun þessara mála liglgur hjúpur leyndar- dómsins, en hann hlýtur að hafa fengið verulegan hluta hersins í lið með sér, því 16. maí 1961 lét hann til skarar skríða og gerði byltinguna, sem færði honum æðstu völd í landinu. Nú voru þeir dagar liðnir, þegar hann ók um klæddur tötralegum her- klæðum í gömlum jeppa. Hann var ailt í einu kominn í spegilgljáandi, loftkæld an kádilják með skótheldum rúðum — og hvar sem hann kom var hann klaxld- ur glæsilegum og velpressuðum hers- höfðingjjabúningi. Það eina sem minnti á fortíðina voru gleraugun dökku. E ftir herforingjabyltinguna til- kynnti hann hátíðlega, að hann mundi ekki gefa kost á sér við forsetakosn- ingar, en hins vegar mundi hann veita herforingjastjórninni forstöðu, meðan hún væri að greiða úr hinni pólitísku ringulreið í landinu og koma á reglu. Hann var þá þegar talinn æðsti mað- ur ríkisins, og þegar hann fór í opinbera heimsókn til Washington nokkrum mán uðum eftir byltinguna, var tekið á móti honum eins og þjóðhöfðingja. Hvað það var sem síðan kom honum til að bjóða sig fram við forsetakosn- ingarnar, er ekki fullkomlega ljóst, en hinn fámælti byltingarforingi sagði þó, að hann hefði hug á að vinna landi sinu gagn, og það gæti hann bezt gert í embætti forseta. í kosningabaráttunni reyndu and- stæðingar hans hvað eftir annað að hræöa kjósendur með því að benda á hinn „dökka kommúníska blett“ á for- tíð hans, en það virðist hafa haft næsta lítil áhrif á þá rúmlega hálfu fimmtu milljón Kóreubúa, sem gáfu honum at- kvæði sitt. Þeir voru greinilega sama sinnis og félagar hans í hernum forð- um: Aðeins tímabundnjr duttlungar! Og svo mikið er víst, að þau tæp þrjú ár, sem hann hefur verið valda- roesti maður Suður-Kóreu, hefur hvergi komið fram hjá honum, að hann ali á kommúnískum hugmyndum. mt egar Chung Hí Park yfirgefur stjórnarráðið í Seoul, dregur hann sig enn í dag í hlé frá umheiminum. Um emkalíf hans vita menn lítið sem ekk- ert. Þó er það kunnugjt, að fyrir þrettán árum kvæntist hann þriðju konu sinni, Jún-Joúng-Sú, og á með henni tvær dætur og ungan son. Það er einnig á vitorði almennings, að þegar heim kem- ur tekur hann afan dökku gleraugun og er mjög umihyggjusamur eiginmaður og heimilisfaðir. Sagt er, að Jún-Joúng-Sú sé ákaf- lega heillandi og skynsöm kona, sem líti upp til manns síns með auðsveipni og virðingu: — Það er rétt sem fólk segir, að hann tali ekki mikið. En þegar hann segist ætla að gera eitthvað, ja, þá gerir hann það — og gerir það vel. Er það ekki nóg? Og er það ekki einmitt slík framkoma, sem maður væntir sér a£ góðum hermanni? v C hung Hí Park hefur verið fáorð- ur um það, hvaða afstöðu hann muni taka til þeirrar þróunar sem nú á sér stað í málum Austur-Asíu. Hún er bæði flókin og mikilvæg vestrænum ríkjum, ek.ki sízt Bandaríkjaimönnum, og af þeim sökum hlýtur forseti Suður-Kóreu að draga athygli þeirra til sín á næstu misserum. Utgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viaur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: AðalstræU 6. Sími 22480. 2 Í-ESBÖK MORGUNBLAÐSINS 8. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.