Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1964, Blaðsíða 7
/ Cavern klúhbnum INÍaktaT steinhvelfingar í niðurgrafinni kjallaraholu í Matthew's stræti í hafnarhverfi • liiverpool. Sagt er, að þræla- höndlarar á miööldum hafi geymt sín fórnarlömb hér nið'ri. Nokkur forsjálni má það kallast, því að víst er að engin hljóð hafa getað borizt upp á Svona líta þeir út flestir ungu mennirnir í Liverpool. yfirborðið. Á stríðstímum var staðurinn loftvarnabyrgi, en siðar var hann tekinn til brúks sem vöruskemma og hýsti þá vín og ávexti. Á hverjum degi standa hundr uð ung.linga í röð fyrir utan þetta hús. Kjallaraholan, sem á sér svo myndríka fortíð sem að ofan er lýst, er orðinn frægur samkomustaður, — frægur um víða veröld. Hingað koma sjón- varpstökumenn, ljósmyndarar og blaðamenn úr öllum áttum — jafnvel frá íslandi. Hér er Cavern-klúbburinn til húsa. Þegar við kiöngruðumst nið- ur slitnar kjallaratröppurnar hvarflaði satt að segja að okk- ur, að við værum að fara húsa- villt. Tónlistin — eða hávaðinn — sem barst okkur til eyrna, sannfærði okkur þó um það, að svo var ekki. Það var hálfrokkið þarna niðri, hitinn nærri suðumarki, blandaður v'indlingasvælu og angan af rjúkandi pylsum, sem framreiddar voru í einu horn- inu. Salurinn var viðáttumikill og minnti einna helzt á helli, enda merkir nafn staðarins, Cavern, stór hellir. Fyrir enda salarins er upphækkun, skelfing ómerkileg. Þar standa fimm síðhærðir piltar og framleiða einn kjarnmesta hávaða, sem okkur hefur hingað til borizt til eyrna. Ung stúlka, á að gizka 17 ára gömul, hallar sér að einni súlunni og horfir á snillingana. Augnaráðið er fjarrænt, munn- urinn oþinn. Hún hreyfir sig í takt við tónlistina, ljóst hárið fellur fallega um herðar henn- ar. Við áræðum að ónáða hana og spyrjum, hvaða snillingar hér séu á ferðum. Hún lítur á okkur, eins og hún sé hneyksluð á spurning- unni. Svo segir hún: ,,The Hide- aways1'. Baetir svo við: „De gear!“ En það er Liverpool- slang og merkir: „Þeir eru stór kostlegir!" Sumir standa og hlusta, aðrir dansa. Og þó. í rauninni dansa unglingarnir ekki. Þeir hrista sig. Hávaðinn er ærandi, enda glymur hann úr hátölurum í hverjum krók og kima Inn af þessari seinhvelfingu er önnur minni. Þar sitja elsk- endur á trébekkjum í róman- Gunnar Þórðarson, gítarleikari Hljóma, ritar nafn sitt í eigin- handaráritunarbók ungs aödá- anda. greina á milli, hvað var piltur ag hvað var stúlka. Piltarnir báru sitt síða hár með greini- legu stolti, og stúlkunum fannst augsýnilega mikið til um. Þetta er Cavern-klubburinn — ævintýraheimur unga fólksins í Liverpool. kvöldum er jafnan útvarpað frá Cavern-klúbbnum í Luxem- burg-útvarpinu, en það má heyra hérlendis. Fer sú athöfn fram kl. 9.30 eftir ísl. tima, og það er Bob Wooler, sem sér um þessa útsendingu, sem kallast „Sunday night at the Cavem“. Á hverju kvöldi koma marg- ar hljómsveitir fram í Cavern klúbbnum. Þær koma hvaðan- æva, því það þykja góð með- mæli að hafa talizt hæfur til að koma þar fram. íslenzkir snillingar hafa líka komið þar fram, en það voru Hljómar frá. Keflavík. Lét Bob Wooler í ljós sérstaka ánægju yfir þeirri heimsókn, sem hann sagði að Saga Cavern-klúbbsins er saga seinni tíma dægurlagalist- ar. Hér stiigu bítlarnir fyrstu skrefin til frægðar, en þeir eru allir frá Liverpool. Áður en þeir komu til sögunnar, var Cavern-klúbburinn jazz-klúbb- ur. Bítlarnir léku fyrst í stað eitt kvöld í viku, en það kom brátt í ljós, að aðsókn var jafn- an mest, þegar þeir fluttu sína tegund tónlistar. Brátt sigldu fleiri slíkar hljómsveitir í kjöl- farið og vegur Cavern-klúbbs- ins fór mjög vaxandi. Hér varð smám saman nokkurs konar stökkpallur fyrir hinar svoköll- uðu „beat“ hljómsveitir upp á stjörnuhimininn. Við kynntumst. stjórnanda Margur er knár, þótt hann sé smárí tískri stemningu. Þar er faðm- azt og þar er kysstst. Þegar við virtum unglingana fyrir okkur, gátum við ekki varizt þeirri hugsun, að við vær um komin á grímuball. Það var sannarlega erfitt í rökkrinu að Cavern-klúbbsins, Bob Wooler, en hann á allan heiður (eða sök) af því að hrinda þessum íaraldri af stað. Hann sér um ráðningar hljómsveita í klúbb inn, cng það var hann, sem „fann“ bítlana og réð þá til að leika í Cavern. Þeir gripu þá að sjálfsögðu hvert tækifæri sem gafst til að vinna sér inn nokkra skildinga. Bob gleymir liklega seint þegar hann réð unga og fallega stúlku, Princ- illu White, til þess að starfa í fatageymslunni. Sú iitla þótti hafa dágóða söngrödd og var fengin til að taka lagið endrum og eins. Allir, sem eitthvað fylgjast með þessum málum, þekkja nú þessa stúlku. Þetta var Cilla Black. hefði reyndar komið sér tals- vert á óvart. Myndirnar, sem fylgja þess- ari grein, voru teknar við það tækifæri, og þær lýsa ef til vill betur en nokkur orð umhverf- inu í Cavern-klúbbnum og ung- lingunum þar. Þessir snillingar heita „The Escorts“. Þess má geta, að á sunnudags- Sfl. tbl. 1964. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.