Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 6
é u-n ami allemand (Bréf til þýzks vinar). í þessum greinum skýrði hann ástæðurnar fyrir andspyrnunni við her- námið. 1944 fóru að birtast greinar í blaðinu um þjóðfélagið, sem koma mymdi eftir stríðið. f>ví var spáð að einhver tegund sósíalisma myndi verða framtíðarfélagsformið. Eftir frelsun Farísar kom blaðið út 21. ágúst 1944, undir ritstjórn Camus. Hann ætlaði blaðinu mikið hlutverk. Hið nýja Frakkland réttlætis og frelsis átti að vera merkisberi inn í glæsta Oig bjarta framtíð bræðralags og jafnréttis. Og Combat skyldi marka stefnuna. En þessi hugsjónaeldur brann frjótt út, gömlu stjórnmálamennimir tóku for- ustuna og efnahagskerfið var það sama Og f“yrir stríðið. Pólitískar deilur áttu illa við hann og að lokum hætti hann blaðamennsku. Hann skrifaði þó greinar stöku sinnum. Hann barðist gegn fjárhagsaðstoð við Franoo og líf- látshegningu, og deildi hart á Rússa fyrir að bæla niður uppreisnina í Ung- verjalandi og fordæmdi terrorisma beggja aðila í Alsír. Frjósamasta skeið hans sem rithöfundar voru stríðsárin og árin rétt fyrir stríðið. Það sést á minnisbókum Camus um 1940, að hanrv hefur ætlað sér að skrifa nokkrar bæk- ur um skoðanir sínar á viðhorfi manrs ins til umhverfisins. Hann byrjar á því að lýsa við'horfum mannsins til al- heimsins sem fráleitri og vonlausri bar áttu við blind öfl. Siðferðiskenningar hafa ekkert gildi og maðurinn stendur uppi vamarlaus. Þessar kenningar birt ast í L’Etranger Og Le Mythe de Sisyphe. Síðar reyndi hann að byggja upp siðferðiskenningar út frá meðvit- undinni uin algjört varnarleysi manns- ins gagnvart náttúruöflunum og hinn5 fráleitu stöðu hans í heiminum. JL a Peste (Plágan) kom út 1947. Plágan geisar í Oran, aðalpersónan Rieux segir frá atburðum í fimm köfl- um. Atburðarásin hefst hversdagsiega en fer stighækkandi og nær hápunkti í kvölum og dauða. Síðan kemst allt í svipað horf og áður. Það má gera ráð fyrir endurtekningu, því að bakterí- an, sem veldur plágunni, deyr aldrei. Camus gefur í skyn að saga mannsins endurtaki sig. Hann ræðir í L’Homme révolté það sem hann nefnir söguskoð- un Grikkja, sífellda endurtekningu á sögu mannanna, sem andstæSu við söguskoðun kristninnar og marxismans um endanleika mannlegrar viðleitni. Með útkomu þessarar bókar kemst Camus í fremistu röð rithöfunda í Frakklandi. Yngri kynslóðin leitar til hans, sem nokkurs konar ráðgjafa. Þess er vseinzt að hann láti uppi skoð- anir sínar á hinu og öðru og hann hefur lítinn frið fyrir fólki, sem vill iáta hann skrifa undir yfirlýsingar og mótmæli. Allt þetta stapp umhverfis hann varð honum til óþæginda og leiðinda. Hann hafði mikinn áhuga á leikrita- gerð og leikhúsum. Leikrit hans eru sízt verka hans. André Malraux bað hann seint á árinu 1959 að stjórna leik hús., sem ætlunin var að koma upp og átti að uppfæra klassísk leik- rit og átti einnig að vera tilraunaleik- hús. Af þessu varð ekki vegna fráfalls Camus snemma næsta árs. Arið 1949 veiktist hann aftur af berklum og næstu tvö árin vinnur hann að L’Homme révolté (Byltingar- maðurinn). Sú bók hafði geysileg áhrif og vakti miklar deilur. Frægasta rit- deilan var milli Camus og Sartres. Camus hafði áður átt í deilum við Sartre um þrælabúðir í Rússlandi. Það var deilt á Camus fyrir óraunhæfa af- stöðu til vandamálanna, hann var kall aður idealisti og kenningar hans byggð ar á hæpnum forsendum. Þessar deil- ur vöktu geysimikla athygli og voru mjög harðar um tíma. Hann skrifar lítið næstu árin. La Chute (Fallið) kemur út 1956. Aðalpersónan býr í - Amsterdam í yfirbótarskyni. Aðal- persónan, Clamence, segir að hann sé sekur. Hann trúi ekki á Guð oig þess vegna verði hann að finna sér annan dómara. Hann gerir sér ljóst að kyn- slóð hans vill láta dæma sig. En hann vantar dómarann, svo hann gerist sjálf ur dómarinn. Hann dæmir sig til að dvelja í Amsterdam, þokuborginni, sem honum finnst minna sig á helvíti. Síðustu verk Camus voru smásögur sem benda til fráhvarfs hans frá pólitík. Þessar sögur stinga nokkuð í stúf við fyrri verk hans, hami er raunsærri og stíll þeirra er magnaðri en á eldri bókum hans. Camus iékk Nóbelsverð- launin 1957. Hann keypti sér hús í Suður-Frakklandi í Lourmarin og dvaldj þar löngum. Andrúmslotftið þar var friðsæilla en í París. 4. janúar 1960 fórst hann í bílslysi á leiðinni til Parísar. Helztu rit Camus eru: Safnrit: Collected Fiction. London (Hamish Hamilton) 1960. Albert Camus: Théatre, récits, nouvelles. Paris (Gallimard) 1962. Skálðsögur og smásögur: L’Etrang er. París - (Gallimard) 1942. — La Peste. París (Gallimard) 1947. — La Chute. París (Gallimard) 1956. L’Exil et le royaume. París (Galli- mard) 1957. — Leikrit; La Révottte dans les Asturies. Algiers (Charlot) 1936. Höfundar: Camus og -fleiri. LeMalent endu og Caligula. París (Gallimard) 1948. Les Justes. Paris (Gallimard) 1950. Les Possédés. Skáldsaga Dostoévskís færð í leikritsform. París (Gallimard) 1959. Heimspeki og greinar: L’Envers et endroit. Algiers (Charlot) 1937. Noces. Algiers (Charlot) 1938. Le Mythe de Sisyphe. París (Galli- mard) 1942. Ný útgáfa með nýrri grein um Franz Kafka 1945. L’ ■Homme révolté. París (Gallimard) 1951. L’Eté. París (Gallimard) 1954. Actuelles: Chroniques I—III. París (Gallimard) 1950—’58. Carnets: Mai 1935 — Février 1942. París (Galli- mard) 1963. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 gamla bankastjórann sinn, -sem enn var á lífi. Hann gekk meira að segja svo langt að taka leigubíl og aka út í eitt úthverfið til að heimssekja gamla einka ritarann, sem hafði gifzt bókhaldaran- um ári eftir dauða hans og átti nú börn og buru. Klukkan fimm sama dag fór hann til baka á skrifstofu sonarins. Arthur beið hans þar, og hann var fölari og taisvert óstyrkari en um morguninn. Þeir settust þegjandi niður. — Arthur, sagði Henry Bilkins loks- ins, — ég hef gert einkennilega upp- götvun. Enginn kærir sig um, að ég komi til baka. Gamlir vinir mínir hafa gleymt mér. Og þótt þeir létu vissa gleði í Ijós við endurfundina, þá var það nánast fyrir forms sakir. Ég komst ekki í samband við þá. Ég skildi þér eftir peninga mína, og það mundi verða óþægilegt að greiða þá til baka, jafnvel þótt það reyndist mögulegt. Þau bönd, sem ég var þ’ér bundinn, hafa brostið, og þú hefur knýtt önnur ný. Og nú, Arthur, er ég að hugsa um að fara til baka. — Nei, segðu ekki nei. Við skulum bara vera hreinskilnir. Þegar öllu er á botn- inn hvolft, er það mjög eðlilegt, að ég gleymist. Já, Arthur, ég fer til baka. En það er aðeins eitt, Arbhur, áð- ur en ég legg af stað, — aðeins ejtt. — Ég veit auðvitað, að móðir þín, er gift aftur. Það sá ég í svip þínum, — en mig langar til að sjá hana, — taka í hönd hennar, — kveðja og þakka fyrir liðna tíma. Geturðu komið því í kring, drengur minn, — í símanum? I? ödd Henry Bilkins titraði svo sannarlega. Sonur hans reis á fætur. — Pabbi, sagði hann. Ég hef líka hugsað þetta mál. Þú hefur rétt fyrir þér. Það er ekki vegna þess, að ég sé tilfinningalaus, — en þetta er prakt- ískur heimur, og þess vegna er ég á sömu skoðun og þú, pabbi. Já, það er bezt, að þú farir til baka. En það er ekki ráðlegt, að þú hittir mömmu. — Jú, — ojú. En þú skilur, pabbi, — mamma er gift manni, — ja, hann er ágætur maður, en hann þarf sitt að- hald. Og eina ráðið, sem hún hefur til að stýra honum, er fólgið í því að stilla þér stöðugt upp sem fyrirmynd. Hún hefur alltaf myndina af þér uppi á vegg í því skyni. Við hjálpum henni öll meira og minna. Minningarnar um þig — þitt góða mannorð — stýra hon- um á réttan veg. Hann reynir að líkj- ast þér. Nú skilurðu, pabbi, hvað mundi ske, ef... Henry Bilkins reis á fætur. Hann rétti fram höndina. — Ég skil, tautaði hann, — en segðu mér ... þessir nýju strætisvagnar, sem aka hér fram hjá, fara þeir ekki út að kirkjugarðinum? Já, vertu þá sæll. Það var gaman að hittast, þótt það væri aðeins snöggvast. Ég fer nú til baka. og taktu það ekkert nærri þér, drengur minn. Hann gekik sína leið. Dyrnar lokuð- ust á eftir honum. Nokkur augnablik liðu Þá reis Arthur á fætur og opnaði hurðina. — Pabbi, kallaði hann. Gamli maðurinn snéri sér við á stiga- pallinum. — Fyrirgefðu, pabbi, sagði Arfchur, þú vildir kannski láta mig hafa af- ganginn af þessum dollurum, — ef þér væri sama, pabbi? EINS SJÁLFSAGT Framhald af bls. 4 var færra, en aldrei messufall nema í stórhríðum. Ef fátt fólk kom vegna kulda eða ótíðar, var húslestur inni í bæ í stað guðsþjónustunnar .Venjulega þáðu allir eða flestir kirkjugestir góðgerðir, jafn- vel þegar fjölmenni var. Ég hygg það hafi átt sinn þátt í kirkjusókninni. Það voru skemmtilegar stundir og fróðlagar yfir kaffiboliunum því að nóg var til að skrafa um og skeggræða. — En á útkirkjunum? — Þar voru messugerðir alveg jafn reglulegar og á heimakirkjunni, því að prófastur rækti embætti sitt og söfnuð- urnir kirkjur sínar af brigðulausri skyldurækni. Hann fór aldrei einn á ann exíurnar. Frú Ásta fór oft með honum, því að hún hafði svo gaman af að koma á hestbak. Ég var oft fylgdarsveinn þeirra eða hestadrengur. Mér eru þær ferðir minnisstæðar, enda voru þetta regluleg- ar skemmtiferðir. Annexíubændurnir tóku okkur með miklum virktum. Það voru annáluð gest- risnis- og myndarheimili. Þar var að vísu stundum fátt við kirkju. Söfnuðurn- ir voru líika langtum fámennari heldur en á Grenjaðarstað. CJ vo lítur aldni bóndinn frá Þverá marga, marga áratugi til baka. Það er eins og hann sé að horfa inn í annan heim, þegar hann segir: „Já, margar góðar minningar á ég frá Grenjaðarstað. Það var mikil gæfa að fá að vera á því heimili. Þar var aðhald við vinnu, að ég ekki segi vinnuharka, en fólkiS var margt og kátt, samkomulagið gott,- og stjórnsemi og alúð hjá húsbændunum gerði það að verkum, að manni fannst störfin vinnast létt. Þá var maður ungur og áræðinn og ósérhlífinn og lífið var fullt af vonum, fögnuði og fyrirheitum. -o-o-O-o-o- Sr. Benedikt á Grenjaðarstað var sonur Kristjáns ríka í Stóradal eins og fyrr segir. Hann var alla sína embættis- tíð prestur í Þingeyjarþingi, fyrst á Skinnastað í 4 ár og Helgastöðum í 3 ár. Síðan hélt hann Grenjaðarstað í 35 ár, 1876 til 1911. Sr. Benedikt andaðist á Húsavík 26. jan. 1915 á 75. aldursári. Guðmundur á Sandi orti eftir sinn gamla sóknarprest. Þar í er þetta: Þér var sæmd að kalli og kjóli, kunnir tök á höfuðbóli. Þar var öllu -er lifði líknað, líf á gangi og flugi sýknað. Miðlað björg í áttir allar undir hvelfing vetrarhallar. Áin hefur streng, sem streymir, stóran foss og hyl, sem dreymir. Henni varstu i háttum skyldur, hvikur í bragði, en þó svo mildur. G. Br. V iðey Muna mátt þinn fífil fegri fræg í sögu áður varst, enga þekktum unaðslegri eyju, því að ljómann barst. Guðshús blasti görpum móti, gert af steini hagleik með. „Stofan“ einnig gerð af grjóti gróna eyju prýða réð. Burt er rúinn fyrri fraoni, fátt nú sést er prýða má, flestum mönnum er það ami ömurleika þann að sjá. Heyrið, menn og msetar konur. manndómsverkið bíður hér. Hver ein dóttir, hver einn sonur, hér því nóg að starfa er. Látið 'ekki lengur grotna landsins mætu sögusögn, en aftur forna fegurð drottna og forna helgi í ljóði og sögn. Ólafía Árnadóttir MY N D Þú kysstir mig, þín kinn var heit og kossinn guðaveig. Ég drakk hann út, það drottinn veit, hvern dropa í einum teyg. í suðri loga sólartjöld og sindri tendra lind. Sem gull á lífs míns gleðiskjöld er greipt þín æskumynd. Jóhann M. Kristjánssou. fi LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 26. tbl. 1964 J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.