Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Qupperneq 11
A erlendum bókamarkaöi Ævisögur Twenty-One Years. Randolph S. Churchill. Weidenfeld and Nicol- son, London 1965. 21s. Þetta er skemmtilega skrifuð minningabók. Höfundurinn er blaðamaður, sonur Winstons Chur chills. Það er oft að synir frægra manna lifa og hrærast í skugga feðra sinna, en hér er engu slíku til að dreifa. Höfundur er alveg laus við feimni og vanmáttar- kenndir. Bókin hefst á setning- unni: „Ég fæddist í Lundúnum 28. maí 1911 í húsinu númer 33 við Eccleston-torg, foreldrar mín- ir voru snauðar en heiðarlegar manneskjur.“ Höfundur elst upp f London, stundar nám í Eton og Oxford, fer fyrirlestraferð um Bandarík- in um tvítugt og hverfur frá námi í Oxford til að helga sig blaðamennsku. Hann segir frá því sem hann man ánægjulegast og eftirtektarverðast og segir mjög skemmtilega frá því. Samband þeirra feðga var mjög náið og innilegt, en jafnframt laust við alla væmni og kumpánaskap. í bókinni eru margar frásagnir af kátlegum atburðum í Eton, Ox- ford og London og margir koma hér við sögu. Höfundurinn hrær- ist í efri lögum brezks þjóðfélags, faðir hans er ráðherra, áhrifamik- ill stjórnmálamaður og rithöf- undur; hann elst upp I geðslegu andrúmslofti, tengdur því bezta úr fortíðinni. Minningarnar enda þegar höfundur er fullveðja, 21 árs. Viðbætir fylgir, sem er sam- tal höfundar við ritstjóra Sunday Times, en þar birtust nokkrir kaflar þessara minninga á síðast- liðnu ári. Tilgangurinn með þessu samtali er sá að birta skoðanir höfundarins nú, þrjátíu og þremur árum eftir að minningabókinni lýkur. Bókin er ánægjuleg lesn- ing, höfundurinn hittinn og frá- sögnin lifandi. Þetta er ágæt blaða mennska. Bókmeimtir I>yric Poetry of the Italian Renaissance. An Anthology with Verse Translations. Collected by L. R. Lind. Yale University Press 1964. 14s. Þetta er ðnnur prentun bókar- Innar. Hún kom fyrst út 1954. Hér eru prentuð 165 ítölsk kvæði og þýðing þeirra á ensku. Kvæðin eru eftir beztu skáld ítölsk frá 13. og til loka 16. aldar. Þýðendurn- ir eru margir, meðal þeirra eru Rosetti, eftir hann eru þýðingar á styttri kvæðum Dantes Ezra Pound þýðir Cavalcanti og Morris Bishop þýðir Petrarka. Nokkur kvæði birtast hér þýdd í fyrsta sinn á ensku, kvæði eftir Ariosto, Tasso og Lorenzo de Medici. Thomas G. Bergin, prófessor við Yale, skrifar stuttan en greina- góðan formála um þetta tímabil ítalskrar Ijóðagerðar og áhrifanna þaðan á þróun ljóðagerðar 1 öðr- um löndum. Uppiýsingar fylgja um hvern höfund, en eru heldur knappar. Áhrif ítalskra bók- mennta á bókmenntir annarra þjóða eru mikil, einkum á þess- um öldum. Dante og skáld endur- reisnartímans marka bókmenntir Evrópu og alla menningu, Flórenz er menningarlegt stórveldi á 13. öld, Aþena Evrópu. ítalskan þró- ast til bókmenntamáls fyrr en aðrar þjóðtungur á meginlandi Evrópu. Það er á þrettándu öld sem hin ágætustu skáld koma upp á Ítalíu. Á þeirri öld eru aðeins ítalskan og íslenzkan bókmennta- mál í Evrópu sem eitthvað kveð- ur að. Þessi bók gefur nokkra hug- mynd um auð ítalskrar Ijóðagerð- ar á þessum fjórum öldum ,sem bókin spannar. Epic and Romance. Essays on Medieval Literature. Höfundur: W. P. Ker. Útgefandi: Dover Publications. Verð: $ 2.00. Ker var einn þeirra fræði- manna sem drýgstan þátt áttu í að kynna íslenzkar fornbókmennt- ir upp úr aldamótunum síðustu. Hann var sérfræðingur i mið- aldabókmenntum og rit hans Epic and Romanec átti mikinn þátt í nýju mati manna á þessum bók- menntum . í þessari bók tekur hann til meðferðar tjáningarform þeirra tímabila, sem hann nefnir „hetju- öld“ og „riddaraöld". Bókmenntir þessara tímabila eru söguljóð, sagnabálkar og riddara- og ævin- týrasögur. Hann fjallar um þýzku epíkina, þá frönsku og íslendinga sögur. Þetla er bókmenntasaga miðalda, og þáttur íslendinga er einna mestur. Hér voru settar saman sögur og söguljóð sem hæst ber á þessu tímabili. Höf- undur ræðir ástæðurnar fyrir því að slíkar bókmenntir sköpuðust hérlendis. Hann leggur mikla áherzlu á fjarlægð landsins frá menningarstraumum samtímans í Evrópu og hina forn-germönsku erfð „hetjualdar", en sú erfð birt- ist hvað skírast 1 hetjukvæðum Eddu. Þessi bók er meðal þeirra merk ustu sem ritaðar hafa verið um íslenzkar fornbókmenntir. Höf- undurinn er bæði hugkvæmur og mjög vel menntaður, og hefur ágæta yfirsýn yfir það tímabil sem hann ræðir um. Ferðasögur Scott’s Last Expedition. Höfund- ur: R. F. Scott. Útgefandi: John Murray. London. Verð: 12s 6d. 1964. Margt hefur verið ritað um ferð Scotts til Suðurskautsins, og það bezta er dagbók hans sjálfs. Bókin er nú gefin út nokkuð auk- in frá fyrri útgáfum að efni og myndum. Harðræði og hetjulund sem leiðangursmenn ágættu sig með, vekur alltaf aðdáun og virð- ingu, og þessi bók verður alltaf lesin, ekki sízt sökum ömurlegra endaloka þessa leiðangurs. Hér er enginn happy end, heldur hörm- ungar og dauði, og þeir tóku þvi án þess að æðrast. Endalok þess- ara manna minna á endalok kappa íslendingasagnanna og mór alinn í þeim fornu sögum. Þeir gengu óhaltir, meðan báðir fætur voru jafnlangir, og þeir kunnu að deyja eins og þessir brezku menn, ró og jafnaðargeð var þeirra aðal og drengskapur. Það er mikill munur á slíkri lesningu og þeim slepjulega viðbjóði sem ausið er yfir landsfólkið í hinum svo- nefndu afþreyingartímaritum, sem virðast furðu mikið lesin. Það virðist timi til kominn að hamla á einhvern hátt gegn slík- um sóðaskap í rituðu máli, þvl sóðaskapurinn smitar út frá sér, sljóvgar og heimskar. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR Að betra stórar (og virðulegar) stofnanir er ekki auðvelt, enda eru orsakir margar. Sumar stofnanir hafa náð svo mik- illi fullkoirnun að þær komast upp yfir skynsamlega gagn- rýni og út fyrir umbætur, og má ekki við þeim blaka fremur en heilögum kúm Indlands. Hirða menn því lítt um hvort þær lifa til að eta eða eta til að lifa, menn verða að sætta sig við þær unz stofnana-dauðinn kemur þeim út úr tilverunni. Fullkomleiki sumra stofnana er bæði mikill og raunhæfur, og dýrmæt sú hjálp, sem þær veita. Nefnum sem dæmi nútíma sjúkrahús, þar sem menn njóta lækninga og hjúkrunar dag og nótt. Slíkum stofnunum verður seint fullþakkað. — En aðrar stofnamr eru bæði ófullkomnar og óbetranlegar, svo sem bankar, sem gera ekki gagn nema örfáar stundir á dag. Sjúkrahúsin lækna marga menn, sem inn eru lagðir, en í bönk um sýkjast innlagðir peningar, og nefnist sýkin inflation (sbr. flatus), en verðbólga á voru máli, og virðist ólæknandi. Sam- kvæmt óbetranleikalögmálinu virðist óhugsandi að bankar læri eða geti nokkuð lært af sjúkrahúsum, og mjög ósennilegt að hægt sé a' telja fjármálamenn á að nota svo sem helming af því mannviti, sem læknar nota. Væru bankar að gagni svo sem tólf tíma á sólarhring, þá mætti fækka þeim um helming, og nota húsnæðið skynsamlega, t.d. undir skóla, bókasöfn, æskulýðs- eða elliheimili eða annað gagnlegt þjóðfélaginu. En slíkt læra ekki menn, sem græða á styrjöldum, heldur hinir sem jtaPa- Skólar hafa noklcurn fullkomleika, og í stað þess að tví- setja í banka, sem væri skynsamlegt, tvísetja menn í skólana, enda eiga þar í hlut smælingjar, sem verða að láta sér lynda að hrekjast. Að betra skóla er með lagasetningu lítt fram- kvæmanlegt, en hugsanlegt ef til eru góðir kennarar, sem þola umbætur og vilja koma þeim á. Á miðöldum voru sumir háskólar orðnir svo fullkomnar stofnanir að ekki hefir tekizt að halda nema sumu af því, sem þeir unnu á. Fyrir langa löngu átti sérhver stúdent við há- skólann í Leyden rétt á 360 lítrum af víni, tollfrjálsu, og til viðbótar sex tunnurn af öli, enda létu sumir menn innrita börn sín í háskóla áður en þau voru orðin læs, og bjuggu þau miklu rækilegar undir háskólanám en nú gerist. Ef konur þvoðu í há- skóla eða fyrir hann, þá voru þær háskólaborgarar. Heilir háskólar kunnu þá göfugu lýðræðisíþrótt að gera verkföll, enda stutt síðan fornfrægur háskóli í Evrópu notaði þennan heilaga rétt. En það er ljóst að allmikil afturför hefir átt sér stað við suma háskóla, sem hvorki hirða um ölrétt stúdenta sinna né verkfallsréttinn, og er ekki von að framför verði þar sem afturför er í fulilum gangi, enda er víðs vegar í Evrópu kvartað unidan því að háskólamir geti ekki gegnt því hlut- verki, sem þörf er á nú á tímum. Hin fornu ölréttindi stúd- enta eru nú fengin í hendur unglingum, sem sigla á milli landa, og verkfallsrétti dreift víða, sem sízt skyldi, en er ekki látinn ná til annarra sviða, þar sem þörfin er mikil. Menntaskólar á voru menningarsvæði gegna þvi tvöfalda hlutverki að veita aimenna menntun og búa menn undir há- skólanám. Megináherzlan liggur einkum á síðara þætti, enda vita stúdentar mikið i sumum greinum, þótt almennt mannvit mœtti hjá sumurn vera meira. Af tilliti til háskólanna er mjög erfitt að betra menntaskólana. Þarf hér að hafa gát á að spilla ekki menntaskólum með vanhugsuðum breytingum. Tvennar umbætur eru þó auðveldar án kostnaðar fyrir þjóðina: Að leggja niður alla skriflega dönsku við skólana, og draga stór- lega úr enskunámi. Taka ber upp norsku í stað dönskunnar og spara þannig tíma, fyrirhöfn og tunguraunir. Enskan sog- ast inn í þjóðina, likt og vatn í þurran svamp. Ekki þarf að kaupa á kostnað skattgreiðenda olíu til að hella á þann eld, sem bezt brennur, eða efla hin engilsaxnesku áhrif hér með sköttum á landsmenn. Með nokkurri umhugsun má finna lögmál um óbetranleik stofnana. Það er ekki sama sem fyrsta lögmál Parkinsons, en fremur framhald af þvi. Parkinsonslögmálið fjallar um til- hneigingu forstjóra til að hlaða í kringum sig óþörfu skrif- stofuliði, en skýrir ekki nánar næsta skref, sem er að koma því til vegar að stofnunum skuli ekki fara fram. Undantekn- ingar eru fáar, en þó má benda á eina: í menntaskólum Noregs hefir verið tekin upp kennsla í nútímaíslenzku í stað forn- norrænu, sem áður var, þar eð fornmenn eru nú ekki viðmæl- anlegir. — Er nú óbetranleikalögmálið rétt? Látum reynsluna skera úr. Ef vér t.d. höldum áfram með skriflega dönsku og jafnmikla ensku-ítrcðslu og nú á sér stað, svo sem næstu þrjú árin, þá hefir reynslan sannað það — og tímans vegna setjum vér með fyrirvara: Q.e.d. 17. tbl. 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.