Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Qupperneq 14
ss
Eð
Melton S. Davis:
ANTHONY QUINN
Hrokafullur — duttlungafullur
— ómögulegur ?
ALLT líf Anthony Quinns
hefur verið barátta — fyrir
mat, fyrir atvinnu, fyrir þekk-
ingu, fyrir viðurkenningu, fyr-
ir virðuleika, fyrir persónu-
leika. f þessari baráttu er stöð
ug sjálfsprófun og nýuppgötv-
un á sjálfum honum. Hver sig
ur veldur honum efa um sjálf-
an sig, og hvert afrek verður
ný áskorun til frekari dáða.
Hann er ekki fyrr kominn í
mark en hann snarstanzar og
reynir að hugsa út, hvar hann
hafi verið — og hversvegna.
En með meistaralegri per-
sónusköpun sinni á Zorba,
Grikkjanum, virðist Quinn hafa
komizt út úr myrkviðinu, eft-
ir að hafa í tólf ár reynt að
finna sjálfan sig, baeði sem
leikara og mann.
Hverjum öðrum manni
mundi hafa þótt þessi ár við-
burða- og árangursrík. Ef út í
það er farið, þá kom hann fram
á Broadway í tveim veliheppn-
uðum leikritum — í öðru
þeirra með Laurence Olivier —
og sýndi síbatnandi leik í tutt-
ugu kvikmyndum í Englandi
og Ameríku og vann Oscars-
verðlaunin tvisvar. Samt segir
hann sjálfur: „Árum saman hetf
ég staðið í skugganum af „La
Strada“, sannfærður um, að ég
gæti ekki farið fram úr sjálfum
mér. Hvert sem ég kom, í veit-
ingahús eða næturklúbba, var
verið að leika lögin úr þessari
mynd. Þetta var orðið að nauð
ungarhugsun hjá mér. En nú er
Zorba svo fyrir að þakka, að ég
hef getað komið fram með eitt
hvað jákvætt aftur.
Innri maðurinn.
Túlkunin er það, sem leik-
arinn Quinn leitar að í hverju
hlutverki, til þess að réttlæta
manninn Quinn. I Zorba er
það staðfesting á einstaklingn-
um. Hann segir: „Við lifum í
heimi falskra verðmæta, um-
kringdir hrsesni, og með litlum
heiðarleika eða virðingu". Við
erum komnir á það stig, að
túlkunin er orðin mikilvægari
e<n það, sem hún túlkar. Ég
vona, að menn líti á Zorba, sem
einskonar frelsim. Hann er
mjög amerískur, af því að hann
er brautryðjandi, og ákveður
sjálfiur sín verðmæti. Hver mað
ur verður að finna sín eigin
verðmæti, en ekki láta melta
þau fyrir sig. Hver sem er, get-
ur vísað ykkur veginn, en þið
verðið að eiga styrk til að feta
hann sjálf“.
Quinn fæddist í Kaþólskan
sið, og lærði til prests. En
þegar ég var orðinn 14 ára
„vakti skrautið og viðhöfnin
mig til uppreisnar. Hin ein-
fötfdu sannindi kirkjunnar, sem
eru nægileg fæða fyrir hinn
andlega hungraða, hurfu, kaf-
færðust í reglum. Og þegar ég
sá, að fólk var að dýrka regl-
urnar en eklki guð, yfirgaf ég
kirkjuna og gerðist götuhorna-
predikari, eldheitur, og barði
bumbur fyrir sáluhjálpina.
Seinna gerðist ég guðspeking-
ur. Ég lagði stund á austræn
trúarbrögð, og loksins eign-
aðist ég mína eigin trúarsann-
færingu.
Quinn getur sagt eins og
Zorba: „Ég hetf gert hundrað
og aftur hundrað mismunandi
verk um dagana, en samt ekki
nógu mörg. Menn eins og ég
þurfa að lifa í þúsund ár“. En
Quinn hefur þama gott forskot
Hann er líklega eini leikarinn,
sem skrifað hefur sjálfsævi-
sögu, sem lýkur við 21 árs ald-
ur.
„Og hví ekki það?“ oskrar
hann í sýnilegri sjálfsánaegju.
„Þegar ég var kominn á þann
aldur, hafði ég verið í bylting-
unni í Mexíkó, þreytt hnefaleik
við Primo Camera, leikið með
Mae West, hrifið John Barry-
more, predikað með Aimée
Semple McPherson, farið á
fyllirí með Thomas Wolfe, ferð
azt með Jim Tully og sungið
með Sjaljapin.
Æska hans var erfiðleikum
stráð, allt frá því að hann
fæddist fyrir 49 árum í Chihua
hua í Mexíkó. Mexíkönsk móð-
ir hans bar hann á bakinu heim
til Éandaríkjanna, þar sem
hann hitti írsk-amerískan föð-
ur sinn í fyrsta sinn. Það var
erfitt uppdráttar í fátækra-
hverfum Mexíkómanna í Los
Angeles. Hann burstaði skó,
seldi blöð, hjálpaði við bygg-
ingu vatnsleiðslu borgarinnar,
sem vatnsberi. Þegar hann var
10 ára bjó hann til legstein
yfir föður sinn, með eigin
hendi. Hann talaði ekki ensku
fyrr en hann var 12 ára: „Fjór-
tán ára gamall var ég undir-
verlcstjóri fyrir 200 manna
hóp, en ég man“, segir hann
og stingur hendinni undir flibb
ann að aftan, „að skrópa-um-
sjónamaðurinn kom og dró mig
aftur í skólann“.
Jafnvel nú orðið, þegar hann
fær upp undir hálfa milljón
dala fyrir hverja kvikmynd,
minnist hann enn þessara ör-
birgðadaga æsku sinnar. „Ég
var næstum síhungraður fyrstu
tuttugu ár ævinnar“, segir
hann. „Ég féll í yfirlið af sulti,
þrisvar sinnurn, síðast þegar ég
var 19 ára. Umhverfi mitt
færði mér baráttuna upp í
hendumar. Ég varð að berjast
til þess að verða eitthvað. Þess
vegna er ég að leika. Hver
maður þarf að eiga í einhverju
stríði til þess að verða eitthvað
ágengt“.
í dag er svo komið, að þessi
leit að kjarna leikpersónu, hef-
ur komið því orði á hann, að
hann sé hrokafullur, duttluruga
fullur og ómögulegur. Hann
hefur hvað etftir annað stöðv-
að myndatöku, vegna þess að
hann hefur heimtað að kom-
ast inn í hvert smáatriði hlut-
verksins, og jafnvel látið
breyta handriti til þess að full-
nægja sínum eigin skilningi á
hlutverkinu.
Þessi tilhneiging Quinns til
Anthony Quinn
þess að ganga í verkin hjá
leikstjórunum, hefur ekki
gert hann vinsælan í þeirra
hópi. „Ég verð að verja mig“,
segir hann, sér til varnar.
„Vondur leikstjóri er ekki ann
að en umferðalögga, sem skip-
ar fólkinu yfir sviðið. Sé hann
linur, fer leikarinn að eins og
veðhlaupahestur og tekur
stjórnina sjálfur. Sé hann sterk
ur, er sambandið eins og milli
karls og konu: Leikarinn seg-
ir: „Taktu mig“. Fellini, til
dæmis að taka, hafði þau áhrif
á mig, að ég bað hann meira
að segja að gera aðra útgáfu
atf „La Strada". En síðan í
„Cabiria" hetfur hann samt lát-
ið formið ráða meiru en inni-
haldið. Hann er snillingur í
kvikmyndagerð, en ekki í túik-
un“.
Sumir leikarar hafa einnig
tilhneigingu til að gæta Quinns
vandlega. Gregory Peck segir:
í „Byssunum frá Navarone“
gerði hann mér þá grillu að
vera alltaf að bretta ermunum
á rauðri skyrtu upp og fram,
svo að ég fór að brjóta heilann
um, hvað ég gæti gert til að
afstýra þvi, að hann „stæli sen
unni“ alveg“.
Hugsanfli þjófur.
Jackie Gleason varð enn meir
fyrir barðinu á honum í „Bequ
iem for a Heavyweight“, og
heimtaði, að leikstjórinn hetfði
auga með Quinn í upptöku, þar
sem hann stóð fyrir aftan Glea-
son. Þegar Gleason sá sýnis-
hornið af myndinni, gaus upp
úr honum: „Hvað sagði ég? hel
vízkur þorparinn tekinn til atft
ur!“ Leikstjórinn fullyrti, að
Quinn gerði ekki annað en
standa þarna grafkyrr. „Já,
sagði Gleason,“ en sérðu ekki?
Hann er að hugsa!“
En Quinn visar öllum svona
ásöikunum á bug. „Leikurinn er
ekki nein samkeppni af minni
hálfu. Ég keppi ekki við aðra
en sjálfan mig. Og það er held-
ur ekki satt, að ég sveigi hlut-
verk til þess að hæfa mínum
geðþótta. Ég verð að hugsa
sjálfan mig inn í hlutverkið.
Tökum til dæmis Gaugin í
„Lífsiþorsta“. Þar varð ég að
gera meira en bara bera mál-
verk. Ég varð að ganga gegn
um sömu sál'könnunina og
Ihann varð, áður en hann yfir-
gaf konu og börn. Var ég ham-
ingjusamur? Kærði ég mig
nokkum skapaðan hlut um,
hvað fólk hugsaði? Ég varð
sjálfur næstum fertugur. Þeg-
ar ég fann sjálfan mig vera að
ganga inn í franskt þorp með
blóm, sem ég hafði tínt, vissi
ég fyrst, að ég var kominn í
snertingu við málarann. Ef
gagnrýnendur finna einhvem
viðloðandi galla á túlkun Qu-
inns þá er það helzt það, að
hann leiki allt á stórbrotinn
hátt. Það hefur jafnvel verið
sagt, að á leiksviðinu í „Beck-
et“, hafi hann leikið Hinrik II.
eins og hann væri að synda yf-
ir Ermarsunid. Hinn aðalleikar-
inn, Laurence Olivier, lék Beck
et af skynsemi, en Quinn var
eintómur lífskraftui- í hlut-
verki kóngsins.
Quinn varð móðgaður yfir
gagnrýninni um leikinn, en þó
enn meira þegar Olivier tók
við hlutverki kóngsins, eftir að
hann sjálfur var farinn, „Ég
var fyrr búinn að biðja hann
að hafa hlutverkaskipti við
mig“, segir hann nú. „Ég dá-
ist að enska leikskólanum bæði
framburðinum, og eins því
hvað hann er sléttur og felld-
ur, svo að hann minnir á
Watteau, en sjálfan mig tel ég
líkjast meira Roua.lt. En Beck-
et var nógu gott hlutverk
handa mér; ég þykist hafa lært
mikið af Olivier, en ég vona
líka, að hann hafi lært tals-
vert atf mér.“
Erfiðasta hlutverkið.
Enda þótt Quinn kimni að
hafa náð hámarki sínu í Zorba
— og hann hefur komið til
méla með akademíverðlaunin
fyrir það — þá halda margir
því fram, að hlutverkið hafi
verið sniðið á hann eftir pönt-
un. En Quinn svarar: „Það var
það alls ekki. Og að líkindum
hetfúr það verið erfiðasta hlut
verkið ,sem ég hetf fengið. f
fyrsta sinn á ævinni mætti ég
alls ekki til vinnu, fyrsta upp-
tökudaginn. Ég gat blátt áfram
ekki komizt í snertingu við
Zorba. Hann er hlutverk, sem
er ekki hægt að leika, heldur
verður maður að vera það.“
Þrátt fyrir ýmislegt sameig-
inlegt, er Quinn ekki Zorba.
Zorba er sáttur við sjálfan sig,
en Quinn segir: „Ég hef aldrei
vitað neinn góðan leikara, sem
ekki var óöruggur. Ég veit ég
er það. Ég næ aldrei eins hátt
og vonir mínar standa til.“ En
eins og Zorba, hetfur hann lífs-
löngun á við helmingi yngri
mann.
Þegar Quinn er ekki á tferða-
lögurn í kvikmyndaerindum á
hann heima í stóru húsi í ná-
grenni Rómar. Þar er hann svo
einangraður frá þessum venju-
lega eltingaleik kring um kvik-
myndastjörnur, að þegar hjóna
skilnaðarsagan barst út fyrir
nokkru, hélt helmingur blaða-
mannasveitar Rómaborgar, að
hann væri að skilja við Yol-
anda Addolori, móður tveggja
yngstu barnanna sinna. En í
raun og veru átti Quinn fjögur
eldri böm, og hafði verið í 26
ár kvæntur kjördóttur Cecils
B. de Mille, Katránu, og það
var hún, sem hann var nú að
skilja við. En samband hans og
hinnar 26 ára gömlu umgtfrú
Addolori, hófst meðan hann
var að leika í „Barrabas“, en
þar var hún til aðstoðar í fata-
geymslunni. Þegar tfyrra bam-
ið þeirra fæddist utan hjóna-
bands ,komst Quinn í vanda,
sem mátti heita stórvaxinn og
var hann þó ýmsu vanur.
„Hvað get ég gert?“, sagði
hann um þær mundir. „Þrætt
fyrir það? En ég er andvígur
öllum undanbrögðum. Þagga
það niður.... kaupa mér þögn?
Það hefði verið sama sem að
kaupa sér lygi, sem gæti ver-
ið gagnleg, en var fyrirlitleg.
Fóstureyðingu? Það hefði verið
óguðlegt. Ég hef alizt upp við
að horfa á fólk vikja sér und-
an öllum vandamálum. En hver
og einn verður að takast á við
þau fyrr eða síðar. Nú var kom
ið að mér“.
Hann valdi einu leiðina, sem
var í samræmi við yfirlýstar
skoðanir hans. I Paris, í júní
1963, lýsti hann því yfir, að
Francesco — fyrsta barn hans
með ungfrú Addolori — væri
sitt barn. „Ég vil láta hann
vera elskaðan . . . og ekki láta
hann þurfa að fara til sálfræð-
ings, 41 árs gamlan, af því að
enginn vildi hafa með hann að
gera. Ég er ekkert að flagga
með gerðir mínar og ég er ekki
að gera neitt til að þóknast
einum né neinum, en ég vil
ekki lóta undan hræsninni. Ég
vil drenginn og að hann beri
mitt nafn. Og hann skal hljóta
sömu ást og umhyggju og hin
bömin mín.
Eftir að hann hafði gefið
þessa yfirlýsingu, sagði hann:
„Mér finnst ég hafa staðið við
skyldur mínar við fyrri fjöl-
skyldu rnína, og nú ber ég á-
byrgð á þeirri síðari. Hver mað
ur getur lifað að eigin geð-
þótta, ef hann er reiðub ’ nn
að gjalda það verð, sem bað
kostar, hversu hátt sem ' ð
kann að vera. Ég er ekki á-
byrgur gagnvart neinum nema
guði minum, og sú ábyrgð verð
ur langærri en hin, sem ég
ber gagnvart manntfólkinu."
Anthony Quinn og Lawrence
Olivier.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
14. tbl. 1965.