Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 5
Itflaðurinn Meursault birtist í frá- sögn hans af atburðunum. Og þessi frásögn ber það með sér að hann er utangarðsmaður sam- kvæmt öllu venjulegu mati. Hann rekur sevi sína og atburði án þess að útskýra þá nánar. Hann eyðir fleiri orðum til að lýsa því sem virðist ekki skipta máli við fyrstu sýn, ýmsum smáatriðum daglegs lífs, heldur en til þess að lýsa til- finningum sínum og finna ástæð- urnar fvrir þeim. Þegar hann segir frá bréfinu sem hann skrifar og sem orsakar atburðarásina, þá minn ist hann ekki á skoðun sína á áætl un Raymonds, en hann lýsir ná- kvæmlega ýmsum hlutum í her- berginu. Á yfirborðinu virðist til- finningalíf hans vera daufara og sljórra en almennt gerist, hann hryggist ekki við dauða móður sinn ar, hann kaxm vel við hlátur Marie og hann þráir hana, en elskar hana ekki. Hann óskar ekki eftir nein- um breytingum, allt er fullgott. Og honum tekst stundum að fylgjast með réttarhaldinu yfir sjálfum sér eins og það væri sjónleikur. Oftast ieiðisl honum réttarhaldið og vill allra helzt komast sem fyrst í klefa sinn og sofna. Eini votturinn um dýpri tilfinningar birtist rétt áður en hann á að deyja; þegar hann talar um ást sína á lífinu og neitar að viðurkenna öll yfirskilvitleg verðmæti. iHllllllllllllllllllllliillililllllllllllllllllllililliliiilllllllllllllllllllllllllllllllllillilillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllillllllllliililllillllllllT tH = ÞAÐ hlýtur aö vera leiöindastarf §f að standa t hvi að telja öörum §§ trú um hluti, sem maður trúir s elclci sjálfur oq veit jafnvel að = aðrir fást ekki til aö trúa held- = ur! Þetta hafa leiöaráhöfundar = eins daqblaösins t Reykjavík verið E aö fást viö uvv á síðkastiö í sam- §§ bandi við álrœmda álaqninqu ovin §§ berra qjálda. Okkur hefur verið p saqt bað mjöq ótvíræöum oröum s f nefndu blaði, aö skattar oq útsvör §§ hafi lœkkað, að álmenninqur standi §§ betur aö víqi fjárhaqsleqa en áður = oq sé hœstánæqður meö útreikn- §§ inqa skattheimtunnar. ^ Þetta oq annað svivað lesa §f menn i blaðinu meöan beir hand- §= fjálla qjaldseöilinn hálfrinqlaðir, 1 |H M Jwí að hann I seqir állt I Bfl aöra söqu oq B miklu ískyqqi ■ leqri um stór B auknar oyin |B| berar álöqur, skattyíninqu, É I sem ekki á I I sér hliöstœðu 1*1*1 um mörq und s anfarin ár. s Mér hefur lenqi verið baö hrein s ráðqáta, hvaða tilqanqi leiöarahöf = undar bvkjast vera að bjóna með = slíkum skrifum. Nú er bað að vísu §§ rétt, að islenzkir kjósendur eru = sauðtryqqir oq einstákleqa fylqi- §§ syakir, en dettur umrœddum skrif §§ finnum raunveruleqa í huq, að s menn táki meira mark á §§ fjálqum orðum beirra en ó- j= huqnanlequm tölunum á skatt H seölinum. Það er út af fyrir §§ siq qott oq blessað aö qeta kastað §i fram háfleyqum haqfrœðilequm §§ skýrinqum, studdum töfraformúl- §§ um tölvísinnar, á liinu nýja skatta §§ farqani, en saqöi ekki núverandi s forsætisráðherra einhvern tíma, að = buddan vœri, beqar öll kurl kæmu ra til qrafar, öruqqasti haqfrœðinqur- inn, oq hún seqir vissuleqa ömur- leqa söqu nú á bessum síöustu tím um oyinberrar bjartsýni. Hitt er svo annaö mál, aö ósvífn- ar fálsanir „Þjóöviljans“ á sköttum einstakra hátekjumanna eru sízt til bess fállnar að skýra bessi mál oq stuöla aö raunhœfri lausn beirra. Það er deilt um hin nýju skatta- löq, oq hver sem niðurstaöan verð- ur á beim deilum, bá munu bau trauðla benda á neina leiö til bjarqræöis beim fjölskyldufeðr- um, sem qreiöa verða meqinyartinn af tekjum sínum í oyinber qjöld nœstu fimm mánuði. Hverniq sem bessi marqumtöluöu löq kunna aö hafa litiö út á vavyírnum. bá líkj- ast bau mest óöra manna œð\ í framkvœmd. Það er oq veröur qrát- hlœqileqt. að óbreyttir daqlauna- menn skuli vera hálfdrættinqar í oyinberum qjöldum við jöfra við- skiyta- oq framkvœmdálífsins sem ráka saman fé, að ekki sé tálað um vinnukonuskatta ákveðins banka- stjóra oq ýmissa annarra stórtékju manna. Vitaskuld eru bað fyrst oq fremst hin qeqndarlausu skatt svik, sem hér koma til qreina, oq bað er alltént qleðileq nýjunq % nýiu löqunum, aö nú á að koma uyp „skattálöqreqlu“, sem vonandi verður annaö oq meira en nafnið tðmt. íslenzkt bíóðfélaq hefur á undanförnum áratuqum bokast œ meir í átt til hreinrœktaðs braskara félaqs, oq baö er lönqu kominn tími til að bjarma að braskarálýönum oa lukkuriddurunum sem qrasséra í bjóðlífinu. Eins oq vœnta mátti hefur Reykjavíkurborq orðið œrið stór- tœk í álöqum sínum, enda ekkert á- hlaupaverk að fylla ráðhúshítina á fáeinum árum. Borqarbúar eiqa víst áreiðanleqa eftir að finna fyr ir ráöhúsinu ,,sínu“, áður en Jmí œvintýri er að fullu lokið! s-a-m. s=? S1 &Jlllllllliliiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiimiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiji;iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiitiiiiiiimiiiiiiiiiiil Hann finnur engan tilgang með lífi sínu, hann sér greinilega allt sam- raemisleysið í veröldinni en neitar að skýra það og finna samhengi með hug myndum sem menn almennt brúa það bil með sem er milli þeirra sjálfra og raunveruleikans. Meursault metur að- eins og nýtur hreinnar skynjunar, hlut lægrar reynslu. Hann hirðir ekki um umbúðirnar, frami er honum ekkert atriði, en hann nýtur þæginda og nautna. Lýsingar hans á náttúrufyrir- bærum eru persónulegar og fíngerðar, hann hefur mjög næma skynjun. Þeg- ar hann minnist þeirra verðmæta, sem voru honum einhvers virði, talar hann um „lyktina, heit sumarkvöldin, göturn ar sem ég gekk svo oft og næturhimin- inn, Marie og hlátur hennar". Sann- leikurinn er það sem hann skynjar, hann neitar að eiga hlut að öðru. Hann nýtur Marie, en notar ekki orðið ást. Þegar verjandi hans biður hann að segja að hann hafi orðið hryggur, þeg ar móðir hans dó, þá neitar hann því. Hryggð finnst honum vera orð án nokkurrar merkingar. C amus gefur í skyn að tilfinn- ingar Meursaults séu margbreyttari en skynja mætti af frásögn hans. Hann er dæmdur vegna þess að skoðanir hans stangast á við skoðanir þjóðfé- lagsins, hann hegðar sér eftir skynjun um sínum, þar er mórall hans, þetta verður hann að gera sér ljóst og öðr- um Mórall þjóðfélagsins er hlýðni við lög, sem eru álitin hafa almennt gildi, sá mórall er ekki persónubundinn eins og hinn skynjanabundni mórall Meursaults. Þeir sem hlíta þessum móral verða að neita skynjunum, sem brjóts í bága við hann. Þeir sem neita að iðrast og geta ekki iðrast að kröfu hins almenna mórals, eru með því að neita lífsgildi og lífsþýðingu þeirra, sem þann móral aðhyllast. L’Etranger lýsir barátlu manns við umhverfið og þjóðfélagið. Hann er SEINNI HLUTI haldinn þeim einkennum sem Camus temr aðal mannsins í Le Mythe de Sisyphe, sem eru lífslöngun og leit að sannleikanum. Hann á í baráttu við umhverfið og þjóðfélagið en öðlast að lokum frið. Hann yfirvegar líf sitt og fyrir hann á það gildi í sjálfu sér. Það er sjálfu sér samkvæmt. Freud myndi segja að hann hefði öðlazt þann frið og það samræmi við náttúruna, sem er einkenni dýranna. Le Mythe de Sisyphe fjallar um bar áttu mannsins við umhverfið og nátt- úruna. Hann spyr hvort mannlegt lif hafi einhverja þýðingu. Ef ekki, er sjálfsmorð þá réttlætanlegt? Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að pótt hann trúi ekki á Guð, þá sé sjálfs- morð aldrei réttlætanlegt. Maðunnn hlýtur að vinna og skapa jafnvel í eyðimörkinni, hann er dæmdur til þess. Sisýfos var dæmdur til þess í Hades að velta steini upp bratta fjallshlíð, en hann kom honum aldrei upp. Þann- ig hlýtur maðurinn ailtaf að sýna við- leitni, það er honum sjálfskapað. Þessi gríska goðsaga er lykillinn að kenn- ingum Camus um stöðuga baráttu manns og umhverfis, og hann reynir að tengja skoðun Grikkja hugmyndum kristninnar um táradal og sekt mannsins. Á:iið 1943 gerðist Camus þútttak- andi í andspyrnuhreyfingunni. Það sem varð til þess, var aftaka verka- manns vegna þátttöku í upphlaupi kommúnista gegn hernámsyfirvöldun- um Hann varð ritstjóri blaðs hreyfing- arinnar, sem var gefið út á laun og varð þar aftur samstarfsmaður Pascals Pia. Camus skrifaði margar nafnlausar greinar í blaðið, þeirra á meðal Lettres [ 26. tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.