Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Blaðsíða 5
 ÞUSUNDÞJALASMIÐIIRINN SEM NÝSKÓP FARSANN Dario Fo heitir 38 ára gamall ítalskur þúsundþjalasmið- ur leikhússins, sem á liðnum sjö ár- um hefur lagt undir sig Evrópu, báðum megin járntjaldsins, með leikhúsverkum sem bera vitni fá- gætu skopskyni, hugkvæmni og hár fínni tilfimiingu fyrir leiksviðinu. Hann hefur verið nefndur „nýskap- ari farsans“, sem er réttnefni í þeim skilningi, að hann byggir á gömlum alþýðlegum hefðum leikhússins, ekki sízt hinni aevagömlu og lífseigu „commedia dell’arte“ þeirra ítala, en fer jafnframt eigin leiðir, brýt- ur nýjar brautir með djarfri stíl- færslu og ísmeygilegri ádeilu. Dario Fo er í senn leikskáld, leik- ari, leikstjóri, leikhússtjóri og leik- tjaldamálari. Hann hefur til umráða og ótrúlegustu hausavíxla, sem komu áhorfendum í opna skjöldu, þarmig að menn voru ekki fyllilega með á nótun- um í fyrstu, en þegar þeir höfðu áttað sig á grininiu, var sem allar hömlur ihyrfu. Menn bókstaflega emjuðu af hlátri. Árið eftir þennan fyrsta stóra sigur sýndi leikfiokkurinn aftur fjóra einþátt unga, alþýðlega ítalska farsa frá 19. öld sem Dario Fo hafði umskrifað og endurnýjað. Hann hafði nú náð því marki sín-u að skapa leikform þar sem saman fóru ádeila og skopstæling, grín og skrípalaeti, allt saman samtvinnað og magnað af hnitmiðaðri sviðslist, þar sem orð, látbragð, umhverfi og búning- ar mynduðu eina heild og haefðu áhorf- endur bæði í höfuðið og hjartað. F o hefur fyrst og fremst áhuga á áð skapa leiklist, þ.e.a.s. list sem lifi sínu ferska og óháða lífi á sviðinu, hafi endaskipti á öllum okikar hefðbundnu Ihugmyndum og röklegu lífsvenjum eða sýni á'horfendum a.m.k. ranghverfuna á mannlífinu og hversdagsleikanum. Að þessu leyti er hann nær hinni uppruna- legu alþýðlegu hefð farsans en þeir absúrdistar seinni ára sem reynt hafa að gera hann „bókmenntalegan“ eða táknrænan. Það er hin óhamda leikgleði sem mestu máli skiptir hjá Fo. Sé grett- an einkenni hinna alvöruþrungnu ab- súrdista, þá er glottið einkenni Fos. Um texta sína segir Dario Fo, að gagnslaust sé að lesa þá; þeir eigi að leikast. Samt verð ég að játa, að þegar ég las þrjá af einþáttungum hans nýlega í sænskri þýðingu, var mér til þeirra muna skemmt, að ég varð þrásinnis að bæla niður 1 mér hláturinn til að geta haldið áfram lestrinum! Þar sem Fo hefur eigin leikfk>kk og fer að jafn- aði sjálfur með aðalhlutverkið, semur hann texta sína beinlínis fyrir einstaka leikara í flokknum og mótar síðan per- Dario Fo í farsanum: „Hann hafði tvær skammbyssur með svört og hvít augu“. sónumar á æfingum £ samræmi við fyrirmyndimar. Aðalkvenhlutverkið leikur oftast eiginkona hans, Franca Rarne, með leikaráblóð þriggja kyn- shLT 41 »ðum sér: hún var farin að leika áður en hún kunni að lesa. E ftir einþáttungana átta breytti Dario Fo um form og samdi á hverju eigin flokk þaulreyndra grínleikara ©em sameina í óvenjuríkum mæli kostulega látbragðslist og leiftrandi mælsku. Þefta eru eins konar revíu- leikarar á æðra plani, sem bæði kunna að dansa, syngja, leika og tjá 6Íg með látbragði einu sajnan. Þessi leikflokkur hefur unnið sér fádæma hylli, bæði í heimaborginni, Milano, og um gervalla ítalíu. Dario Fo byrjaði á því að nama list- fræði og húsagerðarlist. Hann er fæddur í Sangiano við Lago Maggiore, og með- en hann var við nám í Milano sótti hann leikhús borgarinnar í þeim tilgangi ein- um að blístra niður leiksýningar. Það var hollustutjáning hans við þá sönnu eviðslist, sem hann saknaði í vatnsbom- um gam anleikj um ítaiskra leiHmsa uipp úr heimsstyrjöidinni, á saima tíma og ítalskar kvikmyndir unnu sér alheims- hvlli með raunsærri og nærgöngulli könnun hversdagslifsins. A árunum kringum 1950 var Dario Fo við listnám í Farís og komst þá í færi við Marcel Marceau og óvið- jafnanlega látbragðslist hans, og varð »ú reynsla til að opna augu hins unga manns fyrir nýjuim og óreyndum mögiu- leikum leiklistarinnar. Nokkrum árum síðar frumsýndi liann í Milano tvær Teví ur í nýjum stil, sem um sumt minntu á þöglu skopmyndim ar sem þeir Bust- er Keaton og Charlie Chaplin gerðu írægastar. Árið 1958 var Dario Fo búinn að koma eér upp eigin leikflokki og sýndi sam- *m fjóra einþáttunga undir samheitinu „Þjófar, vaxmyndir og naktar konur“. Þar birtist ný tegiund af skopleikjum, furðuleg blanda fjarstæðra manngerða Haft er fyrir satt, aö þjóöir eign- ist þá leiötoga og búi viö þá menn- ingu sem þœr veröskutdi. Þó vísast megi finna einhverjar undantekn- ingar frá þessu haröleikna lögmáli, er hitt jafnvíst, að þaö er í fuUu gildi. Þar meö er engan veginn sagt, aö menn fái ævinlega þaö sem þeir biöja um eöa óska eftvr, þvi einatt veröskulda menn hreint ékki þaö sem þeir biöja um. Hvernig víkur því viö? Það er % sjálfu sér ofurein- fált. Menn veröskulda þaö sem þeir vinna fyrir — sem þeir leggja -sig fram um aö eignast eöa halda. A8 œskja einhvers eöa biöja um þaö, án þess haft sé fyrir aö ná í þaö, jafngildir dagdraumum. Þjóö eignast ekki annaö stjórnar- far en það sem hún býr til meö eigin átaki. Lát% hún leiö- toga sína syngja sig inn í Ijúfa draurna um eitthvaö betra, án þess aö taka til höndum sjálf, veröur hún aö bwa áfram viö ríkjandi lág- kúru og lognmollu (sbr. ísl-and). Sama máU gegnir um menninguna. Þjóö getur ekki eignazt önnur menningarverömæti en þau, sem hún býr til sjalf, eöa komizt á ann- aö menningarstig en þaö, sem hún ra lyftir sér upp á af eigin rammleik. Þar stoöa hvorki frómar óskir né aöfengin hjálp — jafnvel þó hún sé ókeypis! Þaö er mikill siöur nú um stund- ir aö guma af lífsmagni íslenzkrar menningar, og hljómar sá söngur ónettanlega stundum eins og fylliríisvaöaU mawna sem drukkiö hafa frá sér ráð og rœnu og þykj- ast fœrir í flestan sjó. Væri nú ekki ráö aö láta renna af sér um tíma og athuga i rðlegheitum, hvers viö erum megnugvr, hvaö viö höf- um gert til að veröskulda heitiö „menningarþjóö ?“ Hér er ekki rúm til aö rœöa þaö mál í þaula, enda vœri þaö efni í margar langlokur. Ég skal einungis drepa á eitt ógnarlítiö dæmi, glæ- nýtt af nálinni, sem gœti veríö vts- bending um menningaráistandiö. 1 liðinni viku geröist sá afarsjald- gœfi viðburður í tóniistarlífi höfuö- staöarins, aö einn af okkar beztu hljómlistarmönnum, Ragnar Björnsson, efndi til þriggja orgel- tónleika í Dómkirkjunni, þar sem hann flutti verk margra meistara og bauö upp á nýja efnisskrá hverju sinni. Bak viö þetta lá aö sjáif- sögöu óhemju vinna, enda heföu þessir tórdeikar þótt viöburöur hvar sem er í heiminum. Hérlend- is teljast þeir tU fádœma. Ætla heföi mátt aö slíkur viö- burður vekti áhuga tónlistarunn- enda, þannig aö þeir flykktust í Dómkirkjuna umrœdd þrjú kvöJd, bœði til að njóta góöiur tónlistar og kannski Uka fyrir forvitnisakir. Hér var þó á feröinni ungur og mjög efnilegur tónlistœrmaöur, og þar á ofan mnlendur. En raunin varð aUt önnur. Þaö var sorglega þunnskipaö í Dómkirkjunni þessi þrjú kvöld og mest saknaöi ég unga fóTksins, bæöi þeirra sem stunda nám við TónUstarskólann og þeirra sem flykkjast á tónleika Sinfómuhljómsveitarinnar. Ekki skál ég reyna aö geta mér til um orsakir þessa sinnuleysis. Varla getur sjónvarpiö átt þar hlut aö máli! Má vera að orgel- tónlist sé ekki viö smékk mörland- ans, en mig uggir aö ástœðunnar sé einfaldlega aö leita í skorti á lif- andi tðnlistaráhuga sem sé annað og meira en áhugi á tímabundnum tízkufyrirbcerum. Vitaskuld mega menn liafa þann smékk sem þeim er eiginlegur, hvort sem hann er áskapaöur eða rœktaður, en ég furða mig samt á þeim skorti á FORVITNI sem lýsti sér 4 dræmri aösókn aö tónleikum Ragnars Bjöms- sonar. Hér var ungur maöur, sem brátt fer úr landi, aö leggja sinn stóra skerf til íslenskrar menning- arviöleitni, reyna aö hefja okkur upp á ofurUtiö hærra plan, en hann haföi ekki erindi sem erfiöi, af því þjóöin sem mest skeggræöir um menningaráhuga hefur ékki fram- ták til aö sýna hann í verki. En að sjálfsögðu höldum viö áfram aö tala og óska ökkur œ grósku- mevra menniugarUfs. s-a-m. 10. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.