Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Side 11
SIGGI SIXPENSARI Er ckkl litegi aV nofm elnliverja aðra a5 ferð tll þess að gera út um l»að, hvort okkar á að bera inn koíin? A erlendum bókamarkaði Garðyrkja, fiskveiðar The Shell Gardens Book. Edited by Peter Hunt Phoenix House. 21s. 1964. •Þetta er bók tim brezka garð- yrkju, og má margt af henni læra, þótt veðrátta hérlendis sé svalari en á Bretlandseyjum og sumur styttri, ná ýmis erlend blómstur hér furðumiklum þroska. Fyrstu kaflamir fjalla um sögu skrautgarða frá miðöld um og jfram á okkar daga. Sögð er saga ýmissa frægra garða og garðyrkjumanna, og lýst er að nokkru fjögur hundruð fræg? ustu görðum á Englandi. Kaflar eru um fyrirkomulag garða, nið- urröðun blóma og trjáa, stein- hæðir, fuglaböð, garðbekki og stóla og ýmislegt fleira, sem gerir garðinn að sem þægi- legustum dvalarstað. Kafli er um grasfleti og hirðingu þeirra. Bók in er skreytt 170 myndum auk 24 litsíðna, lesmálið er 320 síður, svo varla er fáanleg ódýrari bók um þessi efni. Behlnd the Se.enes with a Fishing Pieet. Marc Alexander. Phoenix House. 10/6. 1964. Fiskiveiðar eru jafn gamlar mannkyninu. Frummaðurinn veiddi fiskinn með berum hönd- unum, slðar fann hann upp öngla og net og nú á dögum er öll hugs anleg tæknl notuð við þessar veiðar. En þrátt fyrir það er þessl ntvinnugrein áhættusöm, cins og íslendingar ættu að vita manna bezt. Höfundur lýsir líf- inu um borð I togara, lýsir öllum hinum margbrotnu . tækjum skipsin* og vinnutilhögun, stærri og minnl fisklbátum er lýst, en höfundur telur þá að allri gerð til beztu sjóskipa, sem smíðuð hafa verið. Auk ógna úthafsins mátti áður fyrr búast við sjóræn ingjum, óvinaherskipum og jafn- vel þrælaveiðurum. Hætturnar voru margvislegar. Nú á dögum eru það ofviðrin. Höfundur lýsir helztu fiskimiðum og kemur þar inn á landhelgisdeilu Breta og ís lendinga. Áður fyrr treystu sjó- menn á eigin reynslu, drauma og fyrirburði. Reynslan er jafn dýr- mæt og áður, en 1 stað hjátrúar er komin aðstoð vísinda og tækni. Nútíma fiskibátur er búinn fjöl- breyttari tæknigögnum og tækj- um en stærstu farþegaskip. Bók- inni fylgja nokkrar ágætar myndasíður, auk uppdrátta af fiskimiðum og leiðum. Bókmenntir The Nomads. René Puget. Cass- ell. 18s. 1964. Þessi skáldsaga kom út hjá Flammarion, París, 1962, er þýdd á ensku af Edward Lanchbery. Höfundurinn er flugmaður að at- vinnu, fæddur 1910 í Toulpn. Var í franska flughernum I upp hafi stríðsins. Eftir fall Frakk- lands barðist hann sem flugmað- ur í enska flughernum, og stjórn aði sprengjuflugvél. Fór 39 ferðir inn yfir Þýzkaland. Eftir stríðið gerðist hann atvinnuflugmaður, gaf út minningar sínar 1959, „Tiu þúsund flugstundir". Þessi bók er fyrsta skáldsaga hans, sem lýsir lifi langleiðaflugmanna. Sagan segir frá flugferð frá Frakklandi til Austurlanda og heim aftur. Hann lýsir voldugleik og seið há loftanna, hinum endalausu víð- áttum og því valdi, sem endalaus firð hefur á sálarlif og viðhorf þeirra, sem stunda þessa atvinnu grein. Loftin seiða þá og draga til sin eins og hafið farmanninn. Bókin er ágæt lýsing á lífi þessa fólks og því umhverfi, sem það byggir. Ágætar lýsingar á spili skýjafarsins og' hinum endalausu litbrigðum ofar jörð og hafi. Bók þessi hefur þegar verið þýdd á þrjú tungumál. Poems by John Wilmot, Earl of Rochester. Edited by Vivian de Sola Pinto. Muses Library. Rout ledge and Kegan Paul. 8/6. 1964. John Wilmot var fæddur 1. apríl 1647. Faðir hans studdi Stu arta í baráttu þeirra gegn Púrí- tönum og dvaldi um skeið I út- legð í Frakklandi. Hann var mik ill vinur Karls II, og fær lávarðs tign 1652. Deyr 1657 eða 58. Son- ur hans erfir lávarðstignina á ell efta ári. Hann fær góða menntun, og var sérstaklega vel að sér í latínu. Hann innritast í Háskól- ann I Oxford 1659. Fær meistara nafnbót 1660, og mátti þakka það minningu konungs um föður hans. Auk þess veitti konungur honum árlegan: lífeyri að upp- hæð 500 pund. Á Oxford-árunujn tekur hann að súpa, og virð- ist það hafa tafið nokkuð fyrir nárni hans. Hann fer i utanlands reisu með kennara sínum. Þeir ferðast um Frakkland og Ítalíu, koma til Padúa 1664. Skömmu síðar hverfa þeir aftur til Eng- lands. Rochester gerist hirðmað- ur um 1665 og þá hófst hin fræga saga ólifnaðar og stráksskapar, sem gerði hann alræmdan.. Hann kvæntist ágætri konu Elizabeth Malet 1666, og virðist alltaf hafa haldið tryggð við hana, á vissan hátt. Hann lifir tvöföldu lífi, stundum ágætur heimilisfaðir og mildur og vinsæll meðal leigu- liða sinna, og hitt yeifið annálað- ur fyrir strákapör og ólifnað, oft talinn einn sá versti meðal hirð- manna Karls II. Hann fór i leið- angur til Noregsstranda á þess- um árum, og reyndist hinn bezti hermaður og var launað ríkulega af konungi. Hann á í hörðum deil um við Dryden, en þeir höfðu áður verið perluvinir. Trúmál orkuðu mjög á hann eins og aðra samtíðarmenn hans. Efagirni hans var mikil og það var ekki fyrr en skömmu fyrir andlátið, að hann öðlaðist frið. Hann deyr 1680. Sem skáld er hann fyrst metinn að verðleikum nú á dög- um, og er þessi útgáfa ætluð til þess að gera verk hans aðgengileg öllum almenningi. Þessi útgáfa er einstaklega falleg, vel prent- uð á góðan pappír, og hlutföll leturs, prentflatar og pappírs með ágætum. Bókin er augna- yndi í látleysi sínu og einfaldleik. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR RÉTT um þær mundir sem hér voru flutt í útvarpið erindi um tilviljun og tilgangsleysi lífsins, fékk ég í hendur bréf frá kunningja mínum, sem er prófessor í heimspeki og hugsjóna- sögu við einn af .háskólum Norðurlanda. Tilefni bréfsins var að segja mér frá bók eftir Austurríkismanninn Viktor Frankl, sem er prófessor í Vínarborg. Titill bókarinnar er: „Lífið hef- ir tilgang". Bókin kom út fyrir fáeinum árum. Starfsbróðir minn segir að því sé spáð um Frankl að hann muni mikils metinn í hugsjónasögu samtímans, „éins konar nýr Freud“ sem stefnir í allt aðra átt en hinn frægi læknir, sem bar það nafn. Hvernig stendur á kenningunni um tilviljun og tilgangs- leysi lífsins? Er hér ekki sett í umferð ávísun, sem engin vísindaleg innistæða er fyrir? Allur þorri vísindamanna skil- ur ekki hina teleologisku hugsun, þótt þeir skilji mai'gt ann- að. Þekkingarfræðilega er tilviljunarhugtakið í flokki frum- spekilegra hugtaka, sem hvox-ki verða sönnuð né afsönnuð. Að blanda því inn í vísindin — sem fást við staðreyndir í hlutaheiminum — er vægast sagt óheppilegt, og samblöndun vísinda og frumspeki er af mörgum ekki talin heiðarleg. Til- viljunarhugtakið í munni vísindamanns táknar nánast upp- gjöf á því að gefa skynsamlega skýringu, og minnir einna helzt á töfraformúlur frumstæðra manna. í daglegu tali kann hiris vegar að vera eðlilegt að tala um tilviljun, einkum þar sem enginn vilji býr að baki né neinar kunnar orsakir. En verðbólga er hlaupin í notkun orðs- 1 ins. Óvissuformúla W. Heisenbergs þýðir ekki takmarkalausan fjölda af „tilviljunum", heldur miklu ftemur að tveir mögu- leikar séu fyrir hendi og verði ekki báðir að raunveruleika í senn. Tilviljunar- og tilgangsleysishyggjan eitrar líf fjölda nú- tímamanna, skapar lífsleiða eða magnar hann, ef hann er fyrir. Tilgangsleysiskenningin verkar eins og djúpsprengja í sálarlífinu. Menn laumast þegjandi og hljóðalaust frá konu og börnum, hverfa og láta hvergi til sín heyra, skrópa frá skyldum lífsins, loforðum og drengskaparheitum, flækjast rænulausir frá einum stað til annars, eða stytta sér aldur, til þess að losna við allt í einu. Það er ekki langt síðan sósíal- vísindamaður frá Bandarikjunum ræddi þessi mál. Og það sem Frankl leggur til málanna er í stuttu máli það, að skortur á meiningu í tilverunni, en ekki kynlífsmisfcllur, sé aðalorsök taugaveiklunar nútímamanna. Það liggur í eðli manna að vilja lifa lífi, sem hefir tilgang. Drengir eru ekki orðnir stórir, þegar þeir vilja eitthvað verða. Litlu stúlkurnar með brúðurpar sinar vilja líka eitthvað verða. Að troða því inn í sál þeirra á ungum aldri að lífið sé til- gangslaust, er því líkt sem að smíða sprengju, sem kann að sprengja sálarlíf þeirra í sundur þegar þau verða veik fyrir eða bera þungar byrðar síðar í lífinu. Þegar markmið mannlífs- ins er brotið niður og tilviljun eða tilgangsléysi sett í staðinn, sýnir sig að ýmsir eru ekki sterkari en svo að þeir brotna líkt og brákuð strá eða slokkna líkt og logi á kerti. Þeir verða aldrei það sem þeir áttu að verða. Lífið hefir tilgang, segir Frankl. Hvaða tilgang hefir þá lifið? Ef vér leitum svars í postullegum boðskap vorrar* heilögu trúar, sem kynslóð eftir kynslóð hefir framleitt mikla mannvini, þá er svarið á þessa leið: Guð hefir fyrirbúið góð verk frá grundvöllun heims til þess að vér skyldum lifa lífi voru til að vinna þau. (Sbr. Efesusbréfið). Á meðan á þess- um góðu verkum stendur, og að því loknu, skulum vér fela sál vora Guði og treysta því að sá, sem gaf oss lífið, muni vel fyrir öllu sjá. Eða sagt með öðrum orðum: Guð hefir gert lífsáætlun fyrir þig og mig. Að vísu er okkur frjálst að snið- ganga hana, lifa fánýtu, innantómu eða jafnvel illu lífi, og glata þar með sál okkar. En það er ekki sökum þess að lífið sé tilgangslaust, heldur af því að við viljum ekki tilgang lífs- ins, heldur bindum bandalag við dauðann og tilgangsleysið. Dauði er í máli kristninnar ekki aðeins stöðvun lífrænna at- hafna líkamans, heldur skortur á anðlegu lífi. Tækifærin til hins markvissa lífs eru oss gefin með skyn- samlegri vinnu, skynsamlegri hvíld, skynsamlegri guðsdýrkun og mannúðlegum samskiptum við náungann. Guð sér svo um að lögmál og tilgangur fylgi lífinu, en það er vort að ganga inn í hin góðu verk, sem bíða eða þurfa á oss að halda til þess að verða unnin — eða ganga framhjá þeim. 27. tbL 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.