Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 1
r \ í>sS'\',x,?'SWí| ■WWSft í»SHiii liiill v.- \ $$$$ .,\f .tv■••■^^•. - ,■ SL, ' w Hft! * 'i SSSsívSíii' ,' V-* '$c\ '*jÍ3 JIIÉÍl *V‘i' \ . • 'Vr'-■'" \' ' ■» •« '<' m 26. tbl. 9. ág:úst 1964 — 39. árg. Einsefumenn og skáld Aðalsmark hirns sannkiistna manns er friður. Forvígismenn írsku kirkj- unnar voru fyrst og fremst friðarins menn. Þessvegna blómgaðist allt hið bezta í fari írsku þjóðarinnar í skjóli klaustranna, skáldskapur, fagrar listir og alls kyns mennt. Öll alþýða leit með lotningu til klerkanna og dáði þá sök- um manngæzku og heilags lífernis. Fólkið kom með gjafir og gersemar, sem það færði kirkjunni sem áheit og þakklætisvott. En þessu mikla örlæti fylgdi aukin hætta: Hin auðugu klaust- ur urðu ekki aðeins auðvelt herfang ránsmönnum, heldur varð hc'jí’ ífi meira meðal kiausturbúa, og veraldarvafstrið Þeir létu eftir bækur írskar Skipulagt kristniboð hefst á ír- landi með komu Patreka bisikups helga árið 432. Hörmungar þjóðflutninganna miklu dundu yfir hið forna Róma- veldi einmitt um þetta leyti. Róm- verska kirkjan átti í vök að verjast um langa hríð. írland var afskekkt eyja, og þar þróaðist hin unga kristni með þvílíkum ágætum, að loks varð írska kirkjan um margt fremri kirkjunni á meginlandinu. Fréttir af þessari miklu menningu íra bárust ti'l Bretlands og annarra Evrópulanda. feá kepptust ungir námsonenn að komast í írska klaust urskóla, eða þá að konungar og stórhöfðingjar sóttust eftir irskum klerkum til kennslu í löndum sinum. Heilagur Kólumkilli hélt til eyjar- innar íóna við. Skiotlandsstrendux árið 563 eða 565. Þar stofnaði hann hið margfræga klaustur og lærdómssetur, sem átti eftir að verða rómað öldum saman fyrir menntir og heilagt liferni. Kólumba hinn heigi fór yfir til Frakk lands með marga munka árið 590 að talið er, og komst alla leið suður til Langbarðalands. Báðir þessir merkis- menn sögðust yfirgefa ættjörð sina „til þess að lifa í útleigR) vagna Krists“, og bófu trúboð í stórum stíl meðal heið ingja á Bretlandseyjum og í Mið-Evr- ópu. 'Átölfin við Róm Vegna þessara mikilmenna og margs onnars urðu að lokum áhöld um hvor kirkjan yrði til þess að setja svip sinn á Vestur-Evrópu — sú írska eða hin rómverska kirkja. Úrslitabaráttan um keltnesk eða rómversk megináhrif á framtíð Vesturlanda stóð í Wihtby árið 664 Þar áttust við sem andstæðingar lærisveinar heilags Ágústínusar frá Kantaraborg og fylgjendur hins heilaga Kólumkilla frá íónaeyju. Á yfirborðinu stóð deilan um hver væri rétt dagsetning fyrir páskahald, og um hvernig réttast væri að krúnuraka klerka. Róm sigr- aði á þessu þingi. Eftir Sigurveigu Guðmundsdóttur herfangi að sækjast í kirkjunum, sem margar hverjar voru orðnar stórauð- ugar Þar við bættist að ekki varð mik- ið um varnir' af hálfu munkanna. Þeir voru friðarins menn og frábitnir allri hermennsku og vopnaburði: -Winston Churchill segir í sögu sinni, að aldrei hafi munkarnir sýnt viðleitni til mót- spyrnu eða snúizt til varnar, enda er Churchill ákaflega hneykslaður á þessu hákristna viðhorfi írsku klerkanna. Hann nefnir sem dæmi éitt frægt klaust ur, sem víkingar rændu 18 sinnum og brenrdu til grunna margsinnis — án þess munkunum dytti í hug að byggja sér hervarnir eða koma upp hjá sér vopnuðu setuliði munka, á borð við riddarareglur krossferðatímanna. Allur þessi ófriður hafði auðvitað lamandi áhrif á írsku kirkjuna, og varð að lokum vexti hennar og valdi að falli. Þannig átti hún eftir að verða ekki nema svipur hjá sjón, frá því sem var á blómaskeiði hennar á og 7. öld. sem fylgdi ríkdómnum dró úr inni- leika hins guðrækilega lífs. Samt voru alltatf til þeir menn með- al klausturbúa sem aldrei misstu sjón- ar á takmarki regluhaldsins, sem er eftirbreytni Krists í hlýðni, bindindi og fátækt. Slíkir menn kusu stundum að yfirgefa klaustur sem gerðist um of heimslega sinnað. Samt fóru þeir ekki alltaf alveg í burtu, heldur mættu til sameiginlegs helgihalds í kirkjunni, en bjuggu ann- ars einir sér í kofa, drjúgan spöl frá klaustrinu. Sumir þessara einsetumanna voru áglæt skáld, og eru enn til ljóð eftir þó, sum frá því um miðja 7. öld. Yrk- isefnið er stundum um litla kofann, sem húkir undir voldugu eikarlimi, þar sem fuglarnir syngja fyrir einbúann, en friður og kyrrð náttúrunnar vekur honum hinn sanna fögnuð guðs barna. Margar helgisögur hafa varðveitzt um þessa einbúa, — sem þó bjuggu ekki alltaí alveg einir. Munkaklefi, hlaðinn úr steini, frá 8. eða 9. öfd. Nokkrir slíkir eru á Kletti heilags Mikjáls fyrir sunnan írland. Hér kemur sagan um heilagan Ciaran Sá mikli guðsmaður Ciar’an gekk út í eyðimörkina og settist þar að. Hann byf^ði sér kofatetur úr greinum, og þetta- varð uppihafið að klaustri hans. Síðar meir fluttust munkar þarna að, vegna Guðs náðar og verðleika hins helga Ciarams. Allir voru þeir sem einn maður í ölium hlutum. En þegar hinn helgi mað ur kom þarna fyrst, þá settist hann í forsælu undir tré nokkru, en einmitt í skugga trésins lá grimmur bjöm. Þar sem björninn hafði aldrei fyrri mann séð, þá flýði hann sem fætur toguðu inn í skógarþykknið. En Drottinn skipaði birninum að snúa aftur og gerast þjónn hins helga manns. Þessi björn varð hinn fyrsti lærisveinn Ciarans, og þjónaði honum sem munkur væri. Því að björninn féll strax að fótum dýrlingsins, hóf síðan að rífa hrís og reyta gras til þess að betrum.bæta kof- ann. Því að enginn maður var nálæg- ur guðsmanninum í þessum stað, af því að hann hafði flúið frá sínum eigin lærisveinum. Nú komu aðrar skepnur úr fylgsnum sínum til hins helga Ci- arans; refur, greifingi, úlfur og hjört- ur. Öll urðu dýrin spök og hlýðin, því að þau fóru eftir boðum hins helga manns í öllum hlutum, rétt eins og munkar væru. En refurinn var slægari og undir- förulli en öll hin dýrin. Dag nokkurn stai hann skóm ábóta síns, hins góða Ciarans, oj rauf þannig klaustureið sinn. Skóna faldi hann í gamla gren- inu sínu, og ætlaði síðan að éta þá við hentugleika. Framhald á bls. 12 Hersögur Senn bættust víkingaferðir við mæðu írsku kirkjunnar. Ekki eitt einasta klaustur íra hefir sloppið undan rán- um víkinganna. Enda var eftir mestu wKirkjurnar sjö“ í Inishmore á Aran-ey jiun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.