Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 8
Aður hefur Lesbók birt tvo frá- sagnarþætti eftir Benedikt Kristjánsson. Sá fyrri fjallaði um námsdvöl hans í Ólafsdal undir handarjaðri hins merka búnaðarfræðara Torfa Bjarnasonar, sá síðari um búskapinn á Grenjaðarstað hjá föðurbróður hans og alnafna Bene- dikt prófasti. Eftir dvöl sína á hinu fræga prófastssetri sigldi Benedikt til Noregs og var þar bæði á búnaðarskóla og við bústjórn. Heim kominn gerðist Benedikt kennari á Eiðum, sem þá var búnaðarskóli, og skólastjóri var hann þar 1906-07. f>vínæst gekk hann í þjón- ustu ,Búnaðarsambands Austurlands, sem þá hafði mikil framfaraumsvif undir forustu sr. Magnúsar í Vallanesi. Ferð- aðist Benedikt þá víða um sambands- svæðið og leiðbeindi bændum bæði í jarðrækt og búfjárrækt og hvatti þá til framfara. Einkum lét hann sér annt um landþurrkun og garðrækt og ritaði garð- yrkjuleiðbeiningar í Ingólf. Komu þær seinna út sérprentaðar. Hann bjó til kálgarð á Eiðum og setti í hann kartöfl- ur, sem hann kom með frá Noregi. Árið 1912 kvæntist Benedikt Krist- björgu Stefánsdóttur, bónda Brynjólfs- sonar á Þverá í Axarfirði, og byrjuðu þau þar búskap það sama ár. f>að var eitt kvöld í vetur, skömmu eftir níræðisafmæli Benedikts, að við sátum og spjölluðum saman um bú- skapinn á Þverá og sitt af hverju um sveitalífið og félagsmálastörfin í Axar- firði hér áður fyrr. Birtist hér sitt af hverju úr þvi skrafi. — Er Þverá góð jörð? — Aðalkostur hennar á gamla vísu er gott og kjarnmikið beitiland. Á nú- tímamælikvarða mundu góð ræktunar- skilyrði vera hennar aðalkostur. Svo voru þar dálítil hlunnindi — silungs- veiði — en hún er nú þorrin að mestu þar eins og víðar. — Hvernig voru byggingarnar? — Það var torfbær eins og þá tíðk- aðist. Úr honum var innangengt í hlöðu og eldhús. Það kom sér vel í gaddi og stórhríðum eins og ekki voru ótíðar á Norðurlandi hér áður fyrr. Svo réðumst við í að byggja árið 1917. Og það átti að byggja varanlega — byggja fyrir fram- tíðina. Þessvegna valdi ég steinsteypuna. Ég hafði kynnzt henni austur á Héraði, einkum þegar sr. Magnús byggði nýbýl- ið í Vallanesi, sem hann kallaði Jaðar. En það var ekki komin mikil reynsla á steinhúsin í Norður-Þingeyjarsýslu. Þá var þar hvergi steinhús nema í Leir- höfn. Það var reist 1911. — Var gott steypuefni á Þverá? — Nei, síður en svo. Við grófum það upp úr holti fyrir utan tún, en það var ekki nógu hreint og ekki í réttum hlut- föllum, vantaði í það sand. Þessvegna varð steypan ekki nógu sterk. Þessvegna varð húsið lægra heldur en ætlað var, ekki nema ein hæð og kjallari. Öll inn- réttingin var vitanlega úr timbri, bæði einangrun, loft og milliveggir. Annað þekktist þá ekki. — En hvernig gekk þér að fá sement- ið? — Það fékk ég á Húsavík, hjá Aðal- steini Kristjánssyni kaupmanni. Hann lét flytja það, eins og annað til bygg- ingarinnar, upp í Buðlungahöfn. Þaðan flutti ég það svo á hestvögnum. — Voru hestvagnar þá til í Axarfirði? — Já, á nokkrum bæjum. Þegar Jök- ulsárbrúin var reist á árunum 1904-05 voru notaðar tvær kerrur við verkið. Að því loknu voru þær seldar bændum í sveitinni. Svo kom ég með eina kerru að austan þegar við fórum að búa á Þverá. — Var búnaðarfélag í hreppnum þeg- ar þú fluttist í Axarfjörð? — Ekki, sem þá var starfandi, en við stofnuðum félag strax fyrsta veturinn minn á Þverá. Skömmu fyrir jólin boð- aði ég til fundar á Ærlæk. Það mættu nú ekki nema eitthvað 6-8 menn, enda var veðrið vont og áhuginn takmarkað- ur. En við ákváðum að stofna félagið. Svo komu flestir fljótlega með. Með mér í stjórninni voru þeir Gunnar í Skógum og Páll á Austara-Landi, enda réðu þeir mestu í sveitinni á þessum tíma þegar ég fluttist þangað. — Hver voru helztu verkefnin? — Ræktun — ræktun, túnasléttun og nýrækt. Þá var þaksléttuaðferðin enn í gildi. Félagið réð menn til ofanafristu hjá bændum haust og vor, keypti plóg og herfi til að jafna með flögin. Það var langtum fljótvirkari og auðveldari aðferð heldur en stinga þúfurnar niður með pál og reku. — Þetta var nú samt seinlegt? — Ja, nokkuð svo. Röskir og harð- snúnir menn ristu ofanaf allt að 100 ferföðmum á dag. Þá voru hafðir lið- léttingar til að bera úr flaginu. Og góð- ar voru þakslétturnar. Ef vel var borið undir í þeim, brást ekki gras á þeim svo árum skipti. — En vantaði ekki áburðinn? — í Axarfirði var nógur skógur til eldiviðar, svo að þar þurfti ekki að brenna sauðataðinu. Þessvegna hygg ég Öxfirðingar hafi verið betur settir en margir aðrir með ræktunarmöguleika. Það kom sér líka vel. Þar varð að taka allan heyskap á túnunum. Ekki voru engjarnar. Nema á Sandbæjunum, þ.e. fjórum bæjum milli Brunnár og Jök- ulsár. Þar voru miklar engjar, sem Lónið féll á. Þá brást aldrei gras á þeim og heyið af þeim var eins og bezta taða, sérstaklega til holda. Auk þakslétt unnar mátti lika rækta með sjálf- græðslu. í Axarfirði er mikið af lyng- móum með djúpri og sterkri grasrót. Einu sinni féklc ég mann til að slétta fyrir mig eina dagsiáttu af slíku landi. Hann stakk niður þúfurnar og jafnaði þær án þess að rista ofan af. Grasrótin hélzt heilleg og þetta var svo fljótt að gróa, að næsta sumar var hægt að slá einstöku toppa í flaginu. Það var líka borið vel í það, mikið af skán, sem mulin var í taðkvörn. Þá var nú gamla lagið á öllu. Þetta þættu nú vinnufrek- ar aðferðir. Þessi slétta heldur sér svo vel, að nú eftir 40 ár er hún enn við líði. — Sumarið 1926 var gert mikið átak í túnræktinni í Axarfirði. Þá réð Búnaðarfélagið tvo menn með 16 hesta til að plægja og herfa fyrir félagsmenn og notuðu sér það flestir, sumir í stór- um stíl. Þetta voru þeir Kristján Bene- diktsson á Hæli í Húnaþingi og Guð- mundur ökumaður frá Akureyri. Það er énn í minni er þeir riðu í garð á Þverá með um 20 hesta skömmu eftir fardag- ana. Þetta var gott vor. Klaki fór snemma úr jörð, svo að fljótt var hægt að hefja jarðvinnslu. Þetta voru mestu dugnaðarmenn, mjög árvakrir og sam- vizkusamir við verk sitt. Þeir höfðu duglega hesta og vel tamda. Þeim vannst mjög vel, enda héldu þeir plógi og herfi hárbeittum og höfðu öll sín tól og tæki í fullkomnu lagi. Það er gaman að minnast þessara drengilegu verkmanna. Ég lagði áherzlu á, að þeir ynnu sem mest að því að brjóta landið, því að þeir höfðu svo góð tæki og góða hesta. Það var svo hægara fyrir bænd- ur að sá í flögin og ganga frá þeim með eigin hestum og verkfærum. Þetta hratt ræktuninni mikið fram og hú mörgum bændum í hreppnum stækkuðu túnin að miklum mun. Á þessu var líka mikil þörf, því að nú þurfti meira hey handa fénaðinum með minnkandi útbeit og vandaðri fóðrun. — Hér er ekki sagt nema lítið brot af langri félagsmálasögu Benedikts á Þver- á. Hann var manna fúsastur til að leggja á sig erfiði og ómak í þágu sveitar sinnar og sýslu og lét margt til sín taka. M.a. hafði hann forgöngu um að allir bændur í Axarfirði tryggðu bæi sína gegn eldsvoða, hann var manna fyrstur í sinni sveit að nota tilbúinn áburð o.s. frv. Jarðrækt og heyöflun er undirstaða búskaparins. En ekki lifir maðurinn af brauði einu saman, stendur þar. Og það var líka svo með Benedikt á Þverá, að hann lét fleira til sín taka heldur en jarðyrkjuna meðan hann fjallaði um fé- lags- og hreppsmál Öxfirðinga. — Byggðuð þið Öxfirðingar ekki einn af fyrstu heimavistarbarnaskólum lands ins? — Já, ekki veit ég nú hver hann var í röðinni yfir allt landið, en ekki vissi ég af neinum öðrum norður þar, um það leyti, sem við vorurn að byggja. — Hver átti upptökin að þessari skóla stofnun? Benedikt hugsar sig um dálitla stund og segir svo: — Sá, sem nefndi þetta fyrstur við mig, hygg ég, að hafi verið Sigurjáll heit. Jónsson í Klifshaga. Hann var mikill framfara- og áhugamað ur um menningarmál. Það var að hon- um mikill mannskaði er hann dó á bezta aldri. Þegar ég fór svo að þreifa fyrir mér með skólabygginguna, fékk ég hvar- vetna góðar undirtektir. Ekki sízt voru þau hjónin á Ærlæk, Jón og Halldóra, og Oddný móðir hans, eindregnir stuðn- ingsmenn málsins og þau létu land und- ir skólann. — Þegar við vorum orðnir sammála um framkvæmd málsins heima í héraði, skrifaði ég Jóni Þórarinssyni fræðslumálastjóra. Hann sýndi málinu mikinn skilning og áhuga og lofaði op- inberu framlagi, sem næmi helmingi kostnaðar. Sumarið eftir kom hann norð ur. Þá áttum við langt tal saman um skólamálin. Þetta var á túnaslætti i brakandi þurrki. Ég man, að hann sagð- ist hafa hálfgert samvizkulbit af því að vera að tefja mig á svo dýrmætum degi. En honum fannst líka til um það, þegar við gengum norður á bæjarhólinn, og hann sá Kristbjörgu með börnin sex vera að hamast í heyskapnum. Þá voru þau nú ekki öll há í loftinu. — Svo fóruð þið að byggja? — Já, það gekk allt eins og í sögu. Fólkið var svo samtaka, fórnfúst og áhugasamt. Við áttum dálítið í hrepps- sjóði. Þá munaði um hvert hundraðið meira en hvert þúsundið nú. Svo voru frjáls samskot og talsverðu safnað á þann hátt. Auk þess lögðu menn fram vinnu. En við þurftum að taka lán. Þá var Benedikt Sveinsson þingmaður okk- ar. Við vorum vel kunnugir. Hann kom alltaf til okkar og var 2-3 daga um kyrrt á Þverá, þegar hann var á ferð fyrir norðan. Hann var einstakt val- menni og mikill fyrirgreiðslumaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.