Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 15
Takk fyrir alla tryggðina, þó trúin færi í hundana! Séra Halli segi mér að sankti Páll og Lucifer tryllist við mitt trúarbrjál og togist á um mína sál. Það kemur ekki mál við mig. mega ei fleiri vara sig, hrapi mestur heimsins fans hvort sem er til andskotans? Klukkan er margt. Öllum líður bæri- lega og — Ingibjórg að verða albata. ■— Ef skip skyldi koma snemma (eða hvenær sem er) vildir þú miskunna mér með einn balla af pappír. Ég er með þér þó ég sé skussi. Björn hefir nú hviorki hús né pappír og Lýður drepst því líka, en Ljósið kafnar. Konan og krakkarnir blessa þig, kyssa þig, en ég pressa þig bara ég ei missi þig! Gleðileg jól! Þinn gamli vin Matti. (Brot úr bréfi) Á 1. sumardag 1891. Elskan mln sem aldrei brást, alla þína trygigð og ást þakkar hann maerðar-Matti. Sólargeisla sendi þér sá sem löngum vanur er. — E g gríp nú eina örk, sem ég ætla þér, sem ert einn af þeim gömlu ó- dauðlegu, sem ég á eflir. Það er skrítið, hvað ég ekki verri manneskja get átt neyðarlega fáa vini síðan ég fór að eldast! En svona fer veröldin með fleiri eða flesta..... Hér hakka allir i sig höfrungakétið *— nema ég; tíðin er einstök, nú orðið fiskvart úti í firðinum; öll skip komin, sem von var á, og' Grána á Siglufirði. Það er leiðinilegt hvað seint þú kemur. Nú myndi ég þiggja ofurlítinn viðbæti hjá þinginu, því tekjur hrökkva með engu móti til. Kæmi ofurlítil bænaskrá þess efnis einhvers staðar frá, er ekki ómögulegt að ég fengi eitthvað — svo sem 500 kr. á ári. Annars færi eins og forðum og enginn fengi neitt. Það er satt, hér liggur miði í skúff- unni, sem ég í flug'hasti skrifaði þér um daginn og ætlaði að senda með Thyru, en hætti við; það byrjar með þessari háfleygu vísu: Kæra góða kempan fríð, kvabba skal ég enn í gríð, fákænn mjög í fjárkrókum: fæddur skáld — á rassinum! Mundu vinur, eftir fáein ár hætti ég að ómaka Guð og menn, en þú tekur þitt út _— í erfiljóðum — „og rúmlega það“. Ég las yfir Laugalands-meyjum lestur „Um menntun og frelsi forn- kvenna í íslandi fram að siðabót." Konan kyssir þig, krakkar blessa þig, kýrnar krossa sig, kisa snuggar sig, húsið hneigir sig, hesturinn brettir sig, haninn herðir sig svo hænan drepur sig'! Akureyri 25. október 1892. E lsku vinur! Ástarkoss fyrir allt og allt og allt og allt !!!! Með Rósu sendi ég þér afskriftirnar af „Vesturförunum" og „Þjóðviljanum“, sem ég á þessu auignabliki lauk við að afskrifa — hefi ekki verið iðjulaus mteð öðrum önnum og sorgum síðan þú fórst — ég segi sorgum, þ.e.a.s. næringarsorg- um, því oft hefi ég neitað mér um lán eða líkn í vetur, en mig vantar bæði kol og korn til hausts! Nú, það kluðr- ast af einhvern veginn, þó öll sund sýnist lokuð nú. Ég fór út á strönd og fram í fjörð, en enginn vill lána póet- anum með mörgu krökkunum — nema Guð og Gunnarsson mín gamla hjálp og lífsins von. Hjartans vinur, reyndu nú að fá Hegel til að prenta leikina. Forlagsréttinn máttu selja ef sýnist, en ekki má ég gefa hann vegna erfingja minna. Að hann borgi Douceur býst ég ekki við, en telja má honum trú um að minnst 1000 expl. seljist af leikjunum á Islandi og Amerikiu, svo og á Norður- löndum og Þýzkalandi, ef auglýst er og duglega útsent. Ameriku-íslendingar kaupa mikið af ísl. ritum orðið. Ekkert að frétta nema dálitla síld helzt hjá þér (allt of Mtið þó, eins og vant er!) og einlæg logn. — Ég sendi nafnlausa fréttagrein til fsa- foldar, „Frá Akureyri“, og smurði þar tilbærilega ofan á eina sneið handa þér — og skal enginn sjá, að hún sé eftir mig. Þú færð hana vist með Láru. Bara skipgreyin ksemust nú klakklaust út. Havsteen Jakob er að safna í gríð samsljDtum handa Hovgaard. Clhr. Havst. 25 kr. J.V.H. 15 kr. Jónassen 50 kr! Aðrir heldri menn 10 og niður í 5 og 1. — ég enga. Hann snuðaði mig á Helga magra kassanum um 4-500 kr. Cg hafi hann þær! Armars fékk hann líka lofyrði í minni ísafoldargrein. — Allt mitt hyski sofnað — himinninn og jörð hrýtur, ég einn vaki — fæ óðar en líður að sofna! — Guð varðveiti þig og blessi þin störf og láti land og lýð njóta enn í 23 ár eða lengiur! Gleðileg jól! Þinn garnli vinur Matti. Nú fer ég í mín Grettisljóð og ham- ast — þau gera okkur báða ódauðlega! Korn og kl»l kemur úr skýjunum og — í jarðneskum smáskömmtum. Vertu ó- hræddur um Matta, hann braskar eins og hinir húsgangarnir! — sé Nellemann í vandræðum með eina hömlu í hálsi, þá skal ég miskunna mig yfir hann — ef hann sendir mér sex krossa fyrirfram og kóngsins kolakassa eins og hann er. Rósa kemst ekki í dag fyrir logni. Gú moren! og gleðilegt nýár. Þinn gamli elskandi Hallfreður vand- ræðaskáld. Hagatagðar Fyrsti húfræðingurinn Sá fslendingur, sem talinn er hafa farið fyrstur utan til búfræðináms, var Þórður Þóroddsson (1736-1799). Hann hafði áður verið djákni á Reyni stað og síðan stundað nám við há- skólann í K.höfn. Þórður dvaldist í Sviþjóð árin 1773-1779 og stundaði búnaðar- og náttúrufræðinám við há- skólann í Uppsölum, en þar voru þá haldnir fyrirlestrar um landbúnað. Síðar var hann settur umsjónarmað- ur með búnaði á Norðurlandi og leið- beinandi í þeim efnum, (Ól. E. St.: Þróun búvísinda.) Þórarinn i Kotvogi Hann bar mikla virðingu fyrir Vídalínspostillu og kallaði hana al- vöruna, en Passíusálmana kallaði hann lærdóminn, en svo bætti hann við og mælti: „En vegna Adamseðlis- ins verða bæði gleðskapur og dikdak að fylgja með.“ (Rauðskinna) I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 19. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.