Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 1
19. 23. maí 1965. 40. árg. spilla, til t>ess að ná 5 Bismarck, ef og þegar hann kæmi úr Græru'.ands- hafi — og nokkrum klukkustundum síðar var scnd önnur flotadeild, sem í var King George V, fluigvélaskipið Victorious, fjögur beitiskip og sjö tundurspillar — til þess að verja að- rar skipaleiðir suður af íslandi. Önnur deild frá Gíbraltar, sem í var flug- vélaskipið Ark Royal, var og send norður á bóginn, af skyndingi. ýzku skipin tvö höifðu siglt norður í Grænlandshaf; þau sáust þar 23. maí og voru vandlega elt af tveim brezkum beitiskipum (því að þungu fallbyssurnar á Bismarck varð að hafa í hæfilegri fjarlægð). 24. maí, ki. 5.35 um monguninn sáu Hood og Fregnin um Hood varð geysiletgt S- falii fyrir flotairiálaráðuneytið, en fijótlega voru önnur skip kölluð, seon voru á Atlanzhafi, til að taka þátt í eltingaleiknum. Vitað var, að 3is- marck hafði orðið fyrir skoti, því að Nlorfolk og Suffolk, sem eltu hann, sáu breiða olíurák í kjölfari hans. Eft ir því sem stundirnar liðu, misstu menn sjónar á Bismarck, en svo sást hann aftur þann 25., og af stefnu hans mátti sjá, að hann ætlaði ti.i Brest, flotahafnar á Frakklandsströnd. Bismarck hefði getað haft þetta af, jafn hraðskreiður og hann var, en hann var stöðugt að missa eldsneyti og stýristækin voru auk þess biluð. Hefði ekki þetta tvennt komið til, hefðu brezku herskipin aldrei komizt í skot- færi við hann. Eltingaleikurinn átti eftir að verða 3000 mílna leið, allt norðan frá heim- skautsbaugi og næstum suður undir Biscayaflóa, áður en Bismarck yrði innikróaður. Sjálfir voru Bretar orðnir eidsneytisitlir. En ChurchiU skipaði fyrir að halda eltingaleiknum áfram, þó svo að draga yrði herskipin heim á eftir. A ð kvöldi 24. maí var Prinz Eugen sendur til móts við oJiuskip, og skildi þá Bismarck eftir til að mæta örlögum sínum einn saman. Brezku skipin, sem aú voru þarna til að gera út af við hann, voru King George V með Tovey aðmírál um borð, og svo orustuskipið Rodney, og au.k þess Norfolk, sem réðust á Bismarck úr norðvesturátt, en flugvéiaskipið Ark Royat, beitiskipin Sheffia'.d og Dorset- shire frá suðri og svo nálgaðist lítill ffloti tundurspilla úr austri. Önnur skip voru í hnapp, en áttu ekki að taka þáfct í bardaganum, sem yfirvofaindi var. Ark Royal varð fyrst til að komast í skotfæri. Svo illa tókst til, að fyrsta skotið frá skipinu tók brezka beitiskip- ið Sheffield fyrir skotmarkið — en það kom þó ekki að sök. RusseQi Gretn- fell höfuðsmaður lýsir ítarlega orust- unni, eins og hún kom þeim fyrir sjón- ir. Fer frásögn hans sér á eftir: * egar Sheiffield hafði sloppiS frá þessari leiðinilegri árás frá Ark Royal, hafði skipið haldið áfram að leita að Bismarck. í brúnni rýndu aillir út í sjóndeildarhringinn ti:l þess að reyna að koma auga á eitfchvert skip, og varðmönnunum hafði verið lofað tveim pundum handa þeim fyrsta sem sæi það. Kl. 17.40 þann 26. sagði foringinn, sem var á verði: — É,g held að ég sjái eitthv-ð íramundan á bak- borða. Allir sjónaukar komu á loít og beindust í þessa átt, og það stóð heima, að eitthvað dckkt sást ógreinileiga úti í þokunni í sjónhrmgnum. Var þetta Bismarck? Það var erfitt að segja í fyrstunni, en eftir því sem Sheffield kiarn nær, varð ekki villzt á sköpu- la-ginu á Bismarck. Enn ein-u sinni hafði eltingaskip fundið það, sem að var leitað, eftir meira en sólarhrings bið. Larcom skipherra á Sheffield vildi ekki verða séður, ef hæg-t væri að komast hjá því, svo að hann breytti stefnu og tók að sig.:.a i hring, til þess að g'eta kornið aftan að óvininum í sjö til tíu mílna fjarlægð. Hann tók einnig að senda frá sér þessar venjulegu skýrslur eltingaskipa um stöðu óvinar- ins, stefnu og hraða. Þessar uipplýsing- ar komu til viðbótar við hinar, sem leitarflugvélar frá Ark Royal gáfu, en þær flugu, tvær saman, hver eftir aðra og höfðu haft stöðugt eftirlit með Bismarck síðan kl. 11.15 um daginn. Framhald á bls. 12. Hernaðaraðgerðir á Atlantshafi: Kafbátarnir ollu mestu af þessu tjóni en ofansjávarskipin sökktu ekki meira en þrem fjórðu úr milljón smálesta; samt voru vasa-herskipin og beitiskip in í Evrópuhöfnunum meiriiháttar ógn- un við skipalestir, sem stefndu úr öilum áttum til brezkra hafna. Vasa- herskip, sem komst í skipalest, gat valdið þar álíka tjóni og úlfur, sem kemst í sauðahjörð. Flotaimálaráðu- neytið neyddist til að hafa herskip í heimaflotanum, enda þótt þeirra væri brýn þörf til verndar skipalest- um, hvenær sem óvinurinn færði kví- ar sinar út í Atlanzhafið. Kafbátarnir voru ekki eina ógnunin við skipaferðir Bandamanna, því að Þjóðverjar höfðu smíðað heilan flota ofansjáv- arárásarskipa þar með talin vasa- herskip og beitiskip, sem gátu nú starfað frá stöðvum á allri Evr- ópuströnd; frá flugstöðvum í Frakklandi gátu flugvélar þeirra hrjáð siglingar til brezkra hafna. Á árunum 1940-’41 voru milljónir tonna af skipum skotin í kaf. 15 retar náðu vasah-erskipinu Graf Spee í Suður-Ameríku í des-em- ber 1939, og löskuðu það svo mjög, að Þjóðverjar urðu að renna því á land til þesis að verða ekki teknir. Bæði orustuskipin Scharnhorst og Gneisen- ©u voru innikróuð og gerð óvirk með sprengju-kasti öðru hverju. En árið 1941 luku Þjóðve-rjar við smíði Bis- jnarcks, hraðskreiðasta orustuskips eíns, 45000 smálestir að stærð og vopn að meðal annars með átta 15” fall- þyssum. Hinn 21. maí var flotamála- ráðuneytinu tilkynnt, að Bismarok, ásamt létta beitiskipinu Prinz Eugen, hefði sézt til varnar skipalesit til Berg en. Sökum illviðra komust bæði skip- in út úr norsku höfninni, án þess að \-erða séð af flugvéium Breta. Bretar þóttust vissir um, að þau hefðu nú í byggju að ráðast á skipalestir á Atlanz- hafi. En hvar?* * Á þessum tíma voru skipskað- •r orðnir svo alvarlegir, að brezka herstjórnin var n-æstu-m hætt að tíl- kynna mánaðarlega smálestatölu Kkipskaðanna, Síðasta myndin af „Hood“, tekin frá P rince of Waies." Tovey aðmíráll, yfirmaður heima- flotans brezka, hafði orustuskipin King George V og Prince of Wales (nýjasta og hraðskreiðasta skip flot- ans), orustubeitiskipin Hood og Repul- se, og flugvélaskipið Victorious — öll í Scapa Flow. Tvö beitiskip, Nor- íolk o-g Suffolk, voru á verði í Græn- landshafi, milli Grænlands og íslands, og þeim var gert viðvart. Tovey sendi Prince of Wales, Hood og sex tundur- Prince of Wa'les Bismarck og Prinz Eugen og skutu á þá á 25.000 metí'a færi. Bismarck náði miðun á Hood í fyrst-u sklothríðinni, og áður en margar mín- útur voru lið-nair hitti hann beint í mark og Hood fór í tvennit og sö-kk svo fljótt, að aðeins þrír menn björg- uðust. Prince of Wales varð fyrir áfaili skömmu síðar og varð að draga sig í hlé frá frekari aðgerðum. Eftir Russell Grenfell, höfuðsmann Þegar Bismarck var sökkt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.