Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Blaðsíða 6
Marmarinn eðo málið Fraimhald af b!s. 5. Til heirpkynna er hugurinn sækinn, hefur svo ágætan byr. Ég kveð ykkur, lindina og lækinn. í*ar lék ég mér áður fyr. Nú skulum við horfa á einfalda svip- *nynd úr lífi nægjusamrar alþýðu, jóla- hátíð í blíðviðri og innri kyrrð, við bækur pg störf: Nóttin var fádæma fögur, fjær öllum veðranna dyn. Las ég þá ljóðin og sögur við ljósanna glampandi skin. Mörgum getur mislukkast, að meta rétt hið sánna, en fleiri kveðá lof en last, látinn eftir granna. Ljóðið varð ekki lengra, góð fregn flaug um sveitina. Guðmundur kom í leitirnar, heill á húfi og lifði lengi eftir þetta. „Æðaslögin" og „kvæðalögin“ eru háttbundnar lifshreyfingar líkama og anda. Þessi orð fara vel í vísunni: Oft í næði þrái eg þig að þylja kvæðalögin, þó að mæðin þjái mig og þyngist æðaslögin. Vísan mun vera kveðin til Stefáns Vagnssonar, hins mæta manns og ágæta hagyrðings). Við hjónin svo fórum í fjósið, í fötuna mjólkin var sótt, og dvergurinn litli með ljósið hann lýsti svo vel þessa nótt. Morgunninn mildur og fagur, svo mér varð í hjartanu hlýtt. Þetta var dýrlegur dagur, svo dásamlegt, hugðnæmt og blítt. Lárus Lárusson er maður nefndur, afkomandi Bólu-Hjálmars, kvæðamaður • mikill, bróðir Jóns Lárussonar í Hlíð, kvæðamannsins alkunna. Um hann gerði Gísli þessa vísu, — gott dæmi um það, hvernig bautasteinn getur orðið laglega meitlaður í einni stöku. Hrinda móð úr hugarslóð hjörvarjóður kunni. Hefiir ljóðin há og góð, hrjóta ljóð af munni. Almenn staðreynd. Ráð mig þrýtur þetta sinn. Það má skrítið kalla. Alltaf brýt ég boðorðin, í bölvun hlýt svo falla. Eftirfarandi vísa gerir það minnis- vert, að á sínum tíma var kallað á ferju á íslandi, þegar ár- voru óbrúaðar. Fólk- ið á ferjustaðnum var gengið til náða. Það var um nátt, ég vakti köll við ósáttur kjörin. Þegar háttuð þjóð er öll, þá er fátt um svörin. Hjá íslendingum fljóta stundum stök- ur eins og fyrirhafnarlaust, meðan þeir eru að beita orku sinni að átaki, líkt og feappar orktu í bardögum forðum. Gísli var að bisa við grjót með öðrum manni, og blés þá þessari stöku með örum andardrætti: Aldrei brast hann þrek i þraut, þar að hasta rökum. Steihum kastar Björn úr braut með berserks fastatökum. (Þetta var Björn bóndi í Miðsitju). Botninn datt úr erfiljóðinu.. Guð- jnund knapa (Jónsson) kannast margir við. Á seinni árum sínum fékkst hann mikið við hesta í Reykjavík, sat hesta á kappreiðum og fékfcst við tamningu, áður þekktur knapi á flestum kappreið- um í Skagafirði um árabil. Eitt sinn vissu menn ekki, hvar Guðmundur var niðurkominn, héldu ýmsir hann hafa drukknað í Vötnunum. Gísli hóf þá að kveða erfiljóðin. Dauðinn gnapir yfir oss, ýmsum skapar trega. Þar hefur knapi í feigðar foss fallið hrapalega. Úr því ég á annað borð af þér hafði kynni, vildi ég mæla örfá orð yfir kistu þinni. „Sá er vinur, er' til vamms segir". Hollar afmælisvísur til vinar. Þó að flaskan þín sé full, þarf ei slíku að hæla. Þú hefur látið gæfu og gull glópa frá þér tæla. Að þér stundum andar kalt, eins og tíðum gengur. Samt í gegn um eitt og allt ertu gæðadrengur. Vonin um ellilaun brást á sínum tíma: Ellilaunin ef ég hlýt eftir dagsins. hita, mun ég ekki moka skít, máftu bara vifa! Engin hlaut ég ellilaun, illt og langt var þófið. Af stjórninni hef ég stóra raun. Stenzt hún illa prófið! Um sjálfan sig 'sjötugan. Ekki falla af augum tár, öldnum kalli hlýnar, sjö þó falla sjái í ár sólskinshallir mínar. Finn ég hlýjan vinar vott vel í þínum orðum. Lofið þótti Gísla gott sem Gvendi ríka forðum. Gísli var hestamaður ágætur. Um Rauð sinn mælti Gísli eitt sinn í miðju samtali: Rauður hesta bezt mig ber. Ég býst við, hvar sem flakka, að hann fái að fylgja mér fram á grafarbakka. Ýmsir kæmu á axjón þá, ef minn fréttu dauða. Sumir vildu fötin fá, en flestir klárinn rauða. Fjarvistum var hann á sjúkrahúsi og hugsar heim. Fátt er bundið föst við lög. Festi ég blundinn hjá þér. Okkar fundum fækkar mjög, fyrr þú undir hjá mér. Svo er það kvöldkyrrðin. Hugsað til heimferðar — og geimferðar: Nálægist kvöldið og kyrrðin, hvílast má fótur og hönd. Léttist þá baslið og byrðin, ég berst inn í draumanna lönd. Hvað ég verð hvíldinni feginn, er kem ég að lokunum heim. Stjörnurnar vísa mér veginn við víðbláan ómælisgeim. Gísli huggar litla dóttur sína, auð- vitað með vísu. Þó að syrti í sinni þér, sorgum áttu að fleygja, og láta það, sem liðið er, liggja kyrrt og deyja. Rifjuð upp gömul kynni. Ég naut þess meðan mátti, þá mýktu geðið fljóðin. Nú er gleðin gengin hjá, gömlu kveð ég ljóðin. Aukast gröndin nauðar nóg, nú er ég böndum háður. Mýkri hönd hún hafði þó, hringaströndin áður. Þessi mun vera um Þorstein Erlings- son: Sungið verður sorgar lag, sjálfsagt mun hann grátinn. Einhver meyjan yrkir brag eftir Þorstein látinn. egar aldur og afturför taka að hamla, eru enn kveðnar stökur, angur- værar að vísu sumar, en ylurinn og birtan hverfur ekki. Nú hefur Gísli lagt sig lágt, lífsins bikar sopið. Himnaríki í hálfa gátt honum stendur opið. Eftir lífsins leiki hann liggur kraftaþrotinn. Aldrei reykja aftur kann, enda er pípan brotin. Telst ég bara trosnuð mynd, én tek óspart í nefið. Allt er farið út í vind, sem áður var méf gefið. Ráðaþrot mér fylgja fast — fárra notið vona — bæði hlotið lof og last, - lengst af flotið svona. Bráðum stranda fleytan fer, finnst það vandaminna, því fyrir handan hafið er hægra land að vinna. Haggast skorður hér að mun, hægt skal orðum flífea. Innri forðinn er við hrun, ytra borðið líka. Allt í hvelli fram hjá fer, fæ ei velli haldið. Engar brellur bjarga hér, bráðum fellur tjaldið. Og tjaldið féil 10. ágúst 1960, en rödd hins hagorða, kynningarljúfa manns hljómar enn í stökum hans og segir alíslenzka sögu þeirx-a tíma, sem eru að hverfa. Gísli Gíslason var giftur Helgu Guð- mundsdóttur, góðri skagfirzkri konu. Bjuggu á ýmsum stöðum í Skagafirði, aðallega í Blönduhlíð. Tvær dætur eignuðust þau. Guðrún er í Reykjavík. Ingunn hefur stai-fað mörg ár að kristni boði í Afríku, og flestir kannast við hana. Lárus Salómonsson: Colosseum Vespasian og Titus Rómarkeisari Hin forna Róm eitt mikið veldi var, og Vespasían hét einn Rómar keisar, sem kynngiríkan kraft og nýsköp bar, og kringum nafn hans sögubylting geisar. Ög Vespasían völd og her sinn jók og vann með sverði Jerúsalems múra. í herferð soninn Títus með sér tók. í taumum blóðið féll sem dembur skúra. Hans vald braut allt hið veraldlega smátt, því Vespasían gerðist ægi-reiður og Római sýndi regin-kynngimátt. Já, rán og morð var keisaranna heiður. Þeir slæmdu kven og slógu börn til hels, og slóðir þeirra voru dauðans breiður. Þeir slógu eldi slot og hlöður méls. Að slyðra í blóði keisarans var heiður. Þeir tættu og drápu varnarlausan lýð, en ieiddu menn til Rómar í því skyni að ieggja í þrældóm langa ævitíð í læstum hlekkjum Gyðinganna syni. Þeir feðgar létu þræla sína í nauð, og þjóðarstolt varð grjóttak Júða-arma. Það varð að standa, er Vespasían bauð, og verk hans reis í blóði og tárum hvarma. í lægð við Róm og hennar hæðir sjö reis heimsins stærsta leikvang, Colosseum, . og „vígt“ til móts um áttatíu, en tvö ein teikn þar gerðust í þeim háu véum. Þar standa rústir fyrir augum enn með auðan vang og þögn á drambsins bekkjum. Þar reika dauðir eins og milljón menn, sem myrtir voru í leik og bundnir hlekkjum. Ó, saga þín er saga morðs, og rán og saklaust þlóð er hornsteinn þinn og binding. Þír. menning reis á mannfórn, nauð og þján hjá morðingja og Drottin-lausum blinding. Þín tilurð stendur níðingsverkum næst. Á nafn þitt verður Saga aldrei gleymin. Á þínum vangi lifði list þó hæst. Þín leikfrægð barst og snilld um allan heiminn. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 36. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.