Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Blaðsíða 9
annan fótinn fyrix austan upp á síð- kastið. (J. að er eins vist og tvisvar tveir eru fjórir að það er ekki sanna hver maðurinn er ef menn vilja ybba sig við menn. I>að er sígildur sannleikur að menn skyldu ekki kássast upp á menn í blindni. Menn skyldiu fyrst spyrja sjálfa sig hverjir séu blækur og hverjir séu ekki blækur. Það er góð regla, líka á íslandi. Þegar geð- veill maður rispaði Lúðvík fjórbánda (má ég segja) með pennahníf, þá var hann steiktur lifandi. Stóllinn sem þeir notuðu er ennþá til sýnis í vax- myndasafni Tussauds í London. Þessi maður hefði betur kálað kokkinum eða einhverjum en skrámað kóniginm. En að vísu kynni Félag matreiðsiu- og framreiðslumanna að vilja segja eitthvað um það. Það kom mér á óvart að banka- menn skyldu ekki vita betur þegar þeir gerðu uppsteytinn á móti banka ráðinu. Þetta fólk kemur þó greind- arlega fyrir. Maður getur gert sig breiðan við bakara til dæmis og jafn- vel rétt honum einn á snúðinn ef svo ber undir. Það er oftast í lagi. En ég hélt að allir vissu að maður á ekki að vera möð derring við banka- ráðsmenn. Það getur kostað menn dýrt. Ég geri ekki ráð fyrir að banka- mennirnir sem stóðu fyrir upphlaup- inu verði steiktir lifandi. Þó er bú- ið að ylja þeim nokkuð nú þegar. Nú jæja, þeir eru reynslunni ríkari. Þeir skilja þá væntanlega betur en áður hvernig allt er í pottinn búið. Maður verður að hafa sambönd, það er gald- urinn. Raunar hefur mér alltaf fiund- ist þetta allt ósköp svipað og hjá hænsnunum. Ég veit ekki hvort við höfum það frá þeim eða þau frá okk- ur, en svo mikið er víst að það er engin tilviljun hjá okkur heldur hver má gogga í hvern. Jafnréttið svokall- ða er bara á yfirborðinu. Ég held það hafi verið amerískur maður sem lýsti svona jafnaðarmennsku þannig, að allir væru að vísu jafningjar en sumir væru bara meiri jafningjar en aðrir. En ég á líka eftir að sjá þarna jafning sem ekki hefur botnlag, miðju og kúf. Það væri skelfimg leiðinlegt ef bankamennirnir, þessir prúðu og vin- saelu borgarar, höfnuðu í tukthúsinu. Ég held að flestum hafi fundist mál staður þeirra ansi góður þegar þeir gerðu uppsteytinn sællar minningar. Við verðum að vona að hæstiréttur líti jafn mildum auiguim á mál þeirra og Halldór sakadómari. Ég kann ekki lögin og veit ekki hvort hægt er að dæma menn í tukthúsið fyrir skróp. Ansi væri það lamg't gengið. 1 tlendingum finnst íslenidingar fremur fyrirferðarmiklir samkvæm- ismenn. Okkur er i þeim efnum gjarn an líkt við Norðmemn, sem baula ein- hver lifandis ósköp e£ þeir komaist í brennivín. íslamd flóir ekki í brenni- víni ef marka má alþjóðaskýrslur, en það er eins og okkur verði meira úr skamimtinum heldur en útlending- um. Ég er hræddur uim við baulum eins og Norðmenn. En ef bankamennirnir fara austur, þá ættu þeir að minns'takosti ekki að verða einmana. Ég veit ekki betur en að sumir af þekktusbu viðskiptavin- um bankanna hafi eimmitt verið með Ég veit að maður á ekki að hlaupa á eftir öllu sem útlemdingar segja, en um daginn frétti ég af einum sem hefur verið búsettur hér um hríð og kann orðið nokkurt hrafl í íslensku. Nýyrði sem hann bjó tii fyrir jól og sem hann notaði í þeirri trú að hann hefði rétt eftir, bendir óineitenlega í þá átt að hann hafi orðið fyrir sterk um áhrifum af drykkjusiðum akkar. Hann hélt að aðfangadagur jóla héti áfengisdagur jóla. kJ tundum getur þögn verið svo skelfileg eða ömurieg eða vesaLmann- leg að hún orkar á okkur eims og öskur. Þá má tala um glymjandi þögn. Þannig er þögn kirkjunnar þeg ar hún sér ekki, heyrir ekki og má ekki mæla. ósköp held ég sé erfitt að vera „kristinn" í suðurríkjum Banda- ríkjanma svo að dæmi sé neifnt, eðo. á Spáni skulum við segja þar sem kirkjan er ein atf hækjum Francos, eða segjum til dæmis í Portúgal þar sem hún stumrar yfir ellimóðum ein- ræðisherra á meðan hann heldur á- fram að ba.sla við að bæla niður fólk- ið. Ósköp er kirkjan illa kristin þar sem hún snýst einmibt á sveif með þeim mönnum sem maður hélt ein.- mitt hún væri borin til að útskúfa. Morgunblaðið birti fyrir nokkruim vikum mynd af lögregluforimgja nokkrum í Suðurríkjunum sem sibur klofvega á blökkukonu með reidda kyLfu, en þrír lögreglumenn halda konunni flatri á jörðinni og eru auk þess að smeygja á hana handjárnum. Þessi mynd var predikun, reiðilestur. Ha-fi hún ekki stuggað við samvisiku okkar þann daginn, þá erum við sam- viskuLaus. Svona mynd af svona atviki mundi náttúrLega ekki sjást í blöðum aust- antjalds ef hægt væri að heimfæra hana upp á vinveitta þjóð, banda- mann. Þar eru stjórnarvöldin enniþá samviska fólksins. En ég nefni þessa einstæðu mynd af því hún sýnir okk- ur í fyrsta Lagi hvernig blöðin geta ef svo mætti segja með einu hand- taki lagt réttlætismáli Lið, og í öðru laigi af því hún Lýsir á ógleymanleg- an hátt. ástandi sem mér er ekki kunnugt um að kirkjan í suðurríkj- um Bandaríkjanna hafi emnþá haft djörfung — og bróðurkærleika — til að fordæma í einu hljóði og afdrátt- arlaust. S lokum langar mig að segja frá því að sex ára gömul stúlka sem hefur veitt mér marga ánægjustund var einmitt í þessu að reka höfuðið inn um dyrnar til þess að segja mér í óspurðum frébbum, að nágranna- kona okkar, sem ekki þarf að nafn- greina, væri að fara að vera við jarð- arför. „En“, bætti stúlkan mín við um leið og höfuðið hvarf úr gættinni, „það á ekki að jarða hana.“ SVIPMYND Framhald af bls. 2. vinnu við Vesturveldin og þá fyrst og fremst við Frakkland, en Frakkar reynd ust honum lengi vel þungir í skauti. Gagnstætt þeim áhrifamönnum, sem vildu gera jafnrétti Þjóðverja að skil- yrði fyrir samvinnu við Vesturveldin, hélt hann því fram að jafnréttið yrði afleiðing en ekki undanfari samvinn- unnar — og þar reyndist hann sann- »pár. Þannig fékk hann því firamgengt, »ð bandamenn hættu að jafna þýzkiðju- ver við jörð með því að Þjóðverjar gerð ust að eigin frumkvæði aðiljar að Rulhr- stjórninni, sem Vesturveldin komu á fót til að hafa eftirlit með þýakum iðn- *ðii. Síðar tók Kola- og stálsamsteypa sexveldanna á meginla.ndinu við hlut- verki Ruhr-stjórnarinnar, samkvæmt til- lögu franska ráðherrans Ráberts Schum- ans. Eftir að Adenauer hafði lagt til að Þjóðverjar ættu aðild að vörnum Vest- urveldanna sumarið 1950, þegar Kóreu- styrjöldin stóð sem hæst, féllst hann strax á tillögu Frakka þess efnis, að sexveldin á meginlandinu kæm.u sér upp sameiginlegu varnarkerfi, jafnvel þótt það hefði í för með sér, að Þjóð- verjar gætu ekki komið sér upp eigin herafla eða átt beina aðild að Atlants- hafsbandalaginu. Þegar franska þingið felldi þessa tillögu með naumurn at- kvæðamun eftir áralangar umræður, kom það af sjálfu sér, að Þjóðverjum var leyft að koma sér upp herafla og ganga í Atlantshafsbandalagið. Jr essi málalok glöddu marga valda mikla samstarfsmenn Adenauers, sem litu á allt tal um náið samstarf við Frakka sem heppilega leið til að end- urheimta þýzk réttindi og vinna að upp- gangi Þýzkalands. En þau urðu Aden- auer mikil vonbrigði, því „Evrópu-hug- sjón“ hans var ek'ki byggð á þvi raun- hæfa sjónarmiði, að hún gæti verið heppilegt tæki til að vinna og varðveita fulltingi Ba.ndaríkjanna, heldur á því grundvallarsjónarmiði, að hinar kaþ- ólsku þjóðir meginlandsins ættu sameig- inlegar erfðir og verðmæti, og á djúp- rættri tortryggni hans í garð prússneska hernaðarandans. Þeir sem líktu Adenau- er við Bismarck (eins og Winston Churchill gerði þegar hann kallaði Ad- enauer „mesta þýzka stjórnmálamann eftir Bismarok") glöddiu ekki hjarta gamla mannsins. Hann var miklu skyld- ari samlanda sínum úr Rinarlöndum, Metternich, sem var síðasti mikli „Evr- ópumaðurinn" af þýzku bergi bihtinn, áður en öld þjóðernisstefnunnar rann upp. Af þessum sökum virtist Adena.uer í fyrstu hafa lítinn áhuga á einni veiga- mestu spurningu þjóðar sinnar, spurn- ingunni um sameiningu Þýzkalands. Þar sem margir and-kommúnískir Vest- ur-Þjóðverjar áttu mjög erfitt með að sætta þau tvö sjónarmið að efla hin,n frjálsa hluta Þýzkalands og halda dyr- unum opnum fyrir endanlegri samein- ingu alls landsins, þá var Adenauer aldrei í vafa um, hvaða stefmu bæri að taka. Endurreisn Vestur-Þýzkalands og Framhald á bls. 13. 11. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.