Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Blaðsíða 14
Jyvf að hann var hlaðinn úr múgrýti
eem gnægð var af þama í dalnum. Sá
Eyjólfur Guðmundsson um aðdrætti
ella, og um það að kljúfa grjótdð, uem
auðvelt mátti teljast, vaeri rétt að stað-
ið. Húsið reis svo upp samikvæmt áæti-
un og svo fór, að Rjómabúið við Deildar
é starfaði sitt fyrsta sumar árið 1903.
Eins og áður segir þá var grunmurinn
hiaðinn upp úr tilhöggnu mógrjóti, í allt
að 1,30 cm. hæð, en þar á ofan úr
timbri, klæddu bárujárni. Húsinu var
skipt niður í þrjá hluta. Dyr voru á
miðjum stafni á miðju.
Þá er inn var komið var á vinstri
hönd herbergi rjómabússtýrunnar og
Ihjálparstúlku. Var það upþhækkað um
ca í metra frá gólfi. Þar undir var osta-
geymsla í litlum kjallara. Til jafnlengd
ar herberginu var skálinn, þar sem
rjóminn var veginm inn og teknar
fituprufur á glös. Var það daglegt starf
stýrunnar, sem síðar mældi svo fituna
í rjómasendingu hvers félagsmanns. Mun
það hafa verið allmikið starf og þurft
nákvæmni við.
Innar af skálanum var svo salurinn,
þar sem smjörgerðin fór fram, og
ostagerð, þá er hún var rekin sem eigi
var nærri öll ár sem búið starfaði. Þir
í skáianum var strokkurinn, og smjör-
borðið, helztu áhöld rjómabúanna. Voru
þessi tæki drifin með reimu-m sem lágu
á hjól innanveggjar en frá því lá öxull í
gegnum vegginn, en úti var svo vatns-
hjólið, sem var yfirfal'lshjól. Var þessi
útbúnaður allur hinn hentugasti >g
ólíku saman að jafna þar sem þessi á-
höld voru drifin m-eð hestorku, sem
dæmi voru til um á fyrstu árum ís-
lenzku rjóma-búanna. Þarna í salnum
var og ostaker, sem rofað var þá er
ostar voru hleyptir. Þá var þarna fitu-
mælitæki búsins úti í ein-u hominu við
borðkríli. Mun þar mikil breytdng á
orðin nú á hinum fullkomnu mjólkur-
-búum, en það sem útheimtist við fitumæl
inguna var það að fyllstu nákvæmni
væri gætt, því að á því byggðist öll
starfsemi búsins. En aldrei heyrðist und
an því kvarfað með rökum, að starf bú
stýranna væri ekki fullkomlega réttlátt,
og samvizkusamlega unnið.
N
1 lorðan undir rjómabúshúsinu var
svo skúr, með hitimartækjum í þarfir
búsins, og er þá lýst í stuttu máli fyrir
komulagi Rjómabúsins við Deildará,
og mun þar um allnána lýsingu -að ræða
á öðrum ,,skálum“ rjómabústímabilsins
á ísiandi.
Byggingarkostnaður Rjómabúsdns við
Deilda-rá var sem hér segir:
Bygginarefni keypt í Vík af verzlun-
unum „Bryd-es" og Ha'lldóri Jó-nssyni
kr. 1223,81.
Vinnukostnaður við grjóf og hleðslu
kr. 368.
Smíðakaup krónur 250, 95.
Byggingarkostnaður samtals kr.
1823,27.
Áhöld til búsins 9amtals kr. 1659,06.
Tölur þessar eru sam-kvæmt aðalreikn
íngi búsins frá 1903. Kostaði búið þvi
starfhæft kr. 3482,33.
Til þess að sta-nda straum af kostnað
inum tók félagið lán sem hér segir:
Úr Landsbanka fslands kr. 3000,oo, úr
Framfarasjóði Dyrhólahrepps kr. 350,oo
og frá Ragnhildi Jónsdóttur, Haugi, kr.
200,oo. Sam-tals lán kr. 3550,oo.
Fyrsfa árið sem búið starfaði urðu
tekjur þess sem hér segir:
Við Asgeir Sigurðsson kr. 4572,67,
Verðlaun úr Landssjóði kr. 327,83, við
Garðar Gísíason og Hay kr. 664,27, fyr
ir smjör selt í Reykjavík kr. 67,91. Sam-
tals kr. 5632,68.
Smj örm-agnið það ár nam 3300 kg.
Á fyrsta rekstursári Deildarár Rjóma-
bús 1903 greiddi það félagsmönnum fyr
ir innlagðan rjóma kr. 4377,30.
Reksturskostnaður varð kr. 909,95.
Smjörmagnið m-un hafa verið nálægt
70 kvartil, sem vógu 50 kg. hvert. Hef-
u- því verð hvers kvartils verið nálægt
70 kr. Þetta verð var sem áður segir
árið 1903-4, en árið 1914 var selt smjör-
kvartil í Vestmannaeyj um á kr. 102,oo.
Hefur þvl verðið dálítið verið hærra
en fyrstu árin sem búið sitarfaði. Á þessu
árabili voru fráfærur almennt stundað
ar í Mýrd-al og það hef-ur verið að all-
mikilu leyti sauðamjólkin 9em kosta-
drýgst varð í innleggi bæ-ndanna fyrstu
árin. Deildarárbú starfaði óslitið frá 1903
ti' 1918 og með blómstrandi hagsæld fé-
lagsmanna.
Árið 1915 urðu tekjur þess kr. 5836,75
og 1918 síðasta árið fram að því að það
var lagt niður um stunda-rsakir urðu
tekjur þess kr. 9077,05. Þess skal getið
nú, að fjárupphæðir þessar munu ekki
þykja háar með nútímaverði, en þessar
krónur sem rjómabúið velti voru gull-
krónur. Það mun með ólíkindum þ er
það satt, að 1914 seldist 50 kg smjör-
kvartil á sama verði í krónutali og 1 kg
kostar nú af smjöri í verzlunum.
Deildarár Rjómabú la-gðist svo nið-ur
um sinn, mest vegna orsaka sem styrj
öldin 1914-1918 hafði í för með sér á
viðskiptalíf landsmanna. Þó var það
ekki lengur en 6 ár sem búið starfaði
ekki, því árið 1924 er það affur endur-
reist.
Þá var orðin mikil breyting í Mýrdal
frá fyrstu starfsárunum. Fráfærur að
mestu lagðar niður, en kúm mikið tekið
að fjölga vegna a-ukinnar ræktunar á
býlum bænda. Þá var allt verðlag orðið
stórbreytt, flestum í óhag.
Á.rið 1924 urðu tekjur Deildiarár-
bús kr. 18833,98 og höfðu aldrei orðið
nærri svo háar að krónutölu. Það ár
mun framleiðslan hafa orðið nálægt 100
kvartil. Nokkuð af því smjöri seldist í
Danmörku og var svo fram um 1930 en
eftir það var salan á framleiðslunei ein
göngu á innanlandsmarkaði, og seig þá
fljótt á ógæfuhlið með rekstur búsins.
Tekjur fóru svo lækkandi, en allur rékst
urskostnaður hækkaði stórlega. Svo var
komið að árið 1936 síðasta starfsár bús
ins urðu tekj-ur þess kr. 4351,62. Það
ár greiddi búið til félag-smamna kr. 2,34
fyrir smjörkílógramm. Var þá samkomiu
lag um að annarra úrræða skyldi leita,
sem og varð, en átti sér aðeins eðlileg-
an aðdraganda. Árið 1943 gerast svo
Mýrdalsbændur félagsmenn í Mjólkur-
búi Flóamanma. Slík varð þróunarinnar
saga.
Það má telja eftir því sem áður seg
ir um aðdragamda að stofn-un Rjóma-bús
ins við Deildará, að Guðmundur Þor-
bjarnarson hafi verið aðalhvatam-aður
að stofnun fyrirtækisins. Að visu voru
þar ým-sir fleiri góðir liðsmenn með að
verki. En sá sem mestu mun hafa áork
að og lagt mun hafa á praktískustu rág
in var án efa Gunnar Ólaifsson, verzl-
unarstjóri í Vík. Hamn var hinn sterki
og raunsæi aðili að félaigssamtökunum.
Og það sýnir og sanmar hvern h-ug Gunn
ar hefir haft til fyrirtækisins, að sysfir
hans, Guglaug Ólafsdóttir, var strax á
fyrsta ári ráðin að búimu. Guðlaug varð
síðar bóndaWama að Árbæ í Holtum.
Rjómabússtýrur við Deildarár Rjóma-
bú voru þessar konur:
Aðalbjörg Stefánsdóttir frá Möðrudal
á Fjöllum, Sigurbjörg Jónsdóttir, bróður
dóttir Jóns Þorlákssonar ráðh., Arnbjörg
Ásbjörnsdóttir, síðar kona Jóns Þorsteins
sonar, sýsluskrifara í Norður-Vík, Krist
ín Ingileifsdóttir úr Mýrdal og síðast
Margrét Lafransdóttir einnig úr Mýr-
dal, en hafði starfað í Danmörku við
mjólkurbú þar. Allt voru þettar valin-
kunnar konur sem ræktu störf sín af
samvizkus-emi og með mikilli prýði.
Stjórnarmenn Rjómabúsins voru
lengst af þessir:
Guðmundur Þorbjamarsbn, Hvoli, Eyj
ólfur Guð-mumdsson, Norður-Hvammi og
síða-r á Hvoli, Halldór Jónsson, Suður-
Vík, Magnús V. Finnfoogason, Reynis-
dal, PáU Sigurðsson, Skammdal, og
Ólafur Grímsson, Skeiðflöt.
Allir þessir memn sem mú eru látn
ir munu sameigi-níega og hver fyrir sig
hafa gætt hagsm-un-a félagsmanna sinma
á hverjum tíma, með víðsýni og dugn-
Framfarir í læknislist
U M seinustu aldamót ritaði
kunnur brezkur vísinda-
maður bók, sem hann nefndi „Dá-
samleg öld“ (The Wonderful
Century) og voru það eftirmæli
19. aldar. Harm kvaðst hafa valið
bókinni þetta nafn vegna þess, að
á þessari öld hefði verið gerðar
fleiri og stærri vísindalegar upp-
götvanir en á öllum þeim öldum,
sem á undan voru runnar.
Víst er, að margar merkar upp-
götvanir voru gerðar í læknisfræði á
síðustu öld. Pasteur uppgötvaði þá, að
margir sjúkdómar stöfuðu af sýklum;
Lister varð frumkvöðull að því að far-
ið var að nota sóttvarnalyf við skurð-
lækningar, en það hefir bjargað lífi
óteljandi sjúklinga; og Morton hóf
notkun svæfingarlyfja.
En hvað mundi þá þessi vísindamað-
ur hafa sagt um þær framfarir, sem
orðið hafa síðan? Á þeim rúmum 60
árum, sem liðin eru af þessari öld,
hafa orðið meiri framfarir í læknis-
fræði heldur en á þeim 2300 árum,
sem liðin voru um seinustu aldamót
frá því að Hippókrates var uppi, en
hann er talinn faðir læknisfræðinnar.
Og mestar hafa þó framfarirnar orðið
seinustu 25 árin.
Dr. Julian P. Price í Florence
í Suður-Karolina í Bandaríkjunum,
einn af stjórnendum Lyflæknaráðs
Bandaríkjanna (The American Medical
Association), hefir nýlega sagt smásögu,
sem skýrir þetta vel. Hann segir frá
manni, sem útskrifaðist úr einum af
kunnustu læknaskólum Bandaríkjanna
(líklega um 1930). Hann hlaut háa
einkunn og taldi sig færan til þess að
stunda lækningar. Hann setti því á fót
eigin lækningastofu og brátt streymdu
sjúklingar til hans.
En þessi ungi læknir notaði aldrei
meðul til þess að lækka blóðþrýsting.
Hann notaði engin varn-arlyf (anticoa-
gulants) til þess að koma í veg fyrir
æðastíflur. Hann rannsakaði aldrei
hvort þungaðar konur væri í Rh-blóð-
flokki, og um blóðgjafir sinnti hann
ekkert. Honum kom aldrei til hugar
að nota cortison til þess að lækna liða-
gigt eða nýrnaveiki. Hann notaði aldrei
innspýtingar gegn lömunarveiki né
inflúensu, ekki róandi meðul né B-
fjörefni. Hann athugaði hjartveika
sjúklinga, en honum kom aldrei til
hugar að ráðleggja þeim að ganga und-
ir uppskurð.
„Yður mun nú stórundra hvernig á
því stóð að slíkur maður skyldi hafa
útskrifazt með góðum vitnisburði frá
háskóla og fengið lækningaleyfi", segir
dr. Price að lokum. „En ég get full-
vissað yður um, að hann fullnægði
öllum þeim kröfum, sem hægt var að
gera til lækna, því að þessi maður var
ég sjálfur".
Hann hafði ekki sýnt neina van-
rækslu í starfi, því að læknisráðin,
sem hann getur um, voru þá óþekkt.
Á þessu geta menn séð hverjar fram-
farir hafa orðið á seinasta aldarfjórð-
ungi í læknislist, að enginn myndi nú
geta fengið lækningaleyfi ef hann vissi
ekki meira en kennt var um 1930.
aði. Það eru nú liðin rúm 60 ár siðan
bænur í Mýrdal hófust handa um stofn-
uii og rekstur Rjómabús. Sá tími sem sið-
an er liðinn hefur verið blandinin blíðu
og stríðu eins og gerist.
En það mun sannmæli að brautryðj-
endunum verði aidrei fullþakkað þeirra
starf og ósérplægni í fra-mfaraimálum
Mýrdælinga, í upphafi tuttugustu ald-
ar.
Gunnar Magnússon frá Reynisdal.
Stórt
hundrað
14, 8, 5 og 3,
4, 12 og 9, !
11, 17, 1 og 2, ;
18, 6 og 10.
Gömul vísa.
Um séra Gunnar
i
i Hjarðarholti j
Gunnar Pálsson prófastur í Hjarð- 1
arholti var einn af lærðustu mönn- Z
í um sinnar tíðar í fomu skáldamáli
J og gat ort svo í gömlum stíl að lærð-
\ ir menn trúðu að kvæði hans væru
frá tíroum eddukvæða. Einnig orti
Gu-nnar í nýrri stíl og er til margt
af kveðskap hans.
Nokkrar liðlegar lausavísur em til
eftir Gunnar.
Þá þurftu höfðingjar og valda-
menn oft að sigla til Kaupmanna-
hafnar í embættiserindum eða útaf
málaferlum. Þetta voru einatt heldur
kvíðvænlegar ferðir. Af sliku til-
efni orti Gunnar þessa vísu:
ístrumagar er mér sagt
illa þori að sigla
útaf því að meiri magt
muni sig við þeim yggla.
Gunn-ar Pálsson var áhuigamaður (
um alla málfræði og hefur eitthvað (
skrifað um þau efni, m.a. Athuga-
semdir um íslenzka stafsetning, !
vísnaskýringar o.fl. Kvæði h-ans um
fjörráð gegn íslenzkunni er prentað .
í Andvara 1913.
Gunnar tók saman stafrófskver 11
sem prentað var í Hrappsey 1782,
skemmtilegt kver sem þyrfti að ljós- J
prenta. , -
Sennilega er Gunnar hafun-dur |
vísunna-r aikunnu:
Hani, krummi, hundur svín, o.s. 1
frv. I
Gunnar var einna fyrstur ,
m-anna til að skrifa uim rugling á
framburði hv-hljóða, hv. - kv. og t
kvartar han-n um þessa málvillu og 11
yrkir af þvi tilefni vísu: J
Kvað er nú um kvalinn þinn,
kvelur ha-nn þig eigi?
Hvelskapaðuir er hvalur minn,
hann er sá ég betri finn.
Ekki tókst að hindra þessa villu I
að hún breiddist út og er hún nú
ríkjandi um mestan -hluta landsins.
Séra Gunnar var fæddiur 1714. sl.
að Ups-um við Eyjafjörð, en dó 1791
að Stað á Reykjanesi.
Sveinbjöm Beinteinsson.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
10. tbl. 1965.