Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Síða 11
— Nú! Það
liggur ekki vel
á yður í dag,
herra Siggi!
Ég .kem þá
bara aftur á
morgun!
Ferðasögur
The Day the Rope Broke. The
Story of a great Victorian Tragedy
by Ronald W. Clark. Secker &
Warburg 1965. 25s.
Matterhorn var lengi talið 6-
kleift, íbúarnir í nágrenni fjalls-
ins voru hjátrúarfullir og álitu
anda og iila vætti gæta fjallsins
og að allir þeir, sem reyndu að
klífa það, hlytu að farast. Nú eru
rétt hundrað ár liðin frá þeim at-
burðum sem bókin lýsir. Fjallið
var klifið í fyrsta sinn í júlí 1865.
Sú saga hefur oft verið sögð, en
það er svo um válega atburði, að
þeir eru oft endursagðir. Slíkir
■ atburðir verka stöðugt á ímynd-
- unaraflið og valda heilabrotum
og rannsóknum, sem verða síðar
. tilefni nýrrar frásagnar. Höfund-
. ur er blaðamaður og hefur sett
saman bækur um fjallgöngur og
sögur af fjallgöngumönnum.
Hér segir frá Edward Whymper,
' Charles Hudson, Francis Douglas
Og Douglas Hadow og hinni af-
. drifaríku ferð þeirra. Um þetta
leyti var keppt um hverjir yrðu
fyrstir til að klífa fjallið. Höfund-
. ur lýsir vel öllum aðstæðum og
sðdraganda þess, að einmitt þess-
ir fjórir menn skyldu hittast 1
Zermatt þetta sumar. Höfundur
segir síðan söguna og notar við
það bæði þekktar og áður huldar
heimildir. Hann skrifar mjög svo
læsilega bók, ágætar myndir
íylgja.
Huganir
You are not the Target. Laura
Archera Huxiey. Heinemann 1964.
S5s.
Þetta er safn ráðlegginga til
þess að lifa fyllra lífi og litauð-
ugra en almennt er ástundað.
Aldous Huxley skrifar formálann,
en höfundurinn er nú ekkja hans.
Nú á dögum er mikið rætt um
geðheilsu og geðvernd. Áhugi
manna á þessum málum er mik-
ill og með aukinni tækni og skipu
lagningu virðist geðheilsu manna
nð sumu leyti hættara en áður.
Taugaveiklun er nú algengari en
fyrrum, hraðinn og klukkan móta
nú líf manna meir en áður fyrr.
I>að er mikið talað um afslöppun
nú á dögum og í þeseari bók er
að finna hentugar aðferðir til þess
að slappa af og hressa upp á velkt
ar taugar. Það er mikið gefið út af
bókum svipaðs efnis, margar
þeirra eru ákafiega lélegar, oft
skrifaðar af skottulæknum og
andakuklurum, en þessi bók er rit
uð af þekknigu á viðfangsefninu
og mikilli reynslu. Höfundur er
sálfræðingur og hefur mikla
reynslu á því sviði.
Bókmenntir
Pretty Polly Barlow and Other
Stories. Noel Coward. Heinemann
1964. 21s.
Noel Pierce Coward fæddist
1899. Eftir hann liggur mikill
fjöldi leikrita og hann er einn
vinsælasti höfundur léttra leik-
rita, sem Englendingar eiga. Auk
þess hefur hann sett saman smá-
sögur og fjögur bindi sjálfsævi-
sögu, sem er ágæt heimild um höf
undinn og það andrúmsloft, sem
mótaði hann og sem hann dregur
efni leikrita sinna úr. Auk þessa
hefur hann skrifað eina skáld-
sögu. Hann er mjög afkastamikill
og fjölhæfur listamaður. Verk
hans eru fyrst og fremst til af-
þreyingar og skemmtunar, hann
er ekki djúpur en því skemmti-
legri og snjallari og minnir stund-
um á Wilde.
f þessari bók eru þrjár smá-
sögur. Þær eru hver annarri
snjallari og geta verið dæmi um
hvernig smásaga eigi að vera að
tækninni til. Þær eru einnig
skemmtilegar, ágæt afþreyingar-
lesning.
The Essentlal Hemingway. Ernest
Hemingway. Penguin Books 1964.
6s.
Þessi bók kom í fyrstu út hjá
Cape 1947. Hér eru: Fiesta (Sólin
rennur upp), prentuð i heild, kafl
ar úr To Have and Have not,
Vopnin kvödd og For Whom the
Bell Tolls, tuttugu og þrjár smá-
sögur og loks kafli úr Death in
the Afternoon. Þetta er góð sýns-
bók verka höfundar. f henni er
að finna margt það bezta, sem
höfundurinn setti saman. Þetta
er ágæt bók til að hafa með sér
á ferðalögum, það fer lítið fyrir
henni og hún kostar smáræði.
w
The Blood of Others. Simone de
Beauvoir. Penguin Books 1964. 4s.
Þetta er sagan um frönsku and-
spyrnuhreyfinguna. Hér eru
dregnar upp myndir úr lífi Jeans
Blomarts og margra fleiri, sem
berjast gegn fjandmönnunum og
eiga jafnframt í stöðugri bar-
áttu við efann og hikið. Skyldan
kallar þá, þeir eru hver öðrum
bundnir. Þeir eru sekir menn,
vonlausir og lif þeirra er kalt og
tómt. Dauðaþráin er sterk með
þeim. Þetta er grimm bók um ást-
ina og dauðann. Héimspeki Sartres
er áberandi í þessu verki. Bókin
er mjög vel skrifuð og hefur mik-
inn eftirkeim.
Saga
Les Gallo-Romains. Emile Theve-
not. Presses Universitaires de
France. „Que Sais-Je?“ No. 314.
1963.
Þetta er saga Gallíu frá tím-
um Sesars og fram á fimmtu
öld. Gallía transalpina var eitt
mesta gósenland Rómverja. Þetta
var eitt bezta landbúnaðarland
þeirra og þar var að fá ágætt hrá-
efni í herina, minnsta kosti fyrstu
aldirnar. Áhrif Rómverja voru
sterk í þessu skattlandi og um
tíma var þar hinn mesti atvinnu-
blómi, fornar byggingar og rústir
stórhýsa og leikvanga bera þessu
glöggt vitni. Höfundur gefur grein
argott yfirlit yfir menningarlega
og pólitíska sögu þessa skattlands
Rómverja á þessu tímabili, sög-
unni lýkur um það leyti sem
franska ríkið er stofnað. Þetta
er skýr og lipurlega skrifuð saga.
Glass through the Ages. E. Barr-
ington Haynes. A Pelican Origi-
nal. Penguin Books 1964. 10/6.
Þessi bók kom fyrst út sem Peli
can-bók 1948, þetta er þriðja prent
un. Þetta er saga glasaiðnaðarins
frá upphafi fram á okkar daga.
Höfundur rekur sögu þessarar list
ar með Egyptum, Sýrlendingum
og Rómverjum. Meginefni bókar-
innar er um glasagerð á Vestur-
löndum og er þá fyrst að telja
Feneyjar, sem stórveldi í þessari
listgrein og svo Þýzkaland, Niður-
lönd, Frakkland og England. Höf-
undur lýsir glasatízkunni, allri
gerð þeirra og skreytingu. Bók-
inni fylgja 96 myndasíður, þar má
sjá um 450 tegundir glasa og gler-
kera. Hverjum kafla fylgja bóka-
listar.
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
Þingmaður einn enendur ritaði fyrir nokkru grein í blað um
áhrif sumra kvikmynda á landslýðinn. Hann hafði veitt því
eftirtekt að sýningargestir fóru stundum út, náfölir og skjálf-
andi með uppköstum og mikilli vanlíðan. Stundum, sagði hann,
varð að senda sjúkrabíl á vettvang til þess að hirða suma af
viðskiptavinum kvikmyndahúsanna. Merkilegast af öllu var
að sýningargestir sjálfir kvörtuðu ekki opinberlega. Þeir
þögðu líkt og barin kvikindi, af því að þeir vissu vel að sum-
um tókst að bæla nxður viðbjóð sinn, þar sem þeim hafði mis-
tekizt það.
Ef hundar sættu slíkri meðferð á almannafseri að þeir
skreiddust burt með kveini og uppsölum, þá er sennilegt að
dýravinir myndu bregðast við. En mannvinir eru sjaldgæfari,
þótt til séu skrítnir náungar, eins og þessi þingmaður og misk-
unnsami Samverjinn, sem uppi var fyrir löngu og nam staðar,
þar sem fínir menn gengu framhjá.
Nú standa mál þannig í veröldinni að listiðnaðarmenn fram-
leiða ógrynni af listaverkum, og þar af leiðir mikið framboð
af vörum, sem koma þarf í verð. Listin er frjáls og á að vera
það, segja menn. Og vei þéim sem annað hugsa eða segja.
Listaverk verða að hafa sama rétt sem heilagar kýr Indlands.
Og fjölmiðlunartæki og auglýsingaskrum sjá fyrir nálega ótak-
mörkuðu beitilandi, en grasið er sálir manna, sem búið er að
kengbeygja til þrælslegrar undirgefni við allt, sem fram er
flutt í nafni listarinnar, hversu viðbjóðslegt sem það kann að
vera. Reglan um freisi lista er á vorum tímum orðin aS reglu
um. frjálsa sölu á öllu, sem mönnum þóknast að kalla list, hvar
og hvenær sem seljendum þóknast.
Siðasta styrjóld var líka stórkostleg samstæða listaverka,
og að henni stóðu nargir listamenn aðrir en Hitler og Church-
ill. Sagt er af góðum heimildamönnum að sumir fangabúða-
stjórar, er mest píndu fanga sína, hafi drukkið dýrustu vín og
þakið veggi íbúða sinna listaverkum. En hernaðarlistin í styrj-
öldinni hefir orðið hráefni í mikinn söluvarning um víða ver-
öld, enda eftirspurn mikil, þótt stundum þurfi nokkru við að
bæta, svo sem hara-kíri Japana og mannvígum frá miðöld-
um, þegar ekki er nóg til af vesturheimskum vanaglæpamynd-
um.
Það liggur í eðli manna að með þeim va'knar viðbjóður þegar
þeir upplifa að illa er farið með aðra menn. Þetta er eins kon-
ar samúðartilfinning, neikvæð að vísu þegar vér fáum engu
um þokað, en þó eins konar vörn gegn því að samlagast
grimmdinni og tilfinningaleysinu. Þetta er ekki aðeins sál-
rænt, heldur psycho-sómatiskt (sálrænt-og-líkamlegt). Svo er
og um ýmsa ólyfjan er menn leggja sér til munns og nokkrar
eiturtegundir, að menn bregðast við með uppsölum. í hern-
aðarlist og misþyrminga er þessi tilfinning óæskileg og til
þess fallin að draga grimmdarþróttinn úr mönnum, enda varð
að útrýma samvizkusemi og viðbjóðstilfinningu, og auðvitað
einnig jákvæðri samúð úr huga forstjóra og starfsmanna
fangabúða og útrýmingarstöðva. Það þurfti að gera menn að
hlýðnum kvikindum til þess að þeir gætu leikið þessi hlut-
verk og leyst „verkirx" af hendi. Tilfinningaleysi gagnrvart
mannlegum þjáningum, misþyrmingum, kveinstöfmn, eymd og
neyð — og að sjálfsögðu einnig fullkomið almennt siðleysi —
þurfti að rótfestast með ýmsum hætti í persónuleika þessara
listamanna.
Hliðstætt uppeldi er nú veitt í stórum stíl gegnum kvik-
myndaiðnaðinn, og menn greiða glaðir sitt skólagjald. Vér
höfum ekki þurft að kalla til vor erlenda sérfræðinga til þess
að koma þessum „umbótum“ á bjá oss. Kvikmyndirnar hafa
nægt, enda eru þær taldar vera mjög gott uppeldistæki, og
er skemmst af því að segja að þær hafa haft alveg sams konar
áhrif hjá oss og þær höfðu hjá kjósendum hins háttvirta þing-
manns. fslenzk ungmenni kasta upp og fyllast viðbjóði líkt og
erlend, og virðast skammast sín fyrir að geta ekki bælt niður
viðbjóðstilfinningu sina og eðlilega feimni, en þrá það aftur
á móti að verða gerð að kvikindum og dráttardýrum hins er-
lenda skemmtanaiðnaðar. Ekki fara þó sögur af því að þurft
hafi að tilkalla sjúkrabíla. Hinn mikli allsherjar lífselexír
landsmanna, brennivínið, er látinn duga til þess að lækna
þennan litla kvilla, viðbjóðinn á annarra manna eymd og
neyð. Margir vita með sjálfum sér að hér er eitthvað að — en
hvað er það þá? í stuttu máli útrýming eðlilegra nvxnnlegra
tilfinninga. Fyrir listiðnaðinn er það þægilegast að menn taki
auðmjúklega öllu, sem að þeim er rétt — og það er einnig
þægilegast fyrir hervæðingu hugans, auglýsingaiðnaðinn og
alla, sem hagnast á því að gera menn að kvikindum.
19. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H