Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Page 3
 iEjvví'.H-.í' •f.-í;-<í Sííf** ir prammar, sem komnir voru á undan honum. Upp og niður stigann gengu menn í dökkum einkennisbúningum með skínandi gylltum hnöppum, og sjólið- arnir heilsuðu með hermannakveðju, þegar þeir stigu upp í litlu, hraðskreiðu vélbátana, sem áttu að flytja þá í land. Frá þilfarinu kváðu við stuttorðar fyr- irskipanir og hátíðlegur lúðrablástur. Hann hallaðist fram á árarnar, og hon- um fannst stríkka ákaft og skyndilega á einhverju innan í sér við að finna sjálfan sig allt í einu staddan mitt í þessari mikilúðlegu siglandi veröld, sem úði og grúði af mönnum,- heiðurs- merkjum og skínandi hnöppum. Eit þegar kvöld var komið og IWi drengurinn sofnaður fyrir löngu, kveiktu þeir ljós á skipinu. >að 1& þarna eins og sevintýrahöll á miðjum firðinum — því stóri drengurinn var ekki stærri en það, að honum datt æv- intýri í hug. „Rósrjóð“ prinsessa hefði vel getað átt þar heima, ef hann hefði ekki vitað betur. En hann vissi betur, og hann var nógu stór til þess að skammast sín dálítið fyrir það, áður en hann sofnaði, að láta sér detta ann- að eins í hug. D,(g»rnir li8» „g sWpi5 v,r5 ei»» þáttur þess umhverfis, sem setti svip sinn á daga litla drengsins. En stóri drengurinn gekk um sem bergnuminn, því hann hafði fengið að koma um borð. Hann hafði fengið „gos“ og kökur og „tyggjó“, en það voru smámunir hjá hinu, sem hann hafði fengið að skoða og kynnast: fallbyssum, skotskörðum, skothúnum, langdrægni og hlaupvídd. Fram til þessa hafði hann verið ger- sneyddur allri veraldarvizku. En einn morguninn var skipið horfið. Ávalur græmn ásinn hinumegin fjarðar- ins var nú aftur á sínum stað, og í rauða húsinu hafði verið þveginn þvott- ur og hengdur til þerris. Þvotturinn blakti fyrir golunni. Þat$ var eins og 'veifað væri í kveðjuskyni. Hæ, hæ, hér erum við......Litli drengurihn veif aði á móti, enda þótt hann vissi vel, að enginn myndi sjá það. Steinseljan og gulræturnar komu upp og sólin skein dag eftir dag. „Þetta er mikið blessað sumar“, sagði fullorðna fólkið. Einn morguninn var komið nýtt skip inn á fjörðinn, og það var ennþá stærra og fíi.na en það fyrra. „Hvaða fáni er á þessu skipi?“ spurði litli drengurinn. Móðir hans var að vökva grænmet- isbeðið. Hún sagði honum hverrar þjóð- ar fáninn væri og bætti svo við: „Svona skip byggja þeir til þess að geta varið land sitt og þjóð ef til styrjaldar kæmi, drengurinn minn.“ „Nú já“, sagði drengurinn. Hann vandist furðufljótt breytingum um- Framhald á bls. 12 olveig Christov er meðal þekktustu yngri rithöfunda í Isoregi. Fyrsta bók hennar kom út 1949. Síðan hefur hver bókin rekið aðra, skáldsögur og leikrit, og 1962 kom eina smásagnasafn hennar, „Jegeren og viltet“. Aug ljóstustu eiginleikar Solveigar Christovs eru rík samúð með oln bogabömum lífsins, djúpur sál- rænn skilningur og hæfileiki til að þjappa efninu saman í hnit- miðaðar táknmyndir. Þessi stutta saga er þýdd úr „Jegeren og viltet“, með leyfi höfundar. Utsýnið hafði breytzt um nóttina. Mjúkar línur hæðadraganna hinumegin fjarðarins voru á bak og burt. Stórt skip hafði kastað akkerum á sundinu, byrgt alla útsýn yfir fjörðinn og mynd- •ði sjálft nýjan hæðarhrygg, stálgráan, ineð undarlega harðhnjóskulegum út- linum, sem bar við vorbjartan himin- inn. Uppi á ströndinni var móðir að sá gulrótum og steinselju í garðinn sinn. Litli drengurinn hennar sat í grasinu og. starði á skipið á firðinum. „Þetta er herskip“, sagði móðirin. Litli drengurinn horfði á fánann, sem biakti yfir skipinu, og áhugi og for- vitni skinu úr svip hans. „Hvaðan er það, skipið, mamma?“ Móðirin sagði honum hvaða þjóð það væri, sem ætti þetta stóra skip. „Og sjáðu til“, sagði hún, „þeir hafa byggt þetta stóra skip eingöngu til þess að geta varizt árásum, ef til styrj- aldar skyldi koma“. „Nú já“, sagði litli snáðinn hugfang- inn, horfði rannsakandi augtun á skip- ið og reyndi að gera sér grein fyrir því sem hann sá, að svo miklu leyti sem hann bar skyn á slíka hluti. En eftir skamma stund var eins og hann hefðj fengið nóg af þvi að horfa á það; það hætti að vera skemmtilegt. Það var meira gaman að athuga merkja- snúrurnar í beðinu, sem móðir hans var að sá í, hvernig umkomulaus nekt þeirra stakk í stúf við svarta moldina; hann gat tekið þær í lófa sína og kuðl- að þeim saman, svo þær sneru upp á sig og liðuðust eins og hrokknir lokk- ar Móðirin sagði að hann ætti að vera góður við þær, vegna þess að snúr- urnar gegndu mikilsverðu hlutverki í búskap náttúrunnar. Og hann hafði nú heldur ekki ætlað að vera vondur við þær. E n stóri bróðir hans var þegar setztur undir árar í prammanum sín- um og reri knálega í áttina að skipinu. Og þvi nær sem hann kom þeim mun stærra sýndist það. Það óx og óx, og þegar hann kom alveg að því, var það orðið að feiknamiklum gráum vegg, sem slútti yfir hann. Hálfsmeykur reri hann að stiganum á skipshliðinni, en það var víst ekkert að óttast; þarna lágu marg- Gráa innrásin Eítir Poul Sörensen I skrúðgrænni skógarbrekku í skjóli lá bærinn þinn, já, svo, að í svæsnusitu byljum menn sváfu með bros á kinn. Vegna þess réðust rotturnar inn. Auðsæll og birgur var bóndinn með bústna Qg rjóða kinn. Full var skemman af krofum og krásum og kistum með refaskinn. Vegna þess réðust rotturnar inn. Þétt voru þökin ei lengur og þilin ei lengur stinn, jafnvel ýtrustu ásar missa með aldrinum styrkleik sinn. Vegna þess réðust rottumar inn. Og aumingja blessaður bóndinn binda lét hundinn sinn: .,Þótt ég sé mildur ég þoli ei þrnsk kringum bæinn minn.“ Vegna þess réðust rotturnar inn. Ef rætt var um rottuhættu fór bros um hans bústnu kinn-. „Nei, heyrðu mig, heillin, þetta er heilaspuni þinn!“ Vegna þess réðust rotturnar inn. a f þ v í að skjól var við skóginn. a f þ v í að bústin var kinn, a f þ V í að troðfull var skenunan, a f því að brík var ei stinn, a f þ v í hann batt hundinn sinn, aþ þ v í hann batt hundinn sinn. a f þ v í að engir vöktu. RÉÐUST ROTTURNAR INN. Ragnar Jóhannesson. þýddi. 27. tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.