Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Qupperneq 3
EFTIR H. E. BATES
A
'hverjum morgni sat frú Eglant-
lne við bogalagaðan bambusbarinn í
New Pacific hótelinu og drakk morg-
unverðinn sinn. Það er að segja hún
(hellti í sig tveimur stórum koníakssjúss-
um og sötraði síðan nokkra í viðbót. Er
á leið varð morgunverðurinn að hádeg-
isverði og um tvöleytið tóku fellingarn-
ar umhverfis sljó augu frú Eglantine
að líkjast stórum, bústnum, ljósrauðum
ræ-kjum.
„Ég býst við, að þú vitir, að þú ferð
rangt með nafn hennar?“ sagði vinur
minn, læknirinn, við mig. „Það er satt
að segja Eglinton. Hvað kemur þér til
að nefna hana Eglantine?“
„Hún hefur áreiðanlega verið dálítið
sæt einhvern tíma.“
„Heldurðu það?“ sagði hann. „Hvað
kemur Eglantine því við?“
„Hinn ilmsæti rósviður," sagði ég,
„vafningsjurtin, hin snúna Eglantine."
Þótt frú Eglantine væri nær fimm-
tu^u, fóru bláar stuttbuxurnar henni
mjög vel. Fótleggir hennar voru brún-
ir, fagurskapaðir og spengilegir. Hand-
leggir hennar voru grannir og hárlausir
og neglur hennar vel snyrtar. Hún hafði
fínleg eyru og mjög blíðleg, fölblá augu.
Hár hennar, sem var reyndar of gult,
var slétt og ávallt vel burstað og sveigð-
ist lítið eitt upp, þar sem það snerti
sólbrenndar, smágerðar axlirnar.
Eini bletturinn á snyrtimennsku henn
ar var sá, að stundum, er hún sat við
barinn, lét hún annan eða báða gulu
sandalana detta af fótunum. Eftir það
reikaði hún oft um veröndina, í öðrum
skónum en með hinn í hendinni; eða
með báða skóna í höndunum og sagði:
„Hver á þessa bölvaða skó? Veit nokk
ur, hver á þessa bölvaða skó?“
Á.
.ður en langt um leið, þegar hún
var farin að kynnast mér betur, átti
hún það til að slá öðrum sandalanum
á setuna á barstólnum næst sér og segja:
„Hingað, England, komdu og sittu
hérna.“ Hún kallaði mig alltaf Eng-
land. „Komdu og seztu og talaðu við
mig. Ég er líka Breti. Komdu og seztu.
Gott að hitta einhvern frá gamla land-
inu í þessum leiðinlega froskaskríl.
Hvað álítur þú um Tahiti?“
Ég hafði aldrei tíma til að segja henni
álit mitt á Tahiti, því að hún varð jafn-
an fyrri til, sleikti koníakið af vörun-
um og sagði eitthvað á þessa leið:
„Svik. Lygasaga. Stóra suðurhafasápu
kúlan. Hin mikla paradís suðurhafa.
Ekki sómasamlegt hótel á staðnum. All-
ar verzlanir í eigu Chinka (kínverja).
Hver einasti maður blóðlatur, Það tek-
ur heilan dag að innleysa ávísun í bank-
anum. Hiti og skitur. Hverju öðru er
svo sem hægt að. búast við, þar sem
Froskarnir ráða?“
Skömrnu seinna, þegar hún hafði feng
ið sér einn eða tvo í viðbót, byrjaði hún
venjulega að kalla mig elskuna.
„Þú hefur séð ferðaauglýsingarnar,
er það ekki, elskan? Þessa fallegu, hvítu
sanda og allar brjóstaberu Polynesíu-
stúlkurnar klifrandi í pálmatrjánum?
Allt blekking, elskan. Allt bölvuð svik.
Allt tekið á Cookeyjum, hundruð mílna
héðan.“
Um leið og hún ta-laði um svik hvítra
sanda og Polynesíustúlkna, benti hún
með snyrtilegri hendi til strandarinnar:
„Líttu á fjöruna, elskan. Líttu bara á
hana. Ég bið þig. Svartur sandur, millj-
ónir af sæ-eggjum, þúsundir af þessum
kolbrúnu sæsnákum. Kóraleyja, ekki
nema það þó. Ég get þolað flest, Eng-
land, en ekki svartan sand. Ekki strönd,
FEGURÐ
Eftir Dag Sigurðarson
Hjá mannaskítsrústum
við Heilagsandatorg
stendur drifhvítur múr.
Á morgnana koma einglamir
sveima um hann og sýngja
f'lekkleysinu lof.
Svo sagði mér skáld.
III
Fyrir innan vaggar blærinn
laufguðum greinum
og þroskaðar sítrónur ber
við heiðan himin:
Fimmtán hektarar.
IV
FTöskubrot
í brúnina.
II
eru múruð föst
Græn og brún
glær og blá
sindra þau í sólskininu:
Milljón litbrigði.
Drifhvítt er fallegt, einkum á múrum.
Einglar sýngja fallega og blaka vængjum.
Grænt og brúnt og glært og blátt er fallegt.
Flöskubrot eru falleg og kljúfa ljósið fallega.
Gult með bláu er fallegt Sítrónur
eru fallegar við heiðan himin.
ER EKKI FALLEGT HÉRNA?
V
Spurðu strákrindilinn
sem húkir þarna í húsasundi
boraður með hönd í fatla.
VI
Og spurðu hann síðan hvort þetta ljóð sé fallegt.
sem lítur út eins og smiðjuport."
Það var satt, að strendur Tahiti væru
svartar, að í sjónum vaeri á grunnu
krökkt a fsæ-eggjum og þegar lágsjáv-
að var af skepnum, sem líktust líflaus-
um kekkjum gulleitra innýfla. En þar
voru einnig torfur af bláum og gulum
fiskum, líkum fíngerðum neðansjávar-
seglum, og stundum flugfiskar eða þyrp
ing af undurfögrum, bláum hrökkvi-
skötum, sem geistust gegnum blátært
vatnið.
M
ér datt í hug, að ef til vill hefði
eitthvað komið henni til að láta sem
hún vissi ekki af þeim.
„Hvað hefurðu verið lengi hérna?“
spurði ég.
„Nokkurn tíma komið til Ástralíu?"
spurði hún. „Þar er nú hægt að finna
baðstrendur. Margra mílna langar. Enda-
lausar. Þú hefur séð Cookeyjar? Eins
hvítar. Ég? Sex mánuði, elskan. Nærri
sjö mánuði."
„Hvers vegna tekurðu þér ekki far
með sjóflugvélinni burt af staðnum,“
sagði ég, „ef þú hatar hann svo ákaf-
lega?“
„Löng saga, England,“ sagði hún.
„Skolli flókin.“
Alltaf slangraði hún burt, er líða tók
á daginn, svaf í herberginu sínu og birt
ist aftur um klukkan sex, rétt fyrir
sólsetur. Þá hafði hún skipt á stuttbux-
unum og kjól, venjulega einföldum
baðmullar- eða silkikjól, sem úr fjar-
lægð eða þegar horft var á eftii henni
gaf smávöxnum, grönnum líkama henn-
ar nýjan, aðlaðandi og allunglegan
svip.
Eg tók eftir því, að á kvöldin fór hún
ekki rakleitt að barnum.
í um það bil tíu mínútur eða stundar-
Framhald á bls. 13.
10. tbl. 1968
LESBOK MORGUNBLAÐSINS