Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Side 6
LISTIR _ Framhald af bls. 5. hjákvæmilegt, að hann sé alræmdur í hugum manna. Stundum freistast mað- ur til að'halda, að sú fjarstæða sé ekki til, sem hann sé ekki reiðuhúinn að grípa til í því skyni að auglýsa sjálfan sig. Skýring hans á þessu er sú, að hann þurfi að sanna fyrir öðrum, að hann sé ekki hinn látni eldri bróðir hans, sem hann var skýrður etftir. Hann heldiur því fram, að Turner sé vafalaust versti málari sem uppi hefur verið og ennfremur, að allt nýtt innan máiaralistarinnar hafi áður verið séð fyrir af honum sjálfum. Hann hefur komið með þá fullyrðingu, að Le Coub- usier hafi verið haldinn „masochisma“ og hann hefur óskaplegt dálæti á Pic- asso, sem hefur aldrei endurgoldið gull- liamra hans eða svarað brigzlmælum _ hans. í stuttu máli sagt, allt í fari Dali tryggir það, að gera hann alræmdan og að fáir taka hann alvarlega. Ef Dali nyti þessa ekki til fullnustu gæti þetta auðveldlega haft ógæfuna í för með sér. Hann er auðugur, hann er frægur og hann er dáður af jafnmörgum og þeim, sem hata hann. Hann nýtur hylli Franoo. Hið risastóra málverk hans, „Orustan við Tetuan“ var nýlega keypt af Huntington Hartford safninu í New York. Hvaða máli skiptir hann að meiri hluti fremstu listmálara, gagnrýnenda og forstjóra listasafna sé örugglega mót- snúinn honum? Eða þótt óvimveittur Handaríkjamaður hafi lýst því yfir, að nafn hans væri nýtt orð yfir dollara- græðgi? að væri fáránlegt að neita því, •ið tilraunir til að vekja æsing manna verður jafnvel vart í hinum listrænustu og alvörugefnustu verkum hans. Þessi tiJraun til að vekja atíhygli hefur iðu- loga komið fram í ósvífnum dónaskap. Til dæmis í rnynd hans af Mae West, sem hann málaði sem vistarveru og voru hinar rauðu varir hennar sem legu bekkur og kinnar hennar sem stigi milli hæ-ða. Þetta er varla kjarni mikililar listar, heldur fáránlegrar skemmtunar. Ég hef sagt hér að framan, að Dali væri sannur súrrealisti að eðlisfari. Tækni hans og það, sem margir kalla „brjálæði“ hans, hefur gert meira til að skilgreina súrrealistann heldur en verk annara mikilla málara þessarar stefnu, t.d. Ernst, Breton, Magritte og Tanguy. Hættan er sú, að menn líti á Dali einungis sem eitthvert viðund- ur. Hann er það ekki og hann á það skilið, að menn kynni sér hann nánar. Dali er spánskur og er frá Katalóniu. Dálæti hans á dauða, ófreskjum, grimmd og kvalalosta er í samræmi við hinn ævafoma áhuga Spánverja á þess- um efnum og sem birtist í spánskri list ailt frá rómönskum handritaskreyting- um og til Goya og Picasso. R A B B Framhald af bls. 5. vísindum. Allt okkar fólk, sem fer til framhaldsnáms erlendis: Kemur þaö ékki heim meö erlend áhrif t formi, aukinnar þekkingar og hœfi- leika til aö byggja upp og bæta íslenzkt þjóöfélag? Og hvaö um félagsmálin: Verk v lýösfélög, samvinnufélög, ung- mennafélög. Voru þaö ekki erlend áhrif, sem uröu til þess, aö þessi félagasamtök og ótal fleiri komust á fót hér? Og svo aö viö nefnum það, sem hefur verið kjölfesta ís- lenzks þjóöfélags um aldir, kristin- dóminn. Er hann e.t.v. einhver ís- lenzk uppfinning? Kommúnistar, sem hœst gala um ógnir erlendra álirifa, mundu senni- lega samþykkja strax, aö kristin- dómur vœri gott dœmi um erlend áhrif. En prédikanir kommúnista og sálufélaga þeirra um skaösemi erlendra áhrifn hitta þá sjálfa verst af öllum, eöa var kommúnisminn fundinn upp á ísandi? Þetta skyldi þó ekki vera erlent fyrirtœki? Nú segir e.t.v. einhver: Hann gleymir auövitaö menningunni, bók- menntum og listum! — En hvernig œtli bókmenntir okkar og listir heföu þróazt, ef þess heföi veriö gœtt, aö þœr yröu aldrei fyrir er- lendum áhrifum, góöum og slœm- um? Sennilega hafa þœr bara ekki oröiö fyrir nógu miklum áhrifum. Svo mikiö er víst, aö tiltölulega sára fá síöari tíma bókmenntaverk hafa fundið hljómgrunn utan Islands. Og þeir rithöfundar og listamenn, sem hlotiö hafa einhverja frœgö erlend- is, eru einmitt þeir hinir sömu og mest hafa feröuzt, kynnzt flestu og mest hafa séð: Þetta eru mestu heimsmennirnir. — Og þetta eru líka mennirnir, sem liljóta mest lofið meöal sinna landsmanna. Meöal þeirru, sem telja þjóöinni stafa ógn af erlendum áhrifum, eru líka taumlausir dýrkendur fortíð- arinnar. Menn, sem ekki skilja straum lífsins og sjá aöeins eitt ráö til aö varöveita menningararfinn Aö lifa í fortíöinni, viöhalda fortíö- inni, jafnskemmtileg og hún mun annars hafa veriö oft og tíöum. Nei, tunga og menningararfur veröa ekki bezt varöveitt meö þvi aö eta tros og vatnsgruut að hœtti forfeðr- anna. Þaö er ekki leiöin til aö viö- halda tengslum viö fortíöina, held- ur leiöin til þess aö daga uppi á út- skeri. Tvær af hetjum Dali, Velasquez og Gaudi, voru einnig Spánverjar. Hinar skörpu útlínur í myndum hins unga Velasquez, innsýn hans í lögmál lj’ss og skugga, er mikilvæg uppspretta fyr- ir hið mikla raunsæi Dali. Og sérhver sá, sem skoðar kirkjumyndir Gaudi í Bnrcelona, mun sjá mörg svipuð fyrir- biigði og koma fram í hinum súrrea- lístísku myndum Dali. Önnur uppspretta fyrir hugmynda- flugi Dali, eins og hún var nærri því crugglega fyrir Gaudi einnig, eru jarð- lögin og landslagið umhverfis Port Liigat, þar sem Dali hefur dvalizt svo rnikinn hluta ævi sinnar. Ströndin er mjög vogskorin og þar er mikill fjöldi hrjóstugra eyja, enda ná Pyreneafjöill- in þar út í Miðjarðarhafið. Það glittir ó járn í klettunum og þeir taka á sig margvíslegar rnyndir. Og maður freist- ast til að halda, að lifandi verur eigi sér þar bústað. Og þegar vindurinn blæs Framhald á bls. 13. Sannleikurinn er sá, aö erlend á- hrif hafa veriö okkur meira viröi — og veröa okkur meira virði en flest annað. Aukinn samgangur viö aörar þjóöir, heimsóknir útlendinga og vaxandi feröalög íslendinga til útlanda víkka sjóndeildarhringinn. Meö því aö kynnast öörum þjóöum, menningu þeirra, siöum og venj- um, veröum viö ekki aöeins fœrari um aö foröast slæmu áhrifin og vinsa úr hiö fjölmarga, sem getur styrkt og bœtt ökkar þjóöfélag. Viö veröum líka fœrari um aö meta og sjá okkar menningararf í réttu Ijósi og veröa hluti af nýjum heimi án þess að tapa þvi, sem okkur er kœr- ast. h.j.h. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 14. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.