Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Síða 9
I g hef verið að velta því fyrir
mér hvaða skemmtikrafta sjönvarp-
ið muni hafa á takteinum þegar dag-
urinn rennur upp, og það virðist því
miður ekki vera um auðugan garð að
gresja. Ég veit,,vað það verður engin
mannekla fyrsta daginn, því að þá
mun margur maelskumaðurinn þykj-
ast þurfa að legg'ja hönd á plóginn
við vigsluna. En það er ekki hægt
að halda áfram að vígja sjónvarpið
dag eftir dag bara af því maður fær
billegar ræður. Þar kemur að sjón-
varpsnotendur biðja um að fá að sjá
eitthvað líflegra en kokið á stjórn-
málamönnum, og ég er einmitt
hræddur um að þá byrji vandræðin.
Ég veit að menn reikna með að
Jón Múli Árnason verði til í tuskið
og svo Svavar Gests, og það er ekki
fráleitt að þeir slái til. Báðir eru af-
bragðs útvarpsmenn og ákaflega góð-
hjartaðir í þokkabót, og ég er viss
um að þeir mundu standa á haus fyr-
ir sjónvarpið ef þeir héldu þeir gætu
orðið því að liði fyrir hæfilega þókn-
un. En það er ekki heldur nóig því
miður. I>ar keraur eflaust líka að
sjónvarpsnotendur biðja um að fá
að sjá eitthvað líflegra en Jón Múla
Árnason á haus í morgunsjónvarpinu
og svo Svavar á haus í kvöldsjón-
varpinu, og ég er hræddastur um að
þá byrji vandræðin fyrir alvöru.
svifalaust að nú sé maður að byrja
að vinna sig upp í þjóðhetju. Þetta
er eitt af þeim málum sem menn geta
elcki skrifað um án þess að setja sig
í riddaralegar stellingar. Þ-ó virðist
mér kjarni málsins komast fyrir í
einni setningu: Ef allt sem íslenskt
getur heitið er ekki í háska vegna
Kanasjónvarpsins, þá er ekki nóg
með að við þurfum einskis að kviða
í þeim efnum um alla framtið, held-
ur er allt umstangið um þetta allt á
liðnum öldum einn herlegur regin-
slagur við vindmyllur. Það má að
sjálfsögðu segja þetta í löngu máli
eins og dæmin sanna. Og það má
deila um það endalaust hverju við
höfum að tapa og hvað við höfum
að vinna. En sjónvarpið er nær-
göngulasta og ísmeygilegasta áróð-
urstækið sem enn hefur verið fund-
ið upp, og það er mergur málsins.
M
. ikið væri nú gaman að geta
sagt með góðri samvisku að maður
hlakkaði þa_r af leiðandi til að sjá
Jón Múla Árnason í íslenzku sjón-
varpi og svo Svavar Gests, þó að
raunar megi varpa fram þeirri spurn
ingu hvað verði þá um útvarpið. En
það þarf sitthvað fleira 1 sjónvarps-
sendingu en tvo útvarpsmenn, þó
báðir séu vmsælir. Ég óttast ,^má-
vegis bilunina“ sem hefur elt út-
varpið eins og grár köttur allt síðan
það byrjaði að starfa. „Smávegis biL-
un“ i sjónvarpi er ekki bara hrygla
gaul eða dúndrandi þögn. „Smávegis
bilun“ í sjónvarpi lýsir sér til dæmis
þannig að ljósakrónan dettur ofan
á höfuðið á Jóni Múla Árnasyni og
steinrotar hann. Þetta er góð skemmt
un til að byrja með, en þegar Jón
Múli liggur vankaður undir ljósa-
krónunni viku eftir viku, þá fer að
fara fúttið úr brandaranum (og
væntanlega líka úr Jóni).
Smávegis sjónvarpsbilun er stórum
alvarlegra mál en smávegis útvarps-
bilun. Gjöri menn svo vel og ímyndi
sér Svjjvar Gests í essinu sínu við
stjónvarpssendingu, og allt í einu slitn
ar niður um hann. Talan hrekkur í
augað á vini mínum Thorolfi Smith
sem rekur olnbogann á kaf í magann
á Sveini Ásgeirssyni. Ef þetta gerð-
ist hjá útvarpinu, þá mundi koma
dauðaþögn í þrjár mínútur en síðan
mundi magnaravörðurinn spila Nú
blikar við sólarlag (og visast aftur
á bak) og síðan kæmi þulurinn eins
og ekkert hefði ískorist og segði
sallarólegur: „Hlustendur eru beðnir
að afsaka þetta hlé sem varð vegna
smávegis bilunar á Vatnsendastöð-
inni.“
E
n í sjónvarpi þýddi ekki nokk
urn skapaðan hlut að reyna að telja
mönnum trú um að Vatnsendastöðin
hefði slitnað niður um Svavar Gests.
Auk þess mundi Thorolf Smith blasa
við okkur með glóðarauga i öllum
regnbogans litum, og auk þess mundi
Sveinn Ásgeirsson steypa stömpum
fyrir augunum á okkur viðþolslaus a£
magapínu. Hvað stoðar undir slikura
og þvilíkum kringumstæðum að tala
um „smávegis bilun“? Ég mundi
segja að Jón Múli Árnason yrði
veskú að fara fram og játa hrein-
skilnislega hvernig allt væri koniið
í vitleysu, þó að það þýddi náttúr-
lega að aumingja Jón yrði að fara
aukatúr undir ljósakrónuna.
Ég vík ekki frá því að það er
barnalegt að tala um „málvernd“
(óttalegt orð) eða þá „varðveislu
þjóðlegra verðmæta" (sannkallaður
hvellfrasi) á meðan útlendingar hafa
rápfrelsi um heimili okkar fram yf-
ir miðnætti. En ég held ekki heldur
að það sé nein lausn að stinga upp
í okkur snuði íslensks sjónvarps. Það
er eins og að gefa manni undanrennu
sem búið er að venja á kampavín;
eða fara með mann í Gúttó sem er
nýbúinn að skemmta sér í Tívolí; eða
bjóða manni Ketil skræk í býtturn
fyrir Elisu Doolittle.
Hverslags frekja er þetta að leyfa
sér að halda því fram að íslenskt
sjónvarp geti nokkurntíma orðið
nema svipur hjá sjón við hliðina á
Kanasjónvarpinu. Það skyldi þó
aldrei vera að við værum komin í
sjálfheldu, hérna sunnanlands að
minnstakosti? Forráðamenn okkar
skyldu þó aldrei hafa magnað þann
draug sem þeir geta ekki sett nið-
ur aftur? Það væri rétt mátulegt á
þá að láta Svavar Gests flytja víg'slu-
ræðuna þegar dagurinn rennur upp,
en stilla þeim sjálfum undir ljósa-
krónuna í staðinn fyrir aumingja
Jón.
M
einið er þetta að ýmsir hæfi-
leikamenn munu skerast úr leik þeg-
ar sjónvarpið kemur til sögunnar, ná-
kvæmlega eins og þeir hafa alla tíð
tregðast við að koma fram í út-
varpi. Það ber ýmislegt til. Þetta er
til dæmis ekki nógu vel borguð í-
hlaupavinna ef menn vilja vanda sig,
og menn fá drjúgt meira fyrir blað-
síðuna (og hæfileika sína, hugmynda f
flug, andagift) á öðrum vettvangi.
Aftur á móti er einatt nóg framboð
af skussum. Maðurinn sem hespar
af tuttugu mínútna ,,erindi“ á tveim-
ur tímum, hann labbar sig niður í
útvarp. Þar með er ekki sagt að út-
varpið gíni við öllu þvílíku. Maður
mætir brúnaþungum mönnum á
vakki kringum Skúlagötu 4 með alla
vasa bólgna af handritum, en fá ekki
áheyrn. í guðsbænum ætlið ekki h-eld
ur að ég sé að gera því skóna að
hreint engum góðum mönnum sé út-
varpað. Eg nefndi tvo áðan og ég
gæti nefnt fleiri. Stundum hentar
það mönnum að koma fram í út-
varpi, þó að þeir séu velkomnir ann
arstaðar. En hlutfallið milli hæfi-
leikamannanna og skussanna er ekki
hagstætt fyrir útvarpið.
Það er verst hvað þetta sjónvarps-
mál er komið á háan stall. Maður
þorir varla að minnast á sjónvarpið
núorðið, því að þá halda menn um-
var brauðið sameinað Odda og svo hefur
verið síðan að Keldur eru annexía frá
þeim fornfræga stað.
H«
lér standa til prestskosningar í
vor og þá minnist maður þess, að það
var einmitt hér í Oddaprestakalli, sem
fyrst var kiosinn prestur á íslandi. Síð-
■ao eru næstum 80 ár og víða ar búið
að kjósa presta síðan og margt búið að
segja í öllum þeim kosningum.
Já, það er árið 1886. Alþingi er ný-
búið að samþykkja lög um þátttöku
safnaðanna í veitingu prestsembætta og
Oddin-n er laus eftir brottför sr. Matth-
íasar til Akureyrar. Þá var ekki presta-
fæðin og nóg af prestaskólakandídötum.
Ellefu hafa útskrifast þetta sumar, - og
inargir þeirra hafa sjálfsagt haft hug á
Oddanum, þessu landsins tekjulhæsta
prestakalli. En það var lítil von fyrir
nokkurn þeirra að fá hann. Veitinga-
valdið skipaði ekki pilta beint frá próf-
borðin-u í landsins beztu brauð. Þar
gengu fyrir eldri prestar með langan
embættisferil að baki. Stiptsyfirvöldin
innstilla „einn slíkan að Odda, prest af
Vesturlandi. En 1 stað“ þess að veita
hon-um brauðið, ákveður nú íslands-
róðgjafinn, Nellemann, að láta nú kosn-
ii:galögin nýju koma til framkvæmda o-g
gefa söfnuðunum í OddaprestakallL tæki
færi til að segja álit sitt á umsækjend-
unu-m og 25 ára nýútskrifaður kandídat
fær að vera meðal umsækjendanna —
Skúli Skúlason frá Breiðabólsstað í
Fljótshlíð. Og nú kemúr presturinn af
Veeturlandi ekki til greina. Kandídatinn
Fran.hald á bls. 13.
14. tbl. 1965.
• LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9