Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Qupperneq 8
Þelta er hinn opinberi og óopinberi samkomustaður fjölskyldunnar á kvöld- in. Annars er fátítt að allir fjöiskyldu- meðlimir séu heima, því húsbóndinn gengur á vaktir í útvarpinu, eldri synirn ir stunda' körfubolta af miklum áhuga og eldri dóttirin hefur mikinn áhuga á félagslífinu í skólanum. Hún hefur eink um áhuga á söng og annarri hljómlist, hefur oft sungið í útvarp, fyrsí þegar hún var 2 ára. En á því heimili þykir það annars ekki tíðindum sæta að láta heyra til sín í útvarpi. Hér er það eins og hjá bakaranum. Hann er ekkert sólg- inn í eigið brauð. Að Jörva er ekki hlustað mikið á útvarp. Fjölskyldan í stofunni að Jörva, talið frá vinstri: Asta Kristrún (11 ára), Ragnar Xómas, frú Vigdís Schram með Hall- grím Tómas (3 ára), Kristján Tómas (20 ára), Lára Margrét (16 ára) og Árni Tómas (14 ára). Á veggnum að baki þeirra er teppi, forníslenzkur krossaumur, eftir Kristrúnu Benediktsson, móður Ragnars Tómasar, en hún var þekkt hannyrðakona og átti m.a. gripi á heimssýningunni í New York. Fjörir Tdmasar-fidrir hestar Iblöðunum er oft aug- lýst eftir húsnæði „innan Hringorautar“. Þetta á ekki aðeins við verzlunarfyrirtæki, líeldur einn- ig einstaklinga. Og allir vita hvern- ig það er, þegar hið opinbera ráð- gerir einhverjar byggingar. Þá er eins og endimörk hins byggilega heims séu við Hringbrautina. Gömlum og rótgrónum Reykvíkingum óar við fjarlægðum, sem eru lengri en svo, að hægt sé að ganga úr og í vinnu. Og ekki er óalgengt, að fólk í úthverf- um kvarti yfir því, að .hinir og þessir komi aldrei í heimsókn vegna þess að þeim ofbjóði vegalengdin, jafnvel þótt ekki sé um nema 10 mínútna strætis- vagnaferð að ræða. Þetta fólk ætti að búa í erlendum stórborgum — þar sem fólk vill legigja á sig löng ferðalög úr og í vinnu til þess að komast úr mesta þéttbýlinu og hvílast heima hjá sér í hálfgerðri sveitasælu. Fimm börn fjórir hestar Einn þeirra er Ragnar Tómas Arna- son, útvarpsþulur. Þegar hann býður út- varpsþlustendum góða nótt’ á kvöldin hleypur hann við fót út á torg til þess ao-ná í síðastu ferð Lækjarbotnavagns- ins. Ef dagskráin er með lengra móti fer vagninn af torginu Ragnarslaus, en kona Ragnars ekur í bæinn til þess að ná í hann — og svo fara þau upp að Jörva, þar sem þau hafa byggt sér myndarlegt og gott hús, á fallegum stað um 800 metra ofan við Ártúns- brekkuna. Þarna er friðsælt og fallegt að sumr- inu, og reyndar lika að vetrinum, út- sýn yfir Sundin og út á Flóa — og því ekki undarlegt þótt þau hjónin freist- uðust til að reisa sér hús þarna efra eftir að vera búin að aka upp eftir daglega í fjögur ár til að sinna hestun- um. Þetta eru nefnilegia hestamenn fram í fingurgóma og má til sanns vegar færa, að fjölskyldan og hestarnir búi undir sama þaki, því hesthúsið er áfast íbúð- arhúsinu. Bílskúrinn skilur að vísu í milli, en það er ekki vegna þess, að bíllinn sé fjölskyldunni kærári en hest- arnir fjórir. Já, fjórir hestar, því þetta er stór fjölskylda. Þau Ragnar og Vigdís Schram eiga fknm börn. Kristján Tóm- as, 20 ára læknastúdent, er elztur, en Hallgrímur Tómas, 3 ára hestamaður, er yngstur. Lára Margrét er í Mennta- skólanum, Árni Tómas í gagnfræðaskóla og Ásta Kristrún í barnaskóla. Heimilið að Jörva Frá Jörva er ekki nema 10 mínútna akstur niður í bæ þótt húsið standi í rauninni utan við bæinn. En fjölskylda Raginars er ein af þeim fáu, ef ekki sú eina, sem fær strætisvagnastjórana til þess að aka sér heim. Vagninn stanzar nefnilega við hliðið, þegar þess er þörf. Samt væri erfitt að vera bíllaus þarna efra, þrátt fyrir alla hestaeignina. — Frúin vill vinna það til að fara með - aíla fjölskylduna í bæinn á morgnana til að geta haft bílinn á daginn, því alltaf er gott að geta brugðið sér bæj- arleið, ef á þarf að halda. Annars er hun auðvitað mest heima, því mörgu er að sinna á jafnstóru heimili. Þarna byrjuðú þau Ragnar að byggja árið 1956 — og tveimur árum seinna voru þau flutt inn. Að vísu var ISLENZK HEIMILI þá ekki allt fullbúið, stofurnar ófull- gerðar — og ýmislegt smávegis eftir. En nú er byggingunni fyrir löngu lokið — og þetta er stór og vistleg íbúð. Grunnflötur alls hússins, sem er byggt í vinkil, er hvorki meira né minna en 270 fermetrar. En frá því dragast hest- hús og hlaða, sem tekur 30 hesta af heyi. Síðan bílskúrinn — svo að íbúðin sjálf er liðlega 128 fermetrar að við- bættum þægilegum vistarverum, sem eizti sonurinn hefur — með sérinngangi. Stofurnar eru tvær, samliggjandi, stórar og rúmgóðar. Veggirnir klæddir Farana pine, en loftið venjulegri furu. Tómasarnir fjórir Anrrars er Lára Margrét ekki sú eina í fjölskyldunni, sem lætur kveða að sér á þessu sviði. Ragnar lék Ht í ýms- um óperettum og hjá Leikfélaginu hér áður og fyrr, Kristján sonur hans hef- ur líka komið við það, að vísu ekki hjá Leikfélaginu, en Árni Tómas lék í Eðl- isfræðingunum síðastliðinn vetur. Hann er líka sendill hjá Almennum trygg- ingum og kann vel við hvort tveggja. Það leynir sér því ekki, að fjölskyld- an kemur víða við, þar er nóg að starfa. Oteljandi kennslubækur eru lesnar á heimilinu, en þegar tækifæri gefst tefla þeir Ragnar Tómas og Árni Tómas, því í skólanum situr Árni hjá systursyni Friðriks Ólafssonar — og það er því ósköp eðlilegt að mikið sé um skákunn- endur í bekknum. Þegar við erum kynntir fyrir fjöl- skyldunni er það auðvitað fyrsta spurn- ingin, sem vaknar — hvers vegna karl- mennirnir beri allir Tómasarnafnið. Heimilisfaðirinn veltir vöngum og segir, að þetta sé kært fjölskyldunafn — og frúin bætir því við, að hún kunni vel við þetta. Nú tíðkast ekki ættar- nöfnin og henni finnst Tómasarnafnið vera tengiliður í fjölskyldunni, enda þótt kvenþjóðin beri það ekki sem eðli- legt er. Til hliðar við stofuna er eldhúsið, en þar næst kemur eins konar skáli þar sem fjölskyldan matast. Á veggnum milli skálans og eldihússins er op til þæginda fyrir húsmóðurina. Hún réttir borðbúnað og mat þar í gegn og sparar sér mörg skrefin. Úr þessum skála er gengið inn í þrjú svefnherbergi og bað- herbergið, en hér er líka hægt að ganga beint út á grasflötina fyrir framan hús- ið. Á blíðviðrisdögum á sumrin er hér allt opið og þá stutt út í guðsgræna náttúruna. Bíllinn týndur í Vesturbænum Frúin segir okkur, að minna hafi verið ræktað. af trjám og jurtum en hægt hefði verið. Fyrr á árum hefðu hestarnir verið eins og heilagar kýr í augum húsbóndans og því lítið þýtt að hefja stórfellda ræktun. Nú hefði Hallgrímur Tómas og hestarnir eru beztu vinir. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.