Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1965, Blaðsíða 15
wwaí ÁSA-MR Uft 5AAAM íuifcmíonAjt TfiicM: Ha«. («u»m«<ís. 14. sér ok drckkr sem ákafligast má hana ok þreytir sem mest á drykkinn. En er hann sá í hornit, þá hafði nú helzt nökkut munr á fengizk. Ok þá býðr hann upp hornit ok vili eigi drekka meira. I*á mælti Útgarða-Loki: „Auðsætt er nú, at máttr þinn er ekki svá mikill sem vér hugðum. En viitu freista um fieiri ieika? Sjá má nú, at ekki nýtir þú hér af“. nökkura Ieika. En undarlega myndi mér þykkja, þá er ek var heima með ásum, ef þvílíkir drykkir væri svá lillir kall- aðir. En livat leik viiið þér nú bjóða mér?“ Þá mælti Útgarða-Loki: „Þat gera hér ungir sveinar, er lítit mark mun at þykkja, at hefja upp af jörðu kött minn. En eigi mynda ek kunna at mæla því- líkt við Ása-Þór, ef ek hefða eigi sét fyrr, at þú ert miklu minni fyrir þér en ek hugða". Því næst hljóp fram köttr einn grár á hallargólfit ok heldr mikill. En Þórr gekk til ok tók hendi sinni niðr undir miðjan kviðinn ok lypti upp. En köttrinn beygði kenginn svá sem Þórr rétti upp höndina. En er Þórr seildisk svo langt upp sem hann mátti lengst, þá létti köttrinn einum fæti, ok fekk Þórr eigi framit þennan leik meir. 3. tbl. 1MB. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.