Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Side 12
SVIPMYND Framhald. af bls. 2. „Á hverjum fundi er Mac sá, sem hittir alltaf kjama hverrar rösemdafærslu og 6ker niður ómerkileg smáatriði um- ræðnanna, og sýnir okkur fram á, hvað hefur orðið að samkomulagi og hvað er eftir að komast að niðurstöðu um“. „Gleymið ekki leikni Macs með minn- isblöðin, bætir annar samverkamaður ■við. „Hann skrifar eins hratt og hann talar, og alveg jafn skipulega. Og hér í borg hefur sá alltaf betur, sem er fljótastur að koma orðum að hlutunum og gerir það vel“. f ráðuneytinu, þar sem Bundy kemst sennilega í snertingu við tilfinningar mests fjölda manna, hlýtur hann að minnsta kosti kuldalega virðingu að svari, en þó oftar einlæga aðdáun. „Hugsið ykkur bara“, segir háttsettur embættismaður, „að hvenær sem maður á erindi við Hvíta húsið, þá er Mac þar. Það er hægt að bera hvað sem er undir hann og fá fullnægjandi svar. Víst er hann snöggur upp á lagið og stund- um níðangurslegur, ef honum finnst hinn fara framhjá kjarna málsins. En stundum er líka hinn' ekki kominn nema hálfa leið í málflutningi sínum, að þá getur hann sagt: — „Þetta er rétt hjá þéi.“ “ Aðalatriðið er, að hann er þarna og hlustar. „Það er ekki nema eðlilegt, að sumir kunni illa við hann“, segir annar. „Hann er þröskuldur á leiðinni til forsetans, eða þá að hann fer með málstað mót- parts þíns inn í Hvíta húsið um leið og þinn. Hann hefur orðið að leggja dóm á og ráða fram úr mörgum snúnum mál- um“. í „Litla Ráðuneytinu“ hjá hinum tólf mönnum eða þar um bil, sem vinna beint undir hans stjóm, er virðingin fjmir löngu orðin að hollustu. Aðstoðar- menn hans eru hrifnir af þvi, að hann skuli vera svo „fljótur að skjóta“, ekki vegna þess að hann er oft fljótari en þeir sjálfir að skilja það, sem þeir ætla að fara að segja honum, heldur og vegna hins, að þeir vita, að þótt þeir séu á öðru máli en hann, er þeim frjálst að hamra á honum og það tvisvar eða þrisvar á dag, ef þeim svo lízt, og fá meira að segja oft viðurkenningu fyr- ir, og einstöku sinnum snýst honum jafn vel hugur. „Einmitt vegna þess, hve hann treyst- ir mönnum“, segir annar undirmaður bans, „er hann aldrei smámunasamur, neitar aldrei því sem hann hefur áður sagt, og er aldrei hræddur við fortölur“. Og annar bætir við: „Hann dæmir hugmynd sjálfrar hennar vegna, en ekki með tilliti til aldurs eða metorða höfundar hennar“. Þótt einkennilegt sé, gerir áhugi hans á hugmyndum og skylda hans að leggja andstæðar hugmyndir og úrræði fyrir forsetann, það oft ókunnugum erfitt að vita nákvæmlega, hvaða hugmyndum bann er hlynntur og hefur mælt með, á hverjum tíma. annig væri það misskilningur á áhrifum Bundys, og. mikilvægi hans, að segja blátt áfram, að hann hafi lagt til hörðustu viðbrögðin gegn kommúnist- um í Moskvu, Peking, Havana og Hanoi og fyrr mælt með eigingjömu samkomu lagi við þá gegn um samninginn um Laos í Asíu. Hann hefur stutt andstöðu cg samkomulag með jafnmiklum krafti. En aðaláhugamál hans er samt úr- skurður mála, og að þeim gengur hann með þeirri sannfæringu, að „þar sem ákafinn er mikill og skoðanamunur á- berandi, þá hafa báðir partar eitthvað til síns máls, og einnig hættir þeim til að láta sér skjátlast". „Það sem raunverulega reynir á stjórnina“, sagði hann eftir eldflauga- deiluna á Kúbu, „er stöðug og óslitin áreynsla, oftast í óvissu til að byrja með, hvemig lykti, en alltaf reiðubúinn að snúast við ástandinu eins og það er, og vitandi um nauðsynina á að geta sigr azt á því ,en ekki einhverju hugsuðu óstandi eins og það ætti að vera, eða var þegar menn þekktu það áður, eða eins og það væri ef mennirnir í Wash- ington væru skynsamari". Bundy hugsar sér sjálfan sig vera að vinna í aðalstöðvunum á vígvelli, þar sem háð er „Þessi daglega orusta dóm- greindar og úrskurðar og keppni við að komast að niðurstöðu". Og loks þegar iokaákvörðunina skal taka, „getur ekk- ert. komið í staðinn fyrir einbeittan huga og vilja forsetans“, en hlutverk ann- arra, og þá einkum hans eigið, er ekki annað en það að hafa gætur á upplýs- ir.ga leiðunum. — Þetta er einskonar þýðingarstarf- semi“, hefur hann sagt, „og allar þýð- ingar eru list“. Ef hæigt er að finna nokkurn sérstak- an stíl á þýðingum Bundys og fram- setningu hans á viðfangsefninu, þá staf- ar það frá þessari eilífu spennu milli valds og friðar, sem hann er í, skoðun- um, sem kann að mega rekja til hans eigin þroska í ábyrgðarmiklum eða for- réttindastöðum ,en alltaf önnum kafinn við heimsmálin, eða líka má rekja það til föður hans, Harvey Holiister Bundy, sem starfaði hjá Henry L. Stimson, for- ingi hermanna og stjórnmálamanna í ó- friði og ráðuneytum, eða til hans eigin samvinnu við Stimson um endurminn- ingja hermanna og stjórnmálamanna í ó cg ófriði“, sem hann hefur sagt vera merkistein á ævi sinni ,eða þá til tengdanna við Dean Acheson, en dóttir hans er nú kona William P. Bundy, eidra bróður hans og aðstoðarráðherra í Austurlandaráðuneytinu „Mjög nákomið kjarna allra utanrík- ismála", skrifaði Mac 3undy í bók sinni um Acheson, „er sambandið milli stjórn málastefnu og hervalds“. Og síðan hann kom til Washington, hefur hann ekki breytt þessari skoðun sinni. „Við ættum aldrei að skilja friðar- bugsjónina frá nauðsyninni á árvekni 1 vamarmálum", orðaði hann það í einni ræðu sinni. Og í fyrra, í vandaðri lýsingu á forsetadómi Kennedys, í tímaritinu Ut- anríkismál, ritaði hann: „Ekkert er hættulegra friðinum, en veikleiki hjá ægivaldi Bandarikjanna". Og: „Eins milc ilvægt og að hafa aflið, er hitt, að aðr- ir viti mann hafa það“. En valdbeiting í framkvæmdinni krefst einnig stillingar, telur Bundy, en sú stilling byggist aftur á hæfilegri virð ingu fyrir skoðunum mannkynsins. Ef hægt er að setja skoðun hans fram, al- n ennt og í heild, að nokkru gagni, þá er hún sú, að þessir þrír þættir hegð- unar í alþjóðaviðskiptum ætti alltaf að vera hugfastir og sem næst í þessari röð. Það virðist einnig mega gefa í skyn með sanngirni, að í skoðunum Bundys á vandamálunum ráði atvik og tæki- færi meiru en hrein hugmyndafræði. f sérkennilega laginni en einkennadi setn ingu í áðumefndri ritgerð um forseta- dóminn, hefur hann líkiega gengið hvað lengst til móts við hugmyndafræðina, með því að segja, að styrkur Banda- ríkjanna hafi verið æfður, ekki á „hinni meðfæddu vonzku kommúnismans, held ur á hinum illu afleiðingum hennar“. Sú ritgerð var einnig merkileg fyrir það, að þar var reynt að útskýra, hvern ig McGeorge Bundy, einn hinna nán- ustu samverkamanna Kennedys, tókst að yfirfæra hollustu sína á Lyndon B. Johnson. Árum saman hefur verið taiið, að frami og velgengni Bundys í Washing- ton, byggðist nær eingöngu á hinu ein- kennilega góða samkomulagi hans við f. rsetann sáluga. Hann var aðeins tveim árum yngri en Kennedy og hafði komið á eftir honum í Dexterskólann í Brook- ine, Mass., en síðan farið aðra, en þó ekki ósvipaða leið, gegnum Groton og Yale. Pólitísk metorðagirnd Bundys varð fyrir áfalli, er hann bauð sig fram árangurslaust, með repúblikanaflokkn- um við borgarstjómarkosningar í Bost- on, en gáfur hans og ættarsambönd gáfu honum möguleika á að komast í opin- bera þjónustu. Hann var í síðari heimsstyrjöldinni sem njósnaforingi undir stjóm Alans G Kirk aðmíráls. Eftir ófriðinn vann hann að endurminningum Stimsons, var ráðunautur við MarShalláætlunina og og vann 1948 með tveim tilvonandi ráð- hermm, John Foster Dulles og Ghrist- ian Herter, og loks sem ræðuritari í ut- anríkismálum, fyrir frambjóðandann í íorsetakosningunum, Thomas E. Dewey. Eftir ósigur Dewey kom hann að Harv- £ rdhásbólanum sem fyrirlesari í stjóm- íræði og fjómm árum síðar, þá aðeins 34 ára að aldri, varð hann deildarstjóri lista- og vísindadeildarinnar — og þannig raunverulega næstæðsti maður háskólans. Upp frá þeirri stundu velti deild austurasíumála vöngum yifr því, hve írami Bundys gæti að lokum orðið. Sumir gizkuðu á háskólarektorsstöðu og þá helzt í Yale. En svo hitti hann af tilviljun í Harvard, forstöðunefndar- mann og frambjóðanda, John F. Kenn- edy, og það varð til þess, að hann gerð- ist. stjórnmálaráðunautur hans og komst að lokum í kjallarann í Hvíta húsinu, og varð þar, eins og einn gagnrýnandi orðaði það, í viðeigandi stöðu, sem Deild arstjóri heimsins. Fáir í Wasihington og ennþá færri í liði Kennedys bjuggust við, að Bundy mundi reyna, auk heldur framkvæma, það að láta flytja sig í starfshóp Jothn- sons. Sjálfur virtist hann vera í vanda staddur um að ákveða sig, veturinn 1963-1964, en loks kom hann úr frii sunnan frá Karíbahafi og var um helgi á búgarði Johnsons forseta, þar sem hann ákvað sig og lét þess getið í rit- gerð um utanríkismál „að hollusta við Kennedy forseta og hollusta við John- son forseta gætu ekki einungis samrknzt af sjálfú sér, heldur væri rökrétt nauð- s.imleg, sem þáttur í hollustu við sam- eiginlegan málstað þeirra“. Hann fann, að hans var þörf og það i vaxandi mæli og lét þess getið í sam- bandi við þessi auðveldu húsbænda- skipti sín, að hann, framar öllum öðrum aðstoðarmönnum Kennedys, hefði verið að þjóna forsetaembættinu, en ekki lýrst og fremst forsetanum. Að hvaða leyti forsetaskiptin hafa breytt hlutverki Bundys, verður hans leyndarmál, því að hann getur ekki einu sinni reynt til að útskýra það, án þess að sýnast vera að fara út í fundar- kenndan samanburð. Á ytra borðinu hefur starfsemi hans ekki tekið miklum breytingum. Hann kemur enn sem fyrr í Hvíta húsið milli 3.15 og 8.30 á morgnana, eftir að hafa skilað fjórum sonum sínum í skólann, rennir svo gegn um skeytin frá nótt- inni og dagskrá dagsins og lýkur við að lesa fjögur morgunblöð. Nýir við- burðir eða horfur geta krafizt tafarlauss sambands við forsetann í síma eða heim sókn og svo eru fundir, sem þarf að ákveða fyrir daginn, við æðri embætt- ismenn eða hinar og þessar deildir og skrifstoíttr. venjulegum starfsdegi getur Bundy verið að fást við sérstaka áætl- anir — eins og til dæmis stofnun borg- arnefndar til að rannsaka vandamál viðskipta við kommúnistarikin og var- anleg vandamál — eins og fyrirskipanir til herstjómarinnar um forsetalegar til- skipanir um Vietnam. Hann kann að taka móti erlendum sendiherra út atf einhverju sérstöku máli, eða amerískum sendiherra, sem er kominn heim til skrafs og ráðagerða, tala við amerískan eða útlendan blaðamann eða tvo, sína eigin starfsmenn og svo strauminn af símtölum, eða persónulegum fyrirspum- um frá ráðuneytunum eða hermálaráðu- r.eytinu njósnamiðstöðinni, kjarnorku- nefndinni, þingmönnum og öðrum að- stoðarmönnum Johnsons. Allan daginn fær Bundy upplýsingar um framvindu mála, gegn um „stöðu- skrifstofu“, en hún er atómaldar-upp- lýsingatæki, sem hann hefur komið á fót sem sérstakri deild skrifstofu sinn- ar; með því að þjappa saman ótrúleg- asta fjölda samtala á sama dag, við menn utanrikisstjórnarinnar og innan, hefur hann gert sjálfan sig að farveg íyrir gífurlegan straum upplýsinga til cg frá Hvíta húsinu. En fyrst og fremst er hann þó reiðu- búinn til þjónustu fyrir forsetann, og hefur alveg sérstæða aðstöðu til að mæla hrynjandi heimsviðburðanna og skap og áhugamál Johnsons, og getur því reiknað út hentuga tímann til að leggja fyrir hann mál og hugmyndir. Eftir því sem lengra hefur liðið á sam- band þeirra, hefur hann auðvitað feng- ið aukna aðstöðu til að afgreiða ýms mál milli ráðuneyta, í nafni forsetans, en það er stjórnin á hinu raunverulega forsetavaldi, sem er aðal áhugamál hans. Undir kvöldið er venjulega hægasti tími dagsins fyrir Bundy, og þá tekur hann sér oft röska göngu eða fer að svnda. En svo, þagar aðrir í stjórnar- skrifstofunum fara til kvöldverðar, fer hann í gegn um mikilvægustu útsend skeyti og fyrirmæli, og fer svo loks heim á leið milli kl. 8 og 8.30, nema á laugardöguim milli 4 og 5. Heimboð og hanastélsveizlur eru venjulegast afþakkaðar, og formlegar stjórnarveizlur forðast hann eftir þvi sam hægt er. Ef hann fer eitthvað út, vill hann helzt fara þangað, sem hann getur haft konuna sína með sér, sem áður hét Mary Buckminster Lothrop, og var aðstoðarforstjóri í Radcliffe College. Fjörugt danssamkvæmi, þar sem von getur verið á skemmtilegu fólki, er einna líklegast til að geta lokkað þau Bundyhjón úr hvíta múrsteinshúsinu fþví að „heima“ kalla þau enn vera í Cambridge, Mass.). f öllum verulegum atriðum, telja . kunnugir, að staða Bundys hafi bæði styrkzt og sérhæfzt við forsetaskiptin. Hjá Kennedy var hann að þjóna manni, sem átti áhuga á utanríkismálum langt út fyrir það, sem embættið heimtaði, manni, sem gat aldrei fengið nógu marg ar Leimsóknir útlendinga, eða nægilegar umræður um heimsmálin við embættis- rrænn af öllum stigum ráðuneytanna eða stéttum fólks. En hjá Johnson er hann að þjóna manni, sem hefur meiri áhuga á inn- anlandsmálum og pólitík — þótt hann auðvitað vanræiki aldrei áríðandi utan- ríkismál — manni, sem fær aldrei nógu margar .heimsóiknir stjórnmálamanna og vill heldur fara með diplómatisk og hemaðarleg mál á reglubundnari hátt, og tekur fullt tillit til yfirstjórnar og ábyrgðar. Þannig voru hlutfallsleg áhrif Bund- ys á tímabili Kennedys sennilega út- þynnt nokkuð af samkeppni annarra í nánasta hring Kennedys, og utan hans, en aftur á móti hafa áhrif hans til að vekja áhuga forsetans á hinum smærri málum, sennilega verið meiri þá. En samkeppnin hefur minnkað um leið og áhrif hans hafa farið vaxandi, og Bundy hefur aldrei verið brugðið um að geta ekki fundið tæikifærin sín sjálfur. Raunveruleg áhrif hans þekkir auðvitað enginn nema forsetinn sjálf- ur, og ekki er hægt að mæla þau og meta nema með samanburði við Rusk og McNamara. Bundy tryggir sér, að hvor þeirra sé fræddur um einstök — og stundum ósamkvæm — ráð hans til forsetans, og samband hans við þá hef- ur oft verið sagt vera formlegt og við McNamara oft innilegt. Hið almenna álit, að Bundy kynni eia )2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 14. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.