Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 13
rcienn, og létu eftir bækur írskar og bjöllur og bagla. Af bví matti skilja, að þeir voru menn írskir “ ^ Þegar Kellsbók var stoliH Fátæktarheitið varð þess va'.dandi að Papai hafa aðeins flutt hingað með sér hið lífsnauðsynlega. Samt getur vel hugsazt að ómetanlegir dýrgripir hafi verið í fórum þeirra, þar sem voru hina- miklu handskrifuðu tíðabækur, en slíkar bækur voru öllum klerkum ómissandi. Þeir, sem hafa séð bókina frá ICells, sem til er af eftirprentun í Þjóðminjasafninu, geta gert sér í hug- arlund hvernig þessar „bækur írskar“ hafa verið útlits. Þessi hin frægasta írskra skinnbóka er talin vera gerð af munkum heilags Kólumkilla^ á íónaeyju. Hún var flutt þaðan til írlands um árið 900, líklega tii þess að forða henni frá ránshönd- um vikinigh. Bókin var varðveitt í gulinu skríni, alsettu gimsteinum. Á hana eru rituð guðspjöllin, ásamt helgi- myndum og miklu skrautflúri. Rétt eft- ir árið 1000 var Kellsbók stolið, og fannst hún ekki fyrr en eftir nærri þrja mánuði undir torfusnepli, rúin öllu gulii sínu. Þó var bókin sjálf nær óskemmd. Eins og Keltum var títt, þá námu írar auðveldlega af öðrum þjóðum, eink um 1 Franklandi og Rómaríki, en settu urr leið sinn sérstæða svip á hvaðeina. Til eru fornar tíðabækur egypzkar sem Koptar hafa gert. Finna má sterk- an svip koptískrar skrautiistar á ein- stökum írskum handritum, þó allt með írskum aðaieinkennum. Ekki er að fullu ljóst hvernig tengsl íra hafa verið við Eítyptaland. Þessar dýrlegu, lj'stu bækur urðu þegm í öndverðu ákaflci'hjartfólgn- ar Irum. Sumar þeirra voru svo fagrar. að rnenn héldu þær jafnvel gerðar með aðstoð engla. Giraldus Cambrensis segir frá því i írlandsiýsingu sinni, þegar hann kom tii Kildare árið 1185. Þar sá hann bók eina mikla og fagra, og var sögð þessi saga um uppruna hennar: Bókagerð engilsins og Brigitar helgu Nóttina fyx-ir þann da.ji er ritarinn skyldi byrja á gerð þessarar bókar, þá vitraðist honum engill í draumi, sem sýndi honum mynd, skrifaða á töflu er hann hélt í hendi sinni, og mælti við hann: „He’durðu að þú get- ir gert þessa mynd á fyrstu blaðsíðu bókar þeirrar er þú nú skalt senn byrja að rita?‘‘ Skrifarinn bjóst ekki við að geta framið slíka list og vantreysti minni sínu um svo fágætan og óvenju- legan hlut og svaraði:_ „Nei“. Engill- inn mælti til hans: „Á morgun skalt þú segja helgri Brigit húsmóður þinni, að hún skuli bera fram bænir fyrir þér til Brottins, að hann lúki upp augum þínum Of| auki megin höndum þínum til þess þér aukist skilningur og skarp- skyggni, og að hann megi stjórna verki þínu “ Svo var gert, og næstu nótt kom engillinn aftur. Sýndi hann skrifaran- um söm.u myndina á ný, ásamt mörg- um öðrum teikningum. Skrifarinn festi sér í minni svo sem bezt mátti hann ella þessa hluti, og með stoð guðlegr- ®r náðar tókst honum að rita myndirn- £r alíar á rétta staði í bókinni. „Þannig varð til þessi bók: vegna leið sógy. eni.l'lsins, bæna Brigitar og listar skrifarans." Þessi furðusmið engla, bókin frá Kildare, er nú löngu horfin og ókunnugt er um afdrif hennar. Brig- it sú, er sagan nefnir, var uppi um sama leyti og Patrekur helgi, á fimmtu öld, og urðu þau vinir og samherjar. Hún reisti klaustur í Kildare, sem varð víðfrasgt fyrir fagran lifnað og kirkju- legar listir. Brigit er, ásaxnt Patreki biskupi, verndardýrlingur frlands. Henni virðist hafa þótt vænt um kýrn- ar, því .að einkunn hennar á heligli- myndum 'er kýr, en sjálf ei Brigit sýnd knéfallandi með ker í hendi. Draumur um horfinn dýrgrip Einu sinni i fyrndinni lagði írskur curach eða skinnbátur að ströndum ís- lands. Fapar fiykktust í land, þreyttir og hraktir eftir langa útivist. Bátnum var bjargað undan sjó, og fyrst allra fanga var borið í land mikið skrín, hinn eini dýrgripur bræðranna. Því að í þessu skríni var geymd bókin góða; gersemi dýrlinga, handaverk engla. Hið vesæla kirkjuhreysi varð sem upp- lýst, vegna þessarar einu bókar. Papar flettu blöðum hennar í ást og lotning, — í birtu lanya sumarnátta — við stjörnuskin og mánaljósblæ ilmviðs og súg af jöklum. — Sigling sást af hafi, gínandi trjónur og gapandi höfuð. Heiðnin hélt að landi. Skeggjaðir, harðleitir Norðmenn sáu reyki stíga til lofts í Pappýli. Þang- að héldu komumenn, því að þar hlaut að vera mannabyggð. Faparnir stóðu úti fyrir kirkjudyrum, þega: hópurinn hélt í hlað. Fátt varð um kveðjur, því að hvorugur skildi annan. Bræðrunum varð fljótlega ljóst að hér var ekki lenijxr til setu boðið. Land þeirra var gott, — ofgott fyrir þá; guðsbörnin írsku sem höfðu gefið heit: — Vér höfum yfirgefið allt og fylgt þér —. Papar gengu hljóðir burt. Norð- menn horfðu á eftir þeim lengi, — sáu þá stefna til fjalls eitthvað inn á ó- kunnar auðnir. Landnámsmaðurinn hermannlegi gekk hikandi inn í rökkur bænhússins. Þar virtist ekkert fémætt að sjá — utan eina bók. Spjöld hennar voru hvít, eins og fannir jökia. Litir hennar skínandi sem blámi himins og glit gró- andans, — gersemi dýrlimgli, handa- verk engla. Norðmanninum féilust hendur. ,.Þeir létu eftir bækur írskar —." SVIPMYND Framhald af bls. 2 slá. Fyrir nokkrum árum stóð þingmað- ur upp í þinginu og lýsti því yfir, að rneir en 1000 manns væru í haldi af póli tískum ástæðum. Enginn andmælti hon- um. Fyrir tveimur árum gaf Nkrúmah 150 mönnum upp sakir. Meðal þeirra var hinn aldraði lögfræðingur, leikskáld og sagnfræðingur J. P. Danquah, sem nýtur mikils álits í Ghana. Það var Danquah sem kvaddi Nki-úmah heim frá Lundúnum árið 1947 til að taka við starfi framkvæmdastjóra „United Gold Coast Convention“. Þeir voru um skeið í sama brezka fangaklefanum meðan á sjálfstæðisbaráttunni stóð. En seinna, þegar Nkrúmah sagði skilið við U.G. C.C. og stofnaði sinn eigin herskáa flokk, „Convention People’s Party“, urðu þeir pólitískir keppinautar. Eftir tilræðið í janúar var Danquah aftur fangelsaður án nokkurrar sakargiftar, enda er henn- ar ekki þörf samkvæmt kyrrsetningar- lögunum. Framvindan síðustu níu mánuðina sýn- ir Ijóslega, að Ghana er orðið hrein- ræktað einræðisríki. Eftir þjóðaratkvæð- ið er öll gagnrýni á stjórnina, hversu lít ilfjörleg og mild sem hún kann að vera, glæpur gegn ríkinu. Nkrúmah tók af öll tvímæli um þetta í útvarpsræðu sem hann hélt ekki alls fyrir löngu. Hann sagði að Ghana væri nú að fara inn í nýtt byltingarskeið og bætti við: „Þetta skeið krefst þess, að hver einasti ein- staklingur í þjóðfélagi voru verður ann- að tveggja að samþykkja markmið bylt- ingar vorrar eða standa ber að svikum við þjóðina." Þessi orð voru ekki sögð út í bláinn. Fyrir nokkrum mánuðum var leigubíl- stjóri, sem hafði rætt frjálslega við far- þega sina, handtekinn og dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir söguburð. Hið vikulega málgagn stjórnar- innar, „Spark“ (Neisti), hefur lýst því yfir, að í rauninni ríki hernaðarástand í landinu, og málgögn flokksins hafa heimtað „miskunnarlausa hreinsun" á afturhaldssinnuðum og borgaralegum öflum í opinberri þjónustu, skólum, lög- reglunni og hernum. Stéttabaráttan, sem hvergi kom fram áður í kenningum Nkrúmah um „afrískan sósíalisma", er nú orðin meginþátturinn í hinni nýju „byltingu". Þessi „stéttabarátta" á ekki fyrst og fremst rætur sínar í marxismanum, held- ur í sérkennilegri samsetningu flokks- ins. Flestir af starfsmönnum og erindrek- um flokksins koma úr röðum hinna fjöl- mörgu „hálflærðu" manna, þ.e.a.s. þeirra manna sem voru ýmist of fákænir eða of fátækir til að ljúka námi í æðri skólum. Á dögum brezku nýlendustjórn- arinnar voru þeir nefndir „Veranda Boys“ (verandadrengir), af því þeir kom ust aldrei inn fyrir aðaldyrnar þegar um góð embætti var að ræða. Andstæð- ur þeirra voru „Lounge Boys“ (hæg- indadrengirnir) með háskólagráður og evrópska siði, sem fengu beztu embætt- in og nutu mests álits í þjóðfélaginu. „Verandadrengirnir“ fundu kærkomið athvarf i flokki Nkrúmah, sem veitti þeim bæði völd og virðingu í mannfélag- inu. Fáir þeirra skildu hinar flóknu kenningar Karls Marx, en þeir voru fljótir að læra hin einföldu vígorð. Hug- myndin um ,stéttabaráttuna“ féll í sér- lega góðan jarðveg og veitti andúð þeirra á menntamönnum útrás. Árangurinn af þessu varð m.a. sá, að menntaðir Ghana- búar voru svo hundruðum skipti frystir út úr flokknum, þó margir þeirra hefðu tilbeðið Nkrúmah eins og guð og verið fúsir til að þjóna honum í hvaða starfi sem var. Nkrúmah hafði ekki gert neitt til að leiðrétta þetta, einkanlega vegna þeirrar grunsemdar að menntamenn væru óáreið anlegir stjórnmálamenn. „Framkvæmda- mennirnir" úr röðum hinna hálflærðu eru nú búnir að tryggja aðstöðu sina rækilega, og Nkrúmah getur reitt sig á ósveigjanlegan stuðning þeirra, hvaða vanda sem að höndum ber. Hins vegar eru stúdentar í Ghana, og þar með taldir þeir sem stundað hafa nám erlendis, ákaflega óánægðir með stöðu sína og framtíðarhorfur, enda mun mega slá því föstu, að þeir séu hættuleg- asta aflið í andstöðunni við Nkrúmah. Þess vegna er nú hamrað á hinu nýja vígorði flokksins: „Pólitískur áreiðan- leiki er miklu verðmætari kostur í opin- berri þjónustu en röð af háskólagráðum.“ „Ef þessu heldur áfram,“ sagði óánægð- ur embættismaður ekki alls fyrir löngu, „gæti Ghana orðið nákvæmlega eins og Kongó — ríki sem stjórnað er af sk’”*- stofublókum." ó margt gæti bent til þess að Ghana sé í þann veginn að verða rétt- trúað marxistaríki, þá er bilið milli kenningar og framkvæmdar ennþá mjög vítt. Aðeins eitt erlent fyrirtæki hefur verið þjóðnýtt — og stjórnin greiddi eig- endum þess ríflegar skaðabætur. Við- skipti Ghana beinast enn langmest að Evrópu, og erlend aðstoð kemur að veru- legu leyti frá Vesturveldunum. Nkrúmah hefur margsinnis ítrekað, að í Ghana sé mikið svigrúm fyrir erlenda einka- fjárfestingu, enda veltur sjö ára áætlun hans mjög á henni. Eigi að síður er það samdóma álit erlendra erindreka í Accra, að tilfinningalega hafi Nkrúmah snúið bakinu við vestrænum ríkjum. Ástæð- urnar til þess eru bæði margar og flókn- ar. Ein þeirra er fjandskapur Bandaríkja- manna við Patrice Lúmúmba, sem var einn helzti bandamaður hans í barátt- unni fyrir sameinaðri Afríku og hafði fallizt á að gera Kongó að meðlimi í ríkjasambandi Ghana-Gúíneu-Mali, sein nú er úr sögunni. Aldrei hefur Nkrúmah komizt nær því að sjá draum sinn ra:t- ast, og hann hefur alla tíð kennt Banúa- ríkjamönnum, Belgurn og Bretum um morðið á Lúmúmba. Önnur ástæða var langt ferðalag Nkrúmah um Austur- Evrópu, Sovétríkin (þar sem honom voru veitt friðarverðlaun Lenins) og Kína Hann hefur aldrei orðið saanur maðui' eftir þá ferð, enda var flest gert til að heilla hann og gleðja. Mikilvægasta ástæðan er þó kannski viðbrögð hans við banatilræðunum, sem honum voru sýnd — annað fyrir ná- kvæmlega tveimur árum, hitt í janúar sl. í fyrra skiptið var sprengju kastað að honum, en í seinna skiptið skaut lög regluþjónn fimm skotum á hann. — Nkrúmah veltir látlaust fyrir sér þeirri spurningu, hver standi á bak við þessi tilræði. Sennilega eru það útlagar frá Ghana, en Nkrúmah hefur smárn sariian þróað með sér þá sannfæringu, að þ&ss- ir útlagar séu þjálfaðir og kostaðir af „heimsvaldasinnunum". Blöðin, sem lúta beinni stjórn Nkrúmah og fá daglega fyrirmæli um fréttaflutning og annað f rá stjórnarráðinu, ala á þessum hugmynd- um, sem eru mjög handhægar fyrir stjórnarvöldin, þegar þau þurfa að stimpla andstæðinga sína og koma þeim undir lás og slá. c LJ purningunni, hvort Nkrumah trui sjálfur á áróður sinn, má svara bæði játandi og neitandi. Tilfinningar hans gagnvart Bandaríkjunum hafa alltaf ver- ið blendnar. Hann minnist með ánægju námsáranna við Lincoln-háskólann og Pennsylvaníu-háskóla, þar sem h«nn lauk prófum í heimspeki og mannfræði. En hann minnist ekki með sömu ánægju daganna sem hann reikaði um strætin í Harlem-hverfi í New York í leit að at- vinnu og svaf í neðanjarðarlestunum á næturnar. Þá svarf hungrið oft að hon- um, enda var kreppan í algleymmgi. Saga Bandaríkjanna hefur haft djúp áhrif á Nkrúmah, og hann á marga bandaríska vini, bæði hvíta og svarta. Samt lætur hann hlera síma bandaríska sendiráðsins í Accra, og flestir- mennt- aðir Ghana-búar eru tregir til að láta sjá sig oft með Vesturlandabúum. Nkrúmah er orðinn ákaflega hræddur um líf sitt og dvelst nálega alveg ein- angraður í Christianbourg-kastala, dönsku þrælavirki frá 17. öld sem.stend- ur á vindbörðum klöppum fyrir ofan höfnina í Accra. Hann vinnur alltaf 18 tíma á sólarhring, fer snemma á fætur, etur ristaða brauðsneið og eina eggja- rauðu í morgunverð, stundar síðan lík- amsæfingar a.m.k. eina klukkustund, venjulega tennis. Þar sem hann treystir aðeins fáum af flokksmönnum sínum og kvartar oft um framtaksleysi samverka manna sinna, hefur hann hönd í bagga með svo að segja öllu, bæði lítilvægu og mikilvægu. Vegna þrætugirni og tor- tryggni hefur hann flæmt burt marga af beztu ráðgjöfum sínum, og margir af elztu vinum hans og fyrrverandi ráð- herrum hafa verið reknir frá embættum sínum og farið í útlegð. Líf hans verður æ einmanalegra. Chad Calhoun, bandarískur kaupsýslu- maður og gamall kunningi Nkrúmah, minnist þess að forsetinn hringdi til hans á hótelið í Accra og spurði hvort Calhoun og kona hans gætu ekki kom- ið til kvöldverðar þá um kvöldið. Þegar þau komu á vettvang tók Nkrúmah á móti þeim ásamt gerðarlegri egypzkri konu sinni, sem nefnist Fathía. „Ég á af- mæli í dag,“ sagði Nkrúmah. Bandarísku hjónin bjuggust auðvitað við fleiri gest- um, en urðu þess brátt vísari, að þau voru einu gestirnir sem Nkrúmah hafði boðið í afmæli sitt. V 26. tbl. 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.