Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Blaðsíða 1
ferð, að hætti pílagríma. Nú voru sem sé hðin rétt 50 ár siðan Sigurður skrifaði fyrsta verk sitt um Orkneyinga sögu. Hann var þá enn við háskólanám, þegar ritgerð hans um söguna birtist í Aarbþg- er for Nordisk Oldkyndighed og Historie, árið 1912. Um næstu fjögur árin bjó hann svo Orkneyinga sögu undir prent- un, en saga þessi var samin af óþekktum íslendingi einhvern tíma um aldamótin 1200. Útgáfa Sigurðar er nú orðin nær hálfrar aldar gömul, en allt um það er hún enn eina vísindalega útgáfa sögunn- ar. Og í þessa för tók Nordal með sér eintak sitt af þessu prýðisverki, og var það helzti leiðarvísir okkar um eyjarnar og dýrmætasti gripurinn í farangri okk- ar. Þótt Siigurður Nordal þekki sögu Orkneyja o.g jarlanna út í yztu æsar Eftir Magnús Magnússon Um mtösumarsleytið árið 1962 tóku fjórir Islendinqar sér á hend- að heimsœkja Orkneyjar oq Hjalt- land, hin fornu víkinqabœli, sem eru svo kunn af íslenzkum frá- söqnum. För þessi var farin í könnunarskyni, }>ví að fjórmenn- inqunum lék huqur á að skoða eiqin auqum ýmsa staði oq mann- virki, sem'þeir höfðu áður kynnzt af lýsinqum Orkneyinqa söqu oq öðrum íslenzkum heimildum. — Ferðalanqarnir voru þeir Siqurð- ur Nordal, Siqursteinn Maqnús- son, Hermann Pálsson oq Maqnús Maqnússon. — Um förina birti Maqnús síðan framhaldsþœtti í „The Scotsman", oq nú hefur hann leyft Lesbókinni að fœra lesendum þessa frásöqn í íslenzkri þýðinqu. FYRSTI HLUTI VIÐ vorum fjórir í þessum leiðangri, og okkur fannst við vera í pílagrímsför á vit löngu liðinnar tíðar, að sækja heim nor- ræna gullöld. Víkingar höfðu endur fyrir löngu eytt ævi sinni og ann- arra manna á þessum eyjum og lát- ið eftir sig ýmiss konar minjar, sem í hugum íslendinga eru í ætt við helga dóma kristinna manna. Og sjálfar eyjarnar voru helgaðar af langri dvöl norrænna manna, og frásagnir af líferni þeirra eru geymdar í helgum bókmenntum ís- lendinga: fornsögunum. Við héldum til Hjaltlands og Orkneyja með gömul bókfell að leiðarsteini og þræddum forna stigu eftir forsögn Orkneyinga sögu og Heimskringlu, en ávallt höfðum við í huga það markmið okkar að kynnast ekki ein- ungis þessum eylöndum, heldur einnig hinni löngu sögu þeirra. Við verðum með annan fótinn í fornöld- inni, þegar norrænir menn voru víð- förlasta þjóð heimsins, og skip þeirra voru gestir á fjarlægum stöð- nm um norðurhvel jarðar, frá Svartahafi og fljótum' Garðaríkis í austri og allt vestur að Vínlands- Btröndum, frá Svalbarða í norðri og suður að sólbökuðum ströndum Mið- jarðarhafs. í leiðangri ■ okkar til Hjaltiands og Orkneyja erum við því ekki einungis að kynnast nýjum löndum og nýjum himni, heldur einnig fornum og horfnum tímum. Leið okkar liggur í norður og aftur til horfinna kynslóða. Við látum okkur berast aftur um margar ald- ir og veljum okkur áningarstað á dögum Snorra goða og Ara fróða, í þann mund sem jarlar réðu blóm- legu menningarríki norður í eyjum. ul. heitum júnídegi kneyfum við hestaskál í Edinborg o>g biðjum heilagan Magnús Eyjajarl að beina farir okkar oig skila Oikkur heim aftur heilum á húfi og þó margfróðari en áður. Fram- undan er þrjú hundruð kílómetra löng ferð til* Víkur á Norður-Skotlandi. Ek- ið er úr hlaði, og ég er setztur við stýri á fjögramannafarinu minu. Ég hlakkaði gríðarmikið til þessarar ferðar, og olli það ekki sízt, að við hlið mér í bílnúm sat prófessor Sigurður Nordal, sem er lærðastur allra núlifandi manna í norrænum fræðum. Á betri förunaut varð ekki kosið til slíkrar ferðar. Oig mér fannst ekki laust við, að Sigurði sjálfum fyndist mikið til um þá stund, er við dreyptum á konjakinu til fararheilla og ræddum um væntanlega Magnús Magnússon. Sigurður Nordal. og svo þá staði, sem bókin nefnir, þá hafði hann aldrei fyrr komið til Orkn- eyja. í eitt skipti hafði hann borið upp að ströndum Hjaltlands. Það var árið 1918, þegar hann tók sér fari með skipi frá Aberdeen til Björgvinjar og kastað var akkerum úti fyrir Leirvík, en vegna styrjaldarinnar var farþegum ekki leyft að fara í land. N- I ”u er Sigurður Nordal rösklega hálfáttræður að aldri, þegar hann heim- sækir í fyrsta sinni þá mörgu sögustaði í eyjunum, sem hann þekkir svo vel af Flateyjarbók og öðrum skinnbókum fornum. Þekking hans á eyjunum er bundin við þá tíma, er norrænir jarlar réðu yfir öllum Suðureyjum og drjúg- um hiuta af meginlandi Skotlands, auk Orkneyja og Hjaltiands. Á þeim tíma lá jafnvel við, að jarlarnir næðu yfirráðum yfir stórum svæðum í Evrópu, eins og ég mun rifja upp síðar. Annar af íjórmenningunum er Her- mann Pálsson, dósent í íslenzku við há- skóiann i Edinborg og einhver bezti ís- lenzki fræðimaðurinn í hópi yngri kyn- slóðar. Hann er einnig vel að sér i kelt- neskum fræðum og hafði lokið háskóla- prófi bæði í Reykjavík og Dyflinni. Þessir tveir menn áttu að túlka hinar fornu frásagnir fyrir okkur hinum tveim, föður mínum óg mér, og verður það ekki af þeim skafið, að þeim tókst þetta hlut- verk af mikilli prýði, en annars var verkaskipting okkar sú, að faðir minn átti að sjá um allan undirbúning og fjár- reiður, og innti hann þau störf af hendi með mikilli röggsemi. 3 Um margar aldir má svo beita, að fornsögur hafi verið lífæð ísienzkrar menningar. Meðan bókmenntir voru enn að mestu leyti sérréttindi aðalsstétta og konungahirða úti í Evrópu og bækur voru gerðar handa yfirstéttum og fjöll- uðu að verulegu leyti um yfirstéttarfóik, þá voru íslendingasögur lesnar og not- aðar af öllum stéttum. Hér var um að ræða sérstakt félagslegt fyrirbæri. Sög- urnar voru ritaðar af bændum og handa bændu.m, en allir heimilismenn gátu not ið þeirra. Jafnvel Orkneyinga saga var ekki rituð handa orkneysku hirðinni. Allt fram til loka síðustu aldar og jafnvel lengur voru sögur lesnar i heyr- anda hjóði til skemmtunar á sveitabæj- um. Handrit voru fengin að láni og sög- ur skiifaðar upp, og þannig voru þessar bókmenntir á sífelldri hreyfingu, í stöð- ugri notkun. Sagnaskemmtun var í raun- inni þjóðarskemmtun íslendinga, eins og ráða má af nýlegri bók eftir Hermann um þetta efni. (Sagnaskemmtun íslend- inga, 1962). Þessi siður má heita iiðinn undir lok, en þó hefur hann verið vak- inn upp í nýrri mynd með sagnalestri í íslenzka útvarpinu. F ms og eðlilgt er, þá hafði þessi sagnalestur geysimikil áhrif á ailt and- legt líf í landinu um aldaraðir og á drjúgan þátt i því, hve vel íslenzk tunga hefur varðveitzt. En það er einmitt langlífi tungunnar, sem ber á góma á leiðinni norður um Skotland. Þegar norðar dregur verða norræn örnefni meira og meira áber- andi. En örnefnin minna okkur rækilega á hverfulleika tungnanna í Skotlandi. Þau eru minjar um þá tíma, þegar pétt- neska, gelíska og norræna voru talaðar í ýmsum sveitum, þar sem enska -er nú eir.a málið. En í Skotlandi hefur það einnig stundum gerzt, að samhengið við fortíðina hefur glatazt gersamlega, af Iþeim sökum að menn áttuðu sig ekki á tungu og menningu einstakra lands- hluta. Slíkt hefði að sjálfsögðu aidrei getað gerzt á íslandi. Við getum nefnt eitt dæmi, sem Her- mann benti okkur á. Eyjarnar fyrir vestan Skotland eru nú kallaðar „The Hebrides a ensku, en þetta nafn á sér ekki langa sögu um undanfarnar aidir. Þegar Englendingar fóru að fá áhuga á þessum eyjum, hirtu þeir ekkert um hina gelísku menningu þeirra og virðast jafnvel ekki hafa áttað sig á, að eyjarn- ar heita á tungu íbúanna „Innsi Gal]“ eða Víkingaeyjar. Norræna nafnið á þessum eyjum er að sjálfsögðu Suður- eyjar, og svo heita þær enn á islenzku, en nafn þetta kemur enn fyrir í heitinu á biskupsdæminu „Sodor og Man". En Englendingar notuðu hvorki gelíska né norræna nafnið, heldur grófu þeir upp heitið Hebudes úr gömlum latneskum landfræðibókum og gátu ekki einu sinn stafsett það betur en svo, að úr Því varð óskapnaðurinn Hebrides. C O vipað má segja um eyjuna St. Kilda, sem Englendingar kalla svo. Á máli Suðureyinga heitir hún enn Hirt, og í íornum islenzkum sögum er hún Framhald á bis. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.