Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Side 2
John Osborne er ekki lengur hinn magri og sultarlegi „reiði ungi maður“ sem lagði leik- húsheim Lundúnaborgar að fótum sér fyrir nákvæmlega níu árum með leikriti sínu „Horfðu reiður um öxl“ Hann er ennþá reiður, en hann er orðinn búlduleitur, vel í skinn kominn og klæðist glæsilega. f>ó hann sé ekki nema 35 ára gamall er hann búinn að koma sér upp ein- býlishúsi í Lundúnum og sveita- 9etri. Peningarnir streyma til hans, bæði fyrir leikrit hans og kvik- myndahandrit. Hann samdi handrit- ið fyrir kvikmyndina „Tom Jones“, og kvikmyndafélagið Woodfall, sera hann rekur í félagi við leikstjórann Tony Richardson, framleiddi hana. Síðasta leikrit hans, „Inadmissible Evidence“, sem vakti gífurlega at- hygli í Lundúnum á liðnu hausti og verður sennilega sýnt á Broadway á næsta leikári, var ótvíræður hst- rænn sigur og á eflaust eftir að færa höfundinum áditlegar fúlgur. Og þriðja hjónaband Osbomes virð- ist standa með miklum blóma. Þriðja kona hans er Penelope GÚliatt, þjóð- kunn fyrir harða gagnrýni sína á kvik- myndum og fleira í brezka vikublaðinu „The Observer". Sumir kalla hana „Seið konu Osbornes“. enn eins og Osborne geta orð- ið skeinuihsettir þegar þeir varðveita ómengaðar hinar hörðu og ósveigjan- legu sannfæringar sem altóku þá með- an þeir voru ungir og fátæ-kir. Vel- gengni Osbornes hefur í engu mýkt eða fágað sannfæringar hans. Undir yfir- borðinu er hann enn sami maður og hann var áður en frægðin sló hann til riddara. Þ-á var hann cþekktur leikari, sem hlaut litla viðurkenningu og átti mörg óleikin verk í skrifboi'ðsskúfunni sinni. En þá talaði hann með raust sem hin vonblekkta, ráðvillta kynslóð áranna eftir fall Verkamannaflokksins vildi heyra. En nú gefur hann öllu Englandi eftirminnilega löðrunga — alveg eins og hann löðrungaði skólastjórann sinn þegar hann var ódæll skólasveinn. Sá atburður gerðist árið 1946 í Bel- mont-menntaskólanum í Devon. Skóla- stjórinn, sem þóttist greina í einbeittu augnaráði Osbornes ósvífna þrjózku, sló hann utan undir, og Osborne svar- aði í sömu mynt. Hann var umsvifa- laust rekinn úr skóla, en það gerðist raunar aðeins viku áður en hann átti hvort eð var að hætta. Belmont-menntaskólinn (að frátal- inni framkomu Osbornes) var dæmigerð ur þáttur í ströngu uppeldi hinna fá- tæku, stefnulausu lægri miðstétta Bret- lands, sem Osborne var borinn tit. Fað- ir hans var auglýsingateiknari og lézt eftir langa vist á ýmsum heibuhælum JOHN OSBORNE meðan Osborne var í bernsku. Hann hefur jafnan hugsað með lotningu um hinn látna föður. Eftir að móðir hans var orðin ekkja urðu þau mæðginin um skeið að lifa á einu sterlingspundi á viku — sem var harla lítið jafnvel á árunum fyrir strið. En fjölskyldan tilheyrði miðstéttun- um, ekki verkalýðnum, og þess vegna var fyrir öllu að lifa í samræmi við það. Venjulegur ríkisskóli var óhugsandi, og einihvern veginn tókst að nurla saman nægilegu fé til að senda Osborne í einka skóla. Ætlunin var eflaust að innræta honum allar hinar gömlu og góðu hefð- ir brezkrar ættjarðarástar. En það fór á annan veg. Eitt sinn var Osborne á gangi með afa sínum, sem hunzaði kveðju manns sem þeir gengu fram hjá. „Hann er sosíalisti,“ sagði afi gamli. „Það eru menn sem vilja elcki taka ofan hatt- inn.“ Osborne er sósíalisti sem tekur ekki ofan hattinn fyrir neinum — ekki einu sinni leiðtogum Verkamannaflokks ins. F yrir bragðið er Osborne ekki til- takanlega vinsæll í Bretlandi. Hægri- sinnar hafa andstyggð á honum fyrir skoðanir hans á konungsættinni og fyr- irlitningu hans á lífsverðmætum þeirra. Vinstrisinnar eru tortryggnir í hans garð fyrir linnulausar árásir hans á eltingaleik þeirra við efnaleg verðmæti. Hann olli byltingu í leikhúsinu, en hef- ur þó ekki orðið leiðtogi neinnar sér- stakrar hreyfingar meðal rithöfunda. Hann á ekki heldur rætur sínar í neinni tiltekinni hreyfingu. Hann er hvorki nýr Saw né Galsworthy, sem hafi á- kveðna stefnuskrá til að leysa vandamál þjóðfélagsins. Viðhorf Osbornes er tvíbentara. Hetja hans er venjulega einstaklingur sem lýt ur í lægra haldi fyrir þjóðfélaginu eins og það er, en hefur þó enga knýjandi löngun til að breyfa því. (Eina undan- tekningin er Marteinn Lúther í leikriti hans, ,,Lúther“). Eigi að síður bergmál- ar rödd hans, sem stundum er hljóðlát og sannfærandi, aftar hávær og beiak, hugsanir þúsunda, ef ekki milljóna nú- lifandi Breta. Osborne er í rauninni ó’kjörinn leiðtogi hinna óbundnu hugsjónamanna, þeirra sem hvorki eiga sér ákveðin markmið né völd, sem eru óánægðir með heiminn eins og hann er ,en telja sig ekki geta gert neitt til að breyta honum. „Hann er enn sem fyrr rödd minnar kynslóðar,“ skrifaði Ronald Bryden í dómi um síðasta leikrit hans í tímaritinu „T!he New Statesman". „Hanr. kemur manni í hvert skipti jafn- mikið á óvart með því að vekja þá til- finningu að hann hafi stolið manns eigin hugsunum, lifað lifi manns, ferðazt sama veg, bara einu skrefi á undan og með ríkari tjáningu og örvæntingu.“ Hinn gamli, hálfsanni stimpill „reið- ur ungur maður“, sem fundinn var upp af blaðafulltrúa nokkrum í ölkrá við hliðina á Royal Court-leikhúsinu skömmu fyrir 8. maí 1956, þegar „Horfðu reiður um öxl“ var frumsýnt, er enn handhægur leiðarvísir þeim sem ekki nenna að hugsa. En reiði Osborn- es er sprottin af kærleika, ekki hatri. Hún er örvæntingarfull viðleitni við að brjótast í gegnum brynju deyfðar og sinnuleysis til að fá aðra til að sjá og kenna til eins og hann, svo þeir geri sér ljós og hjartfólgin verðmæti, sem eru kannski ekki mjög efniskennd, en eru að glatast mönnum. Osborne er með enn ástríðfyllri hætti en Arthur Miller að kalla menn til ábyrgðar og eftir- tektar. E ins og leikritin „Horfðu reiðui um öxl“, „The Entertainer“ og „Epitaph for George Dillon“ (sem Osborne samdi í félagi við Anthony Creighton) fjallar síðasta leikrit hans, „Inadmissible Evi- dence“, um hin alvarlegu vandkvæði manns er kiknar undir þrýstingi þjóð- félags, sem ekki tekur nokkurt tillit til einstaklingsins. Bill Maitland ,sem er í rauninni eina persóna leiksins (af því allar hinar per- sónurnar snúast um hann eins og dauð- ar piánetur kringum sól), er lögfræðíug u.. Fyrst kemur forleikur: martröð þar sem hann er leiddur fyrir rétt tii aS verja sig gegn ákæru um að hafa birt klúra grein — sem er hann sjálfur! Síðan hefst sjálfur leikurinn. Bill þjá- ist af timburmönnum, skemmdum tönn- um, slæmum taugum, ótrúlegri löngun til að fífla allar stúlkur sem hann sér — og loks af þeirri staðreynd að hann er orðinn 39 ára gamall. Hann veit, á hvað honum ber að trúa: rétta tegund. framfara, vélvæðingu, umburðarlyndi, kröfur framtíðarinnar. En einhvern veg inn gerir hann það ekki. Hann hefur líka ýmislegt annað við að stríða. Hann á erfitt með að ná S leigubíla, fólk tekur augsýnilega ekld eftir honum, og einkaritarinn, sem hann eitt sinn komst yfir, hefur sagt upp starfi sínu á óviðurkvæmilegan hátt sem særir hann. Svo er það vandamálið með ný'ii stúlkuna á skrifstofunni, hvort hin kynni að vera til í tuskið eða ekki (hún reynist vera það); með dótturina secn hann er að missa tökin á; með eigin- konuna sem hann hefur alveg misst tbk á; með hjákonuna sem hann þarf sífellt að vera að hringja í til að fullvissa sig um að hún sé ekki horfin honum. B æði Maitland og leikhúsgestir sjá fyrir endalokin, þegar hann stend- ur uppi einn og yfirgefinn, útbrunninn — dauður, ef svo mætti segja. Það sem mestu varðar er barátta hans, hin nærria sjálfsskynjun og kankvísa dálftið kald- hæðnislega viðurkenning á eigin með- almennsku, réttu gildi sínu. Eins og fyrr er það vald Osbornes á málinu sem gefur leikritinu mesta reisn og hverfir ósigri hetjunnar í „sigur'* með einhverjum furðulegum hætti. Orðaforðinn og tilfinningaorkan gera baráttuna í leiknum upphafna og iá- kvæða, þrátt fyrir allt, þannig að leik- húsgestir hverfa burt léttir í lund ,en ekki örvæntingarfullir. Þetta er ekki einungis bezta leikrit Osbornes, heldur bezta brezka leikritið um langt árabil. Leikritið fékk mjög góðar viðtökur í Lundúnum í haust leið, en þar sem Royal Court-leikhúsið skiptir um verk með jöfnu millibili, var sýningum á leik Osbornes hætt eftir sex vikur, en í stað þess farið að sýna 40 ára gamlan farsa eftir Ben Travers, „A Cuckoo in the Nest“, þar sem Osborne sjálfur lék nautheimskan þingmann. Osborne er ekki sérlega afkasta- mikill leikritahöfundur. Stundum líða tvö ár milli verka. En þegar svo ber undir, að hann er ekki frjór að þessu leyti, fær kvikmyndajöfurinn í honum yfii'höndina og hann semur kvikmynda- handrit fyrir félag sitt. Hann er einn aC forstjórum Woodland-kvikmyndafélags- ins og hefur sjálfur átt þátt í að nokkur leikrit hans voru kvikmynduð, auk þesa sem hann hefur samið allmargar aðrar kvikmyndir. Meðal mynda sem félagið hefur haft mikið upp úr eru „A Taste of Honey“, „Saturday Night and Sun- day Morning“ og „Girl With Green Ey- es“. Osborne reynir sízt af öllu að koma sér í mjúkinn hjá keppinautum sínum Framihald á bls. 13. Framkv.stj.: Sigfas Jónsson. Hitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthías Johannessen. EyjóUur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: Hi. Arvakur, Reykjavnc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 17. tbl. 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.