Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Qupperneq 7
r—* j 1 j & • í.; r w, Leiktjöldin úr Hagaskóla, búningarnir úr Þj óðleikbúsinu — og allir skemmta sér vel. k NEMENDAMÖTI MED VERZLUNARSKÚLANUM u m þessar mundir eru árshátíðir skóla og félagasam- taka í algleymingi. Verzlunar- skólanemar n^fna sína árshátíð nemendamót, og er sú sam- koma að sjálfsögðu merkasti þátturinn í félagslifi þeirra, endá jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. Nemendamót Verzlunarskólans var að þessu sinni haldið í Sigtúni í 17. viku vetrar. Þegar okkur bar þar að garði, var verið að sýna 1. þátt inn úr Manni og konu. Leik- endur, sem fæstir höfðu þjónað Þalíu áður, fóru með hlutverk sín af sýnilegri ánægju og virt ust skemmta sér hið bezta, ekki síður en þeir, sem á Ihorfðu Heimur íslenzkrar baðstofu- menningar — í senn fjarlægur og spaugilegur — birtist hér Ijóslifandi: persónurnar ramm- íslenzkar og skýrt mótaðar. — Mesta kátínu vakti að sjálf- sögðu gasprarinn Hailvarður Hallsson; sömuleiðis Þura gamla, þótt ungæðislegur mál- xómurinn styngi óneitanlega í stúf við allt hennar undarlega aeði og ljóstraði á stundum upp um aldurinn. Meðan lófatakið dundi að lokinni sýningu, brugðum við okkur bak við tjöldin. ★ — Drekktu ekki sprittið hans Klemma, segir einhver. — Ertu frá þér, ég er að losa mig við skeggið, segir annar. — Hver er Klemmi, spyrj- um við. Freyja Jóhannsdóttir og Elisabet Bjarnadóttir, sem báð- ar eru með hlutverk í leiknum, verða fyrir srvörum: — Hann er leikstjórinn okk- ar, segir Freyja. — Og Jóharrn Pálsson, — hann hjálpaði okkur lika mik- ið, bætir Elisabet við. Við spyrjum, hvers tœgna fyrsti þátturinn úr Manni og konu hafi verið valinn. Freyja svarar: — 6. bekkingar hafa það fyr- ir sið að sýna ailtaf þátt úr gömlum íslenzkum leikritum. í fyrra var t.d. sýndur þáttur úr Lénharði fógeta. — Búningarnir virtust vera ósviknir. — Þjóðleikhúsið lánaði okk- ur þá. — Leiktjöldin voru skínandi góð. — Þau fengum við að láni hjá Hagaskóla, en þar var leik- ritið sýnt í hittifyrra. K, Lynnir mótsins, Magnús Gunnarsson, sem jafnframt er formaður málfundal'élagsins í skólanum, tilkynnir, að næsta atriði sé þáttur 5. bekkjar og gerist á árinu 2000. Síðan iyft- ist tjaldið. Á miðju sviði situr kínversk- ur öldungur á stórum púða. Hann er að horfa á sjónvarpið. Brátt heyrisit rödd í sjónvarp- inu, sem þeir þekkja vel, sem hlusta á morgunútvarpið. — Þetta er „Ice Television11 og Árni Múli Jónsson, segir röddin í sjónvarpinu. Nú segir Þórarinn Sigurðsson, jarðfræð- ingiur, frá gosinu í Surtsey, sem hófst árið 1!>83 og stendur enn. Þórarinn Sigurðsson tekur til máls, ræskir sig en hefur Guðmundur Lárusson, formað ur skólafélagsins og nemenda- mótsnefndar. vart mælt þrjú orð, þegar frekjuleg rödd grípur frammi fyrir honum og segir: — Cola Coka er svaladrykk- urinn, sem gerir lífið ánægju- legra. Drekkið Cola Coka ís- kalt. Þegar hér er komið sögu, rís sá kínverski á fætur og skrúf- ar fyrir sjónvarpið. Inn á svið- ið brokkar nú karisauður með bók undir hendi. Þetta er minn ingabókin úr „Verzló“ frá ár- inu 1964. Þeir taka að blaða í Kr - ðtl bókinni og rifja upp giamlar minningar frá skólaárunum. — Um leið og þeir nefna persón- urnar, birtast þær á sviðinu. — Hver er þetta? spyr sá kínverski og bendir á mynd í bókinni. — Þetta er hann Mási Gunn. Hann er nú orðinn leikari í HoJlivúdd. Már Gunnarsson, nemandi í 5. bekk, gengur yfir sviðið, — hnarreistur sperridyrðill í hvít um stuttbrókum, með sólgler- augu. Hann veifar yfirlætislega til áhorfenda og mælir kveðju- orð á enska tungu. — En hver er þessi mmna? — Þetta er hún systir Hildi- gunnur. Hildigunnur Ólafsdóttir, — kiædd sem nunna, gengur yfir sviðið með himinbornum há- loftasvip. Þannig heidur . leikurinn áf rara. Hinar furðulegustu fígúrur birtast á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. — Þarna mátti sjá reddara á síld- arplani í Hveragerði, prófast í Trékyllisvík, kaupfélagstjóra á Grænlandi, sem bar út Tímann til eskimóanna og svo mætti lengi telja. Að lokum þramm- aði öll hersingin syngjandi um salinn. - Höfundur þessa þáttar var Ólafur Ragnarsson í 5. bekk, mörgum kunnur undir heitinu Kúnstner Hansen. Hann kom fram í spurningaþætti skóla- nemenda og vakti athygfli fyrir öldungis góðan nútímalegan kveðskap, sem þó var aðeins skopstæling. — Ég er Htt hrifinn af þess- um svokallaða atómkveðskap, segir Ólafur, og setti diktúr- inn saman einungis til þess að sýna fram á, að allir geta ver- ið atómsikáld. Ólafur er einn afkastamesti blekiðjumaður skólans, hefur sett saman smósögur og Ijóð, og varla kemur svo út skóla- blað að þar sé ekki eitthvað úr hans penna. Við biðjum Ólaf að segja frá hinu leik- ræna hugverki sdnu. Hann segir: Þáttux 5. bekkinga í nemenda mótinu hefur jafnan verið sá að setja saman grínþátt um fígúrur úr skólalífinu og þá helzt okkar ágætu kennara. — Að þessu sinni fjaliítr þáttur- inn eingiöngu um nemendur 5. bekkjar, og taka þeir allir þátt í gríninu að fjórum undanskild um. — Hvaða hugsun Hggur til grundvallar? — Þátturinn er látinn gerast árið 2000, og má segja, að hann sé ofurlítill spéspegill, sem við sjáum sjálf okkur í þá. Þátt- takendurnir koma fram í edg- in hlutverkum, sem eiga að vera táknræn fyrir persónu- leika þeirra. — Hvað á kínverski öldung- urinn að tákna? — Kínversk áhrif á vestrasaia heimsmenningu um þetta leyti. Már Gunnarsson, Hollivúdd- sjarmör og persónuleikabreið- menni, segir okkur, að þetta sé í síðasta sinn, sem 5. bekking- ar eigi hlutdeild í dagskrá nemendamótsins. — 5. bekkur er erfiðasti bekkurinn, og þar sem skóla- tímabilið er mjög stutt verð- um við að nota tímann vel í þágu námsins og takmarka af- skipti af félagsmálum. — Við imprum á því við Hildigunni Ólafsdóttur, að hún beri nunnuklæðnaðinn með miklum elegans. — Fékkstu klæðin lánuð? Háloftasvipurinn á andliti stúlkunnar víkur fyrir brosi. — Nei, ekki aldeilis. Þetta er sambland úr gömium peysu- fötum, „viskustykkjum“ og hjúkrunarköppum. — Ætlarðu að ganga í klaust- ur? — Ekki trúi ég á það, segir stúlkan fallega. — Það gerum við ekki held- ur. ~k IY uk: atriða þeirra, er 5, og 6. bekkingar sáu um, var sitthvað fleira til skemmtun- ar: skólahljómsveitin lék og fjórir piltar sungu. Féilu stæl- ingar þeirra á hinum annáiuðu furðuíuglum „the Beatles" í góðan jarðveg, og ekki minnk- aði hrifningin, þegar einn þeirra félaga setti upp við- eigandi hárkoilu. Þá flutti skólakórinn lög úr söngleikn- um „Soutih Pacific“ með góð- Framhald á bls. 10. Garðar Jóhannsson, Freyja Jóhannsdóttir, María Guðmundsdóttir, Benedikt Guðbjartsson, Sigurhjörg Haraldsdóttir, Elisabet Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson. Á myndina vantar SigþrúðurZóphaníasdóttir og Pétur Björnsson. 8. tölublað 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.