Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Page 8
Kollafjarðarnes
GuBbrandur Benedikisson, Broddanesi:
Sunnudagur á slættinum
Fréttaritari Mbl. á Ströndum,
Guðbrandur í Broddanesi, sendi okk
ur þessa grein. Á miðsumri tóku
dóttir hans og tengdasonur hann
með í ferðalag norður Strandir eins
langt og vegur nær, en hann er nú
greiðfær til Kolbeinsvíkur. Verið er
að malbera veginn til Veiðileysu-
fjarðar, en þá eru aðeins nokkrir
km. eftir til Djúpuvíkur og þar með
Árnéshreppur kominn í þjóðvega-
samband. Vegur er kominn um Sel-
strönd til Bjarnarfjarðar. Ýtt hefir
verið fyrir vegi um Staðardal upp
Flókatungu og á þjóðveginn um
Þorskafjarðarheiði. Styttir það
mjög leiðina milli ísafjarðar og
Stranda. Bílvegir milli Gilsfjarðar
og Stranda eru um Tröllatungu- og
Steinadalsheiðar.
Þannig gerir Guðbrandur í fáum
orðum grein fyrir vegasamböndum
á Ströndum. í grein þeirri er hér fer
á eftir bregður Guðbrandur upp
svipmyndum úr nútíð og fortíð, lýs-
ir landi og landsháttum, högum
manna og hýbýlum, grípur upp
gamlar myndir úr þjóðsögum og
þjóðtrú og bregður sér jafnvel allt
til fornsagna. Greinin gefur hug-
þekka mynd af fáförnu en fjöl-
breyttu landi.
Landnáma segir: „Kolli hét maður,
er nam Kollafjörð, og Skriðnisenni, og
bjó undir Felli, meðan hann lifði.“
Síðan bætir þjóðsagan við: „Upp
af Steinadal í Kollafirði í Strandasýslu
ganga nokikrir smádalir. Einn þeirra
heitir Mókollsdalur. Efst í dalnum er
Mókollshaugur, ákaflega stór og snar-
brattur á ailar hliðar. í>ar er sagt að
Mókollur eða Kollur, einn hinna fyrstu
landnámsmanna, sé hauglagður með
öllu fé sínu. Mun þar vera allt sami mað
ur sem Landnáma kallar Kolla, „er nam
Kollafjörð og Skriðnisenni og bjó und-
ir Felli meðan hann lifði.“ Það er sagt
að Mókollur hafi viljað láta heygja sig,
þar sem hvorki kilukknahljómurinn frá
kirkjunni sem þar er næst (Feliskirkja)
raskaði ró sinni né heldur sól fengi skin
ið á haug sinn, en við hinu síðara herjr
þó ekki orðið séð með öllu, því sól skín
á hauginn nokkurn tíma sumarsinsí
Kollafjörður er sviphýr með mjúkar
línur fella og fjalla, hlíðarnar grösugar
til efstu brúna. Inndalirnir heilla til
sín fólk og fénað með angan sinni og
ilmi, gróðri jarðar og fjöilibreytni lits
og lands. Hið neðra eru sléttar eyrar,
grasi vafðar þar sem árnar líða silfur-
tærar til sjávar. Bæirnir eru við rætur
fjallanna. Á umliðnum öldum var und-
Guðbrandur Benediktsson
irlendið nytjað af bændum sem engj-
ar. Nú er þetta landsvæði að verða töðu
völlur, og því hinn traustasti grund-
völlur nútímabúskapar og fjársjóður
framtíðarinnar.
Að Felli í Kollafirði á Ströndum er
fyrst getið kirkju um 1340. Var hún
annexía frá Tröllatungu. Ekiki er Fells
getið sem prestseturs fyrr en 1887, að
Óspakseyri er sameinuð Tröllatungu-
prestaikalli. Vegna staðhátta verður Fell
í miðju prestakallinu. Þar verður þá
prestur Arnór Árnason, síðar prestur í
Hvammi í Laxárdal í Skagafirði. Á mið-
öldum var Fell í Kollafirði eitt af eft-
irsóttustu höfuðbólum þessa lands. Þar
sátu meðal annarra Andrés ríki Guð-
mundsson og Guðmundur sonur hans.
Á síðari hluta 18. aldar var þar sýslu-
mannssetur, sýslumaður Halldór Jakobs
son og kona hans Ástríður Bjarnadóttir,
sýslumanns Halldórssonar á Þingeyrum.
Fagurt er að líta heim að Felli, og út-
sýnið þaðan er hýrlegt, þar sem sér um
alla sveitina og út fjörðinn með sker,
hólma og eyjar. Þeirra á meðal er
Broddanesey, sem lítur út sem dreki.er
stefnir til háfs.
Út með firðinum að norðan liggur veg
urinn nær miðhlíðis. Er því vítt til
veggja austur um, Broddanes með nesi,
tanga, ögri og hleinum, vogum og vík-
um, eyjum og skerjum. Um láð og lög
er iðandi líf og fjör og mergð fugla,
sem veita búendum arð og ánægju. Enn-
ishöfði er í baksýn, en í fjarlægð Vatns
nes eins og stór kuðungur með rana,
er teygir sig til norðurs, út til hafsins,
en lengst sér Skagastrandarfjöllin með
dölum og svipmiklum fellsmúlum. Þar
er skýrast Spákonufell með bergtöfluna
á efstu hæð. Utan axlarinnar liggur
Skagaheiðin, Lágskaginn; sést hann
skýrt þegar skyggni er gott. í
hillingum lyftist hann upp, og
má þá líta bergveggina með
hæðum og lægðum, eins og
hann væri skammt undan. Milli Stranda
og austurstrandanna liggur bjartur og
blikandi Húnaflóinn,
Fyrr en varir rennir bifreiðin um
Skeiðið á Kollafjarðarnesi, og við lítum
um heiðina til vinstri. I>ar unir hjörð-
in spaklát, og kemur í hugann vísan
er Sveinbjörn Egilsson orti til Ásgeirs
aiþingismanns Einarssonar á Kollafjarð-
arnesi:
„Líkur allfám er
orða þar sem ver
glymur hvasst á góma jarðar flesi
Ásgeir sá er á
ekki sauði fá,
er kroppa gras á Kollafjarðarnesi.“
Á Kollafjarðarnesi ólst upp hjá föð-
ur sínum og stjúpmóður, Guðrúnu Ólafs
dóttur, Guðmundur G. Bárðarson pró-
fessor. Við hann er þetta ritar gat hann
þess, að eitt sinn (mun hann þá hafa
verið 5-6 ára) fór heimafólk til kirkju
að Felli. Hann kvaðst hafa setið í kjöltu
stjúpu sinnar, er farið var hjá svoköll-
uðum Forvaða, þar sem ljósgrátt muln-
ingsbergið rís við veginn. Kvaðst hann
þá hafa spurt frá hvaða bæ þessi ösku-
haugur væri. Fjöllin í innanverðri
Strandasýslu, allt norður að Kaldbak,
eru úr móbergi og eldbrunnu frum-
bergi. Sést bergið sundurrifið, og kem-
ur þetta mjög skýrt í Ijós um Hrúta-
fjörð utanverðan, sunnan KoIIafjarð-
ar, og beggja megín Steingrímsfjarðar.
Víða koma í ljós stuð 1 abergsdrangar. Við
Grind er vegurinn byggður undir tví-
tugum berghamrinum, en aldan skeiar
úndirstöðu hans.
Innan Grindar er Gálmaströnd. -Fcá
fjallsrótum fram í fjöruna mun um
hundrað til hundrað og fimmtíu metra
breið grasi gróin grund, sem vegurinn
liggur um. Sjáanlega er hún mynduð af
sjávaröldunni sem ár og síð hefur með
þrautseigju unnið þetta verk. Fyrir
nokkrum árum var tekin á þessum stað
ofaníburður í veginn og komu þar upp
bein úr stórum hval, sem rekið hefur
á fjöruna og grafizt niður.
Á ströndinni er fjörubeit góð, hæg-
viðrasamt og kjörinn staður fyrir skepn
ur. Margar þjóðsagnir hafa myndazt um
Gálmaströnd í skugga höfðans við öld-
ur hafsins, sem flutt hafa upp að strönd-
inni margt það sem í því dylst.
Á dögum Hjálmars prests Þor-
steinssonar, í Tröllatungu frá 1776-1798,
átti að vera á sveimi um Kollafjörð
og Tungusveit draugurinn Bessi, og um
hann eru sagnir í þjóðsögum. Gerðist
hann fyrirferðarmikill og hvimleiður
mönnum og skepnum.
Eitt sinn að hausti til var Hjálmar
prestur á heimleið frá messugjörð á
Felli. Það var á áliðnum degi að hann
kemur að Hvalsá, næsta bæ utan við
Gálmaströnd. Er presti boðið að vera,
en hann kveðst vilja heim. Er hann þá
spurður hvað verði ef ,Bessi verði á
vegi hans. Þá kveður prestur:
„Ekki Bessi mætir mér,
né mínum ferðum tálmar.
Hann gjörir það ekki að gamni sér
að glettast við hann Hjálmar.“
Um rismál næsta morgun er guðað á
gluggann í Þorpum. Er þar kominn
Hjálmar prestur, hafði verið alla nótt-
ina inn Gálmaströnd, og var Bessi að
þvælast fyrir honum. Á prestur að hafa
kveðið:
„Ævin manns er stríð og ströng,
stofnar marga rimmu.
Gálmaströnd er geysilöng
að ganga hana í dimmu.“
Innan við Gálmaströnd er bærinn
Þorpar. Þetta mun vera eini bærinn á
landinu með því nafni. Ýmsum hefur
orðið það íhugunarefni, hver ástæða er
fyrir nafngiftinni. Snorri segir: „Þorp ef
þrír eru.“ Yrði það vel þegið, ef okkar
vinsælu málfræðingar í útvarpinu tækju
það til skýringar í þáttum sínum.
Niður við sjóinn eru Smáhamrar, tún
jarðanna liggja saman.
Á Smáhömrum var Matthildur Bene-
diktsdóttir húsfreyja í 63 ár, og dvaldist
þar í 81 ár, dó 1950 102 ára. Hún var
tvígift. Fyrri maður hennar var Guð-
brandur Jónsson í Broddanesi, dáinn
1884. Seinni maður varð Björn Hatl-
dórsson. Smáhamra gerðu þau hjónin
Björn og Matthildur að stórbýli, með
ræktun og byggingum. Bæði landbún-
aður og útgerð voru stunduð af mikl-
um dugnaði og fyrirhyggju á þeim bæ.
Margt fólk var þar í heimili um lengri
og skemmri tíma og mikið starfað. Oft
var þar margt unglinga við störf á sjó
og landi, og höfðu allir er dvöldust
af því þroska til manndóms og dáða.
Björn Halldórsson var ávallt kvaddur
til ráða í meiriháttar málefnum hrepps-
ins og héraðsins. Gegndi hann líka flest
um trúnaðarstöðum sveitarinnar. Reisn
og höfðingsbragur setti svip sinn á heim
ilið.
Er þau Björn og Matthildur brugðu
búi, kvað Stefán frá Hvítadal:
Þið hófust ung. Og hrundir risu garðar,
og heilladrýgri fárra störf ég veit.
Sjá bæinn helzta beggja megin fjarðar
sem ber nú hjálminn yfir Tungusveit —.
Því ráðsnilld ykkar vakti glögga á verði,
og vel að öllum jarðarnytjum bjó.
Og víðspurð risna garð þann
frægan gerði
er gesti hýsti bæði ai landi og sjó.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
17. tbl. 196ð