Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Blaðsíða 11
— Við skulum faralengri leiðina. A erlendum bókamarkaði Menningarsaga: The Legaey of China. Ed. by Raymond Dawsoti. Oxford 1964. 30s. Bækur í þessum bókaflokki Ox- ford-útgáfunnar eru orðnar marg- ar og gefa góða, en eðlilega tak- markaða mynd af fornri menn- ingu liðinni og líðandi í sam- runa við þá menningu, sem við búum við. Þessar bækur verða þeim, sem vilja lesa frekar um slík efni, leiðarvísir. Þessi víðáttumikli landmassi, sem nefndur er Kína, á sér geysilanga sögu. Menning Kínverja er sérstök, hefur þróazt án verulegra tengsla við menn- inguna, sem blómstraði við Mið- jarðarhaf og Persaflóa. í augum okkar er hún einstök af því að menningartengslin í þessu víð- lenda ríki slitna aldrei, þessi er elzt allra menninga. Áhugi manna á Kína hefur alltaf verið mikill meðal Evrópuþjóða og nú á dögum hlýtur sá áhugi að aukast. Margir þykjast sjá að þar sé að koma upp mesta veldi heimsins. Arfleifð Kína er fyrst og fremst innlend; áhrifa þaðan gætir ekki verulega vegna þeirrar einangrunarstefnu, sem einkenndi Kínverja um margar aldir. Þó gætir nokkurra áhrifa þaðan í Evrópu á 18. öld og síðan. Hér eru ágætir kaflar um hugmyndir vestrænna manna um Kína, heimspeki Kínverja og kenningar Konfúsíusar, sem hafa verið steinlím kínversks þjóðfé- lags þar til á 20. öld. Hvort kommúnisminn verði jafn gott lím, veit enginn. Bókmennta- kaflinn er skrifaður af mönnum, sem eru taldir með fremstu fræði- mönnum á þessu sviði. Síðan ur selur Skotum SuCureyjar. D. Birgir jarl í Svíþjóð. Tefldar fyrstu samtímls blind- skákirnar í Flórens á ftalíu af Bezzecca. Hann tefldi þrjár sam- tímis, þar af tvær blindskákir. Hann vann tvær, sú þriðja varð Jafntefli. F. Giotto, faðir ítalskrar málara- listar. D. 1337. Island. Sigurður Þorvaldsson kosinn lög- •ögumaður. koma kaflar um kínverska list, tækni og stjórnvísi. Myndir af listaverkum eru vel prentaðar. Heimildarrita er getið neðanmáls hverju sinni og reg- istur fylgir. Hér er samandreginn mikill fróðleikur og tilvísun á enn meiri fræðslu um þessi efni. Goðafræði: A Handbook of Greek Mythology. Including its Extension to Rome. H. J. Rose. Methuen-University Paperbacks 1964. 12/6. Þetta er sjöunda útgáfa þess- arar bókar og sú fyrsta í þessu formi. Höfundur segir sögu goð- anna og goðafræðinnar sam- kvæmt nýjustu rannsókunm. Með þessari bók bætir höfundur úr þörfinni fyrir hæfilega langa og læsilega kennslu- og lestrarbók í þessum fræðum. Hann getur þess í formála, að hann hafi tekið hana saman úr öðrum ritum, svo sem Lexikon Roschers, sem kom út á árunum 1887—1937 og fleiri slík- um ritum. Höfundur ætlar bók- ina bæði nemendum og þeim öðr- um, sem áhuga hafa á þessum fræðum. Hann tekur allt það sem verulegu máli skiptir, og þar ræð- ur hans mat. En því mun óhætt að treysta, þar eð hann hefur fjölda ára kennt klassísk fræði, og einnig sýnir það hve oft bókin hefur verið endurprentuð, að menn kunna vel að meta hana. Höfundur rekur grísku goðsög- urnar og framhald þeirra með Rómverjum. Bókinni fylgja mjög itarlegar skrár um heimildarrit og fræðirit um þessi efni. Menningarsaga Evrópu er nátengd grískri goða- fræði, goðafræðin er einn þáttur Evrópumenningarinnar, og sú menning verður aldrei skilin án nokkurrar þekkingar á þessu efni. Skáldsösrur: Winds of the Day. Howard Spring. Collins 1964. 21s. Howard Spring er fæddur 1889, var lengi blaðamaður, hann hefur einkum lýst þjóðfélagsástandi og einstaklingum í iðnaðarhéi'uðum Englands. Þessi skáldsaga er um Alice Openshaw. Munaðarleys- ingi, sem elzt upp á síðustu stjórnai'árum Viktoríu drottning- ar. Það var lítið gert til að hygla slíkum einstæðingum I þá daga. En hún stóðst allan andblástur. Hún segir söguna sjálf, söguna um rauðhærða vinnukonu, sem kom, sá og sigraði. Og að lokum lítur hún með söknuði, en án eftirsjár, til fortíðarinnar. Hér koma margir við sögu og höfundur nýtur sín vel í mann- lýsingum, hér er heilt gallerí manna og kvenna af öllum stétt- um, allt frá heppnum kaupahéðn- um til utangarðsmanna, rithöfunda og menntamanna til fórnardýra tveggja heimsstyrjalda og dipló- mata til gamalla kvenna, sem draga fram lífið á sírýrnandi inni- stæðum. Þingmenn, verkamenn, læknar og iðnaðarmenn. Allt þetta fólk birtist okkur á síðum bókarinnar, ljóslifandi. Þetta er þjóðfélagslýsing undanfarinna fimmtíu ára. Það er nokkuð síðan H.S. gaf út síðustu skáldsögu sína og þessi bók hefur verið metsölu- bók á Englandi síðastliðið haust. Dýralíf. Never Cry W'olf. Farley Mowat. Secker & Warburg 1964. 21s. Höfundurinn hefur skrifað max-gar bækur og einkenni þeirra allra eru ævintýri, hressandi and- blær útilífs og mikið ímyndunar- afl. Höfundi er dengt niður úr flugvél yfir frosnum auðnum N- Kanada, ásamt miklum birgðum vista og hálfum vatnabáti, hinn helmingurinn lenti hjá manni, sem átti að rannsaka orma ann- ars staðar í Kanada. Hlutverk höfundar á þessum slóðum var að rannsaka úlfalíf og -art á þessum slóðum. Þarna var heldur auðnar- legt. Mannlíf takmai'kað við fá- einar umvandrandi eskimóahræð- ur. Hann hefst handa um að kynn ast þessum hræðilegu villidýrum. Byggir sér greni ekki ósvipað úlfagreni og fer síðar í heimsókn í þeirra hýbýli. Og hann kemst að raun um að úlfar ei-u friðsam- ar og heimakærar skepnur. Hann skríður inn í greni þeirra og upp- götvar að lífshættir þeiri-a byggj- ast á þrifnaði og reglu- semi og að grimmd þeirra sé mjög svo orðum aukin. Vissulega reyna þeir að bjarga sér, en höf- undur hrekur hina klassísku hugmynd um hið hræðilega og grimma villidýr, sem étur fólk sér til ánægju. Bókin er skemmtileg, full af fyndni og góðu skapi. Þetta er talin ein skemmtiíegasta bók höf- undar. Jóhann Hannesson: m v. ÞANKARÚNIR STÖRF læknanna eru í senn list og náttúruvísindi. En í nátt- úruvísindum eru framfarir svo örar að undrum sætir. Læknum nútímans veitist ekki erfitt að lífga við hálfdauða menn. Minna er að því gert að lífga við steindauða menn og stirðnaða. En upp er tekin sú íþrótt að tengja saman hluta úr tveim mönnum og setja saman sundraða menn. Er þá stigið stórt spor í áttina til að setja saman menn úr hagkvæmu efni. Að baki múrum vís- indastofnana er unnið að mörgum furðulegum þrekvirkjum. Þekking sérfræðinganna vex og margfaldast og uppfyllir jörð- ina. Ungir menn og vel gefnir eiga þá ósk heitasta að verða sér- fræðingar og komast þar með upp í eina af aðalsstéttum vorrar aldar. Að vera venjulegur maður virðist í þeirra augum dauf- leg framtíð. Samkvæmt erindi sem dr. B. Trumpy prófessor hélt þann 18. 2. sl. hefir annar prófessor reiknað út að tímaritið „Physical Review“, það er eðlisfræðitíðindi, myndi stækka svo á næstu öld að þyngd ritsins yrði meiri en þess hnattar, er nú byggjum vér, ef vaxtarhraðinn héldist í sama horfi og árin 1954—1960. Þó er eðlisfræðin ekki nema ein grein náttúruvísinda, og vöxt- ur annarra greina er einnig mjög hraður. Sé litið á aðra stað- hæfingu, sem almenn er orðin í Evrópu, að náttúruvísinda- menn og hugvísindamenn geti ekki lengur talast við, þar eð þeir lifa vísindalífi sínu í tveim gjörólíkum hugmyndaveröld- um, þá vandast málið enn meir, jafnvel svo að margir telja ískyggilegt. Þegar svo er komið málum í víðri veröld menningarinnar, er sízt furða þótt læknaskortur geri vart við sig í dreifbýli. Sams konar skortur ágerist víða erlendis á svæðum, sem vér teldum varla til dreifbýlis. Að lækna venjulegan einfaldan mann í dreifbýli krefst að vísu fræðilegrar kunnáttu, en er auk þess list, íþrótt og mannvinátta, sem ekki á neitt skylt við vísindi og hefir ekki á sér neinn sérfræðilegan ljóma. Héraðs- læknarnir verða að fást við menn undir kringumstæðum þján- inga, erfiðleika og margvíslegra mannlegra rauna, og þeir kunna að verða kallaðir út í þessar kringumstæður jafnt að nóttu sem degi, jafnt í hvíldartíma sem vinnutíma, á virkum degi eða helgum. Engir múrar neinna vísindastofnana vernda þá gegn sjúkum mönnum eða slösuðum. Sama á auðvitað við um sóknarpresta, þar sem þeir gegna embættum sínum og menn leita til þeirra. Leiðin til sumra sérfræðinga getur hins vegar verið svo löng að þangað komist menn aldrei í heilu lagi, heldur aðeins partar af mönnurr., svo sem smásneiðar, blóð eða úrgangs- efni manna, svo sem þvag. Eða þótt menn komist til þeirra í heilu lagi, þá hafa sérfræðingarnir aðeins áhuga á einhverjum hluta mannsins, en ekki á persónunni sem heild. Þetta táknar ekki afturför í vísindunum, heldur stórkostlega framför í þeim greinum læknisfræðinnar, sem til náttúruvísinda teljast. — Stutt er síðan landlæknir Noregs hélt þrumuræðu út af ungum læknum, sem ekki vilja lækna almennt í þjóðfélaginu, heldur aðeins vera hi'einræktaðir hávísindamenn í höfuðborginni. Slíkar ræður eru fánýtar og úreltar, þegar stöðugt er kynt undir þróun, sem stefnir í öfuga átt, frá manninum almennt inn í sérhæfð vísindi, sem að vísu eru góð og gagnleg, en jafn- framt varnarmúr, stm einanigrar menn frá vandræðum ná- ungans. Er þá ekki auðið að koma almennu mannviti við undir þessum kringumstæðum? Varla svo að almenningur skilji og enn síður svo að hann vilji það sem vænlegt kynni að reynast til úrbóta. Hér vilja menn t.d. greiða 100—325 kr. í aðgangs- eyri að skemmtunum um leið og þeir drekka niðui'greidda mjólk. Þessari niðurgreiðslu ætti sem fyrst að hætta, en verja því fé, sem sparaðist, til niðurgreiðslu á læknisþjónustu. Vegna þess hve erilsöm og lýjandi störf sumra héraðslækna eru, þyrftu þeir að fá a.m.k. tvö frí á ári, vetrarfrí og sumai'frí, og auðvitað aflausn í þessum fríum, en til þess þyrfti að verja nokkru fé, og væri því ekki illa varið. — Það er ekki fær leið í neinni grein háskólanáms að slaka á þekkingarkröfum, en það er aftur á móti fær leið að koma ungum mönnum í vinsamlegt samband við þjóðfélagið og einstaka landshluta og gera við þá samninga um að veita tilteknum héruðum þjónustu að námi loknu, a.m.k. um nokkurt skeið. Unga fólkið er við því búið að leggja nokkuð á sig ef það veit að störf þess eru metin og góð viðleitni virt ekki síður en kunnátta. 10. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.