Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Blaðsíða 14
Sigurður Nordal
um hugmyndum þannig vaxnar, að af
þeim má draga leiðsögutilgátur um líf-
erni sitt og reyna þær“.
Ekki er hér um „andstæður raunvis-
ii?danna“ að ræða, heldur frekar sam-
stæður, því allar tilgátur í raunvísind-
um eru fyrst trúarlegar. Það þarf að
prófa þær, og standist þær prófið með
tilraunum, verða þær loks sannindi
(hætta að vera trú), eins og tilvitnað
dæmi um insúlínið hefur leitt í ljós.
Insúlíngjöfin gagnar öllum mönnum,
sem ekki geta sjálfir lengur framleitt
það, og þótt síðar kunni að finnast l'eið
til að endurvekja insúlínframleiðsluna
í sykursjúkum líkama, verða það aðeins
ný sannindi, sem er daglegt brauð í
raunvísindum,
Loks vil ég tjlgreina þetta úr Áföng
um (bls. 157/8): „Hver einstaklingur
veit einn með vissu, hverju hann trúir
og hvernig það reynist honum. Hann
getur gizkað á margt með því að tala
við aðra og athuga þá, af sögu, ævisög-
um og ýmiss konar bókmenntum, ef
hann ber þetta saman við eigin reynd.
En samit verður það hún og ekkert annað
sem þarna er leið til verulegrar þekk-
ingar. Það gæti því komið til mála að
nefna einmitt slíka þekkingu raunvís-
indi, í strangasta skilningi orðsins, úr
því að enginn fær neina hlutdeild í
henni nema með reynslu sjálfs sín“.
Þessa skoðun hef ég átt erfitt með að
skilja, því eins og það er vel sagt og
réttilega í upphafinu, að hver einstak-
lingur eigi sína trú, sem sannleika fyrir
sig, ruglar það mig alveg í ríminu að
sjá raunvísindi sett á be-kk með þeirri
þekkingu, sem „enginn fær neina hlut-
deild i nema með reynslu sjálfs sín“.
Slik þekking getur aldrei verið annað
eii trú og reyndar trúarreynsla, sem
menn geta ekki miðlað öðrum. Keynsla
sem menn öðlast í daglegu starfi (raun-
reynsla), og má þar til nefna eitt af
elztu tilvlkunum, þegar ráðin var gátan
að kveikja eld, er undirstaða raunvís-
ir.danna. Ekki þurfti nema kunnáttu
eins manns til þess að skapa iþekkingu,
sem allir aðrir gátu síðan notfært sér,
iþótt Iþeir hefðu máski aldrei getað ráðið
gátuna af sjálfsdáðum.
V ið tölum um raunveruleika í
þrengri merkingu en veruleika, vegna
þess að sumt er veruleiki, eins og trúar-
re.ynsla, sem ekki er öllum aðgengileg-
ur eða opinn.
Ég hef orðlengt svo mjög um þetta at-
riði, sem er þó allflestum fullljóst, vegna
þess hver glundroði hefur ætíð verið í
umræðum og ritum um trú og vísindi.
Stafar það vafalaust af því, öðrum
þræði, hvað menn gera sér oft lítið far
um að afmarka og skilgreina hugtökin.
Mig langar að koma síðar að þessu at-
riði 1 sambandi við spíritismann, en þarí
þc að slá botn í þá aðfinnslu mma hér
að framan, að efnishyggjumaður skyldi
verða fyrir valinu af hálfu raunvísinda-
mannanna í umræðum stúdenta um trú
og vísindi. Sú skoðun hefur komizt að
hjá mörgum, að vísindi, og þó sérstak-
lega raunvísindi, sem sannana krefjast,
breyti hugarfari manna í efnisnyggju-
m.enn og jafnvel trúleysingja (guðstrú-
ar). Þetta er vissulega hinn mesti mis-
skilningur. Um það skal ég ekki fara
mörgum orðum frá eigin brjósti, en láta
emn stórbrotnasta raunvísíndamann
allra tíma, Frakkann Pasteur, hafa orðið.
Þegar hann var tekinn inn í frönsku
akademíuna, fórust honum orð eitthvað
á Iþessa leið: „Sá, sem lýsir yfir tilvist
'hins eilífa, og undan því komast fáir,
spennir í slíkri játningu yfir meira svið
hms yfirskilvitlega en öll kraftaverk
alira trúarbragða fá afmarkað. Því hug-
boðið um ei'iífðina er tvíþætt að eðli. Það
ræðst á oss með ómótstæðilegum krafti,
en er þó óskýranlegt. Þegar hugboð
þetta altekur oss, getum vér aðeins krop-
ið á kiné. Guðs-hugmyndin er tákn um
eilífðina. Á meðan duld hins eilífa hvílir
rneð þunga á mannlegri sál, verða must
eri reist til þess að tigna eilífðina, hvort
sem Guð er kallaður Brahma, Allah,
Jehova eða Jesús. Á stéttum mustera
munu menn lúta höfði í auðmýkt, frá
sér numdir í hugboðinu um hið eilífa.“
E g hefði kosið að maður með þessu
hugarfari hefði verið fulltrúi raunvís-
indamanna á Stúdentafélagsfundinum
hér um árið, því þá hefði enginn grunur
um efnishyggjusjónarmið komizt að í
umræðunum. Ég skildi við sannleikshug-
tokið nokkuð í lausu lofti hér að fram-
an. Sannleikanum var þó skipaður sess
með hinu eilífa og hinu guðdómlega.
Hann er því í heimi hins dulda, sem í
mannssálinni fær útrás í trúnni. Trúin,
ekki aðeins guðstrú eða trú á annað líf
eða eilífðina á annan hátt, heldur í
hvaða mynd sem er, ber því ein sann-
leikanum vitni. Þetta ætti ekki að koma
neinum á óvart, enda ekki flutt sem nýr
boðskapur. Fyrir einstaklinginn er trúin
opinberun, og ekki spurt um neinar sann
anir eða ástæður. Trúin sjálf er sönnun,
eða sannfæringin.
Trú manna í ýmsum efnum er oft svo
bjargföst, eins og kunnugt er, að jafnveí
sannindi komast lengi vel ekki að til
að kollvarpa henni. Þetta á aðeins við
um hvern einstakling fyrir sig, en ekki
um tvo eða fleiri saman. Sannleikurinn
er þannig ætíð sannleikur einstaklings-
ins. Af þessu leiðir að sannleikurinn get-
ur Eddrei orðið félagseign, n«ma af
hreinni tilviljun. Þetta er reginmunur
á sannleika og sannindum, því sannindin
hljóta einmitt og verða að vera sameign
allra. Það eru einkenni sanninda að
gagnast öllum.
Sums staðar í heimspeki er talað um
hiutlægan sannleika eða objektífan og
huglægan sannleika eða súbjektífan, en
slíkt er mjög villandi, því orðið sann-
leikur getur ekki táknað tvennt svo ger
ólíkt í senn, enda hefur hlotizt af því
ringulreið og vandræði. Þetta kom mér
til að velja orðið sannindi um „hlut-
lægan sannleika". Sá reginmunur, sem
er á milli þess sem er trúanlegt, eða
sannleikans, og hins sannanlega, sannind
anna, stafar af því að um hið trúarlega
er aðeins einn til frásagnar, vitund hvers
einstaklings. En hið siannanlega er aftur
á móti ekki sérgrein einstaklingsins,
heldur þvert á móti sameign allra.
kJ annindaöfluninni eru á mörgum
sviðum settar margvíslegar skorður, sem
vísindin stranda á og virðast þeim of-
viða. Dæmi um það má taka frá viður-
eign vísindanna við gátur Ijóssins. Ljós-
ið er merkasta en eitt dularfyllsta fyrir-
bærið í náttúrunni, þótt allir sjáandi
skynji það. Það er tákn hinnar hreinu
orku, hins efnisvana máttar. Það telst
tii rafsegulbylgja, ef það þá segir meira.
Margt er vitað um hegðun ljóssins,
sem lögmál um það, eru byggð á, og
þess vegna er mörgu hægt að spá um
verkanir þess. Fram undir síðustu alda-
mót voru vísindamenn á einu máli um,
að ljósið hreyfðist í bylgjum eða öldum,
likt og bárur á vatnsfleti. Þetta var hægt
að sýna fram á með tilraunum, um öldu-
samspil og öldulengdir, og þannig stað-
festa sem vísindaleg sannindi. En rétt
eftir aldamótin tókst mönnum að fram-
kalla rafeindir, eða rafagnir, með verk-
un ljósgeisla á flöt úr vissum málm-
samböndum (ljóssella). Nú kom babb í
bátinn, því ekki voru tiltækilegar vís-
indalegar skýringar á fyrirbæri þessu,
út frá sannindum um öldueðli ljóssins.
Á hinn bóginn tókst Albert Einstein árið
1905 að gefa fullnægjandi skýringu ó
hegðun ljóssins í þessu tilviki, með því
að tileinka. ljósinu nýtt eðli ga.gnvart
ljóssellunni, að það væri þá eintómir
smáir orkuskammtar, Ijósskammtar eða
fótónur, sem hefðu í sér mismunandi
orku og vaxandi, eftir litbrigðum ljóss-
ins frá rauðu í blátt. Hlaut Albert Ein-
stein Nóbelsverðlaun árið 1916 fyrir skil-
greiningu sína. Hér var þá um að ræða
sama fyrirbærið, sem sé ljós, sem gat
sýnt á sér tvær ósamræmanlegar eðlis-
myndir, ýmist sem óslitin alda eða sem
örsmáir, sundurlausir skammtar af orku.
Á þessu tvíeðli ljóssins hefur enn eng-
in fullnægjandi skýring fengizt. Eðlin
koma aldrei fram samtímis, heldur að-
eins annað í senn, eftir hegðun tilrauna.
Þessu mætti iíkja við krónupening til
dæmis, sem maður getur ekki séð báðar
hliðar á samtímis.
MERK LÆKNINGAJURT
Fingurbjargarblóm
i
Flóru íslands er því lýst
þannig: Stöngullinn uppréttur,
blöðin stór, sporlensulaga, fínt
grálóhærð á neðra borði, stöngull
inn eins hærður. Blómin drup-
andi í einhliða klasa. Krónan ská-
bjöllulaga, rósrauð eða hvít, að
innanverðu dökkdeplótt. 30—50
sm. á hæð. Blóm.gvast í júlí —
ágúst. — Hefir fundizt á stóku
stað nærri bæjum.
Jurt þessi er algeng um alla vestan
verða Evróou, í austurhluta Kanada,
Bandaríkjua.„m og Suður-Ameríku.
Frá ómunatíð hefir alþýða í Evrópu
notað hana til lækninga, oig þó eink-
um Sígaunar. Þeir suðu blöð hennar
og blóm og notuðu seyðið til lækn-
inga á sleni og hjartveiki. Auk þess
gerðu þeir úr henni áburð, sem lækn
aði allsfconar illkynjuð útbrot, kýli
og bólgur. Bændur í Eniglandi og á
meginlandi Evrópu notuðu hana einn
ig til lækninga fyrir möngum öldum,
aðalleiga til að lækna sár og bólgur,
því að þeir sögðu að hún drægi til
sín óholla vessa. En læknar höfðu
ekki trú á þessu, þeir sögðu að hún
væri ekki fyrir aðrá en fúskara, svo
sem grasalækma og Sígauna.
E,
og andaðist árið 1799. Steinninn er
undarlega skreyttur, því að framan
á honum er mynd af hárri jurt með
klukkúblómum og stórum blöðum —
það er Fingurbjargarblóm.
Þessi William Withering var lækn
ir og nafnkunnur grasafræðingur.
Árið 1785 kom út eftir hann bók um
Fingurbjargarjurtina og lækninga-
kraft hennar. Hann hafði rétt fyrir
sér um lækningamátt hennar, að hún
væri t.d. ágætt hjartameðal. Og vegna
þess að hér talaði læknir og vísinda-
maður, þá varð hann ekki vændur
um hjátrú og hindurvitni, eins og
alþýðan. Nú fóru læknar og lærðir
me-nn að gefa jurtinni meiri gaum,
og innan skamms var hún komin í
hina brezku lyfjaskrá. Það kom sem
sé í Ijós, að í blöðum hennar vor-u
ýmis efni, sem nú eru no-tuð til lækn
inga. En í henni leyndist líka e'itur,
og það hafði almenninigur vitað áður
eins og sést á því, að hann hafði
gefið henni auknefni Dauðaklukka.
Það þurfti sérstakt laig og þekkingu
til þess að ná úr henni eitrinu, en það
gat orðið bráðdrepandi eif það komst
ofari í menn.
u,
I n ef þú skyldir koma til Edig-
baston Old Churoh í Birmingham á
Engilandi, þá er þar minnisvarði um
mann, sem hét William Withering
lm miðja 16. öld ha.fði maður
að nafni Leonard Fuchs gefið út orða
bók með latneskum nöfnum á jurt-
um. Þar gaf hann þessari jurt nafnið
„digitalis purpures."
Úr henni er nú unnið hjartameðal-
ið „digitalis”, sem fræ-gt er um allan
heim. A.
14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
36. tbl. 1964.