Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Page 2
Elizabeth II Bretadrottning er
aðeins 39 ára gömul og hef-
ur samt setið að völdum í hálft fjórt
ánda ár við góðan orðstír, þó varla
verði henni nokkurn tíma jafnað við
nöfnu sína, Elizabeth I (1533-1603),
sem ríkti í 45 ár og setti sinn sterka
svip á öld þeirra Marlowes og Shake
speares, enda er það tímabil einmitt
kennt við hana.
Elizabeth II hefur ekki til að bera
hæfileika eða snilligáfu nöfnu sinn-
ar, enda gerist þess tæplega þörf um
nútíðardrottningu. Styrkur hennar
liggur öllu fremur í því, að hún er
fulltrúi þeirra sjónarmiða og hug-
sjóna sem sæmilega menntað fólk
af hennar eigin kynslóð elur með
sér. Eins og langalangamma hennar,
Victoria drottning, er hún jafnan
dálítið þvinguð innan um mennta-
fólk, en hins vegar ber hún gott
skyn á listir eins og flestir ættmenn
hennar. Hún hefur unnið sér hylli
þegnanna með látlausri, þokkafullri
og virðulegri framkomu.
Gcorg VI faðir hennar, Mary drottn-
ing amma hennar, Victoria drottning,
og ýmsir forfeður hennar á 18. öld voru
nokkuð stirðir í framkomu, og hefur
hún erft þessa eigind að vissu marki,
en það hefur gefið persónuleika hennar
skýrari útlínur og aukna kjölfestu. Hún
átti trúnað föður síns og var honum
mjög nákomin, og sennilega hefur hann
leitt henni fyrir sjónir, hve mikilvæg
gætni og þagmælska er hverjum þjóð-
höfðingja. Virðuleiki hennar við op-
inberar athafnir er áberandi og ber því
órækt vitni, að hún hefur lært til hlítar
þá veigamiklu reglu þjóðhöfðingjans að
láta ekki eigin duttlunga eða hvatir
skyggja á hlutverk sitt.
E lizabeth var aiin upp í samræmi
við hefðbundnar reglur aðalsstéttanna
uppúr fyrri heimsstyrjöld. Hún fæddist
21. apríl 1926 í „hjarta Mayfair“, í húsi
við Burton-stræti sem var í eigu móður-
foreldra hennar, Strathmores lávarðar
og konu hans. Skömmu síðar tóku for-
eldrar hennar, sem þá nefndust hertog-
inn og hertogafrúin af York, á leigu eitt
af húsunum í vesturenda Piccadilly,
svæði sem á dögum Victoriu var al-
mennt kallað „Rothschild Row“. Þó hús-
ið væri nokkuð viðhafnarlegt og þung-
lamalegt hið ytra, var það þægilegt og
bjart hið innra, og að húsabaki var garð-
ur þar sem telpan gat leikið sér i ró og
næði við vini sína og nágranna. Árið
1931 gaf Georg V syni sínum bygging-
una „Royal Lodge“ í Windsor Great
Park, og í þessu fagra húsi með sínu
töfrandi umhverfi átti drottningin til-
vonandi glöðustu daga bernsku sinnar
og æsku. Á sumrin dvaldist fjölskyldan
æviniega nokkrar vikur í Skotlandi, ým
ist á heimlili hertogafrúarinnar, Glamis
Castle, eða í Birkhall á Balmoral-land-
areigninni.
Enda þótt Elizabeth væri í frum-
bernsku fjarlæg hásætinu, þar eð föð-
urbróðir hennar, sem síðar varð Edward
VIII, var enn ókvæntur og hennar eig-
m foreldrar gátu átt von á fleiri börn-
um, þá hlaut hún samt í skírninni þrjú
mjög svo konungleg nöfn: Elizabeth Al-
exandra Mary. Þegar hún var tíu ára
hafði frændi hennar afsalað sér og erf-
ingjum sínum krúnunni, og Elizabeth
var taiin arftaki föður síns af þorra
þegnanna.
Íí ernskuár drottningarinnar voru
einstaklega gleðirik. Uppeldi hennar var
skynsamlegt og eðlilegt. Hún var vernd-
uð gcgn hvers konar ásókn biaðamanna
og hvött til að lifa eins náttúrlegu lífi
og aðstæður framast leyfðu. Hún varð
einstaklega aðlaðandi barn, skynsöm,
hæversk, alvörugefin og hljóðlát, en
fjörmikil og glaðlynd í hópi leiksystk-
ina og vina.
Mörgum hefur verið þakkað (og sum-
ir látið þakka sér) hið góða uppeldi telp
unnar fyrstu árin, meðan hún var að
mótast, en vitanlega eiga foreldrarnir
þar langstærstan hlut að máli. Georg
VI var staðráðinn í að hlífa sínum börn
um við hinum harða aga, sem varpað
hafði skugga á hans eigin bernsku, og
hann var dóttur sinni hvetjandi og hress
andi félagi í. öllu útilífi. Hann innrætti
henni ást á skepnum og kenndi henni
ýmis jarðyrkjustörf. Hin óvenjulega
nónu tengsl milli föður og dóttur komu
víða fram, og menn veittu þeim athygli.
Móðir hennar var stundum gagnrýnd
fyrir að tefja hana frá námi, en sann-
leikurinn er sá, að hún hélt aðdáun-
arverðu jafnvægi milli nauðsynlegs
frjálsræðis og nauðsynlegra kennslu-
stunda dóttur sinnar, sem voru bæði
margar og fjölbreytilegar. Svo mikið er
víst, að ekki hefði verið hægt að segja
um Elizabeth það sem Victoria drottn-
ing sagði einhverju sinni um sjálfa sig,
að hún væri hrædd við að lenda í einka
viðræðum við fólk, því þá kynni hún
að koma upp um glompurnar í mennt-
un sinni. Hver sem virðir fyrir sér
bernsku Victoriu drottningar, barna
hennar eða Georgs VI hlýtur að sjá, hví
líka byltingu Georg VI og Elizabeth
kona hans gerðu með því að ala dóttur
sina upp á eðlilegan hátt og veita henni
gleðiríka bernsku.
etta uppeldi varð að sjálfsögðu
miklum mun torveldara þegar Georg
VI settist að völdum eftir afsögn bróð-
ur sins. Aukin verkefni og margfaldar
skyldur gáfu lífi fjölskyldunnar annan
svip. Þegar konungsfjölskyldan fluttist
til Buckingham-hallar á prinsessan að
hafa sagt þegar hún sá hallargangana:
„Maður verður að hafa reiðhjól til að
komast um þetta hús.“
í bernsku var Elizabeth mun minna
þekkt meðal alþýðu manna en búast
hefði mátt við. Henni var að yfirlögðu
ráði haldið bak við tjöldin, og þegar
stríðið brauzt út 1939, var reynt að láta
bera eins lítið á henni og kostur var.
Smátt og smátt kynntist þjóðin samt
persónuleika hinnar verðandi drottn-
ingar. Fjórtán ára gömul talaði hún í
útvarp til brezkra barna sem verið var
að flytja úr landi til Norður-Ameríku,
og hlustendur höfðu mikla ánægju af
skýrri framsögn hennar og fallegum
raddhreimi. Öll stríðsárin bjó hún af
öryggisástæðum ásamt Margaret systur
sinni í Windsor-kaslala og umgekkst
liðsforingjana þar með eðlilegum hætti.
Árlega átti hún stóran þátt í að setja
á svið skemmtilega látbragðsleiki í kast-
alanum. Hún varð fullveðja 18 ára göm-
ul, og árið 1944 var hún staðgengill
föður sfns meðan hann var í Norður-
Afríku. Undir lok stríðsins gekk hun
í kvennadeild hersins og hlaut þar þjálf
un í vélaflutningum.
að voru einkum tveir viðburðir
sem vöktu at'hygli þjóðarinnar á þokka
og hæfileikum hinnar ungu krónprins-
essu. Annar var útvarpsræða hennar
frá Suður-Afríku á 21 árs afmælinu
1947. Þá sagði hún m.a.: „Ég lýsi því
yfir frammi fyrir yður öllum, að gervöll
ævi mín, hvort sem hún verður löng
eða stutt, mun verða helguð þjónust-
unni við yður og við hina miklu kon-
ungsætt.“ Hitt atvikið var heiðurssýn-
ing lífvarðarins seinna á þessu sama ári,
þar sem Elizabeth kom fram klædd
dökkbláum einkennisbúningi og sat hest
sinn tígulega, rjóð í kinnum og sælleg,
en alvörugefin eins og faðir hennar sem
reið á undan.
Eins og títt er um ungt fólk á þessum
síðustu tímum hefur Elizabeth drottn-
ing átt mörg áhugamál og víða sýnt
góða hæfileika. Hún talar og þýðir
frönsku fyrirhafnarlaust, hefur ánæg u
af lestri, leikur vel á píanó, er sérlega
leikin hestakona og einstaklega góður
dansari. Hún hefur lengi haft mikinu
áhuga á veðreiðum og er sérfræðingur
í hestakynjum. Hún hefur einnig gott
vit 4 leiklist.
A, því . « V„»
Elizabeth ástfangin af hertoganum af
Edinborg, sem þá hét Philip prins af
Grikklandi, meðan hún var enn á
æskuskeiði. Löngu áður en þau trúlof-
uðust hafði hún mynd af honum í her-
berginu hjá sér, en fyrir fortölur vin-
konu sinnar, sem óttaðist umtal, skmti
hún þeirri mynd fyrir aðra sem tekin
var af Philip í stríðinu, þar sem andiit
hans var falið af miklu og þrúðu
alskeggi. Brúðkaupið — eða a.m.k. trú-
lofunin — hefði átt sér stað miklu fyrr
en raun varð á, ef ekki hefði komið til
óróleiki no-kkurra ráðgjafa konungs
vegna sambandsins við Grikkland. Það
var krónprinsessunni mikið áhygg u-
efni, að þetta viðkvæma einkamál var
óútldjáð, þegar hún lagði upp í förina
til Suður-Afríku 1947.
Elizabeth og Philip voru gefin saman
20. r.óvember 1947. Á árunum 1948 og
1949, eftir að kunnugt varð um alvar-
leg veikindi konungsins, urðu ungu
hjónin að takast á hendur margvís]e"ar
opinberar skyldur, m.a. mikilvæga opin-
bera heimsókn til Parísar snemma sum-
ars 1948. Elzta barn þeirra, Charles,
fæddist 15. nóvember 1948, og tæpum
tveim árum síðar eignuðust þau dóttur,
Anne prinsessu. Árið 1960 eignuðust
þau annan son, Andrew, og fjórða b-”-n-
ið, Edward, fæddist fyrir hálfu öðru
ári.
E lizabeth hafði skamman undm-
búningstíma undir hið ábyrgðarmikla
lífsstarf sem beið hennar. Frá 1951, þeg-
ar heilsu konungsins tók snögglega að
hraka, varð hún æ bundnari af skyld-
um þjóðhöfðingjans. Eftir mjög vel
heppnaða för til Kanada og Handarílvj-
anna haustið 1951 (sem Sir Winst-sn
Churehill fór sérstökum viðurkenning-
Framhald á bls. 6.
Framkv.stj.: Siglns Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason trá Vieur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Auglýsingar: Arnl Garðar Krlstlnsson.
Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sím) 22480.
Utgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavlk.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
20. tbl. 1965