Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Qupperneq 10
SÉMAVIDTALIÐ
Jarðgörtg við Siglufjörð
Ú r a n náIu m mi ða!d a
Guðmundur Guðni Guðmundsson iók saman
NÝJAR PLÖTUR. Ennþá
haía komið nýjar plötur til
HSH, Vesturveri. í>ar var
um talsvert mikið af 33.
snúninga plötum að ræða
m.a. með hinum skemmti-
Jega söngvara Jim Reeves.
Litlar plötur komu all-
margar. Þar er m.a. nýjasta
piata The Animals ,,Don’t
let me be misunderstood“ og
„Club a-gogo“. Animals eru
nokkuð góðir og sólósöngv-
ari þeirra mjög góður sér-
stakiega í síðara laginu. The
Drifters, sem eru frá A.mer-
íku, en Englandi eins og
fíestir aðrir söngflokkar
eða hljómsveitir þessa síð-
uslu mánuði eru þarna með
nýiegt metsölulag sitt ,,At
the club“ nokkuð got lag.
Þé er það nýjasta plata Roy
Orbison, það heitir „Good-
night“, það er hvergi nærri
eins skemmtilegt og næsta
plata hans þar á undan „Oih,
pretty woman“, sem alls
staðar náði metsöiu. Maður
er búin að bjóða „Good-
night“ góða nótt áður en
þlötunni er lokið. „Only
with you“ er „hitt lagið“ á
þessari plötu og það er mun
skemmtilegra. Nú hefur hon
um Roy okkar blessuðum
brugðizt bogalistin. Svo eru
það ,,Ronettes“ með nýja
lagið sitt, „Born to be to-
gether“. Þetta er ein af
þessum Phil Spector plöt-
um, en Spector semur og út-
setur og stendur fremst
Bandaríkjamanna á þessu
sviði í dag. En hann yfir-
hleður, því undirleikur er
erðinn svo margbrotinn að
söngur heyrist varla og
texti alls ekki. Lestina reka
svo fjórar brezkar hljóm-
sveitir. Gery and the pace-
makers með sitt ágæta lag
„Ferry cross the Mersey“.
Þetta er skemmtileg hljóm-
sveit, sem áreiðanlega á eft-
ir að lifa lengi, jafnvel þó
að beat-músikin haldi ekki
velli. Þá er það Dave Clark
Five, þeir eru með lagið
„Come Home“, sem ekki seg
ir mikið. Og heldur finnst
mér þessari hljómsveit hafa
farið aftur hvað söng og
leik snertir, þeir hitta ekki
eins oft í mark og áður. Svo
er það hljómsveit sem ber
nafnið The Beatles, ég gæti
trúað að einhverjir kannist
við hana. Hún er með tvö
lö.g á plötu, „Eight days a
week“ og „I don’t want to
spoil the party“ en bæði
þessi lög eru af síðustu stóru
plötunni þeirra, og hafa
ekki komið út á lítilli plötu.
Fyrra lagið komst meira að
segja í efsta sæti á vinsælda
listanum í USA fyrir
nokkru, án þess að hafa gert
það í Englandi. Og auðvitað
er þetta skemmtileg plata
eins og flest sem komið hef-
ur frá þessari hljómsveit frá
því að henni fór að vaxa
fiskur um hrygg. Lestina
reka svo Peter og Gordon,
þá er varla hægt að telja
hljómsveit. Þeir syngja og
ha.fa svo hljómsveit sér til
aðstoðar. Þeir eru með lögin
„I go to pieces" og „Love
me baby“. Þeir eru miklu
vinsælli i Ameríku en
heimalandi sinu, Englandi
enda vinna þeir nú orðið
meira vestanhafs en í Bret-
landi. Söngur þeirra er mjög
góður og er skemmst að
minnast hinnar ágætu plötu
þeirra, „World without
love“. Það er sems'agt nóg
til af öllu hjá HSH Vestur-
veri þessa stundina.
1280
Mongólar senda enn menn til
Japans og krefjast þess að Japan-
ir lúti yfirráðum Mongóla, en
Japanir tóku sendimennina og
drápu alla með tölu.
9-5. d. Magnús Hákonarson kon-
ungur í Noregi og fyrsti konung-
ur íslendinga. Eiríkur sonur hans
er kallaður vár prestahatari, verð-
ur konungur yfir ríki Magnúsar.
Eirikur var þá 15 vetra og ríkti
til 1299.
Stofnaður háskóli I Portúgal,
hann starfar enn og er næst elzti
háskóli í Evrópu.
ísland.
Eoðinn-Leppur umboðsmaður
konungs kemur til landsins og
fer ásamt Jóni Einarssyni lög-
manni um landið að taka hyll-
ingareiða fyrir hinn nýja konung
Eirik Magnússon.
Útkoma Árna biskups og Jörund-
ar biskups.
1281
Konungsvaldið í Noregi hefur
sókn gegn valdi kirkjunnar sem
alltaf var að færast í aukana.
Martín IV verður páfi. Hann bann
færði keisarann í Miklagarði,
Mikael VIII, fyrir að styðja Karl
af Anjou í valdabrölti hons á
Balkanskaga.
Kublai-khan sendir 150.000 manna
lið frá Kóreu og Kína til Japan,
en liðið var strádrepið eftir að
íloti þess hafði verið eyðilagður á
eynni Kyushu.
Island.
Meginhluti Jónsbókar lögtekin á
Alþingi, en lögbókin Járnsíða þá
numin úr gildi.
1282
Sikileyingar drepa alla franska
menn á Sikiley.
Wales sameinað Englandi. Þá
fékk elzti sonur enska konungs-
ins eða ríkisaríinn titilinn: Prins
af Wales.
Erkibiskupinn í Noregi og helztu
fylgismenn hans gerðir útlægir
úr Noregi af ráðuneyti Eiriks
konungs, og flýr erkibiskupinn
til Englands.
Habsborgarar taka völd í Austur-
ríki og réðu þar ríkjum til 1918.
íslaitd.
Utanferð Hraíns Oddssonar hirð-
stjóra.
1283
ísland.
Hrafn og Erlendur lögmaður
Ólafsson kom frá Noregi með
konungsbréf um að leikmenn taki
aftur kirkjustaði.
D. Þorgils skarði.
D. Þórður Sturluson lögmanns
Þórðarsonar, hirðprestur Magnús-
ar lagabætis.
EROS
Eftir Ninu Björk Árnadótfur
Eros við höíum barizt um bjartar sem dimmar nætur.
Þú ert grimmur og gefur ei grið.
í nótt höfðu vopnin mín falið si.g
og ég lá varnarlaus.
í nótt var fegurð mín sjúk og sigruð
og þú brostir sælt.
Eros hatur mitt
er ekki hatur
O'g brátt mun þinn sigui'söcgur duna
í ungu blóði mínu.
— Vegamálaskrifstofan.
— Er Snæbjörn Jónasson, yf-
irverkfræðingur við?
— Augnablik.
— Snæbjörn.
— Góðan dag, þetta er hjé
Lesbók Mbl. Hvað er efst á
baugi hjá ykkur núna?
— Undirbúningur undir sum
arið stendur nú sem hæst. Fjög
wra ára áætlunin hefur
verið rædd í þinginu,
o.g því að mikiu leyti
ákveðið hvað verður unnið á
þjóðvegunum á komandi sumri.
Sýsluvegaáætlunin er í undir-
búningi og á næstunni hefjast
sýslufundir, en á þeim verður
cmdanlega gengið frá henni.
Gerð hafa verið kaup á vélum,
efni keypt til brúa, eins og
Ihægt hefur verið, áður en end-
anlega var ákveðið, hvaða brýr
yrðu. byggðar. Margt annað hef
ot verið á döfinni, eins og á-
kvörðun á legu veganna út
iré Reykjavik í sambandi við
svæðaskipulagið, Hafnarfjarð-
arvegur um Kópavog og til-
raunir með olíumöl á komandi
sumri, svo að eitthvað sé nefnt.
Stærstu verkefnin í sumar eru
Reykjanesbraut, Siglufjarðar-
vegur, Ólafsfjarðarvegur um
Ólafsfjarðarmúla, ýmsar stór-
framkvæmdir á Vestfjörðum,
svo sem frá Patreksfirði að
flugvelli, á Bíldudalsvegi, á
Vestfjarðavegi um Breiðadals-
heíði og .Bolungarvíkurveginn.
Auk þess eru að sjálfsögðu
fjárveitingar til fjölda nýbygg-
inga víðsvegar um landið og
ennfremur til brúa en um það
er Árni Pálsson, yfirverkfræð-
ingur, fróðari. Það verkefni,
sem einna mest umtal hefur
vakið, kannski að undantek-
inni Reykjanesbraut, eru vafa-
laust jarðgöngin á Siglufjarð-
arvegi, enda er þar um fyrstu
verulegu jarðgöngin að ræða
hér á landi. Þau hafa nú ver-
ið boðin út. Áætlað er að unn-
ið verði við gröf’t gangnanna á
Siglufirði, en gangnamunninn
er um 314 kílómeter frá kaup-
staðnum.
— Hvað verða göngin löng?
— Þau eru 782 metrar á
lengd.
— Hvernig er útboðinu hag-
að?
— Jarðfræðingar hafa gert ýt
arlegar athuganir undanfarin
sumur á gangnasvæðinu, og sú
tilhögun að láta bjóða í tvær
mismunandi gerðir er byggð á
þeirri rannsókn Fyrri tilhög-
unin miðast við að grafin séu
göng fyrir eina akgrein og út-
skot, en hin síðari miðast við
að gera tvíbreið göng ef sýni-
legt verður, þegar nokkuð er
komið áleiðis með mjóu
göngin, að slíkt sé framkvæm-
anlegt ber.gsins vegna. Verkið
var boðið út um síðustu mán-
aðamót og á að skila tilboð-
um fyrir 18. maí.
— Hvað er að frétta af Kefla
vúkurveginum?
— Það er ekki ákveðið enn
hvernig hann verður gerður.
Fyrst var ákveðið að steypa
hann, en síðan gerði Efnalhags-
stofnunin tillögu um að mal-
bika hann og lækka með því
byggingarkostnaðinn. Er í at-
hugun hvor leiðin verði valin.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
14. tbl. 1965.