Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Blaðsíða 8
/ r im IB0I0 I i||S m H?.%S Hér fer á eftir lokakafli ferða- minninga úr Bandaríkjaför. Hann hefur ekki birzt fyrr, en sex ferðaþættir úr þessari sömu vesturför birtust í bók Guðmundar Daníelssonar, „Verkamenn í víngarði“, sem út kom árið 1962. Mr etta var orðinn langur og heitur dagur, og á bak við mig vegur og firð, og fjarlægar borgir á bak við mig, það- an aem óg var kominn um langan vag hingað, í dailinn þar sem ég sá eldPlug- una forðum í fyrsta sinn og engisprettu á kvisti. En nú er langt síðan þetta var. Ég sá tunglmánann koma upp yfir Cajukavatni, og í trjálaufinu kliðaði iugl. Loksins erum við doktpr StePán komnir til íþökuborgar, eftir sögulega ierð yfir Alleghanyfjöll, til þess að njóta lífsins í Cornell. Við báðuimst gistingar í húsi manns, sem safnar eldspýtnastokkum, og fengum hana. Hann var um þessar mundir kominn upp í 250 þúsund stokka, sinn af hverri gerð, enda orðinn fraegur um allt rík- ið. Það var mynd af honum og safninu hans í blaðinu, ásamt lofsamlegri grein. Oaginn eftir fórum við doktor Stefán •ð heimsaekja Jóhann Hannesson, sem tók okkur af mikilli kurteisi. Hann fylgdi okkur eftir matinn um íslenzka bókasafnið. >að er um 26 þúsund bindi og á bráðurn að flytja í nýtt og fulá- komið hús. Klukkan fjögur urðum við allir sam- ferða heim til Jóhanns, sem býr i ein- býlistimburhúsi um 5 kílómetra veg frá Cornellháskóla. Hjónin efndu til garð- veizlu undir eplatrénu. Um hana hefði mátt yrkja sálm líka,n þeim sem forð- um var kveðinn um viðurgerninginn í pacadís: „Kláravín, feiti og mergur með, mun þar til rétta veitt“. Sál var kveíkt með rökkurfalli og setið um- hverfis það. Þarna kom mér fyrst í hug að setja saman skáldsögu um Sinfjötla Vöísung, og gaf Jóhann mér hugmynd- ina. Ég eygði þann möguleika, að látta hina fornu tragedíu t-ákna ástand heims M Guðmundiur Daníelsson: FERÐAL (Úr dagbók frá 1959) ins í okkar tíð, gera hana- að spegli þar sem við gætum skioðað okkar eig- ið andlit. É l g fékk doktar Stefán til að rifja upp nokkur atriði úr goðafræðinni, þv' að allt slíkt kann .hann utanbókar. En nú voru honum .. reyndar önnur efni hugistæðari: fyrst það, að drótt- kvæðin gömlu og ahstrakt myndlist síð- ustu tíma væru af samá toga spunnar og náskyldar listgreinir: báðar legðu þær kapp á að dylja eða fela innihald sitt. Þessa skrýtlu ræddi hann af fullri alvöru og seiglingsfjöri við hvern sem nennti á að hlýða. Mig minnir hann væri búinn að skrifa um þetta grein. Annað mestá hugðarefni doktor Stefáns um þessar mundir var sérstök tegund af tónlistarformi eldgömlu, sem hann nefndi víxlkveðanda. Hafði hann fund- ið eitt dæmi um það í Sturlungu og frétt um annað dæmi frá Finnlandi. Nú var spurningin: Hafði víxlkveðand- in borizt frá Finnum til Sturlunga, eða frá Sturlungum til Finna, eða hafði hún borizt til beggja frá einhverjum týndum menningarbrunni? Um þetta merka spursmál var hann búinn að semja greinarkorn vísindalegt, þar sem hann vitnaði í Sturlungu þannig: „í Vestfjörðum dreymdi mann, að hann þóttist koma í litla stofu, og sátu upp menn tveir svartklæddir og höfðu gráar kolbhettur á hötði og fcókust í hend ur. Sat á sínum bekk hvor og reru og ráku herðarnar á veggina svo hart, að þá reiddi til falls. Þeir kváðu vísu og sitt orð hvor þeirra: Höggvast hart seggir, en haltas.t veggir, illa eru settir þá inn korna hettir. Verk munu upp innaisk, þá aldir finnask, engr es á sómi, — á efsta dómi.“ Og enn fleiri minningar á ég úr garði Jóhanns. Þar sá ég í fyrsta sinn svölurnar fljúga. Þær eru öðrum fugl- um léttfleygari og listfieygari. og taka fæðu sína á flugi, fiðrildi og mý. Þær eru minni en máríátlur, svarbfilekkótt- ar, með langa vængi og klofið stél, og renna sér gapandi inn í skordýrasveim- inn í logninu. N, I óttin leið og næsti dagur í þess- ari borg, Og enn erum við doktor Stefán þarna að una lífinu og svoleiðis. Um kvöldið gengum við upp á brekk- una og yfir brúna á Litlu Foesá, Kas- kadilla Creeks, og inn í háskólaigarð- inn að sjá flugeldana, sem lýðurinm var að skjóta upp í loftið sér til skemmt- unar, af því það var aðfangadags- kvöld þjóðhátíðardagsins, á morgun var 4. júlí. Það var mikil skraubsýning uppi yfir trjánum og skothvelilir sem bergmáluðu í brúnuim dalsins, eins og allt ætlaði sundur að sprimga, Og eftir að við komúrn heim og inn í herbergið, þá hólt þessi hátíð áfram á himni, svo •ð fcvöldroðinn yfir vesturhæðuim mátiti sín ekki, og dó in,n í nóttina. Ktukkan ellafu náði þetta hámarki og sprungu þá út í sean óteljandi blómvendir log- ans, marglitir og dynjamdi. :Og lauk svo i eldi þessu kvöldi á bökkum Cajúka- vat-ns. Fyrir fjórtán árum réttum kom ég fyrsta sinn í þetta land, 4. júlí 1945, með herflugvéll frá Keflavík. Nú er ég í langferðabílnum Greyhundi milli f- þöku og New York borgar. Ekki gat ég að mér gert að globta við tönn, þagar stanzað var til að borða hádegisverð- ihn: Þetta var í Scranton, þeirri gömlu og góðu, sem mér þótti of oft verða á vegi mínum á árum fyrr, og orti þá um: Fór skáld úr norðri um Skranton® 3træti, einn Skallagrímur Kveldúlfsbur. Á stálbrú einni hann stakk viö fætí: „Hæ, stanzið!“ æpti hann, —„maður hvur. Sjá tárast sorg, heyr tralla kæti, þér tartarar og hofróður! Ég trúað hef að tímar batni, hef tárast þegar hani gól, 1 gist hlátraborg að socgarsjatni og sungið fullur „Heims um bótl“, hef lagzt til sunds i lífsins vatai og leikið mér að tungli og sól. Hef villtur reikað einn uim áílfur og áttum týnt og drottni gJeymt, í vöku gefizt hlutur hálfur, mig hefur þúsund sinnum dreymt ég væri skáld — ég væri sjálfur það vald, sem næsta Faust er gieyrnt.- „— Heyr skáld úr norðri, Skrantorw gestur, hér skilur engin sál þibt tal,“ eínn málmturn æpti á máli blestur, ,;hér metum við það óráðshjal. Hér ríkir vél, — og ljóðalestur er langt frá því sem koma skal. Hver trú þín er, hvar til þú finmur, hvert tjón þú beiðst, hvern vinnimg hlauzt, hvort öll þín stríð eða ekkert vinnur, hvort einhvern hlekk úr fjötri brauzt, það skiptir engu Skranbons kvinmur, þær skarta í vor og —deyja í haiust!" l I ú, ég var sem sé enn kominn hingað, og sem betur fer voru ekki all- ar kvinnur Scrantonborgar dauðar enn, tvær þeirra eða fleiri gengu hér u*n béina og sinntu þörfum gesta sinna af alúð. Annars er fábt um þessa biL- ferð að segja, hún gekk svo máikvæm- lega eftir áæblun. Nú var komin ný brú á Delevaraána, og engin hráka- smíði, máttu vita, þeir tóku gjald af öllium sem óku yfir hana, 25 sent á bíl. Það er heldur ekki hægt að a.ka ókeypis gegnum Lincolnsjarðgöngim, þegar farið er undir ána frá New Jersey til New York, — maður verður að borga fyrir það. Ég náði í herbergi á Paramount-hó- teli í 46. stræti, númer 715 á 7. hæð, og kostaði 7,5 dollara á dag. Sjónvarps- tæki var í herberginu og stóð yfir nautaat þegar ég skrúfaði frá, mikil sláturtíð. Eftir kvöldverðinn varð mér gengið út og upp á Broadway og kem urvdir dyraskjól Victoríu-leikhúss, þar sem ég hafði fyrr á sumri horft á nýja leik- ritið um Biblíu-Job. Nú sé ég að þeir eru að sýna þarna bíómynd um Basker- villiehundinn. Mjúkt sætið inni freist- aði mín, ég snéri mér til konunmar 1 söluopinu og bað uim miða. Hún vildi fa peningana fyrst og ég rétti henni seðil. Miðinn kostaði tvo dollara, það er að segja um 80 krónur! Ég var stein- hissa á okrinu. Bftir tveggja klukku- stunda draugagang og mörg dauðsföll á tjaldinu labbaði ég út í sjoppu og fékk mér expressó-kaffi, fór síðan heim. g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.