Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 5
sjónvarp Eftir dr. Hallgrím Helgason Orðið menning er oft notað og oftar þó misnotað, ekki sízt í auglýsinga- og áróðursskyni. Jafn- vel bítlamúsíkin og iðkendur henn- ar eiga að vera brot af menningu, að ekki sé talað um óperettuflutn- ing. Merking orðsins virðist því mörgum óljós. Ef menning á að þýða „kúltúr“ á evxópístkan kvarða, þá er misnotkunin augljós. Fyrir „sívílísasjón" notum við hinsvegar orðið siðmenning. Af því leiðir, að gjarna er þessum tveim hugtökum ruglað saman. Betri aðgreining fæl- ist í orðinu siðbirging. Til menningar má telja öll þau ófor- gengilegu verðmæti, sem mannsandinn í árþúsundir hefir skapað, til þess að auðga tilveruna og fegra mannlífið. Hér er gott að draga glöggar línur milli anda og efnis. Andinn skapar hugmynd og úr henni hugverk. Úr efni og með- höndlan þess af taeknilegri kunnáttu skapast hinsvegar tæki, sem er raun- verk. Öll menning er sigur andans. Öll siðbirging er sigur gegn efni. Þessvegna er öll tækni af-efnislegum uppruna, og öll siðbirging byggist á aukinni tækni. Sápa er t.d. stjúpdóttir siðbirgingar, en hún stendur 1 engum mægðum við menningu, jafnvel þótt sápustykki sé listilega mótað, því að efni þess er for- gengilegt. ö jónvarp er afkvæmi tæikni, svo sem útvarp, sími og rafknúinn kæli- skápur. Mannlegt hugvit sigrast hér enn á efnisheimi. Fyrir sjónir manna er varpað myndum, sem áhorfendur eiga að gJeðjast við að glápa á. Þesskonar glápirí leitar viða til fanga, og þá oft þar sem auðsóttur er fengur. Hvert land útbýr efni eftir eigin hugarfari, siðum, sögu og lífslháttum, og flytur það á eigin tungu. Og andi einnar þjóð- ar býr ekki sízt í tungu hennar. Nú búa þúsundir íslenzkra heimila V-5 sjónvarp og þó eiga íslendingar ekk ert sjónvarp, heldur taka það til endur- gjaldslauss láns frá annarri þjóð, sem 0 er þúsund sinnum mannfleiri en heima- þjóðin. Af ótrúlegri lítilþægni taka út- verðir norrænnar tungu fegins hendi við myndsjá frá annarri heimsálfu en þeirri sem þeir sjálfir segjast vera sögu- lega tengdir, stara orðlausir úr sér aug- un á kokstyrkjandi prógramm, sem sett er saman til dægradvalar handa amer- ískum hermannasveitum, hvort sem þær nú eru staðsettar í Víetnam, Kóreu, á Formósu eða íslandi. Þjóðskáldið látna yrkir um „hetjur af konunga kyni“, en hvar er nú stolt þeirra og þjóðarmetn- aður? S ú röksemd hefir birzt í blöðum, að andstæðingar þessarar margumþrátt- uðu myndsjár, sem margir hverjir hefðu menntazt erlendis, vildu meina löndum sinum. að njóta þessa heimilistækis, er þeir hefðu skemmt sér við í útlöndum. Eru þetta næsta fávíslegar getsakir. Til- gangur námsdvalar erlendis hefir fyrst og fremst verið sá að flytja heim til föðurlandsins þekkingu og kunnáttu, sem þjóðin síðar gæti tileinkað sér í irtargvíslegum myndum, sjálfri sér til bjargar og aukins velfarnaðar. Sízt af öllu hefir tími þeirra tafizt við glápirí og flestir látið sér þar fátt um finnast. Þar næst hafa íslenzkir námsmenn er- lendis gert sér far um að kynna land sitt og þjóð, svo að sómi yrði að, því að útlendingar mynda sér skoðun um heila þjóð eftir þeim einstaklingum, sem þeir kynnast frá viðkomandi landi. Þannig verða þeir í framandi umhverfi bæði þiggjendur og gefendur. Hinsvegar eru o>r verða allir þeir sem starblína á sjónvarp — og það erlent glápirí í eigin ættlandi — aðeins einhendir og í raun- inni aumkunarverðir þiggjendur. M enningartæki hefir myndsjá ver ið nefnd. f flestum tilfellum er það ekki réttnefni. Fréttatæki og frístundafylling væri mun réttara, þótt menntandi liðir fljóti stundummeð. En menntun er ekki heldur sama sem menning. Menntun get ur skapað menningu þegar bezt lætur, en einnig ómenningu er verst gegnir. Veldur hver á heldur. Siðferðisþroski, lífsskoðun og tíðarandi ráða þar oft úr- slitum. Og jafnvel lítt menntuð þjóð getrn- búið við roenningu, þótt einhæf Fyrir skemmstu var haldin hér ráöstefna um feröamál. Var þaö hin fyrsta þeirrar tegundar hérlendis og markaöi tímamót í þessari ört vax- andi atvinnugrein. Þetta var skemmtilegur fundur áhugasamra manna, sem tekiö hafa saman höndum um aö gera feröamál aö verulegum atvinnuvegi á íslandi. Allir geröu sér Ijóst, aö viö eig- um langt t land á flestum, ef ekki öllum sviöum þessa atvinnuvegs. í feröamálum okkar er ekki til nein kraftblökk og okhar nót er þaö lít- il, aö viö reynum ekki aö kasta á stóru torfumar. Samt liggur viö aö viö sprengjum nótina, því heimur- inn er fullur af feröamönnum á sama hátt og síldin er oft um allan sjð. Okkur vantur ekki aöeins hótel um állt landiö, heldur líka fólk til aö starfa aö feröamálum. Áhuga- samt fólk, sem vill lœra og mennt- ast í þessari nýju atvinnugrein. I hinum margvíslegu þjónustustörf- um höfum við dlltof margt fóiVk, sem annaö hvort kann ekki sitt fag, nennir ekki aö rækja þaö vel, hugs- ar aöeins um aö hagnast á viöskipt- unum — eöa hugsar áUs ékki neitt. Kannski er síöusti flokkurinn stærst ur. Þótt mörg verkefni í xslenzkum feröamálum séu risavaxin, geri ég ráö fyrir aö I baráttan gegn sinnuleysi, I BB kœruleysi I og skilnings- I II! veröi I stœrst jram H vegis sem H EH hingaö til. m j | | Þótt rnilcxö sé III ta^a® um fram I I V I farir hér á landi finnst ra mér stundum, aö raöir hímandi fólks fyrir utan söluop verzlana á kvöldin séu talandi tákn um hina íslenzku viöleitni til aö þjóna viö- skiptavininum. Og sannleikurinn er sá, aö íslendingar láta bjóöa sér allt í þessum efnum. En % nágrannalöndum okkar er fólk ekki vant því aö þurfa aö bíöa eftir afgreiöslu í verslun á meöan afgreiöslustúlkan brýtur ævintýri nœturinnar til mergjar í símtali viö vinkonu sína. Slík þjónusta spillti öllum viöskiptum t svonefndum menningarlöndum, en þykir ekki tiltökumál á íslandi — og e.t.v. í sveitaþorpum Kongó. Eftir árálanga ötula baráttu for- ystumanna feröamála hefur tekizt aö glœöa áhuga og töluveröan skiln- ing stjórnarvalda og leiötoga á þýö- ingu þessa nýja atvinnuvegs, þótt enn sé e.t.v. variö milljónum til byggingar felagsheimila, sem oft viröast fremur œtluö til aö skemmtu Bákkusi um helgar en aö vera menningarmiöstöövar fyrir viökom- andi byggöarlög. Væru félagsheimil- in t.d. ekki meiri lyftistöng fyrir sveitir sínar og landö í heild, ef þar heföi verið gert ráö fyrir gistiher- bergjum x samrœmi viö stœrö hverr- ar byggingar? Og heföi ekki veriö hœgt aö sníöa nýjar skólabygging- ar meira viö hæfi feröafólks á sumrin? Þótt baráttan viö ráöamenn hafi veriö ströng veröur hún e.t.v. enn strangari viö fólkiö, sem á að sjá um aö hafa handklœöi og sápu viö vaskinn, fólkiö sem á aö annast feröamanninn, sýna honum kurteisi og greiöa fyrir honum — hvort sem hann er innlendur eöa erlendur. Sennilega lætur tslendingum bet- ur aö vera feröamenn í útlöndum en taka á móti erlendum feröamönn um. — h.j.h. 10. tbL 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.