Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Page 2
Yfirleitt má segja það um ut-
anríkisstjómmál Bandaríkj-
anna, að því mikilvægara mál, sem
leiða þarf til lykta, því færri menn
starfa að afgreiðslu þess. Það eru
málin sjálf en mennimir ekki sem
hafa komið á þessari reglu. Þörfin
á levnd er næstum alltaf þyngri á
metunum en lýðræðið.
Þar af leiðir, að aðeins forseti Banda-
rikjanna og örfáir ráðunautar hans geta
ákveðið, hvaða vopn skuli framleidd,
næstu tíu árin, hvaða skotmark í Viet-
nam ákveðið fyrir næstu viku. Og smám
sarnan verður það þannig, að þessir fáu
menn einir saman, gera öi’lagaríkar á-
kvarðanir og skuldbindingar og haetta á
hir.ar hræðilegustu afleiðingar, með því
að ákveða, til dæmis að taka, hvort
við viljum eða getum staðið við hlið
Sovétríkjanna, eða gegn valdi Rauða-
Kína, og hvernig. Allt eru þetta mál,
sem milljónir okkar hafa skoðanir á,
en engan raunverulegan atkvæðisrétt
um.
Og líklega hefur þetta alltaf svona
verið. En tæknin hefur aukið hraða sög-
unnar, að því marki ,að aðeins fram-
vindan og þeir fáu menn, sem að henni
vinna, ákveða bókstaflega eðli hernað-
arins og möguleikana á friði. Eins og
siendur, er aðalmaðurinn meðal hinna
fáu, sem ráða gangi málanna, náungi,
kallaður Mac, í kjallara Hvíta hússins.
M ac heitir réttu nafni McGeorge
Bundy, og er af Bundy- og Putnam-ætt
unum í Boston, fyrrverandi repúblíkani
og áður deildarstjóri vísinda- og lista-
deildar Harvardháskóla. Hann hefur
unnið i sérstaklega veggfóðraðri skrif-
siofu í þessum kjaliara í meira en fjög-
ur ár, og það án nokkurs pólitísks em-
fcættis eða formlegs valds, en bara af
því, að hann er það sem hann er og
þar sem hann er, þá er hann orðinn
einn mikilvægasti vörður utanrikis-
stefnu Bandaríkjanna, hvers daglega á-
lit hefur áhrif á stjórnmálasögu heims-
ins.
En þeir, sem þá sögu rita, og viija
hafa persónurnar sínar skýrar og af-
n a- kaðar, komast heldur betur i vand-
ræði með þetta, hvað Mac snertir. Hann
er einhver aðgengilegasti og skýrorðasti
maður í þessari stjórnarskrifstofu, og
þótt aðrar væru með taldar, en hinsveg-
ar, á stjórnarráðs-mælikvarða reiknað,
sá ósýnilegasti og óútreiknanlegasti.
Hann er bæði skapari og framsögumað-
ur stjórnmálastefna, og í rauninni sam-
bland af þessu tvennu. Hann er kröft-
ugur stjórnandi og kurteis fylgismaður
forsetans. Svo að notað sé gamalt orða-
tiltæki, er hann bæði lamb og ljón.
Svo að byrjað sé á því einfaldasta, er
hann bæði framsögumaður og túlkandi
viija forsetans í fjöldanum öllum af dag
legum samningagerðum í utanríkismál-
um Hann endurskoðar margar og sem-
ur sumar hinna óteljandi orðsendinga og
tiíkynninga til vina og fjenda erlendis
og til almennings innanlnads. Hann sem
ur i deilum manna og stjórnardeilda,
sem fjalla um heimsmálin, stjórnar hin-
um mörgu straumum þeirra af upplýs-
ingum og athugunum, og gætir vand-
lega fyrirætlana og framkvæmda stjórn-
niálastefnanna. Þegar hann segir, jafn-
cGEORGE
vel við einhvern ráðherra: „Forsetinn
vildi gjarna þá gæti það eins vel
verið Lyndon B. Johnson að segja: „Ég
vil
En svo safnar hann líka saman og
flytur hugsanir og hugmyndir annarra,
íorsetanum til athugunar. Hann safnar
saman fyrir hann uppástungum, spurn-
ingum, aðvörunum, áskorunum og kvört
unum, innanlands frá og utan, og á-
kveður, hvort og hvenær forsetinn vill
eéa ætti að fá vitneskju um hverja um
sig.
Mr ví er yfirleitt svo komið, að
Bundy er tekinn að stjórna bæði mót-
teknum og sendum ákvörðunum á hin-
um eina stað í Washington, þar sem
diplómatisk, hernaðarleg, hagræn, vís-
indaleg, sálfræðileg og njósnamál ,utan-
rikismálunum tilheyrandi eru á ferð-
inni saman, eða ættu að vera það.
Menn vita aldrei fyrir vist, hvers
ráðleggingar valda að lokum mestu úr-
skurði forsetans, en í Washington telja
menn, að það sé ekki hvað sízt Bundy,
sam sé höfundur fyrirætlunarinnar um
hægfara árás á Norður-Vietnam og
varnarráðstafananna gegn því að Suð-
ur-Vietnam hrynji í rúst, að það hafi
verið Bundy, sem taldi forsetann á að
rjúka ekki upp til handa og fóta við
de Gaulle, og neyða ekki margþættu
kjarnorkuáætluninni upp á bandamenn
sína — að Bundy hafi, með slynglegri
samvinnu við marga aðra, valdið hinum
ágætu lyktum flugskeytadeilunnar á
Kúbu, að hann hafi, í sömu villunni og
margir aðrir, ætlað að sameina tilgang
og aðferð við mistökin í Svínaflóa.
Að minnsta kosti þykir enginn vafi
á þvi leika í Washington, að í þrengsta
ráðgjafahóp Kennedys og Johnsons, hafi
Bundy — þrátt fyrir þetta þunglamalega
og formfasta embættisheiti sitt: „Sér-
legur ráðunautur forsetans í öryggis-
málum“ — haft jafnmikil völd og Dean
Rusk, ráðherra og varnarmálaráðherr-
ann, Robert McNamara. Jafnvel hafa
margir brotið heilann um það, hvort
ekki væri verið að koma ýrnsum skyld-
um ráöherra á manninn I kjallaranum
í Hvíta húsinu, og það svo mjög, að
einu sinni var hann spurður: „Heyrðu,
Mac, ef þú værir ráðherra, hvað mund-
írðu þá gera með einhvern Bundy í kjall
aranum í Hvíta húsinu?
„Engin vandræði með það“, er hann
sagður hafa svarað um hæl: „Það er
ekki til nema einn Bundy“.
Þetta svar væri auðvitað hægt að
færa á verra veg fyrir honum, en hér
var það endurtekið af aðdáendum hans,
sem dæmi upp á fyndni hans og snar-
ræði, sem koma honum að haldi, jafn-
vel sem svar við ósvífni.
Sannleikurinn er sá, að Bundy gerir
sér vel ljós forréttindi þeirra ráðherr-
anna Rusk og McNamara, og eigin sam-
vinnu við þá báða og hvorn um sig og
aðgang þeirra allra þríggja að forset-
anum, sameiginlega eða hvers fyrir sig.
Þetta er samvinna, sem hefur komið að
gagni í mörgum vanda og svarað kröf-
um tveggja forseta.
E
1 n það er alls ekki í krafti em-
bættis né upphefðar, sem Bundy ber
svo hátt meðal þeirra, heldur er það
vegna þess, að hann hefur áunnið sér
í öllum stjórnardeildum, hærri sem
lægri ýmist hrifningu eða að minnsta
kosti virðingu, þótt með tregðu hafi ver-
ið, með nærveru sinni og verkum.
Hann er hæfileikamaður, sikarpur og
stundum hvass, grannur og snyrlileg-
ur, ytra sem innra, og næstum prófess-
orslegur, 46 ára að aldri, snar í snún-
ingum, bardagafús og öruggur, hvort
sem er á tennisvellinum eða í andlegum
knattleik. Hann etur, drekkur, dansar
leikur sér og umfram allt, talar hann
írjálsmannlega og sumir segja meinlega.
Hann getur vel séð gegn um mjög
mikilvægan útlending og afgreitt hann
rneð því að segja, að hann hafi „mjög
hagsýnan skilning á sannleikanum“, og
hann getur farið alla leið niður í skóla-
stærðfræði, með því að benda á, að þótt
ekki séu neinir „óháðir breytileikar“ í
alþjóðaviðskiptum, þá séu þeir alltaf til
„úfyrirsjáanlegir“.
Bundy hefur þannig gaman af að
leika sér að orðum og hugmynduni, en
það gerist sjaldnast á kostnað tilgangs
I'undy er alls staðar nalægur, þar sem
forsetinn fer.
hans. Á hinum 12 vinnustundum dag
hvern, og á þeim fáu tímum, sem hanu
á þá eftir til að stunda kunningja sína
cg gleypa í sig sagnfræði — og ævi-
sagnabækur, er hann, að eigin sögn
„alltaf að flýta sér“. Og einhverntíma,
þegar það greip hann að fara að gera
grein fyrir sjálfum sér, þá kom hann
ineð þá sálfræðilegu fullyrðirigu við
áheyrendur sína, að „hið raunverulega
hreyfiafl“ væri ekki Purítanabyltingin
né heldur hagnaðarvonin, heldur „þessi
ólýsanlega, einfalda, eðlilega hvöt
mannsins til að vilja gera eitthvað veru-
lega vel.“ Hann metur það bæði hjá
sjálfum sér og öðrum að skara fram úr
vera fljótur til og ljós, eða eins og hann
komst að orði í vörn sinni fyrir fyrr-
verandi ráðherra, Dean Acheson, gaml-
an fjölskylduvin: „Dyggðin er í því fólg
in, þegar um mikilvæg efni er að ræða,
að hafa sín megin réttan málstað, dugn-
að og leikni.
í Washington hefur þetta kapp hana
eftir hinu frábæra fengið suma til að
lialda, að hann geti beinlínis ekki þolað
heimskingja, og hafi mikið fyrir því
að þola hina óframfærnu. Flýtirinn,
sem á honum er, hefur komið því orði
á hann, að hann sé snar í snúningum
og stundum flasfenginn í dómum sín.um.
Kapp hans eftir skírleika hefur gert
hann að trúverðugum talsmanni, jafnvel
þeirra stefna, sem hann er andvígur —
og jafnvel hefur það gert hann að þeitn
manni, sem gefur oftast greinilegustu
yfirlitin yfir rök málanna, bæði stn
eigin og annarra.
E
inn embættismaður hefur sagt:
Framhald á bls. 12.
Framkv.stj.:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
UtgefancU:
Sigfas Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vierur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konróð Jónsson.
Arnl Garðar Kristínsson.
Aðalstræti 6. Sími 22480
H.f. Arvakur. Reykjavílc.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
14 tbl. 1965.