Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Blaðsíða 4
*r ótt saga leiklistarinnar hér á
landi sé ekki ýkja löng eða margþætt,
þá er þar margs að minnast, margra
góðra manna og kvenna, sem lagit hafa
þar hönd á plóginn, og margra atburða,
smærri og stærri, sem skapað hafa þá
merkilegu sögu. Nú er það svo að oft
er erfitt eða næsta ógerlegt að gera
sér ljósa grein fyrir mikilvægi atburð-
anna á því augnabliki, sem þeir gerast.
Slíkt kemur ekki í ljós fyrr en eftir á,
oft löngu síðar, 1 Ijósi sögunnar. Ein-
stakir atburðir eru þó í eðli sínu og
framkvæmd svo áberandi og gildi þeirra
fyrir framtíðina svo augljóst, að þeir
teljast strax til stór-viðburða, sem marka
muni djúp spor og jafnvel tímamót. í
sögu og þróun leiklistarinnar hér í höf-
uðstaðnum eru í þessu tilliti t.d. tveir
atburðir, sem ber hæst. Það er bygging
Iðnaðarmannahússins (Iðnó) og stofn-
un Leikfélags Reykjavíkur 1897, og svo
bygging og stofnun Þjóðleikhússins
1950. Þessir tveir stór-viðburðir eru
stærstu sporin, sem stigin hafa verið
fram á við í leiklistarmálum þjóðarinn-
ar, og marka skörp tímamót í sögu
þeirra mála. Svo eru ýmsir aðrir at-
burðir, sem gerzt hafa og eru enn að
gerast, sem láta svo lítið yfir sér, að
þeir vekja tiltölulega litla eftirtekt, og
gildi þeirra og mikilvægi fyrir fram-
tiðina fer fram hjá flestum eða öllum.
Það er ekki fyrr en slíkir atburðir vaxa
í lifandi starfi og þroska ár frá ári, að
hið raunverulega gildi þenra kemur í
Ijós.
T ilefni þessa greinarstúfs er ein-
mitt einn slíkur atburður, sem átti sér
stað á leiksviðinu í Iðnó fyrir réttum
40 árum, nánar tiltekið þ. 28. febrúar
1924. Það kvöld lék Indriði heitinn
Waage sitt fyrsta hlutverk hjá Leik-
félagi Reykjavíkur, „Valentin“ í „Ævin-
týrinu“, frönskum gamanleik. Hann
hafði að vísu komið á „fjalirnar“ áður
í nokkrum barnahlutverkum og með
knattspyrnumönnum, er þeir sýndu
Skugga-Svein, en það heyrir ekki und-
ir hið eiginlega leiklistarstarf hans og
telst því ekki með í þeim skilningi.
Ég sá ekki Indriða í þessu hlutverki
(en það er líka eina hlutverkið, sem
hann lék og ég ekki sá hann í), en
Indriði Waage.
mér var sagt, að hann hefði leyst það
mjög vel af hendi, en án þess þó að
vekja neina sérstaka eða almenna at-
hygli, enda varð fremur lítil aðsókn að
leiknum. En í hópi kunnugra og áhuga-
manna um leiklist hlýtur þessi atburð-
ur að hafa vakið nokkra forvitni og
athygli, þegar sonur Jens B. Waage,
eins ágætasta leikara og mætasta leik-
húsmanns, sem við höfum átt, og dóttur-
sonur Indriða Einarssonar, þess alkunna
leikhúsfrömuSar, þreytti sína fyrstu
prófraun á leiksviðinu. En þo þessi
atburður hafi þannig vakið nokkra eít-
irtekt, og jafnvel miklar vonir við hann
bundnar hjá einhverjum, þá held ég þó,
að enginn hafi á þeim tima rennt grun
í hið geysimikla- mikilvægi hans fyrir
allan vöxt og viðgang leiklistarinnar
hér á landi næstu fjóra áratugina, og
án efa lengur. Með honum hefst hinn
langi og stórmerki leiklistarferill
Indriða Waage.
S á, sem þessar línur ritar, átti
Þetta fann hann líka og vissi með sjálf-
um sér. Hann sagði mér einu sinni frá
því, að þegar hann rúmlega tvítugur
ákvað að snúa sér fyrir alvöru að leik-
listinni og helga henni krafta sína og
hæfileika, þá hafi það eiginlega komið
aí sjálfu sér, eins og hver annar sjálf-
sagður hlutur, sem maður gerir. En
áður en hann haafist handa í þeim
málum, vildi hann afla sér meiri þekk-
ingar og þroska og auka á víðsýni sitt.
Þeirra erinda fór hann utan og dvald-
ist árlangt í Þýzkalandi, aðallega í
JBerlin. Þar kynnti hann sér alla leik-
hússtarfsemi svo sem bezt voru föng
um var ætlað stærra og mikilvægara
hlutverk í leiklistinni. Strax um haust-
ið sama ár varð hann aðal- (og eini)
leikstjóri (eða leiðbeinandi, eins og það
þá hét) hjá Leikfélagi Reykjavikur, og
það var hann næstu 3—4 árin og síðar
að meira eða minna leyti, þar til Þjóð-
leikhúsið tók til starfa.
Með leikstjórastarfinu og formennsku
í félaginu, sem hann tók við árið eftir,
þá aðeins 23 ára gamall, hefst forustu-
hlutverk Indriða í leiklistarmálum okk-
ar, sem hann gegndi á einn eða annan
hátt um nærri 40 ára skeið, eða meðan
líi og heilsa entust, en síðustu ár ævi
Brot úr sögu leiklistarinnar:
Indriði Waage, leikari og leikstjóri
því láni að fagna að vera nemandi og
náinn samstarfsmaður Indriða öll þessi
ár og eiga einlæga og trausta vináttu
hans. Ég fylgdist með öllu starfi hans
og lífi svo að segja dag frá degi. Og
þegar ég nú eftlr á hugleiði með sjálf-
um mér allt hans leiklistarstarf og
aðdraganda þess, þá finnst mér sem for-
sjónin sjálf hafi frá uppbafi útvalið
hann til að gegna því mikilvæg^ og
sérstaka hlutverki í leiklistarmáluim þ>óB
arinnar, sem hann vissulega innti af
bendi. í æðum hans rann blóð óvenju-
listfengra og gáfaðra forfeðra og
mæðra, þar sem tónlist og sönglist skip-
uðu öndvegi. Sjálfur hlaut hann ríka
leiklistargáfu og hæfileika í vöggugjöf.
Heimili foreldra hans var eitt af höfuð-
vígjum leiklistarinnar í bænum, og
sama máli og ekki síður gjegndi um
heimíli afa hans og nafna. Segja má
með sanni, að öll bernskuár sin og æsku
hafi hann lifað og hrærzt í leiklistinni.
Meðvitað og ómeðvitað drakk hann í
sig andrúmsloft og innsta eðli hennar,
þar til hún var orðin hluti af honum
sjálfum, sem hann gat ekki án verið.
á, las leikbókmenntir og sótti leikhús af
keppi. Það var ekki heldur í kot vísað
að koma til Berlínar þeirra erinda á
þessum tímum, því að þýzk leiklist
stóð þá með miklum blóma og reis ef
til vill hærra en nokkru sinni fyrr eða
síðar.
Að lokinni þessari mjög svo gagnlegu
i-ÓKr^dvöl erlendis snýr Indriði svo heim
aitur fullur áhuga, bjartsýni og stór-
hugar, staðráðinn í þeim ásetningi að
freista þess að verða íslenzku leiklistar-
starfi að liði, sem hann og sannarlega
efndi. En fyrst varð að hugsa fyrir dag-
legum þörftun, en því hlutverki var
leiklistarstarfsemin ein ekki vaxin í þá
daga. Hann gerðist þá starfsimaður í
Islandsbanka og vann síðan þar og síð-
ar við Útvegsbankann samhliða leik-
starfinu alla tíð til ársins 1950, er hann
var fastráðinn sem leikari og leikstjóri
við Þjóðleikhúsið.
F yrsta verkefni Indriða var eins
og fyrr segjr hlutverk Valentins í
,,Ævintýrinu“ í ársbyrjun 1924. En hon-
sinnar átti hann við mikla vanheilsu
að stríða, sem hafði mjög lamandi áhrif
á starfsorku hans og líkamsþrek.
Að rekja alla þá sögfu yrði bæði langt
mál og margslungið og mér ef til vill
of nátengt til þess að ég sé rétti mað-
urinn til þess. Hér verður því aðeins
stiklað á stóru, en sem þó kann að
veita öðrum nokkra innsýn í hið geysi-
mikla og merka starf, sem eftir Indriða
hggur í þessum málum.
Arið 1925 var hann kosinn for-
maður Leikfélagsins og var það til árs-
ins 1928. Aftur var hann formaður þess
1940—1941. Árin 1930—33 var hann einn
af' þeim sex mönnum í Ábyrgðarmanna-
félaginu, sem önnuðust starfsemi félags-
ins fyrir eigin reikning. í mörg ár var
hann í leikritavalsnefnd félagsins, eftir
að hún komst á, og var reyndar alia
tíð einn helzti ráðamaðux um leikrita-
val, því að í þeim efnum var hann allra
manna bezt að sér, átti t.d. mikið og
gott safn leikrita og annarra leikbók-
mennta, sem hann stöðugt jók við. Þar
Framhald á bls. 14,
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
8. tölublað 1964