Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Qupperneq 5
lbert Camus fæddist í Al- geirsborg 7. nóvember 1913. Faðir hans var snauður land- búnaðarverkamaður, sem sagt er að hafi lært af sjálfum sér að lesa og skrifa. Hann féll í hinni frægu orrustu við Marne 1914. Móðir hans hafði misst heyrnina og lamazt í máli af afleiðingum slyss, sem hún varð fyrir sem barn; hún var ólæs og óskrifandi. Hún vann fyrir fjöl- skyldunni eftir fráfall fyrirvinnunn- ar með þvottum og vinnu utan heimilis. Þótt samskipti mæðgin- anna væru af þessum sökum mjög takmörkuð, gætti áhrifa þeirra á Camus alla tíð, og þau hafa ef til vill mótað hann og skoðanir hans mun meir en virðist við fyrstu sýn. Hann byrjar minnisbók sína 1935: „Hvað ég vildi segja: Maður getur þráð fátæktina, eins og hún var, og þó án þess að gylla hana. Sameigin- leg fátækt og erfiðleikar vekja sam- hug og tilfinningatengsl, og hinar margvíslegu tilfinningar, sem sonur ber til móður sinnar, mótuðu á þess- um árum allt tilfinningalíf mitt“. B ernskuminningar hans gerðu hann ekki bitran, þrátt fyrir allan ein- manaleikann og fátæktina. Fátæktin þroskaði hann. Andstæðurnar urðu ekai-pari, bilið milli eymdar og hamingju óbrúandi. Honum var meinað að njóta ýmissa gæða á þessum árum, sem talin eru nauðsynleg og sjálfsögð, þæginda o.s.frv., en hann var þá þegar það. næm- ur að finna, að mesta nautnin er fólgin í gæðum, sem eru á hvers manns vegi og hverjum frjáls. Geri menn sér þetta ljóst, skipta þægindi og munaður litlu máli. Sólin, hafið og djúp nóttin voru þau gæði, sem hann naut. Lífið í grimmd Binni og nekt birtist honum betur flest- um, og hann var gæddur næmleika til að skynja hrikaleik þess og yndisleik. Hin þögla móðir hans, hin þögla þján- ing mannkynsins, eymdin og skorturinn, cg hins vegar heit sól og blátt hafið. Myrkrið og ljósið, andstæðurnar, þján- ingin og björt gleðin. Þarna var lagður hornsteinninn að verkum hans. Árið 1923 var honum veittur styrkur til náms við menntaskóla í Algeirsborg. Hann naut þar handleiðslu heimspek- ingsins Jeans Greniers. Hann orkaði Bterkt á Camus. Hann kenndi honum eð taka varlega pólitískar hugsjónir, og hann gerði Camus ljós hin dýpri rök lífsins: „Ég átti mina guði, sólina, nótt- ina, hafið..... Mér hlaut að vitrast hið dularfulla, óskiljanlega og heilaga, endanleiki allrar mannlegrar viðleitni og hin ófullnægða ást; þetta allt hlaut mér að vitrast, óður en ég gæti horfið aftur til guða minna í auðmýkt". , V chopenhauer og Nietzsche höfðu einnig mikil áhrif á hann með svartsýni Bmni; þetta má sjá af ritgerðum, sem hann skrifaði þegar í menntaskóla. Þá þegar þóttist hann sjá, að engin skyn- 6amleg skýring væri til á mannlífinu og veröldinni, engin viðhlítandi lausn, og hann leitar einhverrar lausnar í til- gangsleysi heimsins. Camus notaði þá og síðar trúfræðileg hugtök í skrifum sinum, þótt hann aðhylltist aldrei nein A M U Eftir Siglaug Brynleifsson trúarbrögð. Hann skrifar síðar: „Mig grunar æðri mátt, ég trúi ekki á fram- haldslíf". Hann stundar heimspeki við Háskól- ann í Algeirsborg og er þá að hugsa um að leggja fyrir sig kennslu. Um þetta leyti skrifar hann ritgerð, sem hann hlaut verðlaun fyrir; ritgerðin fjall- aði um áhrif hugmynda Neó-Platón- ismans á kenningakerfi kirkjunnar, og hvernig Augustinus kirkjufaðir samein- ar háspeki Neó-Platonismans kenningum kirkjunnar. Fornkirkjan varð að sam- ræma að nokkru skoðanir sínar um synd, ógnir og tilgangsleysi jarðlífsins þörf Grikkja fyrir samræmi og reglu í jarðlegri tilveru. Camus ber þetta sam- an: sektarkennd, synd og eilífa sælu annars heims og trú Grikkja á reisn mannsins og fegurð og þýðingu jarð- lífsins. Þessar skoðanir eru hliðstæðar tvihyggju þeirri, sem birtist í fyrsta greinasafni hans „L’Envers et l’endroit" (Ranghverfa og' rétthverfa), sem kom út 1937. Hann lýsir þar veröldinni sem stað dauða, öryggisleysis og einmana- leika, en einnig fegurðar, þar sem mað- urinn reyni að finna einhvern tilgang. Camus er sammála Grikkjum um að „konungsríki mitt er af þessum heimi“ og einnig kristnum mönnum að veröldin sé táradalur, þar sem dauðinn er alltaf nálægur. r Vi amus varð tíðhugsað um dauð- ann um þetta leyti, sem stafar af því, að sautján ára sýkist hann af berklum, og sjúkdómurinn tekur sig upp öðru hvoru, og einnig þetta ár, 1937. Sjúk- dómurinn hefur einnig þau áhrif, að hann leggur mikla áherzlu á sjálfsögun og sjálfsstjórn. Þetta kemur í Ijós í minnisbókum hans frá þessu tímabili. Hann var ekki talinn hæfur til herþjón- ustu í síðari heimsstyrjöldinni. Þá skrif- ar hann: „Ef þeir vilja ekki að ég berj- ist, kemur það heim við það, að mér er alltaf valinn staður til hliðar. Þessi stöðuga barátta mín fyrir að vera hlut- gengur veitir mér styrk og áræði“. Camus starfaði að ýmsu á háskólaár- um sínum og árin rétt fyrir stríðið, þrátt fyrir heilsuleysið. Hann var í nokk- ur ár meðlimur Kommúnistaflokksins og vann fyrir flokkinn meðal Múhameðs- trúarmanna. Hann gekk úr flokknum vegna ágreinings um afstöðu flokksins til Araba í Alsír. Hann skrifar fyrsta leikrit sitt á þessum árum, „Caligula", og einnig skáldsögu „La Mort heureuse" (Hamingjuríkur dauðdagi), en hún var alderi gefin út, er nokkurs konar for- spil „L’Étranger." Hann las marga höf- unda, sem síðar orkuðu mjög á hann, Grenier, Malraux, Montherlant, Pascal, Moliére og 19. aldar höfundana rúss- nesku og spænska höfunda. Camus vann fyrir sér meðan hann var í háskólanum; hann ferðaðist um með leikflokki og varð mikill áhugamaður um leiklist, einnig stundaði hann íþrótt- ir. Hann var einn af stofnendum leik- flokks í Algeirsborg, sem lék fyrir verka- menn, og sviðsetti ýmis verk; einnig samdi hann leikrit ásamt fleirum um spænsku borgarastyrjöldina. Hann kunni alltaf vel við sig á leiksviði; leik- sviðið er heimur innan heimsins ,og þar gilda reglur leiksins. Leiksviðið varð honum uppbót á dapra bernsku. Honum gekk vel að vinna með fólki á leiksviði og leikvelli, þótt honum geðjaðist aldrei að samkvæmum eða samkomum. Hinn fór á þessum árum nokkrar ferðir til Frakklands, Ítalíu og Austur- ríkis. Hann ritar um ferðalög í „L’En- vers et l’endroit"; ókunnir staðir og fólk móta ný viðhorf, menn slitna úr tengsl- um við venjur og afstöðu, menn kynn- ast sjálfum sér betur. „Noces“ (Brúð- kaup), næsta greinasafn hans, kom út 1938. Þetta er óður til jarðlegrar feg- urðar og nautna, óður til lífsnautnar og lífsgleði. Þetta er brúðkaup manns og jarðar. Hann ber saman gleði suðursins og þunglyndi norðursins; hann átti eftir að víkja að þessu efni síðar. Árið 1939 afþakkaði hann stöðu við háskólann í Sidi-Bel-Abbés. Það sést í minnisbókunum, að honum veitti erfitt að taka þessa ákvörðun. Hann varð að velja á milli atvinnunnar og efnahags- legs öryggisleysis. Árið 1938 gerist hann blaðamaður, og átti það betur við hann en kennsla; hann var óbundnari og gat fremur sinnt hugðarefnum sínum með brauðstritinu. Hann ritaði um stjórn- mál og bókmenntir fyrir vinstrisinnað blað, „Alger-Républicain“, og um tíma var hann ritstjóri kvöldútgáfu blaðsins. Hann ritaði nokkrar greinar um volæði og eymd Araba í Kabýlíahéruðunum. Þótt þessar greinar væru ritaðar af hita, voru ásakanirnar gegn umboðsstjórninni frönsku vel rökstuddar. Þótt þær væru skrifaðar 1939, hafa þær enn gildi til skilnings á málefnum í Alsír. Skoðanir hans á þeim málum voru þær, að Frakk- ar og Arabar skyldu hafa jafnan rétt, en Alsír þyrfti á efnahagslegum stuðn- ingi Frakka að halda, og tengslin milli Alsírs og Frakklands skyldu haldast. — Blað þetta hætti að koma út í byrjun stríðsins. Hann fékk enga vinnu í Al- geirsborg sem blaðamaður; það gerði afstaða hans til kommúnista og stuðn- ingur hans við málstað Araba. Hann var hvorki í náðinni hjá kommúnistum né hægrisinnum. Fyrrverandi ritstjóri „Alger-Républicain“ fann honum starf í París. Eftir innrás Þjóðverja flúði hann ásamt öðru starfsfólki „Paris Soir“ til Lyons. Þar kvæntist hann Francine Faure, og þaðan héldu þau til Oran. Hann fór aftur til Frakklands 1942, en í nóvember það ár gekk lið bandamanna á land í Alsír, svo þau hjónin urðu við- skila til stríðsloka. Það eru margar lýs- ingar á aðskilnaði ættingja og ástvina í „La Peste“ (Plágan), sem er dulbúin lýsing á þýzka hernáminu. Camus hóf að rita þá bók 1941, og lauk henni 1947. Hann verður skyndilega frægur við útkomu bóka sinna, „L’Etranger" (Hinn ókunni) og „Le Mythe de Sis- yphe“ (Sísyfosar-mýtan) 1942. „L’ Etranger“ er fyrsta skáldsaga Camus, sem út kom. Söguna segir ungur fransk- ur Alsírbúi, Meursault. Bókin hefst á dauða móður hans og jarðarför; eftir jarðarförina fer hann í sund og siðan í kvikmyndahús með Marie, sem hann kynntist af tilviljun, og þau sofa sam- Framhald á bk. 13 Fyrri hluti 1 25. tölublað 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.