Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 7
óstruskóli Sumargjafar tók til slarfa árið 1946 og hefur því starfað í 19 ár. Eins og nafn ið bendir til, er hann fyrir stúlkur, sem hyggja á fóstru- störf á dagheimilum og leik- skólum. Skólinn er rekinn af barnavinafélaginu Sumargjöf og er til húsa að Fríkirkjuvegi 11. Skólastjóri er frú Valborg Sigurðardóttir. Nám í Fóstruskólanum tekur tvo vetur og eitt sumar. Stúlk- urnar læra sálarfræði, uppeld- isfræði, islenzku, dönsku, nær- ingarefnafræði, heilsufræði, ungbarnameðferð, þjóðfélags- fræði, bókfærslu, teikningu, föndur, smíði, söng, blokk- flautuleik, sögur og kvæði og ryþmik, en það eru hreyf- ingar eftir hljóðfalli. Til inn- göngu í skólann er gagnfræða- próf eða hliðstæð menntun sett að skilyrði. í borginni munu vera 11 eða 12 leíkskólar og dagheimili, og eru atvinnuhorfur mjög góðar hjá stúlkunum, með því að mik ill skortur hefur jafnan verið á fóstrum. Sá er munur á dag- heimili og leikskóla, að á dag- heimili er tekið á móti börn- unum kl. 8:30 að morgni og þau fara heim til sín kl. 6 að kvöldi. Þau fá mat og drykk á heimilinu, svo að þau þurfa ekki að hafa neitt með sér. í leikskólana koma börnin hins vegar kl. 9 að morgni og fara heim um hádegi. Kl. 1 e.h. koma svo önnur börn, sem eru til kl. 6. Þau þurfa að hafa nesti með sér. essa mynd af stúlkun- um í Fóstruskólanum tók Þor- valdur Óskarsson í smíðastofu Miðbæjarbarnaskólans, en eins og áður getur er ein af náms- greinunum smíðar. Með þeim á myndinni er Gauti Hannes- son, kennari. Þetta var síðasti tíminn þeirra og prófdómarans var von einhvern næstu daga. Að því er stúlkurnar sögðu, leika börnin sér mikið að alls konar tréleikföngum, og það kemur oft fyrir, að þau bila. Þá er gott að kunna svolítið til smíða og geta gert við þau. Þótt handavinna barnanna sé aðallega pappa- og pappírsfönd ur, fá elztu börnin stundum að fást við smíðar undir leið- sögn fóstranna. Stúlkurnar höfðu smíðað hluti af ýmsu tagi, — ein hafði gert upp- hleypt kort af íslandi, önnur hafði smíðað heila benzínstöð; einnig má nefna trébíla, blaða- möppur, bílabrýr og flugvélar. G.H. S kólanemar eru nú vafa- laust farnir að hlakka til skóla ferðalagsins, sem farið er að loknum prófum. Nemendur Gagnfræðaskóla verknáms ljúka prófum talsvert fyrr en aðrir gagnfræðaskólanemar, og gagnfræðingar úr þeim skóla hafa einnig farið í sitt skóla- ferðalag. Þeir fengu að velja, hvert halda skyldi, og kusu Kirkjubæjarklaustur. Þessi mynd var tekin, er allur hóp- urinn hélt að Systrastapa, og má sjá Stapann fyrir miðju á myndinni. Af Stapanum er hið fegursta útsýni og sér vítt yfir sveitir. TJppgengt er á Stapann á tveimur stöðum, og má þar fikra sig upp eftir járnfesti. Margir hafa eflaust einhvern tíma velt þvi fyrir sér, hvaðan Systrastapi dregur nafn sitt. Nafn Stapans er þann veg til- komið, að árið 1344 voru brenndar á Stapanum tvær systur úr klaustrinu á staðnum. Þetta gerðist í 1. vísitasíu Jóns biskups Sigurðssonar í Skál- holti, en um hann herma þjóð- sögur, áð hann hafi verið illa þokkaður og fáum harmdauði. Ahnarri systranna, Katrínu, var gefið að sök að hafa gert samning við Kölska, farið illa með sakramentið og lifað óguð- lega að öðru leyti. (Mun hafa verið mikill fagnaður í klaustr- inu, þegar munkar frá Þykkva- bæ komu í heimsókn). Hin syst irin var tekin af fyrir að hafa talað óguðlega um páfann. Þær voru báðar brenndar á Stapan- um og heitir þar síðan Systra- stapi. Þar voru þær líka heygð- ar og eru síðan á Stapanum tvær þústir, önnur græn, hin vaxin þyrni, en sumir hafa af þessu dregið þá ályktun, að önnur þeirra hafi verið sak- laus. Ef til vill birtum við seinna hér á síðunni fleiri myndir frá skólaferðálagi gagnfræðinga Gagnfræðaskóla verknáms. 19. tbl. 1985 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.