Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Blaðsíða 4
Oscar Clausen: Ur SÖgU I rúmar tvær aldir, eða á 213 ár- um (1612-1825), voru 6 prestar, hver eft- ir annan, á Presthólum í Núpasveit. — Allir voru þeir feðgar, eða tengdir hver öðrum, svo að segja ^má, að þar hafi verið óslitið í rúmar 2 aldir ýmist prestarnir eða maddömur þeirra af sama settstofni. Um aett og uppruna þessara merku guðsþjóna leikur nokkur vafi, og verður þar að byggja á þjóðsögunnL — • Frá þessum prestum verður sagt nokkuð í þeim köflum, sem hér fara á eftir, og þar stuðzt við beztu heim- ildir, svo sem Prestaaefir Sighv. 3* Grímss. o.m.fl. — /. S ira Jón BjarnaSon var fyrstur þessara feðga. Hann var prestur á Prest foólum árin 1612-1625. Um uppruna hans fer bókstaflega tvennum sögum. Önn- ur er byggð á þjóðsögu, en hin virðist vera nær raunveruleika, þó að máske báðar séu harla reyfarakenndar. Sú fyrr er á þessa leið: Þegar síra Oddur Jónsson, sem kall- aður var Galdra-Oddur, var prestur á Presthólum, seinni hluta 16. aldar, hefst sagan. Prestur átti sonu, sem hann kenndi sjálfur í uppvexti þeirra. — LónS hús voru hjáleiga frá Presthólum, sem nú er löngu komin í eyði. Þar bjó þá maður, sem Bjarni hét, og átti hann son, Jón að nafni, og bar strax á mikl- um gáfum hjá honum. Jón litli í Lóns- húsum fór að venja komur sínar heim á prestssetrið á þeim tímum, sem síra Oddur var að kenna sonum sínum og uppfræða þá. Hann hlustaði þá með mikilli kostgæfni á kennslima og drakk í sig allan fróðleik af vörum prestsins. Jón var stálminnugur og næmur, og svo kom að því, að hann fór í laumi að segja sonum prestsins til og leysa úr spumingum, sem voru vandasamar, og faðir þeirra hafði lagt fyrir þá. — Þetta barst presti til eyrna, og tók hann þetta illa upp. Honum þótti skömm að Jón, sem var sonur lítilfjörlegs hjáleigu- bónda, skyldi vera gáfaðri en hans eig- in synir. — Jón hélt nú samt áfram kom um sínum að Presthólum og hlustaði á kennsluna, svo að lítið bar á, en ef prest ur varð hans var, kom það fyrir, að hann elti Jón út fyrir tún og ofan í hraun, og ætlaði að venja hann af kom- um sínum á prestssetrið, en piltur var fljótur að hlaupa og lét guðsmanninn aldrei ná sér. — Sú sögn er skráð um endalok síra Odds, að hann hafi eitt vorið riðið út í tjörn, sem Álftatjörn heitir, og er uppi í Hraungörðum fyrir ofan fjall, og var förin gjörð til þess að ná álftareggjum. Þegar út í tjömina kom, sökk allt, og er það gamalla manna mál, að þar hafi skrattinn sótt sitt, þar sem síra Galdra- Oddur var, og hefur hvorugt sézt síð- an, hestur eða prestur, en í botni tjam- arinnar var hin mesta leirbleyta. En það er svo af piltinum, Jóni í Lónshús- um, að segja, að hann komst til menn- ingar og mennta fyrir góðra manna til- stilli, og varð mjög ungur prestur á Helgastöðum, en síðar á Presthólum. — Onnur útgáfa af sögunni um upp- runa og ætterni síra Jóns er svohljóð- andi: Hinn merki prófastur, síra Jón Presfasögur 20 Presthdla-klerka tf.P- 'é ? Konráðsson á Mælifelli, segir, að síra Jón hafi verið launsonur Bjama Hró- bjartssonar, sem ráðsmaður var á Hól- um í tíð Guðbrands biskups Þorláksson- ar, og segir frá því, að Jón hafi fundizt kombarn, útborið í Eyjafirði, og eng- inn hafi vitað hver móðir hans var. Svo hafi bamið verið flutt á föðurinn, heim að Hólum, en hann hafi talið sér það óviðkomandi, og ekki viljað gang- ast við faðerninu. Þegar svo biskup- inn, sem var skörungur, heyrði þetta, skipaði hann að sýna sér bamið, og þegar hann hafði rennt það augum, þótti honum það gæfulegt. Herra biskupinn kallaði svo Bjama ráðsmann fyrir sig og sagði honum „í fullri alvöru“, að hann skyldi gangast við barninu, því að hann ætti það, og skyldi ekki þræta fyrir. Bjarni fór að ráðum hans herra- dóms og viðurkenndi að hann ætti drenginn, og tók við honum. Svo ólst hann upp á biskupssetrinu, hjá föður sínum og í skjóli Guðbrands biskups, þvi að aðra átti hann ekki að, — út- borið barnið móðurlaust. — Brátt höfðu miklar gáfur hans komið í Ijós, svo að hann var settur ungur í skóla, og útskrifaðist þaðan aðeins 17 ára gam- all, en þá var hann jafnskjótt vígður til prests að Helgastöðum, og mun það hafa verið árið 1591. — Sagt er, að þeg- ar síra Jón reið til vígslunnar, hafi hon- um verið kennt barn, þó að ungur væri, en af því að herra biskupinn þekkti hinar „ypparlegu“ gáfur hans, veitti hann honum vígslu, eigi að síður, og dró fjöður yfir brot hans. — B áðar framanskráðar sagnir lýsa því, að sira Jón hafi verið gæddur ó- venjulega skörpum gáfum, og skal nú sagt nokkuð frá honum. — Lýsing er til af þessum merka presti, og er hún á þessa leið:* „Hann var mesti atgervismaður upp á lærdóm og skáld gott eftir þeirrar tíð- ar máta, — gáfaður, guðforæddur og andríkur kennimaður, svo að ræður hans og bænagjörðir liafa mikið hrifið á harðsvíraða og kranka menn.“ Ekki er sagt hann hafi.verið mikill búmaður eða gefið sig við veraldlegum sýslun- * Sbr. Præ. Sighv. XVI. 1454 um. — Það er óhætt að fullyrða, að síra Jón hefur verið eitt af beztu skáld- um sinnar samtíðar, og hefur hann kveðið marga sálma og kvæði, sem sumt er prentað, en annað í handritum. Eftir hann eru allar rímurnar í Stóru- Vísnabókinni, svokölluðu, sem prentuð var í Hólum 1612 og 1648. — Síra Jón var vel að sér í málum, og þýddi hann fyrir Guðbrand biskup Þorlóksson marga sálma úr Hamborgar-sálmabók- inni, enda mun biskup hafa hvatt hann mjög til þess að yrkja. Skrá yfir það helzta, sem síra Jón orti, er að finna í riti dr. Jóns Þorkelssonar: Digtningen í Island o.s.frv. Eitt af því, sem síra Jóni var til lista lagt, var það, að hann þótti mjög for- spár maður, en þó er ekki til nema ein sögn um það. Þegar hann flutti sig fyrst að Presthólum frá Helgastöðum, tók hann sjálfur Sigurð son sinn af baki, en hann var þá aðeins 3-4 vetra drengur. Veður var kalt, og flýtti Sigurður litli sér í bæinn á undan öðru fólki prests. Mjög lágt var fyrir innan þröskuldinn og féll hann inn yfir. Var fallið hátt og þó grét drengurinn ekki, en þá hljóp faðir hans til, reisti hann upp, horfði framan í hann og sagði: „Skyldir þú þá verða hér prestur eftir mig, og þín- ir niðjar um langa æfi?“ — En þetta rættist, eins og sagt verður frá hér á eftir. — Það er svo að sjá, að síra Jón hafi ekki haft miklar áhyggjur útaf tíman- legri afkomu sinni, en sett öruggur traust á guðlega forsjón. — Einu sinni missti hann allt fé sitt í sjóinn, í einu vetraráhlaupi, en þá kvað hann þessa vísu: Ei skyldu höldar hlæja að því, mig hrelli rolludauðinn, hingað kom eg svo heiminn í, að hefði eg engan sauðinn. Og nokkru síðar orti hann þetta: Ásauði missti eg áttatíu á einum vetri, gefin var mér í guðspjalls-letri, gleði og auður þessum betri. íCona síra Jóns var Ingibjörg dótt- ir síra Illuga Guðmundssonar í Múla. Þau eignuðust mikinn fjölda barna, þ.á. m. tvenna þrfbura og þrenna tvibura, en alls komust 9 börn á legg. Hún lá ekki nema 5 sængurlegur að 12 börn- um. — Sagt er, að þegar hún fæddi síðari þriburana, kæmi hún mjög hart niður, en þegar hún var búin að fæða öll börnin, tók hún eftir því, að mað- ur hennar var daprari en hann var vanur. Þá sagði hún: „Nú er hægt að fylla tuginn, síra Jón minn!“ En þá hafði hann svarað: „Talaðu hyggilega kona, en verði Guðs vilji.“ — Tveir synir þeirra urðu prestar, en það voru þeir síra Illugi Jónsson á Kálfafellsstað og síra Sigurður, sem fyrst var kapelán föður síns, og fekk síðan brauðið 1625, en frá honum verð- ur sagt hér á eftir. — Síra Jón lifði nokkur ár uppgjafaprestur og dó gam- all hjá síra Sigurði syni sínum eftir 1631. II. S íra Sigurður Jónsson mun hafa fæðzt á Helgastöðum og fluttist 3 eða 4 ára gamall með foreldrum sínum að Presthólum, og staðinn fekk hann eftir föður sinn eins og fyrr getur . Þegar síra Siguiður hafði haldið stað- inn í 6 ár, visiteraði þar Þorlákur bisik- up Skúlason, og hafði þá prestur byggt upp flest hús staðarins. Þetta þótti vel af sér vikið og bera vott um dugnað síra Sigurðar, þar sem brauðið var ó- venjulega rýrt á þeim árum. Staðurinn átti enga jörð, ekkert eyðiland eða skóg, og aðeins eina hjáleigu í heimalandinu. Prestur varð því að una við þröngan kost með heimilisfólki sínu. — En þeg- ar síra Sigurður hafði setið staðinn f rúm 27 ár, var líka hagur hans orð- inn svo bágur, að hann sá sig knúðan til þess að kvarta yfir erfiðum kjör- um sínum. — í bréfi sínu til prófastsins, síra Jóns Gissurssonar í Múla, dags. 20. marz 1652, barmar síra Sigurður sér mjög yfir bágum fjárhag sínum. Hann segist hafa á sínum tíma aðeins tekið á móti 8 kúgildum með Presthólastað, og hafi tvö þeirra verið „aflóga beliur.“ og nægan bústofn hafi hann aldrei eignazt sér og fólki sínu til framfærslu. Og ekki segist síra Sigurður skilia hvernig andleg yfirvöld landsins geti ætlazt til þess, að það sé „bjarglegt'* fyrir sig ásamt konu og börnum að lifa af Evangelíinu (náðarboðskapn- um) einu, á þessum fátæka kotstað, sem enga jörð eigi, og ekki eitt kot undir. Af þessum ástæðum sækir hann um styrk, til þess að geta hangið í embættL Bkki er nú vitað, hverja úrlausn kirkiu- stjórnin eða biskupinn á Hólum veitti presti til stuðnings ,en á Presthólum sat hann til æfiloka. Sr egar síra Stefán Þorleifsson, sem sagt verður frá hér á eftir, var prestur á Presthólum, seinni hluta 18. aldar, var þar gömul kona enn lifandi í sókn- inni, sem mundi vel eftir síra Sigurði. Hún lýsti honum þannig:* „Hann var fullkominn meðalmaður á hæð, og ákaf- lega gildur, — var mikill búsýslu- og umsýslumaður, og gefinn fyrir bygg- ingar og aðrar þessháttar athafnir, — hinn mesti fyrirhyggjumaður í búskap sinum og atorkumaður.“ — Kvað svo rammt að búskaparvafstri síra Sigurðar, aö sjálfur biskupinn, herra Þorlákur Skúlason, veitti honum átölur fyrir, og fekk hann til þess að yrkja fyrir sig sálma útaf Gerhards-hugvekjum, sem biskup lét prenta. Herra Þorláki var það mikið áhugamál að draga síra Sig- urð frá veraldlegum störfum, til and- legra hluta, því að honum var ljóst, að síra Sigurður var eitt bezta skóld sinn- ar samtíðar. Um hann er sagt, að hann hafi verið snotur í orðfæri og vel gáfað- Framhald á bls. 14 * Sbr. Præ. Sighv. XVI. 1462. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 17. tbl. 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.