Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Blaðsíða 12
SVIPMYND
Frambald af bls. 2.
íengið tækifæxi til að sýn,a hvað í hon-
um bjó sam leiðtoga. Önnur vor sú, að
Verkamannaflokkurinn var smeykur
við „sterka“ persónuleika: eftir „svik“
MacDonalds vildi hann heldur M leið-
toga sem hefðu lítinn persónulegan
metnað.
i>ó þetta hafa valdið miklu, væri
rangt að vóm'meta þau stenku áhrif
sem persónuleiki Attlees var farinn að
hafa bæði á flokksfélaga hans og aðra.
„Mér virðist hann vera stór í sniðum,"
ekrifaði Felix Frankfurter, hinn kunni
hæstaréttardómari sem Roosevelt skip-
aði í embætti árið 1934. „Hann hefur
hugrekki, er laus við alla þoku og hef-
ur þess vegna innsæi og stórbrotinn
einfaldleik, sem er ávöxtur eða kannski
undirrót ósérplægni hans.“ Ýmsir fleiri
voru komnir á sömu skoðun. „Hug-
rekki“, „laus við alla þoku“, „einfald-
leiki“ „ósérplægni“ — gæti þetta ekki
einmitt verið grafskrift Attlees að loknu
aevistarfi?
A árunum 1935-1939 stýrði Attlee
erfiðum flokki. I>á voru uppi raddir
um samfylkingu, síðan um alþýðufylk-
ingu með kommúnistum. Hann var and-
víguir hvoru tveggja, og síðari atburðir,
eins og t.d. sáttmáli Hitlers og Stalíns,
leiddu í ljós, að hann hafði rétt fyrir
sér. Það talar sínu móli um foringja-
hæfileika hans, að hann skyldi geta
haldið flolcknum saman og skapað sam-
stæða stjómarandstöðu. Stefnu Verka-
mannaflokksins í utanríkis- og vamar-
málum skorti oft framsýni og ímyndun-
arafl, en það var ekki fyrst og fremst
sök Attlees, heldur hins sundraða
Hokks, sem neitaði að viðurkenna hvað
fælist í „sameiginlegu öryggi.“
Svo brauzt seinni heimsstyrjöldin út,
og árið 1940 varð Attlee ráðherra í
stjóm Winstons Churchills ásamt öðr-
um leiðtogum Verkamannaflokksins og
með fullu samþykki hans. Fyrst varð
Attlee innsiglisvörður konungs og vara-
forseti neðri mólstotfunnar, síðar sam-
veldismálaráðherra og aðstoðarforsætis-
ráðherra. Hann var einn af dugmestu
og dygigustu samstarfsmönnum Ohurc-
hills á stríðsárunum.
Jr egar styrjöldin í Evrópu var af-
etaðin og samsteypustjómin liðaðist
eundur, sýndi Attlee að enda þótt trún-
aður hans við stríðsleiðtogann Chure-
hill hefði verið heill og einlægur á
örlagaskeiði brezku þjóðarinnar, þó var
hann ósmeykur við að berjast gegn
honum af heilum hug sem leiðtoga
íhaldsfiokksins á friðartímum. Útvarps-
sennur hans við Churohill, sem gerði
harða og glæsilega hríð að Verkamanna
flokknum, voru honum til mikils sóma
og höfðu ótrúlega mikil áhrif, ekki að-
eins vegna þess að málflutningur hans
var lágstemmdari og málefnalegri en
ChurcihillS, heldur einnig fyrir þá sök
að þegar hann kaus að lemja frá
•ér, var hvert högg hnitmiðað.
Sem forsætisráðherra fyrsbu Verka-
manniaflok.ksstjómar með raunveruleg
völd á þingi sýndi Attlee eiginleika,
»em glöggskyggnir menn hötfðu fyrir
löngu komið auga á, þó almemningi
væri ekki kunnugt um þá. Hann hélt
saman stjórn sinni þrátt fyrir alvarlega
árekstra sterkra persónuleika og gagn-
stæðra stefhumiða, og hann missti
aldrei tiltrú flokksins, þó orðstór ráð-
hierra hans væri með ýmsu móti frá
einrnn mónuði til annars.
En nú komu jafnframt fram eigin-
leikar senr fáir höfðu orðið varir við
éður. Márgar sögur eru til um það,
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
FERÐALOK
Framhald af bls. 9.
ert ljós bak við afgreiðsluborðið. Svo
ég snéri frá og inn um nálægar dyr og
bað uim egg og mjólk og brauð. Stúlkan
var ítölsk. Hún sagðist alltaf vera
syfjuð á morgmana, og þetta væri
ek'ki góður staður, það væru svo marg-
ir sem gteymdu að getfa tipps.
Klukácan 9 luku Loftteiðrr upp dyr-
um síníuim og sögðu mér bvað ég ætti
að gera: að fara úr borginni klukkan
elletfu með stórum bíl frá „terminal" í
1. tröð, 38. göfcu. Ég snéri aftur heim
á Paramount og greiddi skuld mína: 15
dali og 70 sent. Ög tók leigubíi þegar
klukkan var tiu mínútur gengin í ell-
etfu og ók í honum á þemnan stað við
fljótdð East River. Þama beið ég und-
ir múrvegg og las í Dagtega spegiimum
(Daily Mirror) vun morð og rám og
marga ljóia sögu frá nóttinni og deg-
inum í gær. Þangað til það var ekki
meiri timi eftir, heldur ekið af stað.
Það kostaði deillar þrjátóu og fimm. En
ekki veii ég hvað otft ég varð að gefa
tipps, það var svo oifit, frá tuttugu og
fimim sentum upp í háltfan dal. O, þess-
ir gráðugu smáþjófar í útlörwium, við
hvert fótmál eru þeir á kafi í vösum
manns, hvað eru íslenzkir skattheimtu-
menn á við þá?
Ég kom á flugvöllinn og í hendur ís-
lendinga klukkan háltftólf. Mér gatfst
nægur tími til hádegisverðar, og enn
reyndist tími afgangs, til dærnis skrifa
ég þetta meðan tíminn tii brotttferðar
líður. Alls staðar í krinigum mig er
fólk, en ég veit ekki neitt wn það,
kannski það ætli sömu leiö og ég þó
það tali aðrar tungur, teiðir loftsins
eru öllum frjálsar sem betur fer.
Við hótfumst á loft klukkan tvö og
héddum í norðaustur. Gander og Ný-
tfúndnaland hét naesti áfangastaður. >að
eru allar flugstöðvar eins: rjómaís og
pæ og margt fólk og einhver sem kall-
ar í hátalara. Við héldum þaðan burt í
ljósaskiptuaum, framundan var nóttin
og átta stunda flug. Og við flugum uan
nóttina þvera og í gegnum hana og inn
í mongtuMioðann — heim.
hvernig hann ávítaði og jafnvel rak
úr staríi ráðiherra, sem ekki uppfylltu
þær ströngu kröfur er hann hafði gert
þegar hann tók við völdum árið 1945.
Hann var meira en sáttasemjari. Hamn
var leiðtogi ríkisstjómar, og þeir sem
ekki urðu við kröfu.m hans urðu að
víkja. í neðri málstofunni reyndist hann
æ otfam í æ jafnoki Winstons Churc-
hills. Venjulega var hann héldux óá-
heyrilegur ræðumaður, en einstaka sinn
um, þegar Ihonum gramdist einhver
heimska eða umræðuefnið náði tökum á
honum, gat hann sýnt mikil og óvænt
tilþritf.
etta gerðist hvað eiftir annað 1
umræðunum um Indland, áður en Ind-
verjum vax veitt sjálfstæði árið 1947.
Það var ekkl óeðlilegt. Sú djarfa
ákvörðun að veita Indlandi og Pakistan
sjálfstæði var frá honum runnin: hann
var sannfærður um réttlæti hennar, og
gefcur nú kallað sögwia til vitnis um
það. Þetta var mikilvægasta ákvörðun í
stjómartíð hans, og senmilega mun hún
bezt geyrna nafn hexuiar í sögiunni.
En hann hafði líka sína augljósu veik-
leika sem forsætisráðherra. Framsýnni
og atkvæðameiri leiðtogi hefði tæplega
þolað Emest Bevin að gera skyssumar
sem hann gerði sig sekan um í sam-
bandi við Þýzkalamd og Palestínu, eða
látið efnalhagsmálin lenda í þeim
ógöngum sem raun varð á meðan Dal-
ton var fjármálaráðlherra. Attlee tókst
ekki að vekja með þjóðinni þegnskap-
artilfinningu á erfiðum timuim.
Eftir að Verkamannaflokkurinn fór
frá völdum 1951 átti Attlee oft í brös-
um við hægri og vinstri arm flokksins,
sem sjaldan sátu á sátts höfði. Aneurin
Bevan var honum erfiðastur viðfangs,
og varð hann að grípa til óvæiginna
ráða í október 1952 til að koma í veg
fyrir algeran klofning, en honum var
ógeðfellt að þvinga of ströngum aga
upp á flokksmenn sína, þar eð það var
skoðun hans, að flokkurinn ætti sjálfur
að taka ákvarðanir, en síðan ætti harm
sem leiðtogi að hrinda þeim í fram-
kvæmd. Hann vildi líka, að bæði vinstri
og hægri armur flokksins fengju að
njóta sín. Af þeim sökum kom hann
í veg fyrir að Bevan væri vikið úr
flokknum fyrir kosningarnar 1955.
Attlee hafði lýst því yfir, að hann
mundi láta af forustu Verkamanna-
flokksins strax og fullur einhugur
væri um eftirmann hans. Það geiðist í
d esember 1955, þegar hann var gerður
að jarli og tók sæti í lávarðadeildinni.
Þá hafði hann stjómað flokknum í 20
ár. Eftirmaður hans varð Hugh Gait-
skell.
A ttlee hætti ekki atfskiptum af op-
inberum málum, þó hann drægi sig í
hlé innan Verkamannaflokksins. Hann
hélt til skamms tíma áfram að sækja
fundi lávarðadeildarinnar. Honsum bár-
ust fjölmörg boð um að heimsækja
lönd í Evrópu, Asíu og Afríku, og hann
þáði þau sem hanrn komst ytfir. Nokkr-
um mánuðum eftir að hann hafði verið
skorinn upp við kviðsliti 1958 fór hann
í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna og
ræddi þá um eitt atf helztu hugsjóna-
málrnn sínum: alheimsstjórn. Hann fór
aftur til Bandaríkjanna svipaðra er-
inda 1959 og 1960. Hann flutti lika ár-
ið 1960 fyrirlestra við háskólann í Ox-
ford. Síðustu árin hetfur hann talsvert
fengizt við að skrifa í dagblöð og er
þá gjarna ómyrkur í máli og óhefð-
bundinn í skoðumum, enda hetfur hann
engra flokksihagsmuna að gæta lengur.
Hann lagðist t.d. eindregið geign aðild
3reta að Efnahagsbandalaginu og fór
háðulegum orðum um „skriðdýrshátt"
brezku íhaldsstjórnarinnar gagnvart
evrópskum valdfaötfum. En nú er hann
orðinn of lasburða til að hatfa sig mik-
ið í frammi. Síðasta stóra átak hans
var að vera við jarðartför fjandvinar
síns, Winstons Ohurchills, og þá varð
hann að sitja meðan aðrir stóðu. Churc-
hill sagði eitt sinn um Attlee að hann
væri „mjög hæverstkur lítill maður og
hefur býsna mikið til að vera hæversk-
uir yfir“. Sennilega hetfur þessi umsögn
ekki átt að vera hrós, en hitt er víst,
að Churchill hiósaði honum otft fyrir
leiðtogahæfileika á þingi, og nú mun
það almennt álit Breta, að Clement
Attlee hafi verið einn af hinum at-
kvæðamiklu forsætisráðtoerrum lands-
ins, og það sem þeim þykir enn vænna
um: hann er sérkennilegur og eftir-
miimilegur persóiuileiki ekki síður en
Churohill.
10. tbl. 1965.