Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 9
fessor í Iðgum við Háskðla Islands, og fjármálaráðherra 1922—’28. Þórunn lézt á Úlfljótsvatni 12. febr. 1931. 5. Kristín, f. á Sandfelli 16. ágúst 1849. Átti Þórarin f. á Fossi á Síðu 15. febr. 1843, Eiríksson bóndia á Fossi Jóns- sonar bónda í Hörgsdal o.s.frv. Þau bjuggu á Flankastöðum og Löndum á Miðnesi áttu 12 börn, aðeins þrjú kom- ust til aldurs. Hún lézt 13. nóv. 1918. Margir hafa verið greindir og geðmikl- ir í ætt þessari, en geðla'us maður afkast- ar ekki miklu. Karólína Oddsdóttir var ein af vinnu- konum séra Magnúsar á Sandfelli, hún var dugleg, notinvirk og heimilinu þörf. Er hún giftist þaðan, gaf hann henni bæði kú og hest. Sýnir þetta manndóm hans, sem og hitt, að hann hefur ekki verið mjög aumur fjárhagslega. Frá henni hefur það til mín borizt að hann hafi verið fjármargur vel er hann fl.utti frá Sandfelli til Meðallands, en í íerðinni misstu þeir sumt féð úr hönd- tím sér, og margt fór í vötnin, það sem fcomst á leiðarenda strauk von bráðar og týndist og sást ekki meir. Hann virð- ist því ekki hafa sótt aðra gæfu til Meðallandsiþinga en að láta þar eftir af- komendur sína, sem urðu hið nýtasta fólk í þeim héruðum. Vegna sagna Karólínu um afa rnirm, þó fáar séu, fékk ég þann hlýhug til henn ar, að ég vildi gjarnan vita hver hún var. Karólína var fædd 27. apríl 1826 I Mörutungu á Síðu, foreldrar hennar voru Oddur Eyjólfsson og Þuríður Þorláksdótt ir, hjón, húsmenn þar. Eigi get ég fundið hvenær hún barst til Öræfa, en nún gift- ist þar 5. okt. 1853, Sigurði Teitssyni, 'bóndasyni frá Hofi, segir þar, 27 ára, en hún talin vinnukona frá Sandfelli 26 ára. Svaramenn voru: Sveinn Pétursson Holti á Síðu og Oddur Eyjólfsson í Mörtungu (faðir hennar). Fjárlag ungu hjónanna var heimingafélag og 20 spec. í morgun- gjöf. Svo komu börnin, eitt á ári hverju framan af, þrettán hefi ég fundið, tvö af þeim andvana fædd, hin öll með nafni og fæðingardegi. Þau hjón virðast ætíð hafa búið að Hofi, en 1878 ‘dó Sigurður 52 ára gamall. Mörg síðustu árin bjó Karólína ekkja í Hofskoti í Öræfum og andaðist þar 15. sept. 1911-, 84 ára. — „Frábær að dugnaði, guðhrædd og göfug lvnd“, segir séra Jón Norðfjörð er jarð- söng hana. Það er sögn um Karólínu, að eitt sinn var hún með bónda sínum við heyskap á svokallaðri Selmýri í Sandfellslandi, og tók þá léttasótt, var hún sett á klifber- ann milli bagganna til heimferðar. Lét maður hennar í Ijós að hann ætti nú að koma með henni heim, til hjálpar ef með þyrfti. „Og hvaða sosum erindi átt þú. me? leírugar lúkurnar?“ sagði hún. Segir svo ekki af því meira, en tveim dögum síðar var hún aftur farin að raka á Sel- mýri. Bregður þarna fyrir svipmynd af lífs- baráttunni á þessum tíma, og hvernig við henni var snúizt þar sem kjarkur var og manndómur. 26. Pátll Magnússon Thorarensen fór ekki að Stöð, er honum var veitt, sem áður segir, en tók Sandfell aftur 1852 og hélt því til æviloka, en hann dó 19. maí 1860 og hefir því verið prestur á Sand- felli í 24 ár samtals. Prófastur var hann í Austur-Skaftafellssýslu frá 1845 til dauðadags og fékk mikið lof hjá Helga Ibiskupi Thordarsen. En drykkjugjarn var hann og enginn fjárgæzlumaður eða búmaður og ekki lærdómsmaður heldur, en prýðilega látinn, segir P. E. Ól. fsl. eeviskrár. Kona hans var Anna Bene- diktsdóttir prests í Hraungerði, Sveins- sonar. Séra Séra Páll Thorarensen var framúrskarandi söngmaður. Bæði voru þau hjón sællíf og ákaflega feit. 27. Sigbjörn Sigfússon. Sonur Sigfúsar prests Finnssonar í Hofteigi og konu hans Ingveldar Jónsdóttur prests að Þingmúla, Hallgrímssonar. Hann varð stúdent 1843, fékk Ása 1859, en þjónaði Sandfelli næsta vetur og var veitt það 7. ágúst 1860. Pékk svo Kálfafellsstað 1872 og hðlt þvf kalli tfl ævlloka (27. júnf 1874). Kona hans var Oddný Friðrika Pálsdóttir prests að Sandfelli, Thorarensens. Þeirra dóttir var Anna, sem átti Pál jökulfara (er 1875 var einn fylgdarmanna Williams L. Watts norður yfir Vatnajökul, sem aldrei áður hafði verið farið svo vitað væri) Pálsson snikkara, sem smíðaði Hofskirkju í Öræfum .1883 er enn stend- ur, Pálssonár prófasts í Hörgsdal, Páls- sonar. Mér er enn í minni Páll jökulfari, stór og þrekinn, dugnaðarlegur, greindur og skemmtilegur. Svona ættu víst jökulfar ar ao vera, fannst mér, en þá heyrði ég mikið um þessa frægðarför talað. Ég var Harn að aldri er Páll kom kynnisför til foreldra minna að Flankastöðum og dvaldi nokkrar nætur. Þau voru bæði uppalin í Hörgsdal og því handgengin flestum hinum mörgu Pálum af Hörgs- daisætt. 28. Björn Stefánsson. Hann var sonur Stefáns alþingismanns í Árnanesi og konu hans Guðrúnar Einarsdóttur stú- dents frá Skógum, Högnasonar. Hann varð stúdent 1871, fékk Sandfell 28. ág. 1873, vígðist þremur dögum síðar og var þar til hann dó 1877. Kona hans var Jóhanna Andrea Lúðvíksdóttir verzlun- armanns Knudsens í Reykjavík. Hún átti síðar Þorgrím lækni Þórðarson, síðast í Keflavík. 29. Sveinn Eiríksson hreppstjóra Jóns- sonar í Hlíð í Skaftártungu og konu hans Sigríðar Sveinsdóttur læknis í Vík í Mýr dal Pálssonar. Hann varð stúdent 1873, en tók próf úr prestaskóla 1875. Vígðist og fékk Kálfafell sama ár, svo Sandfell 1878 og hefir þjónað þar í 9 ár. Þar fædd ist Gísli Sveinsson, sýslumaður, og sendi herra. Þá fékk hann Kálfsfellsstað 1887, og svo Ása í Skaftártungu 1892 er hann hélt til æviloka (19. júní 1907). Kona séra Sveins var Guðríður Pálsdóttir pró- fasts- í Hörgsdal á Síðu Pálssonar, og síðari konu hans, Guðríðar Jónsdóttur hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar á Auðnum í Öxnadal. Séra Sveinn var dóttursonur hins ágæta læknis, náttúruskoðara og fræði- manns Sveins Pálssonar í Vík í Mýrdal, er Grímur Thomsen gjörði ógleymanleg- an með kvæðinu „Sveinn Pálsson og Kópur“. Mun séra Sveini hafa verið læknishneigðin í blóð borin, enda stóð hugur hans á námsárunum meira til læknisstarfa en prestsskapar. Fleiri eru sagnir um djarfar og vel heppnaðar lækningar hans en sú er hér á eftir grein ir. Gjörðust þær er hann var að Ásum í Skaftártungu. Þuríður Runólfsdóttir f. 1868, systir Rannveigar konu Jóns Sigurðssonar á Svínafelli, segist muna, að 1886 hafi séra Sveinn Eiríksson, þá prestur á Sandfelli, verið sóttur að Hnappavöllum til konu í barnsnauð, Guðnýjar Vigfúsdóttur að nafni. Með séra Sveini var í þetta sinn Ingunn Stefánsdóttir á Hofsnesi, þá ó- lærð en vön ljósmóðurstarfi. Fæðingin gekk mjög illa. Er þau sáu fram á að konan mundi ekki geta fætt, fór séra Sveinn út í smiðju þar á staðnum og smíðaði verkfæri eða tengúr er hann síð an gat notað til hjálpar konunni. Þannig náði prestur barninu lifandi og heils- aðist bæði konu og barni eftir atvikum vel. Til sönnunar traustu minni Þuríðar, hinnar níræðu konu, má geta þess, að Guðlaug Sigurðardóttir frá Hofsnesi í Öræfum, (nú búsett í Reykjavík), var á sama heimili og Ingunn Stefánsdóttir í mörg ár. Segir Guðlaug að Ingunn hafi sagt sér um þetta atvik frá Hnappavöll- um, ber henni alveg saman við Þuríði. Eftir að séra Sveinn var með Ingunni Stefánsdóttur við þessa barnsfæðingu kom hann því til leiðar að hún lærði ljósmóðurfræði. Var hún fyrsta lærða ljósmóðirin í Öræfum. Gegndi hún því starfi 1878—1911, þar af í 9 ár áður en hún lærði. Ingunn reyndist með afbrigð- um vel í Ijósmóðurstarfinu og mun aldrei hafa verið sóttur læknir henni tiL aðstoðar við fæðingar. Bengt Silfverstrand með penslana í vinnustofu sinni. Málar, yrkir, auglýsir ísland Bngt Silfverstrand er ritari fé- lagsins Ísland-Svíþjóð í Gauta- borg. Hann er auglýsingastjóri Loftleiða í Svíþjóð, hef- ur oft gist Ísland og á hér marga vini. Frístundum sín- um ver hann til að mála og yrkja. Nýlega kom út ljóðabók eftir Bengt, „Ord som kom“, og er þar að finna nokkur kvæði 9em hann tileinkar íslandi. Hér birtast sýnishorn þeirra í þýð- ingu Kristmanns Guðmundsson- ar. ísland Lít til norðurs, gestur; lít ti'l eyjar í fjarska hafsins þar. Einmana drangur í norðrinu. Hefur þú áður eyju litið svo tálfagra ei þó aldraða, enn skapandi? Mávarnir bláu Þetta sumar er svo öðruvísi. Ég skyggnist ei lengur eftir mávunum bláu, sem sagt er að svífi yfir fjarlægri strönd. Ég er hættur að undrast hve allt sig hylur bak við hæðirnar, og hversu hraðfleygir eru dagar míns lífs. Kvöld Rökkrið reikar kyrrlátt um rauðan kvöldhimin, vefur ástúð milda um blárra hæða brún. Sofandi trén dreymir purpuradrauma. Langur dagur lýkur göngu sinni og hvílist í þögn við sumarkvöldsins dýrð. Skrítin vögguvísa Ró, ró og sofna, Guðrún, vina mín. Hvert veltur tímans hjól — gleymum við því? Nei, ró, ró og sofna, sofðu lengi enn. Yið veginn, þar við skildum, Ið’hittumst á ný. 26. tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.