Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Page 13
SANDFELL
Framháld af bls. 8
haía verið vöknuð í Hofssöfnuði að
sameina sóknimar og leggja niður kirkj
una á Sandfelli. En móti því stóð Sand-
fellssöfnuður, þjónandi 'prestur og sjálf-
ur biskupinn, Þórhallur Bjarnarson.
Hins vegar var Sandfellssöfnuður lítill
og fámennur, aðeins 3 bæir, Skaftafell,
Svínafell og Sandfell, með færri en 10
heinili alls, sóknin um 14 km á lengd,
vegir torfærir og kirkjan á sóknarenda.
Fékk þá Sandfellssöfnuður áhuga á
að flytja kirkjuna að Svínafelli, sem
var nær því í miðri Sandfellssókn. Var
þáverandi sóknarprestur Jón N. Joh-
annessen Því fylgjandi og einnig bisk-
up er hélt sjóði kirkjunnar (þó lítill
væri) sér, í því augnamiði að kirkjan
yrði byggð upp á Sandfelli eða Svína-
felli. Var því máli svo langt komið að
búið var að ákveða kirkjunni stæði á
fögrum stað í túninu á Svinafelli. Svo
•keðui' það að séra Jón Norðfjörð slepp
ir Sandfelli og flytur burt. Hann kvaddi
þar kirkju og söfnuð vorið 1912. Mun
þar hafa frá horfið góður liðsmaður í
þessu máli.
Var nú GIsll Kjartansson settur prest-
u- að Sandíelli og veitt brauðið 1913.
Mun hans fyrsta messa hafa fram far-
ið í Sandfellskirkju 6. sunnud. eftir
trin. 1912 og messað var í kirkjunni allt
það ár að réttri tiltölu. Síðasta messa
í Sandfellskirkju fór fram á gamlárs-
dag 1912. Næst átti að messa á Sand-
felli sunnud. milli nýárs og þrettánda
1913, en þá, og alla aðra messudaga
ársins, stendur £ messuskýrslum
S,'>ncJfells: „Kirkjan ómessufær." 1914
er Sandfellskirkja aldrei nefnd en
eyða fyrir hvern messudag þar, en að
lokurn stendur í athugasemdadálld þess
árs: „Síðan Sandfellskirkja var lögð
niður, hefir söfnuðurinn ósikað að mess-
®ð sé aðeins annan hvern helgan dag.“
Eru þetta síðustu orðin í messuskýrsl-
um er snerta Sandfellskirkju.
Eigi eru mér kunnar aðgerðir séra
Gisia £ kirkjúbyggingarmálinu en það
mun hafa verið á árinu 1913 að fund-
ur var haldinn í Hofssókn að fáum við-
stöddum úr Sandfellssókn. Var á þeim
fundi samþykkt að sameina sóknirnar
og leggja niður kirkjuna á Sandfelli,
enda mun hún hafa verið rifin 1914
heldur en’15. Eftir hwers úrskurði, mun
nú ekki vera ljóst, því hvorki eru
funöargerðir né fullnaðarúrskurðir
finnanlegir um þetta mál. Reiknings-
árið 1916-17 segja menn að sóknargjöld
hafi fyrst verið inniheimt fyrir báðar
sóknirnar sameiginlega, sem ein sókn
væri.
Eigi var það sársaukalaust Sand-
fel'sscknarmönnum að leggja niður
hina margra alda gömlu Sandfellskirkju
Mörgu fólki hefir þótt vænt um kirkju
sína og talið ganga guðlasti næst að
leggja hana niður, enda stærstu stund-
ir 5 lífi margra manna og kvenna
bundnar við hana. f kii’kjunni voru
tryggðaheitin staðfest og í gegnum
kirkjuna voru vonir og hamingja þessa
Hfs bornar til grafar. En Sandfellssókn
var fámennari og hefir því orðið að
sætta sig við yfirráð stærri systur —
Hoi'ssóknar. Annars mun þetta hafa ver
ið nokkurt ágreiningsmál, því í Sand-
feilssókn voru heitir áhugamenn u,m að
halda kirkju sinni, auk ailra hinna,
sem aldrei láta til sín heyra.
Eu einkennilegt er, að þrátt fyrir
nákvæma leit menntaðra fræðimanna
hefir ekki tekizt að finna skilríkin fyr-
ir sameiningu safnaðanna. Það hefir
að vísu verið' talið og sézt á prenti að
minnsta kosti tvisvar, að það hafi gjörzt
1909, en tveir valinkunnir Öræifingar,
annar þjónandi prestur þar á þeim tima,
hinn fæddur þar og uppalinn, greindur
vel, síðar hreppstjóri þar og síðasti
bóndi á Sandfelli, telja báðir fráleitt að
það hafi fram farið 1909, en veturinn
1913-14 mun hafa verið að því unnið
Ofi liklega afgreitt á einhvern hátt.
Hvers konar hulda er yfir þessu máli
og hvar er þetta að finna, sem afgert
mál frá viðkomandi stjómarvöldum?
Hvað, sem um allt þetta er, má aug-
ljóst vera að gifta Sandfells er liðin.
Vonandi verður kirkjugarðinum forðað
frá glötun og gleymsku. Verði þar ekki
bændabýli, eyðast húsin með öllu fyriF
tímans tönn, og um túnið fer, sem á
öðrum eyðijörðum, það smágengur "áf
sér þar til ekkert er eftir nema óljós
minning er sagan geymir um, að einu
si T.i hafi þar staðið prestsetur um
aldí raðir. Nema sú hugmynd, sem eitt
sinn mun hafa fæðzt, verði að veruleika
með aldri og þroska, að Ferðafélagið
setji þar upp ferðamannaskála. Þá gæti
enn um nokkrar stundir orðið lif og
fjör að Sandfelli í Öræfum.
Svo hefi ég jafnan heyrt um Öræf-
inga talað, að þeir væru þróttmiklir
menn og vel gefnir. Skaftafellsýslur
hafa orðið harðast úti í eldgosum og
jökulhlaupum. Hefir hin harða lífsbar-
átta af þeirra vö!dum sett svipmót sitt
á fólkið. Þiæk og stálharður vilji ásamt
ódrepandi seiglu voru ein fær um að
fleyta lífinu á eyddum landflákum með
straumhörðum vatnsflaumi.
En þeir, sem áttu hugarflug, ve'tu
hlutunum fyrir sér og fundu nýjar hlið
ar á lífinu, stundum broslegar. 3rutust
þá hugsanirnar fram í hendingum, mis-
jafniega skáldlegum.
Á safninu hefi ég fundið tvö gömul
kvæði ort í Öræfum, límd inn í gamla
Sandfellsbók. Læt ég þau fljóta hér
með. Byrja þó á einu erindi sérstöku
er barst mér eftir annarri leið.
K.ona ein er Valgerður hét (kölluð
Valka) bjó í kofa vestan við Sandfell.
Stóð kofi hennar; þar sem kallaður er
Hjáleigusjærður og sjást enn rústirnar
af kofanum. Hún var einsetukona og
virðist hafa orðið langlíf. Var hún þar
í skjóli margra presta hvers eftir annan
og aí þvi köiluð „Staðarfylgja Sand-
fells“. óvíst er um tímatal og höfund
en þessi visa lýsir henni.
Ég held Sandí'eli á flesta grein
fráskilið stöðum hér,
þar er kýr-belja og kerling ein
kallinu er fylgja ber.
Kýrin er hvít, en kerlingin
kolmórauð eins og refurinn.
Kýrin árlega kálfi ber,
kerlingin étur hann.
Kýrin mjólkar þá kostur er,
kerling drakk mjólksopann.
Kýrin loks þegar kólnuð er
kerling svalg líkamann.
Gamlar vísur um bæi í Öræfum.
Eignaðar Svarta-Gisla, presti að Sand-
felli 1656—1703.
Öræfabragur.
1.
Á Skaftafelli eru skógartættur
í skogunum eru margar hættur
margur gestur er þar vel gæddur.
. . 2.
A Snnafelii eru sauðir margir
sendfist þaðan fátækum bjargir
heimamenn eru þar ekki argir.
3
Á Sandfelli býr seggurinn barna
seint tekur þar við að hjarna
sendi þeim drottinn sáiuhjálplegan
kjarna.
4
Á Hofi eru hraustir þegnar
þar vinnur hver, sem betur megnar
húsíreyjur eru þar góðar og gegnar.
5
Á Hofsnesi þeir hugsa um staura
þeir hafa það af honum gamla paura
eigi skyldi eeran þeirra arka út í gaura.
6
Á Mýrinni* eru meisar smáir
bóndinn töðunni í básinn sáir
fara þaðan fátækir synjandi fáir.
* Fagurhóismýri.
7
Á Hnappavöllum er heyskapur góður
hvíiist þar margur vegferðarmóður
í hjáleigunni býr nurlaraskrjóður.
8
Á Tvískerjum eru kirkjuleiði
kynstramikil silungsveiði
rekkurinn ekki hjá rekanum sneyði.
9
Á Breiðumörk var búið hans Kára
bágt er að muna til þeirra ára
þegar kýrnar hans Kára kenndu á
sultinum sára.
Næsta kvæði má ekki taka svo alvar-
lega eins og það sjáift gefur tilefni til,
enda ort í gamansömum tón. Höfundur
kvæðisins og séra Sveinn Benediktsson
munu hafa verið vinir ,en kvæðið gert
af kerskni, eins og mörgum fyrri tíma
hagyrðingum hætti til. Yfirskrift kvæð-
isins er:
Út af kveðju séra Sveins Benediktsson-
ar til Öræfinga, þá hann flutti suður
í Álftaver 1827.
1
Þrer.num drottni ó, þakka smíði (svo)
þankinn glaður nú er minn
í fimm ára stóru stríði
stóð ég hér við djöfulinn'
og hans verkfæri hér um sveit
hvei ja ég sjálfur nefna veit
eiturbombum að mér skutu
ósigur þó loksins hlutu.
2
Þess að auki það fullyrði
þó að eiðinn gilti minn
enginn gaf mér álnarvirði
utan Fúsi og hreppstjórinn
það skal vera þeirra prís
þar til hlandið í þeim frýs
en þvermóðsku þrælar hinir
þeir eru aungvir vinir minir.
3
Yfir þeirri hlæ og hlakka
heppni, sem þó yfir mér var
gamlir þrátt á grafarbakka
gengu veginn töpunar.
En þá henti ekkert slys
engin fór til helvítis
af því að ég yfir þeim vakti
óvin ljfsins burt svo hrakti.
4
Óumventa Öræfinga
yfirgef ég þanninn bi'átt
íneð bíldi lögmáls blóð þeim stinga
betur séra Páll* þú mátt.
Ef þeir skulu agta þig
og ekki fara, sem með mig
allt þangað til ákemst friður.
Amen, Drottinn sé með yður.
5
Óumventa Öræfinga
eitthvað bið ég mætti þvinga
af himni, jörð eða heljarkrá
svo þeir iðrun sanna geri
svo sem þeir í Álftaveri
í vetur þegar ég var þeim hjá.
Ort af Þorsteini Gissurarsyni tól, f.
24. marz 1768 - d. 23. febr. 1844.
Þorsteinn (tói að auknefni) Gissurar-
son bjó að Hofi í Öræfum, en var að-
fluttur, líklega vestan yfir Skeiðarár-
sand. Tálinn f. á Rauðabergi í Fljóts-
hveríi, þó er það ekki fullvíst. í Öræf-
um varð hann fynst smali á Skaftafelli,
en sagnir eru um að hann hafi þá reynt
að fara í för skessu einnar er þar var á
rjátli, en henni mislíkað. Mælti hún
svo um, að hann skyldi haltur ganga,
sem og varð upp frá því.
Kona Þorsteins var Sigríður Snjólfs-
dóttir, þeirra dóttir var Margrét, en
hennar maður var Teitur Gíslason.
Hsimilda er víðast getið, nema ágrip-
* Séra Páll Thorarensen.
ið um prestana, það er tínt saman úr
Prestaæfum, ísl. æviskrám, Hver er
maðurinn og víðar. Aukasagnir eftir
munnmælum, þjóðsögum og gömlum
fróðum Öræfingum er ég kann öllum
beztu þakkir fyrir.
Magnús Þórarinsson.
BÓKMENNTIR
Framhald af bls. 6
Tynan:
Hefðuð þér áhuga á að heimsækja
Bandaríkin öðru sinni?
Sartre:
í hreinskilni sagt: nei. Ég mundi
ekkí hafa ánægju af að sjá fólk í því
hugarástandi sem ríkir í Bandaríkjun-
um nú í dag. Það mundi valda mér
angr; að sjá fólk svo eirðarlaust og
kvíðið, svo fullt ofsa og yfirborðs-
mennsku. Samt sem áður geðjaðist mér
mjög vel að Bandaríkjunum. Já vissu-
lega mjög vel.
Tynan:
Fyrir nokkrum árum sá ég leikrit yð
ar, „Heiðvirðu skækjuna", í Moskvu,
þar sem það hafði verið lengt mjög og
gert fábrotnara. Voru breytingar þess-
ar gerðar með samþykki yðar?
Sartre:
Ég sá ekki sýninguna, en ég féllst á
að það væri látið enda vel eins og kvik
myndin, sem gerð var eftir því í Frakk
landi. Ég þekkti of margt ungt fólk úr
verkalýðsstétt, sem hafði séð leikritið
og svo til misst kjarkinn við það, vegna
þess hve það endaði dapurlega. Óg mér
var ljóst að þeir sem lifa á barmi ör-
væntj ngarinnar, þeir sem lifa aðeins
vegi;a þess að þeir mega til, hafa þörf
fyrir von.
Tyiian:
Et það rétt að þér hafið hætt við
skáldsögu yðar um andspyrnuhreyiing-
una?
Sartre:
Já. Efnið var of fábrotið, einfalt.
Með því á ég ekki við, að það sé ein-
falt að vera hugrakkur og hætta lífi
sínu. Það sem ég á við er, að valið
var of einfalt, hollustan of augljós. Síð-
an hafa málin orðið niiklu flóknari,
miklu rómantiskari í bókmenntalegum
ski!ningi orðsins. Flækjurnar, undir-
ferhr. eru meiri og fleiri ólíkir straum-
ar. Það mundi verða of auðvelt að
skrifa skáldsögu þar sem söguhetjan
felli í baráttu andspyrnuhreyfingarinn-
ar eftir að hafa tekið þá ákvörðun að
berjast fyrir málstað frelsisins. Þær á-
kvarðanir, sem menn taka í dag, er
miklu erfiðara að skilgreina.
Tynan:
Tímabil einfaldleikans, hinna óbrotnu
sjónarmiða er liðið. Haldið þér, að við
munum nokkurn tíma aftur finna nýj-
an einfaldleik?
Sartre:
Ef þjóðfélag okkar getur losað sig
ú: klóm kalda striðsins, ef það getur
afsalað sér nýlendurium friðsamlega, og
ef þróun verður í hinum vestræna
h-imi undir austrænum álhrifum, sé
ég enga þörf á að innleiða sovét-komm
únisma. Ég vona að eitthvað muni ger-
ast - líkingu við það ,sem gerðist inn-
an kaþólsku kirkjunnar í baráttu henn-
ar gegn mótmælendastefnunni — hreyf
mg í aðra átt. Alveg eins og kaþólska
kirkjan leiddi af ser sína eigin tegund
mótmælendastefnu, lít ég fram á við til
þess dags, er hinn vestræni heimur
verður sósialískur án þess nokkurn
tíma að reyna kommúnisma. Og það
er sannfæring mín að þá muni einfald-
leikiim endurfæðast.
Guðmundur Steinsson þýddi.
11. tbl. 1964
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13