Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 13
Sögur af ÁSA-ÞÓR. Úr Eddu Snorra Sturlusonar — Teiknmqar eftir Harald Guðbergsson H4NH kASTAÐI MTt HAUHCHIt Af kott 0* ftMLTI. w 3'E ÞRK LliTAH HAftH. FAOtfi, £lt EK KOH SVA S'H>. EK HY6<7, AT J'ÓTI/M AÍHMA HTHOAK HAfA LOSTIT 1 Wíl ME0 HMÍFA MiMVH Ef er HfFOA FUNDtr HAHH." ÞA STÖO ÞÓAH UPF OK FACHAOl Vtt 3TNt SiMVH OK SAdOI, AT H\HH MlTNDl VtKOA MIKIU FTHIK SER, "OK VII fK," SACOl HANN, John því stefnu til NNE, til þess að koniast vestur og norður fyrir Bis- marck, og geta séð hann undir morg- unbirtuna snemma morguns, þegar hann hæfi árásina. Hann var' varla kom inn á þessa stefnu, þegar hann fékk annað skeyti frá Stomerville, þar sem sagði, að líklega hetði 3ismarck feng- ið á sig annað skot, aftarlega á stjórn- borða. Skeytið virtist samið kL 22.40, eða bar það með sér. En klukkustund var liðin áður en tekið var við því á George V. Þetta orð „aftarlega" var mjög þýðingarmikið og í rauninni var það sönnun þessa, sean þeir höfðu ver- ið að bíða etftir í hálfa þriðju klukku- stund. Skot, sem hittir skip í u.þ.b. miðjan afturhluta þess, gat vel þýtt það, að skrúfur eða stýri Bisimarcks eða hvorttveggja hefði skaddazt, svo að skipið léti ekki að stjórn. Sir John Tovey var vonbetri nú en nokkru sinni áður um, að hann hefði skipið á valdi sinu, og sendi því út skeyti þess efnis, að það virtist hafa oiðið fyrir miklum skaða, og að hann mundi legigj a til at-' lögu í dögun, úr vestri. Hann skrifaði emnig orðsendingu til Pattersons höf- uðsmanns þar sem nann óskaði flagg- skipinu góðs gengis og sigurs í orust- uiini, sem framundan var, M eðan þetta gerðist voru síðustu eltingaflugvélarnar komnar aftur til Ark Royal, sama sem bensinlausar, og höfðu einhvemveginn getað lent á skipinu, enda þótt þoð hyiggi mjög og dimmt vœri orðið. Áhafnirnar höfðu mikilvægar fréttir að færa, sem sé þær, að eftir loftárásina hefði Bismarck snú- izt trvisvar í hring en síðar stöðvazt með stefnið í norður, og lá svo í þeirri stefnu og ruggaði á öldunum. Þetta var síðasti hlekkurinn í þeirri upplýsingakeðj u, sem þurfti til að vita alla vissu. Maund höfuðsmaður lét þessar fréttir fara áfxam til Renown, og Somerville aðmíráll sendi þær á- fram til Sir Johns Toveys með loftskeyti, einni mínútu fyrir klukkan eitt um nóttina, en upphaflega var skeytið sent kl. 0.46. Þetta var bein og ómetanleg stað- festing á þvi, sem Sir John hafði verið að gruna undanfarið. Nú lá heildar- myndin Ijós fyrir flestum Breta megin. Eftir alla fyrirhöfnina og kviðann, sem ríkt hafði undanfarna daga og náð há- marki í tvennum vonbrigðum á síðustu sex klukkustundum, þegar vonirnar um að ná Bismarck voru raunverulega að engu orðnar, þá virtust þessi vandræði óvinarins næstum of góðar fréttir til að geta verið sannar. Einkum létti hinum æðri yfirmönnum geysilega. Þeir höfðu þekkt alia hemaðarstöðuna, en hinir yngri ékki, og höfðu næstum verið orðn ir vpnlausir um að ná í Bismarck. Þeir höfðu gert sér það ljóst, að loftárásin, sem hafði valdið slupinu skaða, var raunverulega síðasta vonin um að tefja för þess og hindra þannig undankomu; og að svona árás, gerð á síðasta augna- bliki, hefði orðið svona árangursrík, fór langt fram úr öltum skynsamlegum vonum. iNú vantaði Sir John ekki annað til þess að geta hafið árás í morguns- árið en að vita um stöðu Bismarcks yfir nóttina, og hann treysti því að geta fengið þá vitneskju hjá tundur- spillum Vians höfuSsmanns. Fáum mín útum eftir að hann hafði fengið skeyt- ið um „hringsnúninginn“ breytti hann stefnu til suðvesturs. Sir John hafði einnig beðið Sir James Somerville að fara með H-lið sitt og vera ekki minna en 20 miiur suðvestur frá óvininum. Það yrði nægilega náiægt fyrir fram- kvæondir fluigvélanna frá Ark Royail, og Sir Jolhn þótti ráðlegast að láta Re- nown hafa sem frjálsastar hendur. Einni eða tveim klúkkustundum áður hafði Sir James stungið upp á þvi að láta það skip slást í för með orustu- skipunum. En Sir John vildi forðast þann möguleika, að skipið yrði tekið fyrir óvininn í myrkrinu, enda taldi hann Rodney og King George V nægi- lega sterk til að leysa verkið af hendi. Norðar en King George V var Nor- folk enn að reyna að ná í hin. Það hafði minnkað forskot orustusikipanna um daginn, en var samt enn aftur úr þeim. Philips skipherra, sem var orð- inn illilega eldsneytislítill, hafði hikað við að fara sér ótt. En þegar komið var að síðustu loftárásinni, gat hann ekki stillt sig lengur, en gaf merki um fulla ferð. r itt brezikit skip enn var nú á hraðri ferð í áttina að Bismarck. B.C.S. Martin á beitiskipinu Dorsetshire hafði verið að fylgja skipalestinni SL74, sem var á norðurleið. Kl. 11 hinn 26. maí var hann og skipalest hans um 600 mil- ur vestur af Cap Finisterre, þegar skeyti barst frá fflotamálaráðuneytinu um, að sézt hefði þá nýlega til Bis- marcks. Upplýsingarnar um stað ó- vinarins gófu til kynna, að hann væri 300 mílur í hánorður frá Dorsetshire, og Martin höfuðsmaður gerði sér ljóst, að væri hann á leið til Brest, gæti hann sjálfur komið í veg fyrir hann. Hann ákvað því að yfirgefa skipa- lestina og stefna beinit til móts við ó- vininn. Stefnan til að hitla hann var hérumbil í austur og undan vindi, en það þýddi sama sem, að Dorsetshire gat náð góðum hraða. Martin höfuðs- maður stefndi til aust-norðauisturs og komst upp í 26 hnúta ferð. Klukkan 17 breytti hann um stefnu og setti ferð- ina upp í 28 hnúta. (Framhald í næstu Lesbók) SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. fjórðung var hún vön að standa þögul við verndarriðið og horfa á sólsetrið. Hvergi í heimi getur að líta fegurra sólsetur en á Tahiti, þegar horft er yf- ir lónið í átt til hinna miklu tinda Moor- ea. Er sólin hnígur að Kyrrahafi, verður allt himinsviðið að baki fjallanna eins og opinn málmbræðsluofn með logandi hreinum og ofsafengnum eldi. Um há- loftin byltast ský með blóðrauðum jöðr- um, þá rauðgul, gul, ljósrauð og loks svanhvit, er þau sigla rólega burt, hátt uppi, yfir hafið til norðurs. Á seinustu mínútimum, áður en myrkrið færist yf- ir, er eftir á himninum ógnþrungin purp urabreiða glóandi eimyrju. „Þetta er svo fallegt, England, elsk- an,“ sagði hún við mig. „Guð, það er svo fallegt, að maður stendur á önd- inni. Mig langar alltaf til að gráta.“ Einu sinni eða tvisvar grét hún jafn- vel, en brátt, þegar sólin var horfin og stórar, mildar stjörnur suðurhiminsins rufu djúpsortann, hafði hún aftur snú- ið sér að koníakinu og barnum. Enn toku augu hennar að líkjast bústnum rækjum. Skórnir duttu af henni, fyrst annar, þá hinn; svo þreifaði hún eftir þeim berfætt, bar þá um veröndina og vissi ekki, hver átti þá. „Indælt fólk“, sagði hún eitt sinn. „Mjög elskulegt fólk, þú og frú England. Góða, gamla England. Þetta er fallegur kjóll, sem hún er klædd. Hvað mundir þú segja, frú England, ef þú vildir gift- ast einhverjum hérna og þeir vildu ekki leyfa þér það?“ Uún hló. Fyrir mikla koníaks- drykkju var húð hennar heit og s-lap- andi. Augun, sem enn virtust tárvot, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 19. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.