Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 4
Guiinu bæjarhúsin á GrenjaðarstaS Eins sjálfsagt og prestslambið Benedikt Kristjánsson segir frá veru sinni á Grenjaðarstað egar Benedikt á Þverá var 7 ára, missti hann móður sína. Hún hét Stein- unn Guðmundsdóttir. Hún var systurdótt ir Skáld-Rósu og systir Jóhannesar Nor- dals, föður Sigurðar prófessors. Kristj- án faðir Benedikts kvæntist ekki aftur en hélt áfram búskap með ráðskonu unz hann dó árið 1888. Árið eftir fór Bene- dikt, ásamt Guðbjörgu systur sinni, norður að Grenjaðarstað til séra Bene- dikts föðurbróður síns. Þar var hann unz hann hélt að Ólafsdal eins og fyrr er sagt. Eftir skólavistina fór hann aftur norður. — Var ekki mannmargt heimili á Grenjaðarstað, þegar þú varst þar? — Þar voru um 30 manns í heimili — prófastshjónin og börnin, við systkinin, tvö tökubörn, 4 vinnumenn og 5 vinnu- konur. Stundum voru það hjón, með börn sín, 1-2 með sér í vistinni. Og þetta marga fólk hafði allt nóg að starfa. Grenjaðarstaður var talinn eitt af fjór- um beztu brauðum landsins. Jörðin var ákaflega mikil og kostarík og búið stórt. í fjósi voru alltaf 8 kýr mjólkandi og 4-5 aðrir gripir. Þetta voru ákafleiga góðar kýr, komust sumar yfir 20 merkur af tómu heyi. En þær voru aldrei fóðr- aðar á útheyi. Töðufengurinn var svo mikill. Hrossin voru 10-12, allt brúkunar hross. Þar af voru fjórir ágætir reiðhest- ar. Ég man t.d. eftir frúarhestinum, Skaga. Hann var keyptur vestan úr Skagafirði eins og nafnið bendir til. Hann var rauðskjóttur, frekar lítill, en afar hnellinn, einstakur skeiðgammur. Helzt kom enginn á bak honum nema frúin sjálf. Hjalti var úr Hjaltadal í Skagafirði, Fálki var grár, fjörhór klár- hestur. Hann var lengi reiðhestur sr. Benedikts þótt honum þætti hann full grófur. Rauðka var ættuð innan úr Eyja- firði, Ijúft hross og elskulegt. 1 lei, hún átti aldrei folald, yfirleitt voru ekki alin upp hross á Grenjaðar- stað. Þau voru keypt fullorðin og tam- in. Féð munu hafa verið u.þ.b. 400. Lömb in voru 150-160. En ekki var nema helm ingurinn af þeim fóðraður heima. Prests lömbin á Grenjaðarstað voru 80. Skyldu þau hafa verið fleiri í nokkru öðru brauði á landinu? Ég var látinn reka þau í fóður á hverju hausti. Ég skipti þeim í þrennt, hafði 20-30 lömb í hverjum hóp. Eldadagurinn var 6. okt. Upp úr því gat ég farið með lömbin eftir því se má stóð með smalamennsku og fleiri haustverk. Ekki voru þetta neinar skemmtiferðir. Þótt mér væri allsstaðar tekið illindalaust og svo væri tekið til orða um eitthvað, að það væri „sjálf- sagt eins og prestslambið", þá var auð fundið að sumum bændum var það ekk- ert ljúft að taka á móti þessum fóður- fénaði. Eldaskiladagurinn var 10. maí. Þá komu bændur með lömbin úr eld- inu. Sauðirnir á Grenjaðarstað voru venjulega rúmlega hundrað. Einn vetur — þá var ég um tvítugt — var ég sauðamaður. Beitarhúsin voru um hálftíma gang frá bænum. Það voru tvenn samstæð hús, hlaða við önnur, heytóft við hin. Þegar auð var jörð og sæmilegt veður, var sauðunum ekkert gefið. Ég var alltaf kominn í húsin um birtingu og lét þá út. Nei, ég stóð ekki yfir þeim .Þsir héldu sig svo vel til beit- ar að ég þurfti þess ekki. En ég var við húsin allan daginn og lét þá svo inn um dimmumótin. Jú, mér leiddist, en ég hafði með mér bók og las þegar ég gat. Þennan vetur komst ég sæmilega niður í dönsku því ég las konungasögur Inge- manns, sem prófastur lánaði mér. Ég hafði gott næði til þess, því að það var ágæt tíð þennan vetur og oft blíðviðri. Stundum hafði ég líka prjónana með mér. t1 Í-Jg var ekki beitarhúsamaður nema þennan eina vetur. En frá þessum vetri er mér sérstaklega minnisstæður einn atburður. Það mun hafa verið í þorra- byrjun, að ég var að láta sauðina inn um dimmumótin. Heiðríkja var en nýlýsi svo að tunglsbirtu gætti lítið. Ég var búinn að láta inn í þrjú húsin og síðasti hópur- inn hnappaðist við dyrnar á því fjórða. Þegar fyrstu 5-10 sauðirnir eru komnir inn, veit ég ekki fyrri til en þeir koma æðandi út aftur af svo miklu kasti, að þeir næstum hendast upp á sauðina sem enn voru úti og þrengdu sér í hnapp við dyrnar. Við þetta styggðust þeir vitan- lega líka og stukku burt — þó ekki langt, hópuðust saman á þéttan hnapp skammt _frá húsinu og störðu á myrkar dyrnar. Ég rölti í kringum þá, þeir tóku sprettinn að húsinu, en þar endurtók sama sagan sig. Óðara og nokkrir voru komnir inn í húsið snéru þeir við og komu eins og skriða til baka aftur. Ég stóð þarna ráðalaus og hafði ekki hug- mynd um hverju þetta sætti. Þó skömm sé frá að segja, þorði ég ekki inn í hús- ið til að vita hvort ég yrði nokkurs vís- ari. En ég ákvað að gera þriðju tilraun- ina, var nú orðinn reiður og argur, hljóp fyrir sauðahópinn og sigaði hundinum á þá; en það var eins og við manninn mælt; þeir, sem fóru fyrstir inn, komu í hendingskasti út aftur og allt fór á sömu lund og tvö fyrri skiptin. Nú gafst ég upp. Mér fannst heldur engin hætta að hafa þessar sauðkindur úti um nótt- ina því að veðrið var gott og útlitið ein- sýnt. Ég fór ekki frá þeim fyrr en þeir voru lagstir í valllendismóa skammt frá húsunum og farnir að jó* 4 LESBOK morgunblaðsins m*egar heim kom, gat ég ekki um það sem gerzt hafði við nokkurn mann fyrr en ég gat sagt þeim prófastshjón- unum frá þessu í einrúmi. Ég var með grátstafinn í kverkunum og bar mig illa. En frú Ágústa sagði ofboð rólega: „Við skulum sjá til þangað til á morgun. Þú skalt fara snemma í fyrramálið Oig sjá hvers þú verður áskynja." Ekki svaf ég rólega um nóttina og um kl. 5 var ég kom inn á beitarhúsin. Sauðirnir voru þá farn ir að bíta á svipuðum slóðum og ég hafði skilið við þá kvöldið áður. Engin missmíði sá ég í húsinu — þar var allt með felldu — og aldrei hef ég getað gert mér nokkra grein fyrir því, hvað það var, sem olli þessari geipilegu styggð, sem kom að sauðunum þetta minnis- stæða þorrakvöld. — Það hafa verið mörg hlunnindi á Grenjaðarstað? — Já, eitt af þeim var nú t.d. rekinn. Staðurinn átti allan reka fyrir landi jarð anna Sands og Sílalækjar — þ.e. milli Laxár og Skjálfandafljóts. Jarðeigendur áttu allt það sem kallað var „mor“ álnar keflj og minna. Svo fengu þeir % af öðrum reka í bjarglaun. Ég fór marga ferðina með sleða á fjöru til að sækja rekavið. Oftast vorum við þrír saman með fjóra sleða. — »ar sr. Benedikt mikill búmaður? — Já, hann var á undan öðrum í bú- skapnum. Hann átti t.d. ágætt kúakvn og það er hverjum bónda ákaflega mik- ils virði eins og gefur að skilja. Það er dýrt að hafa jafn þurftarmikla gripi og kýrnar afurðaminni en efni standa til, ef þær eru mjólkurlagnar. Kýrnar á Grenjaðarstað komust oft í 20 merkur, fengu þó vitanlega aldrei fóðurbæti. Sr. Benedikt var líka alltaf allra manna fyrstur til að slá. Það er eitt gleggsta einkenni á góðum búmanni, að byrja sláttinn nógu snemma. Það verður aldrei góður heyskapur ^ hjá þeim, sem fara seint að slá. Á Grenjaðarstað var aldrei heyþrot eftir að ég kom þangað. Þar voru alltaf fyrningar og þó var oft mörgum hjálpað um hey ef í harð- bakkann sló. — Hirti sr. Benedikt engar skepnur — lömbin — reiðhestana? — Nei, aldrei. Hann kom aldrei nálægt neinum gegningum. Hann var hestamað- ur og þótti vænt um reiðhesta sína, en hann hirti þá ekki. Það var líka nógu fólki á að skipa. Sr. Benedikt sagði á prenti (í N.K. bl.) frá atviki, sem olli því að hann gekk menntaveginn. Það var í sambandi við gegningar — fjárhirðingu. — Faðir hans, Kristján ríki í Stóradal, ætlaði honum að verða bóndi. Þá var sjálfsagt að læra fyrst fjármennskuna. Honum var falið að hirða 60 eða 80 sauði og skyldi enginn annar koma þar nærri. En svo illa tókst til, að fóðrið, sem átti að nægja allan veturinn eða lengur, var uppgengið á miðþorra. Fékk hann því lausn frá þeim starfa og var sendur til Reykjavíkur til að læra latinu. Nei, sr. Benedikt stundaði ekki gegning- ar á Grenjaðarstað. En hann var mikill iðjumaður. Hann vann mikið inni við á veturna. Hann hespaði af öllum snæld- um hjá spunakonunum og hann hugsaði um alla olíulampa, sem voru margir í þessum stóra bæ. Hann hirti þá á hverj um degi, fægði þá, lét á þá olíuna á hverjum morgni og hann balbínaði allt sem ofið var og það var mikið, því að einn maður var látinn sitja stöðugt i vefstólnum frá nýári til vors. ÍT —iivað viltu segja mér um kirkju- lífið? — Það var í föstum skorðum. Messað var í kirkjunum, heimakirkjunni og ann exíunum á víxl eftir vissum reglum. Kirkjusóknin var ágæt a.m.k. á Grenjað arstað. Á sumrin var oftast full kirkja, enda söfnuðurinn fjölmennur. Á veturna Framhald á bls. 6 26. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.