Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPENSARI — Ég kem eftir andartak, kunningi. komdu innfyrir og fáðu þér sæti. A erlendum bókamarkadi Medieval Technology and Social Change. Lynn White, Jr. Oxford University Press. 7/6. 1964. Söguna má skrifa frá margvís- legum sjónarmiðum. Það er vafa- samt að álíta að forriar skráðar heimildir séu allur sannleikurinn um það sem heimildirnar fjalla um. Fyrst er að athuga: hvers vegna var þessi saga sögð, hvers vegna var hún skrifuð, í hvaða til gangi? Hver skrifaði söguna? Þeg ar það er vitað og viti menn eitt hvað um höfundinn þá tekur margt að skýrast. Því verður að taka allar heimildir varlega, og oft, líklega oftast segja þær að- eins hálfa söguna, og stundum stangast þær algjörlega á við sann leikann. Sannleikur í sögulegum 6kilningi er alltaf hæpinn og hann þarf að sannprófa frá sem flestum sjónarmiðum. Þegar allt kemur til alls, þá má oft efast um hvort meiri sannleikur um hið skeða sé fólginn í rituðum heimildum við- komandi tímabils eða I jarðlögum, sem tímasetja má á viðkomandi timabili. Fornminjarannsóknir hafa löngum verið álitnar hjálpar gagn sögunnar, en oft virðist svo sem ritaðar heimildir séu fremur hjálpargagn til fornminjarann- sókna. Evrópusagan á miðöldum er að mestu leyti rituð af munkum og prestum, og það er þeirra lifsvið horf sem birtist I dómum þeirra og allri frásögninni. Þeir fjalla helzt um það, sem þeim er hug- leiknast, sleppa hinu. Hvernig hefði Kristnisaga íslands hljóðað, hefði hún verið rituð af einhverj- um þeirra goða, sem héldu tryggð við heiðnina eftir árið 1000? Yið eigum töluvert af heimildum um atburði sem urðu hér á 13. öld. Þessar heimildir hafa oft verið taldar óyggjandi, en eru þær eins éyggjandi og lengi var af látið? íslendingasögur voru lengi vel taldar sannar; svo kom sú tíð, að þær voru taldar skáldskapur, en nú hefur það gerzt að sú saga sem var talin hreinn skáldskapur var að nokkru sönn, sem er Hrafn- katla. Bændur á Héraði hafa löng lim trúað sanngildi Hrafnkelssögu, þótt slíkt hafi verið mjög efað af fræðimönnum, og nú hafa. komið upp rústir, sem styðja skoðanir bænda að nokkru. Sagan, sem rituð er hér á 13. öld, er persónusaga og pólitísk saga. Efnahagsieg saga er óskráð frá íslenzkum miðöld- um, heimildir tíningur innan um annað og ef til vill verður heim- ilda að efnahagssögu íslands á miðöldum helzt að leita í þær bækur sem kenndar eru við hjá- trú og hindurvitni, sem sé I Jar- teinabækur þeirra sælu biskupa. í smáanekdótum af karpi þeirra sælu biskupa birtist oft hið dag- lega líf þjóðarinnar. Með þvi að telja saman, er hægt að fá þjóðlífs myndir, sem hvergi er getið ann- arsstaðar. Máldagar kirkna eru einnig góðar heimildir, svo og frá sagnir um átök milli fslendinga og kaupmanna I Sturlungasafn- inu.. Við þessi brot má svo bæta fornminjarannsóknum. Það má vel ske, að beztu heimildirnar séu enn fólgnar I ösku og ruslhaug- um frá 13. og 14. öld, sé gaumgæfi lega leitað . Tæknisögu hefur almennt lítið verið sinnt, nema þá helzt þeim þætti hennar, sem er hluti hern- aðarsögu. White rannsakar hlut tækninnar í mótun valdahópa í Evrópu strax á áttundu öld. Þar er um að ræða nýja hernaðar- tækni, sem varð til þess að auka áhrifamátt lénsmanna og aðals. Ýmis tæki eru tekin í notkun af bændum frá þvf á sjöttu öld og fram á þá tíundu, sem juku mat- vælaframleiðsluna og ýttu þann- ig undir vjðgang borga og bæja. Iðnaðarmenn bæjanna bæta tæki sín og finna upp önnur, sem auka iðnaðarframleiðsluna, sem verður undirstaða kapítalismans. Áður en vélvæðing landbúnað- arins hefst hér á landi gætir vax- andi tækni í landbúnaði á nítj- ándu öld, með nýjum jarðyrkju- verkfærum og skozku ljáunum, sem juku heyfenginn mjög. Bókin er ýtarleg og nákvæm og heim- ildaskrá ágæt fylgir. HEIMSPEKI. The Concept of Mind. Gilbert Ryle. Penguin Books 10/6. 1963. Þetta rit er talið til þess bezta sem birzt hefur um heimspeki í Englandi síðustu tuttugu þrjátíu árin. Höfundur deilir á kenningu Descartes um hina tvo heima efn- is og anda, sem hefur verið og er enn eitt helzta þrætuepli almennr ar heimspeki. Hann ræðir hug- myndir manna um þekkinguna, viljann, tilfinningarnar og skiln- inginn. Bókin er áfaflega skýr og laus við flautaþyrilshátt og hug- takabrengl.■ — Lesbók œskunnat Framhald af bls. 7 mannætan — og er á næsta leiti við Síivala turninn fræga. Þær samkomur nefnast blaðakvöld. Einn úr hópi stúdentanna er skipaður „blaðakóngur", og sér hann um að útvega íslenzku dagblöðin til þessa kvölds. Auk þfess sér Félag ís- lenzkra stúdenta um kvöldvökur öðru hverju, sem jafnan eru hinar fjöl breyttustu. T.d. hefur Halldór Kiljan Laxness oft komið í heimsókn til þeirra og lesið úr óprent- uðum verkum sínum. Þeg ar við heimsóttum Almar fyrir skömmu, var svoköll uð „Sviðamessa" næsta verkefni á dagskrá. ís- lenzkir stúdentar ætluðu að bjóða færeyskum stúd entum til fagnaðar með sér og höfðu í þvá skyni nokkra sekki af sviðum heiman frá íslandi. Ekki höfum við fregnað, hvern ig frændum okkar líkaði þessi sérréttur okkar ís- lendinga, en haft er fyrir satt, að Danir haldi sig jafnan- í nokkurri fjar- lægð frá íslendingum, þeg ar þessi eftirlætisfæða er á boðstólum! Jóhann Hannéssoni „HVERFUM aftur til náttúrunnar“, sagði Rousseau. Að þetta var ekki auðvelt, sýnir meðal annars hans eigin saga. En áminningin var þarfleg, og innan um ýkjukennda mærð þessa snillings er einnig að finna sígilda vizku . Það sem að dómi Rousseau lokaði mönnum leiðina til náttúr- unnar og eðlilegs lífs, var menningin, ekki sízt vísindin og ánauðarok þeirrar tízku, sem menn reyndu að tolla í. Heldra fólk lét börn sín ganga með hárkollu, lét börnin borða sterkt kryddaðan mat að deginum, en þamba öl að nóttu til, og púðraði þau rækilega að morgni. Reynt var að gera börn og unglinga fullorðna fyrir aldur fram. Holberg, hið mikla skop- skáld, sem var um hálfum mannsaldri eldri en Rousseau, seg- ir í sambandi við kryddátið og ölþambið, þegar kaffið kom og breytti lifnaðarháttum manna: „Nú geta eiginkonur vor- ar og dætur farið í nokkrar heimsóknir fyrripart dags, og þó komið ódrukknar heim aftur.“ Rousseau ruglaðist stundum í ríminu, gekk ekki ávallt heill til.skógar, og sízt var hann sjálfum sér samkvæmur í uppeldi sinna eigin barna, en þau sendi hann á hæli fyrir munaðar- leysingja, enda er talið að kona hans hafi verið vitgrönn. Þó voru börnin ekki skilin eftir á götunni. Ekki þurfum vér að líkjast honum í því, sem miður fór, én rétt er að athuga það, sem hann hugsaði og sagði vel. Hann minnir oss á þann alvar- lega vanda, sem verður fyrir hendi þegar ofvöxtur hleypur í menningu. Náttúran og borgarmenning eru að ýmsu leyti andstæð- ur. Náttúran verður að víkja þar sem borg er byggð. Malbik- aðar götur taka við af grænum túnum. Kýr og kindur verða að þoka fyrir lestum af ökutækjum, og börnin drekka flöskumjólk eða hyrnumjólk, sem þau halda að sé allt önnur vara en kúa- mjólk. Menn eta að vísu ekki mikið af kryddi, en aka í bíl- um, sem verða fleiri mönnum að bana en skotvopn og sprengi- efni á friðartímum. Menn spyrja: Hver verður næstur? Hvenær verður ekið yfir mig? Nokkrum grasflötum er að vísu haldið við hér og þar í borg- um, en grasflötin er „klippt og kembd og þvegin" og svo fín að helzt ekki rriá á hana stíga. Blóm eru ræktuð til yndis og prýði, en þau verða að váxa og þroskast í skipulegum röðum, líkt og hermenn í fylkingu. Börnin þurfa að vísu ekki að ganga með hárkollur á höfðinu, en innan í höfðinu eru þau úttroðin af málfræðireglum, tali og tónum útvarps og kvikmynda og ekki sízt af furðulegum myndum, sem vindast upp líkt og á spólum væru í sálum þeirra. Komi þau í sveit og hvolpur sleiki á þeim höndina, þá reka þau upp vein, líkt og ljón væri í þann veginn að eta þau. En ef menn eru drepnir á kvikmyndatjaldinu, telja þau rólega: „Pabbi, það er bara búið að drepa fjóra.“ Vel upplýstir borgarbúar leggja nokkurt kapp á að hnýta aftur nokkuð af þeim böndum, sem slitnað hafa með fráhvarf- inu frá náttúrunni. Þetta er meðal annars gert með góðum nátt- úrugripasöfnum og grasafræðilegum (botaniskum) görðum í borgunum. Þótt menn verði að sætta sig við að sjá dýrin upp- stoppuð, þá hefir slíkt safn allmikið gildi til þess að kenna börn- um að greina eitt frá öðru í dýraríkinu, og finna nokkuð til að festa hugann við um leið og sagt er frá dýrunum. f grasa- fræðilegum garði geta innlendar jurtir hins vegar lifað, og er það mikill kostur. Dýragarðar erlendis eru afar vinsælir skemmtistaðir barna, og eru þeir eins konar náttúra mitt í borgunum. Þegar drengir úr sveitum komu hingað til borgarinnar áður fyrr og fengu að dvelja hér nokkra daga, var það yndi þeirra að skoða höfnina, einhverja stóra kirkju og .svo náttúrugripa- safnið. Nú er hér í borg grasafræðilegur garður, þar sem sjá má íslenzkar jurtir, eina og eina og margar saman, auðkenndar með nöfnum. Sumar jurtirnar eru gjafir frá áhugamönnum; Þangað geta menn farið og skoðað þær og sýnt þær börnum sinum. Hvernig ástatt er um náttúrugripasafnið, er almennt kunnugt og þarf ekki hér að ræða. Rousseau varð það ljóst að menningin gat ekki horfið aftur til náttúruástandsins, en hins vegar mátti margt gera til þess að hún yrði ekki alltof óeðlileg. Leita þarf jafnvægis milli náttúru og lista. Hjá oss er sú hætta fyrir hendi að menn af- ræki náttúruna, bæði í sjálfum sér og umhverfi sínu, og láti skemmtanaiðnaðinn stoppa sig upp, og þægindin draga úr sér eðlilegan líkamsþrótt. Annað slagið kveðja læknar sér hljóðs og hvetja menn I einu og öðru til þess að hverfa aftur til eðlilegs lífs svo sem að varðveita hjartað. ÞANKARÚNIR 26. tbl. 19ú4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.