Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Blaðsíða 13
SVIPMYND Framhald af bls. 4. unar Þjóðverja. Árið 1912 var sett á stofn sérstakt flotaráð og flotastyrkur- inn á Norðursjónum aukinn. Árið 1914 héit bann flotaæfingar og hafði síðan fiotann reiðubúinn í heimahöfnum, svo hann gæti lagt til atlögu af fullum krafti strax og styrjöld brytist út. Síðan hvatti hann Hollendinga til að veita Þjóðverj- um harða andspyrnu á Nor’ðursjónum, er sneri sér sjálfur að hinni frægu árás á Dardanella-sund, sem var hans eigin hugmynd. Þegar árásin fór út um þúfur, varð Churchill að segja af sér 1915, og varð síðan um skeiði majór í brezka hernum í Frakkiandi. D ardanella-ævintýrið varð Chur- chill að falli og stöðvaði hraða fram- sókn hans til æ'ðstu metorða. Samt var áætiun hans afburðasnjöll, að áliti Toyn- bees. Hefðu bandamenn náð Istanbúl á sitt vald árið 1915 og knúið Tyrki til uppgjafar, kynni styrjöldin að hafa orð- ið slyttri. Sennilega hefði þá líka verið hægt að koma í veg fyrir rússnesku bylt inguna 1917. Rás sögunnar síðustu 50 ár- in nei'ði með öðrum orðum orðið önnur og heillavænlegri en hún varð. Það var um þet-ta sem var teflt við Dardanella-sund, og mistökin þar voru ckki sök Churehills. Churchill, sem var tiltöiuiega ungur árið 1915, var þó þegar nógu snjall og aðsópsmikUl til að telja ecri samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni og hevnaðarmálasérfræðinga þeirra á að leggja út í árásina á Dardanella-sund, en hann hafði ekki enn nægilegt áhrifa- vaid til að knýja þá til verulegs átaks i því skyni að vinna fullan sigur. Þeir lögðu ekki sál sína í fyrirtæki’ð og létu sér á sama standa þó það færi út um þúfur þrátt fyrir hinar afdrifaríku af- leiðingar sem mistökin höfðu. Telja má víst, að Dardanella-ævintýrið hefði orð- ið glæstur sigur, hefði Churchill haft sömu vö!d og aðstöðu 1915 eins og hann hafði 1219. F rá því 1916 fór stjarna Churdiills' a'ð biikna, og gagnrýnendur hans létu í það skína, að hann væri að vísu snjall, en fljótfær og dómgreindarlaus; hann hefði gefið fyrirheit sem ekki hefðu rætzt. Árin milli heimsstyrjaldanna voru honum í mörgu tilliti erfið. Hann gegndi að vísu ýmsum minniháttar róðherraem- bættum, en við þingkosningarnar 1922 féli hann. Hann hafði gengið úr íhalds- fiokknum og í Frjálslynda flokkinn árið 1904, en sö’ðlaði um aftur árið 1924 og náði kosningu á þing. Var hann fjár- ináiaráðherra á árunum 1924—1929, en sagði þá af sér vegna ágreinings um mál efni Indlands. Strax árið 1933 hóf hann skelegga baráttu gegn Hitler og átti þar góða liðsmenn í Anthony Eden og Duff Cooper, sem báðir sáu fram á nýja heims styrjöid. Árið 1939 varð hann flotamála- ráðherra, og svo var það 10. maí 1940, sama dag og Island var hernumið, að hann tók vi’ð forustu þjóðstjórnarinnar sem stjórnaði baráttu Breta öll stríðs- árin. Þó stjarna Churchills hefði bliknað á árunum milli styrjaldanna og hann nyti engrar verulegrar virðingar, einkanlega vegna þess að hann þótti hvikull og óstöðugur eins og æskumaður, þá var hann samt að vaxa og þroskast innra með sér, og segja má að hann hafi tekið út fullan þroska einmitt þegar mest rei’ð á — þegar heimurinn þarfnaðist stór- brotins leiðtoga til að vinna á ófreskju nazisinans, mestu ófreskju sem komið hefur fram 1 allri sögu mannkynsins. ■E*-ður var á það minnzt, að Chur- chill væri af höfðingjaættum, og því er vert ao gefa gaum, þó fráleitt sé að halda því fram, að hann hafi orðið að vera höfðingi til að vera það sem hann var. Hvar sem hann hefði haslað sér völl, hefði hann áður en yfir lauk skarað fram úr ö'ðrum, það var ekki hægt að stöðva framrás hans. En hinar höfðing- legu hefðir eru svo máttugt afl í þjóð félaginu, að þær setja mark sitt jafn- vel á þá menn sem sérkennilegastir Þessi mynd var tektn af Sir Winston og Lady Clementine á ChureliEIs fyrú' 10 árum. Árið 1908 kvæntist Winston Churchilt bandarískri konu, Clementine Hozier Hann hafði þá þegar setið 8 ár á þingi. eru og sterkastir einstaklingar. Þessar hefðir mótuðu líka vin Churchii'ls og samherja handan hafsins, Franklin D. Roosevelt, og þær settu greinilegt mark á þá menn sem lögðu grundvöll Banda ríkja Norður-Ameríku. Höfðingjaættir og höfðinglegar hefð- ir hafa vissulega margvíslega annmarka og takmarkanir, en þær búa líka yfir mikium kostum, sem mönnum eru ekki ævinlega auðsæir. Þær eru vel ti’l þess fallnar a'ð móta öfluga leiðtoga, því þær ala í mönnum sjálfstæði í skoð- unum og hugsun og efla með mönnum sjálfstraust. Sé höfðingi í mótsögn við meirihluta samborgara sinna, lætur hann sér aldrei til hugar koma að UM TRÚ OG VÍSINDI Framhiald af bls. 1. indi. Þau boða aðeins það, sem er sann- anlegt. En „sannleikurinn” stendur þeim ætíð ofar og utar, og yfir hann riá vísindin ekki, því sannleikur er ekki sannaniegur. Sannleikurinn og guðdóm- urinn, sem ég ætla mér þó ekki að skil greini, eru hliðstæð hugtök í man.nlegri sál. Guðdómur og sannleikur eru nánir samherjar í sálarlífi manna og þurfa því að njóta sömu virðingar og helgi. Þessvegna verða vísindin að láta sér nægja a'ð þau boði sannindi, það sem skynsemin ræður við að skýra, en ekki sannleika, sem skynsemin er aðeins á- vöxtur af. Þegar ég hér að framan hafði orð á því að raunvísindin hafi sérstöðu, var það sagt með tilliti til þróunareðlis þeirra. Engin vísindagrein ætti því að falla undir þetta 'hugtak nema hún hafi í sér framþróunareðli. Sú skipting hef- ur myndazt og er ekki ýkja gömul, að aðgreina raunvísindi fró hugvísindum, og rnun framþróunarsjónarmiðið hafa ráðið þar um. Eins og áður segir er stærðfræðin út af fyrir sig grein hug- vísinda, en skipar þó ómissandi sess með raunvísindum, og er þessvegna máski i nokkru tignarsæti. En út af fyrir sig boðar hún enga þróun og er tómur ihugarleikur, nema fléttuð inn í mæling- ar ^dímensjónir) raunvísinda. Hér á landi er 'hugvísindum sýnd ennþá öllu meiri virðing og rækt en raunvísindum. Stafar þa’ð aðallega af því að vísindi hér á landi hafa frá fornu fari verið helguð huglægum fræðum, sagnfræði og bók- menntum. Slik visindi hafa þó ekki í sér áberandi eðli þróunar. Það stafar ekki af því að tilgáturnar vanti, heldur eru það sannanir þeirra sem brestur. Greindarleg eða gáfuleg og andrík með- meirihlutinn hljóti sjálfkrafa að hafa rétt fyrir sér. Hann beygir sig ekki fyrir skoðunum meirihlutans, heldur stendur fast á sínum sannfæringum, og neiti meirihlutinn að fylgja honum, þá er það skaði meirihlutans, ekki hins höfðinglega manns. Hann lætur sig einu gilda, þó þorri manna hafni honum; hann snýst við þeim vanda me'ð stórmannleg- um hætti, og þegar öll kurl koma til grafar eru mestar líkur til að hann vinni sigur, áður en yfir lýkur. Höfðingi, seinþroska maður, snilling- ur: þetta er Winston Churchill, maður- inn sem verður níræður á morgun, stjórn málamaðurinn, sagnfræðingurinn, hinn -glæsilegi rithöfudur — og frístundamál- arinn. ferð rannsóknarefnis er lítils virði fyrir raunvisindin, nema framkölluð séu ör- ugg sannindi. Á því veltur og því einu hvort um raunvísindi er a'ð ræða. Til- gátur raunvísinda bera þó á engan hátt vott rr.eira snillibragði en hugvísinda. Hvorttveggja er trú, unz sannanir koma til. Hin aldagamla glíma við fornsögurn ar og skýringar á þeim ber ekki merki þróunar í veigamiklum atriðum. Rit- verkafeðrun er bara trú manna á meðal, meðan allt stendur við það sama með sannanir. Hugvísindin renna því yfir- leitt saman við heimspeki og önnur trú- mál, og engin heil brú fæst í skilgrein- ingu þessara mála, nema takmörk séu sett milli þióunarvísinda og annarra. ar sem hér er vikið að þeirri vísindagreininni, sem mestrar virðingar nýtur hér á landi, tel ég eðlilegt að láta þess getið á þessum stað, hvað einn okkar færustu manna í bókmenntum hefur að segja um hugtakið raunvísindi. Sigurður Nordal prófessor segir í hinu merka ritsafni sínu, Áföngum (I, bls. 157): „Við þekkjum allir orðið raun- vísindi og berum ótakmarkaða virðingu fyrir þekkingu, sem því nafni nefnist, þó að hver okkar um sig hafi fæst af því reynt “ Þetta er náttúrlega ofmælt, því hverjir hafa ekki fengið reynslu af raf- magni í vélum og tækjum í daglegu lífi, eða bylgjum ljóss og rafmagns í lækn- ingaþjónustunni, svo eitt sé nefnt. Síðan segir áfram: „Ef nútímamenn ættu að nefna andstæðu raunvísindanna, þá mundi mörgum fyrst koma til hugar ýmiss konar frumspekilegar og trúfræði legar kenningar, sem þeir telja ósannan- legar, ósennilegar eða annað verra, þar á meðal hugmyndir um eðli og afdrif sálarinnar. Og samt eru sumar af þess- 36. tbl. 1964. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.