Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Blaðsíða 13
Ræða Gunnars
Framhald af bls. 4.
Þegar ég kom hingað til þess að vera
við Alþingishátíðina, 1930, var ísland,
að minnsta kosti að nafninu til, konungs-
ríki. Nú er það í fyllsta skilningi lýð-
veldi. Nei — verið þið óhrædd — ég
skal ekki segja eitt orð um íslenzka
pólitík! En það vil ég segja, að það
gladdi okkur Vestur-Islendinga þegar
Bandaríkin viðurkenndu ísland sein
sjálfstætt ríki og sendu ræðismann hing-
að Öll velmegun íslands gleður alla
Vestur-íslendinga.
Við Vestur-íslendingar erum þegnar
þess lands þar sem við búum, þegnar
Bandaríkjanna, þegnar Kanada, og okk-
ui þykir vænt um þessi lönd, og við
viljum reynast þar trúir og góðir borg-
arai.
En þegar við tölum um sögu Banda-
rikjanna eða um sögu Kanada, þá finn-
um við til þess að sú saga er ekki okkar
saga — forfeður okkar áttu engan þátt
í því að byggja þessi lönd, ruddu ekki
brautina frá hafi til hafs.
Fortíðarsaga okkar Vestur-íslendinga
er ekki fyrir vestan, heldur fyrir austan
— saga íslendinga er saga okkar. Maður
breytir ekki eðli þótt hann skipti um
bústað.
Við erum af íslenzku bergi brotin,
við erum synir og dætur Fjallkonunnar;
við erum stolt af því og viljum ekki
annað vera — þessvegna er það svo
ijuft fyrir okkur að vestan að koma
heim. Þið takið eftir því að ég segi heim.
Þó við eigum hér kannske fáa ættingja,
fáa kunningja, þá er það samt, að koma
tu Íslands, eins og að koma í föðurhús.
Að hitta fólkið er eins og að koma til
valdra vina, að heimsækja ástrík syst-
kmi. Er það mótvon að við tökum undir
imeð skáldinu og segjum:
,.Með handvísar nætur og svipula sól,
þú, sveit, er mér kær eins og barninu .
jóL“
Og:
„Þegar að Laxáin, gulláin glæst,
í glitskrúði sumars og isfjötrum læst,
með söngvum og gráti til fjarðarins fer,
ég finn hve sá hljómur er nátengdur
mér.
Því héraðsins runnin er rótunum frá
mörg ríkasta straumperla er á ber að sjá,
svo styrkur og veíkleiki eðlis míns er
1 öndverðu sprottinn úr jarðveigi hér.“
Þá er nú stundin víst komin að þetta.
ávarp í þessu útvarpi stingi af, og ætla
é.g að endingu að þakka fyrir móttök-
ui nar sem við hjónin fengum hér þegar
við komum á Alþingishátíðina, 1930,
ógleymaniegir dagar og ógleymanlegt
fólk. Þá vil ég líka þakka fyrir allan
Ihlýhug sem syni okkar, Valdimar, var
sýndur þegar hann var hér fyrir sex
árum, og fyrir þær indælu móttökur sem
daetur okkar hjónanna, Helga og Stef-
anía, nutu þegar þær heimsóttu ísland
fyrir tveimur árum síðan. Og nú erum
við hjónin komin hingað í annað sinn,
gestir Þjóðræknisfélagsins, gestir — að
mér finnst — allra sem við mætum og
kynnumst. Fyrir allt sem hefur verið, er
og verður gert fyrir okkur á þessari
ferð, fyrir alla gestrisnina, fyrir alla
umhyggjuna, fyrir alla hjálpsemina,
fvrir öll vinahótin, verður aldrei nóg-
s.imlega þakkað, aldrei að neinu launað,
en samt aldrei gleymt.
Að mánuði liðnum munum við hverfa
vestur um haf, hverfa í orðsins fyllsta
skilningi, með þúsund myndir í hugan-
nm, með óteljandi endurminningar, með
édeyjandi þakklæti.
Og nú þegar skipið leggur út á hafið
og íslands tindar sökkva í sjá, sjónum
tfyrir mínum, þá veit ég að ég mun ei
tframar Frón mitt frá, faðmi sveipast
Iþínum.
Guð og allir góðir vættir vaki yfir
■ og varðveiti ísland og íslenzku þjóðina!
Verið þið sæl!
Þáttur úr sðgu rjómabús
S:ömmu fyrir aldamótin síðustu
hófst nýr þáttur í sögu landbúnaðarins
á íslandi. Það var stofnun rjómabúanna,
eða smjörbúanna svonefndu. Fram að
þeim tíma hafði smjörgerð og smjör-
sala sáttgöngu verið tengd sem sérstök
iðja innan hvers heimilis, og smjörið því
allmisjafnt að gæðum eftir kunnáttu og
staðháttum. En með stofnun smjörbú-
anna hefst nýr þáttur. Þessi félagslega
starfsemi fluttist til landsins frá Dan-
mörku, þar höfðu rjómabúin dafnað um
alllanga hríð áður en íslendingar tileink-
uðu sér þau.
Hið félagslega markmið búanna var
aðallega þrennskonar. í fyrsta lagi auk
in vöruvöndun, í öðru lagi aukin fram-
leiðsia og í þriðja lagi bættir sölumögu-
leikar og hærra verð fyrir vöruna.
Öllum þessum þremur atriðum tókst
þeim er að búunum stóðu að ná með
igóðum árangri, og um síðustu aldamót
var íslenzkt smjör auðseljanlegt fyrir
hátt verð, framleitt af rjómabúunum,
bæði í Danmörku og Bretlandi.
Auk þess var sala á smjörinu í betra
ásigkomulagi á innlendum markaði. Það
var eins með þessa félagsmálaþróun og
aðrar tengdar, að þeir fyrstu ruddu
brautina og mörkuðu leiðir.
H inir komu svo á eftir, reynslunni
ríkari, og nutu þar með góðs af starfi
frumherjanna. Mýrdælingar gengu þess
ekki duldir upp úr aldamótunum, að ný-
mæli var á döfinni meðal bænda. Og
óvíða mun aðstaða til þessarar félags-
starfsemri hafa verið betri, og kannski
hvergi, heldur en í Mýrdalnum. Bar þar
margt til.
í fyrsta lagi er sveitin þéttbýl og eigi
um langar vegalengdir að ræða miðað
við tölu býla.
í öðru lagi voru búin það stór víðast,
að þau voru vel aflögufær á málnytu
yfir þann tíma, sem smjörbúin störfuðu.
Verzlunarstaður í sveit settur og að-
stæður til afskipunar á vörunni fyrir
HAGALAGÐAR
Fann dauðann nálgast
Sr. Páll Bjarnason, faðir Bjarna
landlæknis og þeirra systkina, var
lengi prestur á Upsum í Svarfaðar-
dal. Þar embættaði hann síðast á
nýársdag 1731, en á Tjöm á þrett-
ánda í jólum og gerði hann það að
bón prestsins þar, sr. Jóns Halldórs-
sonar, sem þá lá sjúkur af langvar-
andi veikindum og gat ekki embætt-
að. Tók sr. Páll fólk til altaris þann
dag og gekk að heiman og heim aft-
ur. Hefur sr. Jón sagt svo frá, að
ekki hafi sr. Páli á óvart komið hans
þá allnálægur viðskilnaður. Eftir em-
bættisgjörðina kom sr. Páll inn til
sr. Jóns Halldórssonar og hressti
sig dálítið á brennivíni. Sagði hann
þá sr. Jóni, að þeir myndi ekki fram-
ar sjást þessa heims og bað hann
vel lifa Af þessum orðum sá sr.
Páll hryggðarmerki á þeim er þarna
voru nálægir. Lauk hann þá upp
hurðinni og bað menn bera sig vel,
því að sr. Jóni myndi batna og hann
lifa, en hann sjálfur deyja. Síðan
kvaddi hann og gekk heim til sín.
Litlu þar á eftir tók hann sótt, lá
hálfa aðra viku og lézt milli þrett-
ánda og þorra 1731 á 60. aldurs-
ári, en prestur hafði hann verið í 25
ár.
(Sigluf jarðarprestar).
hendi. Og svo enn eitt veigamikið at-
riði. Víða í Mýrdalsfjöllum er bjargfugl
sem fýll nefnist. Var hann nytjaður sem
búsílag af bændum. Fugl þessi er mjög
feitur og gefur af sér mikla og góða feiti
til manneldis. Af þessum ástæðum voru
Mýrdælingar allra bænda bezt settir um
rekstur rjómabús. Þeir notuðu fýlafeit-
ina til viðbits í heimili sín, en gátu þess
í stað selt smjörið háu verði bæði á er-
lendum markaði, og svo innanlands eftir
atvikum.
Eftir að rjómabú var risið upp í Mýr-
dal var þessi vísa gerð þar í sveit í orða-
stað eins bónda:
Framleiðandi fyrst ég er,
fæst nú ekki að éta smér,
bræðinigurinn betri er,
bændur verða að hlýða mér.
Vísan bendir til þess, að fýlabræð.ing-
urinn hafi verið í hávegum hafður, en
smjörið gert að silfri og gulli í vösum
bændanna.
Um aldamótin bjó bóndi á Hvoli í
Mýrdal, Guðmundur Þorbjarnarson að
nafni. Hann var búhöldur góður og hafði
allmikið umleikis. Þessi bóndi varð síð-
ar þjóðkunnur maður undir nafninu
Guðmundur á Stóra-Hofi, og um ára-
tuga skeið einn fremsti forvígismaður
sunnlenzkra bænda.
T ..
JL ildrogin að stofnun Ejomabusins
við Deildará voru þau, að að að tilhlutan
Guðmundar Þorbjarnarsonar á Hvoli var
fundur haldinn 28. desember að Vatns-
skarðshólum í Dyrhólahreppi, af ca. 20
bændum. Fundarstjóri þess fundar var
Guðmundur Þorbjarnarson.
Meðal mála er bar komu fram var upp
ástunga Guðmundar að hreppsbúar stofn
uðu rjómabú í hreppnum. Uppástunga
þessi mun þá þegar hafa fengið allgóðan
hljómgrunn, en að vilja fundarmanna
var frekari ákvörðunum frestað, unz upp
lýsingar lægju fyrir frá þeim búum, er
þegar hefðu verið stofnuð og einhver
reynsla væri fengin um starfsemina.
í annað sinn var rjómabúsmálið til
umræðu á fundi í Búnaðarfélagi Dyrhóla
hrepps, sem haldinn var á sama stað og
fyrr, 28. apríl 1902.
Var þar rætt um að stofna rjómabú
í einhverri stærð, helzt á næsta vori.
Eftir fundarboði Guðmundar Þorbjarnar
sonar var svo fundur haldinn að Vatns-
skarðshólum 17. ágúst til þess að ræða
um rjómabúið í Mýrdalnum.
Á fundi þessum mættu 18 bændur úr
báðum hreppum Mýrdalsins. Þar komu
fram rökstuddar tillögur Guðmundar
þess efnis að svæði búsins skyldi vera
allur Mýrdalurinn. Hvatti hann bændur
eindregið til þess að vera með í fyrir-
tækinu, þá er til fullra úrslita drægi
um gang málsins. Var þar og þá rætt
um staðsetningu búsins. Upphaflega var
því fyrirhugaður staður við Brandslæk
í Hvammshreppi, en er að var hugað
þóttu betri skilyrði við Deildará í svo-
nefndum Brynkudal. Meðal fundar-
manna var mættur Gunnar Ólafsson,
verzlunarstjóri Brydes-verzlunar í Vík.
Hvatti hann bændurna eindregið til þess
að hefjast handa sem fyrst um fram-
kvæmd málsins.
Fleiri tóku til máls og virtust allir
a einu máli að í fyrirtækið yrði ráðizt.
Var þarna á fundi þessum leitað eftir
hverjir vildu vera með í bústofnuninni
og hversu mikla málnytu bændur hefðu
aflögu. Þá þegar gáfu sig fram þessir
bændur:
Guðm. Þorbjarnars., Hvoli, 6 kýr, 60 ær
Árni Jónsson, Pétursey, 4 — 20 —
Bjarni Þorsteinsson, Hvcli, 5 kýr 60 ær
Jón Jónsson, Skeiðflöt, 4 — 30 —
Gísli Þórarinsson, Ketilsst. 3 — 30 —
Guðbr. Þorsteinss., Loftsst. 2 — 30 —
Eyj. Guðmundss, Hvammi, 4 — 30 —
Einar Árnason, Holti, 1 — 30 —
Samtals 29 kýr 290 ær
Þessir menn kusu sér svo nefnd er
annast skyldi frekari framkvæmdir. í
þeirri nefnd áttu sæti þeir Guðmundur
Þorbjarnarson, Hvoli, Eyjólfur Guð-
mundsson, Hvammi, og Árni Jónsson,
Pétursey.
á var og á fundi þessum ákveðið
að leita eftir undirtektum Hvamms-
hreppsbænda um þátttöku í þessum fé-
lagsskap. Ennfremur að leita eftir því
hvort ekki væri völ á konu í Mýrdalnum,
sem vildi læra smjörgerð með það að
markmiði að veita væntanlegu búi for-
stöðu.
Eftir fundarboði Eyjólfs Guðmundsson
ar og Guðmundar Þorbjarnarsonar var
haldinn fundur í Vík hinn 22. desember
1902. Fundarstjóri á þeim fundi var sr.
Gísli Kjartansson á Felli. Á dagskrá
þessa fundar var Rjómabúsmálið. Fram-
sögumaður málsins var Guðmundur Þor
bjarnarson á Hvoli.
Kom það þar skýrt fram að heppileg-
ast væri að allur Mýrdalurinn stæði að
búinu. Þar var á fundinum leitað eftir
þátttöku bænda í Hvammshreppi og gáfu
sig fram 9 bændur með samtals 35 kýr
og 340 ær.
Þá var og kosin nefnd er ræða skyldi
við nefndina úr Dyrhólahreppi. Þessir
voru kjörnir í nefndina: Halldór Jóns-
son, Suður-vík, Páll Ólafsson, Litlu-
Heiði, og Gunnar Ólafsson, verzlunar-
stjóri. 29. desember var fundur haldinn
að Vatnsskarðshólum til þess að ræða
um Rjómabússtofnunina.
Þar skýrði Guðmundur Þorbjarnar-
son rækilega frá gangi þeirra búa er
stofnuð höfðu verið í Rangárvallasýslu
og Árnessýslu, og á hvaða stig þetta
mál væri nú komið.
Skýrði Guðmundur frá því að láns-
fé það er Alþingi hefði haft til úthlut-
unar væri til þurrðar gengið, en heppi-
legast væri að leita til Landsbankans
um væntanlegt lán úr RæktunarsjóðL
Þar á fundinum las Gúðmundur Þor-
bjarnarson upp reglur fyrir Rjómabú og
svaraði spurningum fundarmanna í ýms
um atriðum.
Þetta Rjómabúsmál Mýrdælinga var
nú orðið alveg rætt og undirbúið sem
sjá má af framansögðu, þótt búið
væri að vísu eigi enn formlega stofn-
að.
Hinn fyrsti aðalfundur Rjómabúsins
við Deildará var svo formlega haldinn
að Hvammi hinn 5. janúar 1903. Þar
voru samþykkt lög fyrir búið sem voru
í 15 greinum, og hin ítarlegustu, enda
samin með hliðsjón af lögum fyrir rjóma
bú er Sigurður Sigurðsson hafði í té lát-
ið.
Á aðalfundinum rituðu sig sem félags-
menn 46, og síðar í janúar 11 bændur 1
viðbót, samtals 57 félagsmenn. Fundar-
stjóri á fyrsta aðaifundi Rjómabúsms
við Deildará var Gunnar Ólafsson,
verzlunarstjóri í Vík, og fundarritari sr.
Gísli Kjai'tansson á Felli.
ýrdælingar hófust svo handa
með byggingu Rjómabússkálans og var
honum valinn staður sem áður segir við
Deildará, því orku skyldi mota úr ánni.
Ráðizt var í að afla grjóts í grunninn.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13
10. tbl. 1965.